Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 70

Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 70
70 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ > Dýraglens Grettir ! Hundalíf Smáfólk Þarna, mér tókst það. I ANSlOERED EVERV aUESTION.' Ég svaraði hverri einustu spurningu. Gerðu svo vel, ungfrú. Beint úr verksmiðjunni. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Aldamótin 2000-2001 Frá Kristjáni Hall: í JANÚAR árið 1901 var mikið um dýrðir í Reykjavík. Það var verið að fagna nýrri öld. Raunar fögnuðu Islendingar all- ir en sums staðar var hátíðahöld- unum frestað, eins og til dæmis á Möðruvöllum í Hörgárdal, þar sem fyrsta ári og fyrsta sumri nýrrar aldar var fagnað á sumardaginn fyrsta árið 1901. Þar var klukkum hringt klukkan 12 og safnast sam- an norðan við skólahúsið. Skólapiltar í Reykjavík héldu hins vegar sína aldamótaminningu hinn 2. janúar árið 1901 með hátíð- arsamkomu. Aldar prentsmiðja hafði prentað og dreift Aldamóta- sálmi, sem prentaður var með nót- um til að syngja á gamlárskvöld 1900. Glasgow prentsmiðja gaf út árið 1901 _ aldamótakvæði eftir Benedikt Ásgrímsson og Félags- prentsmiðjan Aldamóta-óð 1900- 1901, eftir Jón Ólafsson. Mikið óskaplega hefði verið hlegið að þeim sem haldið hefði því fram að aldamótin hefðu verið um áramót- in 1899-1900. Það vissu jú allir að árið 1900 var nítjánhundraðasta árið og þegar það væri liðið þá væri jafnframt öldin liðin og alda- mót haldin hátíðleg. En þeir höfðu ekki í þá daga fréttamenn, sem lugu að fólki, jafnvel gegn betri vitund, í gegn- um öfluga fjölmiðla, að aldamót yrðu við upphaf tvöþúsundasta ár- sins. Tímatal er dauðans alvara. Allt okkar líf stjórnast, meðvitað og ómeðvitað, af tímatalinu. Við mæt- um til vinnu á vissri stundu vissa daga en aðra daga skiptir sú stund okkur engu. Við teljum stundirnar og dagana, gefum þeim nöfn eftir föstum tölulegum reglum. Ef við breytum þessum reglum verðum við að breyta öllu kerfinu. Ef við rýmkum reglurnar og segj- um til dæmis að tvöþúsundasta ár- ið sé fyrsta ár nýrrar aldar þá fær- ist allt niður um einn. Þá verður maður á tíræðisaldri 100 ára og unglingar á sautjánda ári (16 ára) eiga rétt á ökuréttindum o.s.frv. Já, tímatal er dauðans alvara og þar sem við íslendingar virðumst ekki fá tölfræðina með móður- mjólkinni, eða í uppvextinum, verður útkoman hjá okkur oft und- arleg. Þannig hlýtur það að hafa valdið mörgum fyrirtækum veru- legum erfiðleikum að mörg þau dagatöl íslensk, sem fyrirtæki hér gefa út í tugþúsundatali, stemma ekki við dagatöl erlend, þannig að vöruafhendingar og pantanir rugl- ast og koma ýmist of snemma eða seint. Arið 1582 fóru þúsundir Evrópubúa í mótmælagöngur vegna þess að þeir töldu að Greg- oríus páfi 13. hefði stolið tíu dög- um af lífi þeirra þegar hann leið- rétti tímatalið. I dag brosum við bara og spyrjum; hvað er ein vika eða ár á milli vina? KRISTJÁN HALL iðnrekandi, Langholtsvegi 160, Reykjavík. Flugvallarmál Frá Guðmundi Bergssyni: ÞAÐ er sjálfsagt að bera í bakka- fullan lækinn að fara að skrifa um Reykjavíkurflugvöll. Það eru allar líkur á þvi að milljörðum verði eytt í hann og það til nokkurra ára eins og leyfið hljóðar uppá. Peningum landsmanna væri betur varið í völl sem væri til frambúðar, líklega alla næstu öld. Þó að margt hafi verið rætt og ritað um að færa hann út í Skerjafjörð og Engey og víðar þá hefur enginn minnst á þann stað sem mest var í umræðunni hér á ár- um áður, á meðan allt flug bæði til útlanda og innanlands var um Reykjavíkurflugvöll. Það datt alveg niður um leið og flugið til útlanda var flutt til Keflavíkur. Það er fyrst nú þegar Reykjavíkurflugvöllur er nær ónýtur að málið ber á góma og þá með þeim hætti að það eigi að byggja hann upp fyrir milljónir og allir forðast að nefna slysahættuna af því að hafa völl inni í borginni. Tilefni þessara lína er það að þriðjudaginn 5. okt. skrifar maður að nafni Jón Kr. Gunnarsson grein í Dagblaðið og minnir á stað sem er Kapelluhraun. Kapelluhraun Þeir sem hafa talað um að það sé svo langt að fara til Keflavíkur, þeir ættu að geta sætt sig við að fara rétt suður fyrir Hafnarfjörð að Krísuvíkurafleggjara og þá þarf ekki að ræða meir um vegalengdir. Það þarf ekki að finna stað fyrir æf- ingarflug. Það getur sem best verið þama líka. Þarna er engin byggð sem stafar hætta af flugi eins og í Reykjavík og þar voru taldar hinar ákjósanlegustu aðstæður á sínum tíma þó það hafi fallið í gleymsku og þeir allra þröngsýnustu sjái ekkert annað en Reykjavíkurflugvöll. Það hlýtur að vera ódýrara að jafna út hraunið heldur en moka upp Vatnsmýrina og keyra burtu og koma með annað efni í staðinn. Það ætti því að gera bráðabirgðav- iðgerð á Reykjavíkurflugvelli sem dygði í nokkur ár, á meðan Kapellu- flugvöllur væri byggður og komið í viðunandi horf svo hægt væri að taka hann í notkun. Það væri ólíkt betri nýting á fjármunum almenn- ings en völlur til nokkurra ára sem ausið yrði í ómældum upphæðum. Þegar verið er að tala um að flug- völlurinn í Reykjavík þurfi að vera þar út af landsbyggðarfólki sem þurfi að sækja allt til Reykjavíkur þá er það hlálegt þegar hægt er að hafa samband gegnum tölvur landa á milli. Það væri ekki of mikið gert fyrir landsbyggðina þó að það opin- bera setti upp skrifstofur á nokkr- um stöðum á landinu þar sem fólkið gæti fengið einhverja þjónustu til að fækka ferðum þess með ærnum kostnaði tO Reykjavíkur og gæti skapað nokkur ný störf úti á landi. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.