Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Rekstraraðilar í miðbænum hafa miklar áhyggjur af áhrifum frá nýrri verslunarmiðstöð á Gleráreyrum Mun alvarlegra mál en margir halda REKSTRARAÐILAR í miðbænum á Akur- eyri hafa af því miklar áhyggjur að ný versl- unarmiðstöð á Gleráreyrum, sem KEA og Rúmfatalagerinn hyggjast reisa þar, komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemina í mið- bænum. „Við höfum ekkert út á verslunarmið- stöðina að setja en við teljum að með því að staðsetja hana þarna slitni tengslin við mið- bæinn. Og þetta mál er mun alvarlegra en margir halda,“ sagði Ingþór Ásgeirsson, for- maður Miðbæjarsamtakanna, í samtali við Morgunblaðið. Auk þess sem KEA og Rúmfatalagerinn verða með sínar verslanir í verslunarmiðstöð- inni á Gleráreyrum er þar gert ráð fyrir fjölda sérverslana. Ingþór sagði það ekkert laun- ungarmál að verslunareigendur í miðbænum eru að kanna þann möguleika að flytja starf- semi sína þangað. Hann sagði þó að innan Miðbæjarsamtakanna væri engan bilbug að finna og að þar á bæ væri verið að leita ýmissa leiða til þess að efla miðbæinn. Hann sagði stefnt að því að finna fjárfesta til að setja upp matvörumarkað í miðbænum og einnig yrði allt kapp lagt á að fá göngugötuna í Hafnar- stræti opnaða fyrir bílaumferð. Marglr munu fiytja úr miðbænum Fulltrúar Miðbæjarsamtakanna mættu á fund bæjarráðs í vikunni og ræddu m.a. mál- efni miðbæjarins. „Við gerðum athugasemdir við staðsetningu verslunarmiðstöðvarinnar á fundi bæjarráðs, þar sem við teljum ekki þörf á að fjölga verslunarsvæðum í bænum. Pau eru fjölmörg fyrir og mjög dreifð og við telj- um að þar sem verið er að tala um að byggja upp miðbæinn, væri nær að tengja þessa verslunarmiðstöð við hann. Mér skildist á bæjarráði að það væri búið að taka þessa ákvörðun og að henni yrði ekki breytt nema beiðni um slíkt kæmi frá KEA.“ Ingþór sagði að aðilar í miðbænum hafi litið til þess að hægt yrði að samnýta ýmsa hluti með nýrri verslunarmiðstöð, bílastæði og fleira. Hann sagði jafnframt að samkvæmt deiliskipulagi miðbæjarins væri gert ráð fyrir fjölgun verslunarrýma. „Það er hins vegar stór spuming hvort það er fysilegur kostur fyrir aðila að fjárfesta í miðbænum eftir að búið verður að byggja verslunarmiðstöð á Gleráreyrum með einhveijum 20 einingum. Þá er deginum ljósara að margir aðilar í mið- bænum munu hafa hug á því að flytja sig til og leita þá í þessa verslunarmiðstöð." Kunningsskapur í skipulagsmálum Ingþór sagði að þeir bresku sérfræðingar sem voru á ferð um síðustu helgi og ræddu skipulag og uppbyggingu miðborga, hefðu tal- að skýrt um það að bæjaryfirvöld ættu að segja til um hvar svona starfsemi er staðsett. „Það á samt ekki að vera þannig að bæjarfull- trúar sem kjömir eru til fjögurra ára í senn ákveði það sitt á hvað, bara eftir óskum vina og kunningja, hvemig þessum málum er hátt- að. En það er of mikið um það að kunnings- skapur ráði ferðinni í skipulagsmálum.“ Ingþór sagði að kringum fyrirhugaða verslunarmiðstöð á Gleráreymm væri mikið af iðnaðarhúsnæði, þar sem rekin væra verk- stæði og fleira í dag. „Þar sem þetta er ódýrt húsnæði mun það gerast sjálfkrafa að versl- anir munu leita inn á þetta svæði með sinn rekstur og af því höfum við einnig stórar áhyggjur. Þetta er þróun sem gerist sjálf- krafa og við höfum dæmi um það hvemig iðn- aðarsvæði breyttust í verslunarsvæði, bæði í Hafnarfirði og í Skeifunni í Reykjavík þar Formaður Miðbæjar- samtakanna gerði at- hugasemdir við stað- setninguna í bæjarráði sem Hagkaup opnaði matvöramarkað á sínum tíma.