Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 35

Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 35 LISTIR Andlegt stríð KVIKM¥]\PIR Regnboginn/Sambíó FIGHT CLUB ★ ★★ Leikstjórn: David Fincher. Handrit: Jim Uhls eftir samnefndri skáld- sögu Chucks Palahniuk. Aðal- hlutverk: Edward Norton, Brad Pitt, Helena Bonham Carter, Jared Leto og Meat Loaf. 20th Century Fox 1999. ED Norton leikur ungan mann í skrifstofuvinnu sem getur ekki sofið. Hann er reiður út í kerfið, vonleysi og tilgangsleysi neyslu- samfélagsins þjaka hann. Á einum af viðskiptaferðalögum sínum kynnist þessi einmana náungi Tyl- er Durden (Brad Pitt). Hann er allt sem ungi maðurinn hefði vilj- að vera, hann fer sínar eigin leiðir og er frjáls undan „afleiðingum lífsstílsmeinlokunnar“ sem hann segir efnishyggjuna vera. Með Tyler fer ungi maðurinn úr einum öfgunum í aðrar, og saman stofna þeir Bardagaklúbbinn, þar sem þeir félagar lúskra hvor á öðrum og á nýjum meðlimum klúbbsins. Eitt leiðir af öðru þar til unga manninum fínnst starfsemi klúbbsins gengin út í öfgar. Fight Club er vægast sagt töff mynd. Hún er út í gegn stílíseruð; myndatakan flott, með nokkrum teiknuðum tölvuatriðum sem koma vel út, og hljóðvinnslan frá- bær. Petta er dökk mynd, blóðug og sóðaleg, í samræmi við heldur nið- urdregið sálarástand unga manns- ins. Þetta mjög kaldhæðin mynd þar sem hlegið er að eyðileggingu, veiku fólki, sorglegum atburðum og hryllilegum. Það getur orðið býsna yfírþyrmandi þegar líða tekur á, en það er örugglega ætl- unin. Af skiljanlegum ástæðum er mikið um bardagaatriði og annað ofbeldi í myndinni, sem er full mikið og tilgangslaust; oft gert töff með viðeigandi tónlist. Þetta er að vísu leið unga mannsins til að koma sér út úr þessum dauð- yflislega lífsstíl sem er að gera hann vitlausan, en það er spurn- ing hvað allir hinir fá út úr þessu, og frekar ósannfærandi hversu frelsandi eilíf slagsmál reynast mörgum. En höfundur bókarinnar er víst eitthvað geðveikur greyið, og ætti það að skýra margt sem ekki virðist rökrétt. Myndin er snilldarvel upp- byggð, en því miður kemur ekki í ljós fyrr en í lok myndarinnar að þetta er mjög sérstök og áhrifarík saga. Þá gera áhorfendur sér grein fyrir því að bardaga- klúbburinn er í rauninni eins og hliðarefni við það sem sagan fjall- ar í rauninni um. Það er synd. Mér leiddist frekar þetta tilgangs- lausa ofbeldi í myndinni í fyrsta sinn sem ég sá hana en fannst hins vegar stórskemmtilegt að sjá hana í annað sinn þegar ég gat einbeitt mér að því sem máli skiptir. Það er eiginlega spurning hvort hún hefði ekki mátt vera áhugaverð við fyrsta áhorf, í stað þess að horfa á miðlungsmynd og láta koma sér á óvart í lokin. Vill áhorfandinn láta koma sér það mikið á óvart að honum finnst hann eiginlega hafa verið skilinn útundan mestallan tímann? Ed Norton fær hér enn eitt tækifærið til að sanna að hann er besti ungi leikarinn í Hollywood í dag, og hann er hreint út sagt frá- bær. Brad Pitt er sætur með bux- urnar á hælunúm og gæjastælana á hreinu. Það er alltaf gaman að horfa á hann, einkum fyi-ir ungar konur, en sögunnar vegna er persónuleiki hans frekar flatur og hann fær ekki að njóta sín sem leikari. Helena Bonham Carter er mjög góð í hlutverki Mörlu Singer, kon- unnar í lífi þeirra félaga, og sýnir á sér nýja og óvænta hlið. Ósköp er hún nú sæt, þótt hún sé frekar sjúskuð og dópuð í þessari mynd. Svo verður að minnast á Meat Loaf, sem er í skemmtilegu hlut- verki hins brjóstgóða Bob. Fight Club er mjög sérstök og sérlega áhugaverð mynd fyrir margar sakir, en einnig allumdeil- anleg fyrir aðrar. Hildur Loftsdóttir Eru rimlagardinurnar óhreinart VtZ> Kreifiíum: Rimta, strimta, pitseroö og íótargiuggafjöid. Setjum afrofmognandl bónhúb. Sickjum og sendum ef óskab er. .m tstíkxúhremsunin S61h*Ímor 35 • SimJ; 333 3634 • OSMs397 3634 Sýning á ljóðum Þor- geirs Kjartanssonar í ANDDYRI Bókasafnsins í Kópavogi stendur yfir sýning á ljóðum Þorgeirs Kjartans- sonar (1955-1998) sem Rúna K. Tetzschner hefur skraut- skrifað og skreytt. í dag, laug- ardag, kl. 15, mun Rúna, f til- efni sýningarinnar og Norrænnar bókasafnsviku, m.a. lesa Ijóðin eftir Þorgeir og Hildigunnur Haildórsdóttir leikur á fiðlu milli þátta. Þorgeir var sagnfræðingur að mennt og hafði gefið út eina ljóðabók en skildi auk þess eftir mikið af Ijóðum í handriti sem hann hugðist gefa út. Sum þessara ljóða eru nú fáanleg í skrautskriftar- búningi Rúnu en munu síðar koma út á bók, segir í frétta- tilkynningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.