Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 84
Skemmdi sex bfla ÞAÐ óhapp varð á Laugavegi, rétt ofan við Hlemm, um níu- leytið í gærkvöldi, að bifreið ók á sex bfla og skemmdi þá alla. Okumaðurinn missti stjórn á bflnum í þrengingu sem er á götunni. Skipti engum togum að bfllinn skall á sex bifreið- um. Þær skemmdust allar og varð að draga fjórar þeirra á brott með kranabfl. Enginn meiddist í óhappinu. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3m, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 13. NOVEMBER 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Lögreglan á Sauðárkróki í viðbragðs- stöðu vegna endurtekinna hótana í sólskinsskapi í múrverki Handtók þrjá „handrukkara“ ÞEIR voru í sólskinsskapi við vinnu sína í blíðunni í gær, Tryggvi Gunnarsson múrara- meistari og Hermann Arni Valdimarsson múraranemi, þar sem þeir voru að pússa plötu í fjölbýlishúsi við Eiðsvallagötu á Akureyri. „Tíðarfarið nú er gott og svona verður þetta í vetur,“ sagði Tryggvi og var hinn ánægðasti. Veðrið á Akureyri var mjög fallegt í gær þótt hit- inn væri heldur lægri en daginn áður. Hitinn á landinu hefur verið með eindæmum undanfarið. Þannig komst hitinn á Dala- tanga í 23 gjráður í fyrrinótt sem er met á þessum árstíma. Heldur mun kólna í veðri næstu daga. LÖGREGLAN á Sauðárkróki kom í gær í veg fyrir að svokallaðir „hand- rukkarar" gengju í skrokk á ungum pilti þar í bæ. Pilturinn var tekinn með fíkniefni um verslunarmanna- helgina og hefur sá sem telur sig eig- anda efnanna haft í hótunum við pilt- inn síðan. I gær komu þrír rukkarar úr Reykjavík norður til að klekkja á pilti en lögreglan greip inn í áður en til þess kom. Pilturinn var tekinn með tæplega 200 grömm af hassi auk lítilræðis af amfetamíni og kókaíni síðastliðið sumar. Talið var að hann væri burð- ardýr og væri ætlað að selja fíkniefn- in fyrir einhverja aðra. Hefur lög- reglan því búist við að einhverjir kæmu til að gera upp málin við pilt. Margoft hefur verið hringt í pilt- inn og honum send SMS-skilaboð þar sem honum hefur verð hótað, bæði að ganga í skrokk á honum eða eyðileggja bíl eða hús sem tilheyra fjölskyldunni. „Það voru þrír menn í bflnum þeg- ar við skárumst í leikinn," sagði 'Björn Mikaelsson yfiriögregluþjónn í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Björn sagði að foreldrar piltsins hefðu einnig verið komnir til aðstoðar en „rukkararnir“ hefðu hót- að þeim líka og bent þeim á að þeir ættu bæði hús og bfl sem hægt væri að ganga að. Rukkararnir voru handteknir en látnir lausir að lokinni yfirheyrslu og telst þessi hluti málsins upplýstur. Að sögn Bjöms vom þeir sendir norður af manni þeim sem telur sig hafa átt fíkniefnin. Vill hann fá greitt fyrir þau þó svo pilturinn ungi hafí ekki náð að selja fíkniefnin áður en lögreglan gerði þau upptæk. Niðurstaða nýrrar könnunar Gæðum grænmet- is hrakar GÆÐUM grænmetis hefur hrakað frá því gæðakönnun var síðast framkvæmd í októ- ber. Þetta kemur fram í nýrri gæðakönnun á grænni papriku, jöklasalati og tómöt- um sem framkvæmd var af Matvælarannsóknum Keldna- holti fyrir NS og ASÍ-félög á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Agústa Ýr Þorbergsdóttir, verkefnisstjóri Samstarfsverk- efnis Neytendasamtakanna og ASI-félaga á höfuðborgar- svæðinu, segir að gæðakönn- unin hafi meðal annars verið gerð til að kanna hvort versl- anir gætu haldið gæðum græn- metis í horfi frá síðustu könn- un en svo virðist sem tilviljun ráði því í hvaða sæti verslan- imar lenda. Að þessu sinni var besta grænmetið