“ Ekki hægj að selja eða leigja fasteignir Sem fyrr sagði eru Miðbæjarsamtökin að leita ýmissa leiða til eflingar miðbæjarins. Ing- þór sagði þó alveg ljóst að samtökin gætu ekki ein og sér haldið utan um slíkt og að bærinn þyrfti að koma að því máli. „Við leggjum m.a. mikla áherslu á að farið verði í að kynna Skátafélagið Klakkur Árleg jólavöru- sala að hefjast ÁRLEG jólavörusala Skátafélagsins Klakks verður dagana 15., 16. og 17. nóvember nk. Að venju innihalda pakkarnir jólapappír, merki- miða, límband og gjafaborða. Þetta er ein af mikilvægustu fjáröflunarleið- um félagsins og vona skátamir að bæjarbúar taki vel á móti sölufólkinu eins og reynsla und- anfarina ára hefur verið. Á mánudagskvöld verður bankað uppá hjá íbúum Glerárþorps, á þriðjudagskvöld á efri Brekkunni og á mið- vikudagskvöld á Oddeyri, Innbænum og neðri Brekkunni. Muna- og kökubasar KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá heldur árlegan muna- og kökubasar í safnaðarsal Glerár- kirkju á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, kl. 15.00. Á basamum era margir fallegir munir sem konumar í Baldursbrá og styrktarfélagar hafa unnið undanfamar vikur. Allur ágóði rennur í steindan glugga í kirkjuna. deiliskipulag miðbæjarins, þar sem gert er ráð fyrir fleiri verslunarrýmum og fjölgun íbúða. Við munum jafnframt sækja það fast að umferð verði hleypt í gegnum göngugötuna. Gangi það eftir mun umhverfið í Hafnarstræti breytast en þar era laus verslunarpláss sem ekki hefur ver- ið hægt að selja eða leigja út. Og það er ekki einu sinni hægt að tala um fasteignaverð í mið- bænum, því þar seljast engar eignir.“ Ingþór nefndi nokkur svæði sem heppilegri væra fyrir verslunarmiðstöð, Akureyrarvöll- inn, svæðið sunnan Bautans, neðan Samkomu- hússins og bflastæðið við Skipagötu en þar væri hægt að vera með bflastæði bæði í kjall- ara og á þaki verslunarmiðstöðvar. „Það er að vísu dýr leið en framkvæmanleg og staðsetn- ingin yrði á besta stað bæjarins og hefði mikið aðdráttarafl.11 Nýtt íbúðarhús risið í Grímsey Skortur á íbúðarhúsnæði í eyjunni Grímsey. Morgunblaðið. NÝTT íbúðarhús hefúr verið reist í Grímsey en þau lijónin Magnús Bjarnason og Anna María Sigvaldadóttir bráðvant- aði húsnæði í haust. Sökum skorts á hús- næði hér í eyjunni var eina ráðið fyrir þau að byggja og fluttu þau inn norskt timb- urhús. Húsið kom til eyjarinnar í september en sökum skorts á smiðum var ekki hægt að reisa það fyrr en í vikunni sem leið og mættu hingað þrír smiðir frá Reykjavík. Húsið er smiðað á staðnum og fylgir allt timbur húsinu. Þau hjónakorn vonast til að geta fiutt inn fyrir aldamót. Þess má geta að síðast var reist hér hús árið 1988 og árið 1991 var flutt hingað tilbúið heils- árs sumarhús. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagur 14. nóvember, kristniboðsdagurinn. Sunnu- dagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14, Guðlaugur Gunnarsson kristniboði predikar, altarisganga. Tekið við framlögum til kristniboðsins. Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð eftir guðsþjónust- una. