Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 66

Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 66
66 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Jólakort Hringsins komið út JÓLAKORT Hringsins er komið út. I ár prýðir jólakortið mynd eftir Brian Pilkington er nefnist Fyrstu jólin. Jólakortaútgáfa Hringsins hefur í tvo áratugi verið ein aðaluppistaðan í tekjuöflun félagsins til styrktar Bamaspítalasjóði Hringsins. Nú hefur verið hafist handa við bygg- ingu sérhannaðs barnaspítala á Landspítalalóð. Hringskonur hafa lofað 100 milljónum króna til bygg- ingarinnar. Brian Pilkington hefur búið hér- lendis frá 1976 og er löngu lands- • • > Aðalfundur Oryrkjabandalags Islands Sérstaða öryrkja verði viðurkennd þekktur m.a. fyrir myndskreytingar sínar á bamabókum. Auk þess hef- ur hann skrifað nokkrar bamabæk- ur sjálfur og hafa sumar þeirra ver- ið þýddar á yfir annan tug tungu- mála. Brian hefur haldið nokkrar einkasýningar á verkum sínum. Jólakortið er að öllu leytið unnið í Odda ehf. Útgefandi og dreifingar- aðili er Hringurinn kvenfélag, Asvallagötu 1,101 Reykjavík. Aðalfundur Öryrkjabandalags ís- lands var haldinn laugardaginn 6. nóvember síðastliðinn en áður hafði Öryrkjabandalagið staðið fyrir ráð- stefnu um atvinnumál sem nokkuð á annað hundrað manns sóttu. Sam- þykktar voru ályktanir um kjara- mál, húsnæðismál og fleira og segir meðal annars í þeim: Aðalfundur Öryrkjabandalags Is- lands haldinn laugardaginn 6. nóv. 1999 skorar á Alþingi að aflétta því neyðarástandi sem ríkir í trygg- ingamálum öi’yrkja og búa svo um hnúta að örorka verði ekki framar ávísun á efnahagslega útskúfun. Þá ítrekai’ fundurinn fyrri áskomn sína til Alþingis um að það viðurkenni hina margvíslegu sérstöðu öryrkja með því að hækka örorkulífeyri sér- staklega og mest hjá þeim sem verða fyrir varanlegri örorku snemma á starfsævinni. Ökumenn virði bflastæði fatlaðra Brýnt er að fjölga búsetuúrræð- um með mismikilli þjónustu. Ljóst er að ákveðnir hópar fólks em í þörf fyrir sérhæfða og í sumum tUfellum mikla þjónustu á heimUum sínum t.d. vegna hreyfihömlunar, geðfötl- leysir m%rgbl v, Það eru ekki alltaf „aðrir“ sem fá stóra vinninginn í Lottóinu. Einmitt þú gætir orðið fimm milljónum ríkari ef þú kaupir miða fyrir kl. 19.30 í kvöld. jóker Mundu eftlr Jókernum. - PRAUAjt/RlNN okpip i l:í I þágu íþrótta, ungmenna og öryrkja unar eða þroskahömlunar. Fyrir marga er æskUegasta úrræðið þjón- ustukjarni með aðliggjandi íbúðum. Þá skoraði aðalfundurinn á öku- menn að virða sérstök bifreiðastæði fatlaðra. Jafnframt er skorað á sveit- arfélögin í landinu að fjölga slíkum biíreiðastæðum svo fatlaðir eigi auð- veldai’a með að sinna erindum sínum. Kjörið var í framkvæmdastjórn bandalagsins. Formaður er Garðar Sverrisson, vai’aformaður Hafdís Gísladóttir, ritari Gísli Helgason, gjaldkeri EmU Thoroddsen og með- stjómandi Valgerður Ósk Auðuns- dóttir. I varastjórn voru kjörin þau: Dagfríður Halldórsdóttn-, Elísabet Á. Möller og Arnór Pétursson. Þeir Haukur Þórðai-son, fv. for- maður, og Hafliði Hjartai’son, fv. gjaldkeri, gengu úr framkvæmda- stjórn í samræmi við lög bandalags- ins og voru þeim þökkuð framúr- skarandi störf í fjölda ára fyrir bandalagið. Kynnir upp- byggingu þjónustu við einhverfa í Svíþjóð UMSJONARFELAG einhverfra heldur fræðslufund í menningar- miðstöðinni Gerðubergi mánudag- inn 15. nóvember, klukkan 20. Fyr- irlesari á fundinum verður John Dougherty, klínískur prófessor við TEACCH-deildina í Chapell Hill í Norður-Karólíonu í Bandaríkjun- um. Hann hefur undanfarið ár starfað sem gestafyrirlesari og handleiðari í Nimbusgaarden í Lundi í Svíþjóð Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Dougherty er ráðgjafi á ýmsum stofnunum þar sem böm og fullorðn- ir með einhverfu era, í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Hann hef- ur starfað í einni af TEACCH-deild- unum í Norður-Karólínu sl. 14 ára. Hann hefur tekið þátt í uppbyggingu á samfelldri þjónustu við einhverfa víða um heim. I fyiú’lestri sínum mun John Dougherty segja frá reynslu sinni í Svíþjóð hvemig hann sér þjónustuna þar og leiðir til að efla samfellda þjónustu við fólk með einhverfu á öllum aldursskeiðum. Fyrirlestur pr. John Dougherty er haldinn í tengslum við komu hans til Islands sem gestafyrirlesai’a á gmnn- og framhaldsnámsskeið á vegum Umsjónarfélags einhverfra í skipulögðum vinnubrögðum í anda TEACCH-líkansins. Umsjónarfélag einhverfra hefur reglulega staðið fyrir þessum gmnnnámskeiðum sl. 6 ár. Koma hans sem gestafyrirlesara veitir þessum námskeiðum ákveðna viðurkenningu frá TEACCH-deild- inni, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um Jobsbók á vegum Skálholtsskóla PRÓFESSOR Daníel Simundson frá Lutheran Seminary í St. Paul í Minnesota heldur námskeið dagana 17. og 18. nóvember nk. um Jobsbók og mannlega þjáningu. Fjallað verður um lykiltexta Jobsbókar og þeir skýrðir í ljósi glímu mannsins við spurninguna miklu hvers vegna þjáning og órétt- læti viðgangist í heimi sem góður og almáttugur Guð hefur skapað. Æskilegt er að þátttakendur hafi rifjað upp efni Jobsbókar. Kennsla fer fram á ensku og hefst kl. 13.30 á miðvikudaginn 17. nóv. og lýkur kl. 12 á fimmtudaginn 18. nóv. Þátt- tökugjald (fæði og gisting innifalið) 5000 kr. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður. Upplýsingar og ski’áning í Skálholtsskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.