í Samkaupum en lægstu einkunnina hlutu Hag- kaup og Nettó. í síðustu könn- un vom það Hagkaup og Fjarðarkaup sem vom með besta grænmetið. I einu tilfelli hlaut grænmeti einkunnina núll en það þýðir að varan er algjörlega ósöluhæf. Um var að ræða jöklasalat. ■ Tilviljun/36 Morgunblaðið/Kristján Ný símafyrirtæki munu geta tengst fjarskiptaneti Landssímans Fastagjald síma hækkar en mínútugjald lækkar MARKAÐSRÁÐANDI fyrirtæki á fjarskipta- markaði verða skylduð til að leigja öðmm fjar- skiptafyrirtækjum aðgang að fjarskiptaneti sínu, samkvæmt fmmvarpi til laga um fjarskipti, sem verið hefur tfl fyrstu umræðu á Alþingi og vísað var tfl samgöngunefndar í gær. Mun breytingin hafa það í för með sér að Landssíminn mun hækka vemlega fastagjald af símum en lækka á móti mínútugjaldið. I athugasemdum með framvarpinu segir að það hvfli á tveimur meginstoðum. Annars vegar sé í því að finna ákvæði sem eigi að stuðla að auk- inni samkeppni og tryggja aðgang allra lands- manna að ákveðinni lágmai-ksþjónustu, svokall- aðri alþjónustu, en í framvarpinu er í íyrsta skipti lagt til að gagnaflutningsþjónusta verði skilgreind sem alþjónusta. Hér séu markverð ný- mæli á ferð sem geti haft mikla þýðingu fyrir bú- setu, atvinnuuppbyggingu og lífskjör í landinu. Hins vegar sé með framvarpinu verið að laga ís- lenska löggjöf að þeim tilskipunum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu um fjarskiptamál. Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssím- ans, segir að þótt það sé óvanalegt í viðskiptum að fyrirtæki eigi kröfu á að kaupa upp mikilvæg- ar eignir keppinautarins, þá beygi Landssíminn sig undir það í þessu tilviki enda leggi samgöngu- ráðherra mikla áherslu á að örva samkeppni í fjarskiptum. Hann vekur athygli á því að breyt- ingin muni kalla á aðlögun gjaldskrár Landssím- ans, fastagjaldið muni hækka til að standa undir rekstri línukerfisins en umferðargjaldið lækka. Þórarinn segir að kostnaðarmati sé ekki lokið og því sé ekki vitað hvert fastagjaldið þurfi að vera. Það er nú um 300 kr. á mánuði, þegar dregin hef- ur verið frá innifalin notkun, en í nágrannalönd- unum er að sögn Þórarins algengt fastagjald eitt til tvö þúsund. Fólk getur haldið númeri sínu Meðal annarra breytinga sem kveðið er á um í framvarpinu má nefna númeraflutning, en hann gerir notendum kleift að halda símanúmeri sínu án tillits til þess hjá hvaða símafyrirtæki við- skiptin era og á hvaða númerasvæði þeir búa. Almennt er þetta talin forsenda fyrir raunvera- legri samkeppni í símaþjónustu, að því er fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu. Þetta gildir um almenna fasta fjarskiptanetið og skal Póst- og fjarskiptastofnun setja nánari reglur, þ.ám. um hvenær númeraflutningur skuli inn- leiddur. Þá er að finna í framvarpinu ákvæði um inn- lenda reikisamninga en þeir þýða að innlend far- símafyrú’tæki eiga aðgang að farsímanetum ann- an-a fyrirtækja þegar uppbygging eigin aðstöðu er talin óraunhæf. Segir að með slíkum samning- um sé því unnt að koma á virkri samkeppni í far- símaþjónustu á öllu landinu. Forstjóri Landssím- ans hefur áhyggjur af afleiðingum þess á upp- byggingu farsímakerfisins ef önnur farsímafyrir- tæki geti krafist aðgangs að þeim og telur að það myndi draga veralega úr áhuga Landssímans að byggja upp kerfi sitt á landsbyggðinni. ■ GagnafIutningsþjónusta/42 Netþjónar og tölvur COMPAd Upplýsingar þurfa að komast hratt og örugglega til skila! Það er dýrt að láta starfsfólkið biða!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.