Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 32
32 LAUGARDAGUR Y3.' NÖVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖNNUN Hönnunardagur húsgagna og innréttinga 1999 SAMTÖK iðnaðarins efndu í gær til Hönnunardags húsgagna og innréttinga. Þetta er í sjöunda sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur en markmiðið með honum er að vekja athygli á helstu nýj- ungum í hönnun og framleiðslu hús- gagna og innréttinga hérlendis og veita viðurkenningar fyrir þær áhugaverð- ustu. Yfir tuttugu ný verk tólf hönnuða, arkitekta og iðnhönnuða voru tilnefnd til Hönnunarverðlauna 1999 og kynnt á hönnunardeginum. Hér á síðunni má sjá sýnishorn af verkunum, en þau verða til sýnis í dag kl. 10 - 16 hjá fyrirtækjunum Á. Guð- mundssyni, Bæjarlind 8-10 í Kópavogi, Epal, Skeifunni 6 í Reykjavík, GKS, Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, og Pennanum, Hallarmúla 2 í Reykjavík. Þokki, stóll eftir Sigríði Heimisdóttur, til sýnis í GKS. Stóllinn varð til vegna óska tveggja aðila, GKS, sem vildi hressa upp á útlit hins klassíska eldhússtóls, og Kaffileikhússins, sem óskaði eftir léttum, nettum en umfram allt sterkum kaffistól. Eftir Sigríði eru einnig til sýnis skólahúsgögnin Askur. Wing, stóll Daggar Guðmundsdóttur, til sýnis í Epal. Stóllinn er gerður úr formbeygðum krossviði og má snúa og sitja í á ýmsa vegu. Skutla, sófi Björgvins Snæbjömssonar, til sýnis í GKS. Markmið Björgvins með hönnuninni var að gera einfaldan og hagkvæman sófa sem byði upp á marga möguleika hvað varðaði samsetningu. Morgunblaðið/Ásdís Saga Klassik ’99, hluti af nýrri skrifstofuhúsgagna- Iínu Guðmundar Einarssonar, til sýnis í GKS. Við hönnunina tók Guðmundur mið af íslenskri sögu og menningu, jafnframt tækniþörfum nýrrar aldar. Línan samanstendur af mismunandi vinnustöðvum; skrifborðum, móttökuborðum, vinnuborðum, vinnuskápum, fundarborðum, skápum, hillum og kaffibar. Einnig er til sýnis eftir Guðmund funda- og gestastóllinn Opus og K-kynningarkerfið. GM-sófi Gunnars Magnússonar, til sýnis í GKS. Sófinn er hluti af nýrri línu sem Gunnar er með á teikniborðinu. Sófinn er ætlaður fyr- irtækjum og stofnunum og sófunum má raða saman í 90 gráðu horn. Flétta 2000 skilrúmsveggir og set/standborð með rafdrifinni hækkun, eftir Valdimar Harðarson, til sýnis í Pennanum. Skil- rúmsveggirnir eru hljóðeinangraðir og þá má fá með leiðslu- stokk fyrir síma-, tölvu- og raflagnir. Fylgihluti, svo sem hillur, skápa, bakka, handritahaldara, símastatíf og minnistöflur má festa upp á skilrúmið. I línunni Flétta 2000 eru einnig til sýnis skrifborð og skápar fyrir stjórnendur, borðaskilrúm og síma- þjónustuborð. ars í húsgagnahönnun og þannig til kominn að hans eigin sögn að hann vantaði stól heima. Stóllinn skyldi vera einfaldur og stílhreinn - og jafnvel þægilegur. Hægt, er að stilia setuna svo auðveldara sé að standa upp úr stólnum - og hugsaði Einar þar sérstaklega til aldr- aðrar ömmu sinnar. Dfmon, sófi Erlu Sólveigar Ósk- arsdóttur, til sýnis f Epal. Dúnon er fyrsti sófi Erlu, sem er kunn fyrir stóla sína, svo sem Jaka og Dreka, sem einnig má sjá í Epal. Innstac stólar og fellifætur Péturs B. Lúthersson- ar, til sýnis í GKS. Innstac er auðstaflanlegur fjöl- notastóll ætlaður í móttökuherbergi eða fyrir við- skiptavini við afgreiðsluborð eða skrifborð. Fellifætur borðsins gera það að verkum að borð- fætumir misleggjast ekki undir lítilli borðplötu. Einnig em til sýnis eftir Pétur stólamir Lúdó og Jói, ásamt bogadregnum T-borðfótum. 001, sófaborð eftir Ólöfu Jakobínu Þrá- insdóttur, til sýnis f Epal. í borðinu er hirsla, sem hægt er að opna beggja vegna frá. Borðið er spónlagt með vengi og undir því em álprófflar. Seria ergo, ný skrifstofuhús- gagnalína Sturlu Más Jónssonar, til sýnis hjá Á. Guðmundssyni. Skrifborðin em í þremur út- færslum; í fastri hæð, hand- stillanlegri hæð og með rafdrif- inni hæðarstillingu. Fætur borðanna em úr sérhönnuðum álprófíl. Einnig era til sýnis skóla- húsgögn eftir Sturlu. Tangó, stóll Sigurðar Gúst- afssonar, til sýnis í Epal. Að sögn arkitektsins táknar stálið konuna en viðurinn dansherr- ann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.