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrar- kirkju í kapellu kl. 17. Mánudagur 15. nóv- ember, biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20 í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Allir velkomnir. Þriðjudagur 16. nóvember, morgunsöngur í Akureyrarkirkju kl. 9 - mömmumorgunn í Safnaðarheimili kl. 10-12. Frjálst, kaffi, safi og spjall - allir verðandi og núverandi foreldrar velkomnir. GLERÁRKIRKJA: Sunnudagur 14. nóv- ember - kristniboðsdagurinn, barnasam- vera og guðsþjónusta kl. 11, sameiginlegt upphaf. Foreldrar eru hvattir til að mæta með bömunum. Fundur Æskulýðsfélagsins verður kl. 18. Þriðjudagur 16. nóvember, kyrrðar- og tilbeiðslustund verður í kirkj- unni kl. 18.10. Miðvikudagur 17. nóvember, hádegissamverður í kirkjunni frá kl. 12-13, orgelleikur, fyrirbænir, altarissakramenti og léttur málsverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn alla fimmtudaga frá kl. 10-12. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaga- skóli kl. 11 á morgun, sunnudag, bænastund kl. 16.30, almenn samkoma kl. 17 og ung- lingasamkoma kl. 20. Heimilasamband á mánudag kl. 15, hjálparflokkur fyrir konur á miðvikudag kl. 20. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára kl. 17.30 á fimmtudag, 11 plús mín- us fyrir 11—12 ára á föstudag. Flóamarkað- ur á föstudögum frá kl. 10 til 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund og brauðsbrotning laugardaginn 13. nóvem- ber kl. 20. Sunnudagur 14. nóvember, sunnudagaskóli fjölskyldunnar, kennsla fyr- ir alla aldurshópa. G. Theodór Birgisson verður með biblíukennslu um bænina. Sama dag kl. 16.30 verður vakningasamkoma, Salmína Ingimarsdóttir predikar. Fyrir- bænaþjónusta, bamapössun. Föstudaginn 19. nóvember, gospelkvöld unga fólksins. Bænastundir alla morgna kl. 6.30 - allir hjartanlega velkomnir. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnu- dagaskóli í Stærri-Arskógskirkju sunnudag- inn 14. nóvember kl. 11, barnakórsæíing kl. 11.50 og guðsþjónusta kl. 14. Æskulýðsfund- ur á mánudagskvöld kl. 19.35 í Árskógar- skóla. Hríseyjarkirkja, sunnudagaskóli kl. 11. Æskulýðsfundur á þriðjudag kl. 17.30 í Öldu. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnu- dag í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. LAUGALANDSPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta með sunnudagaskólaí- vafi í Möðruvallakirkju sunnudaginn 14. nóvember kl. 11. Skúli Torfason leiðir í leik og söng. Sama dag kl. 13.30 verður og fjöl- skylduguðsþjónusta í Kaupangskirkju þar sem væntanleg fermingarbörn taka þátt. Á eftir fundar sóknarprestur með foreldrum fermingarbama og hann vonar að sem flest- ir sjái sér fært að mæta. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lund- arskóla kl. 13.30 sunnudaginn 14. nóvember. Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17 - allir velkomnir. Bama- fundur kl. 18 mánudaginn 15. nóvember - allir krakkar velkomnir, sérstaklega Ástirn- ingar. KFUM OG K: Kristniboðssamkoma laugar- daginn 13. nóvember kl. 20.30 í Sunnuhlíð. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði talar og sýnir nýjar myndir frá Eþíópíu. Samskot til kristniboðsins, allir velkomnir. Sunnudagur 14. nóvember - kristniboðsdagurinn, kaffi- sala Kristniboðsfélags kvenna kl. 15 til ágóða fyrir kristniboðið, verið velkomin. Þriðjudagur 16. nóvember, fundur í yngri deildum KFUM og K kl. 17.30 fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára. AGLOW-FUNDUR: Það verður Aglow- fundur mánudagskvöldið 15. nóvember kl. 20, í félagsmiðstöð aldraðra, Viðilundi 22 á Akureyri. Katrín Þorsteinsdóttir verður með hugvekju, söngur, lofgjörð og fyrir- bænaþjónusta. Kaffihlaðborð, þátttökugjald kr. 350. Allar konur hjartanlega velkomnar. Allt til útivistar á stórsýningu í Iþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Opið 10-18 laugardag og 12-18 sunnudag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.