Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómi í kynferðis- Hreinsunardeildin Iætur varla standa á sér frekar en fyrri daginn. Málþing um varðveislu og aðgengi gagna I ljósi nýrrar tækni Þorsteinn Hallgrímsson DAGUR íslenskrar tungu verður nk. þriðjudag. Slíkur hátíðisdagur íslenskrar tungu hefur verið hald- inn þrisvar áður sem kunnugt er, en þá hafa verið dagskrár í tilefni dagsins víða um land. Eitt af því sem gert verður á þessum fjórða degi íslenskrar tungu er að haldið verður málþing í Þjóðarbókhlöðu. Yfir- skrift þess er: Menning- ararfurinn. Varðveisla og aðgengi í ljósi nýrrar tækni. Þorsteinn Hall- grímsson aðstoðarlands- bókavörður var spurður um stöðu þessara mála í dag. „Eitt meginvandamál allra menningarstofnana, svo sem bókasafna, minjasafna, listasafna og skjalasafna, er annars vegar varðveisla þess efnis sem þær geyma og hins vegar að veita greiðan aðgang að efninu. Með nútíma tölvu- tækni opnast nýjar leiðir, sér- staklega til þess að auðvelda að- gengi að safnkostinum. Stofnan- ir víða um heim og einnig á Is- landi eru þegar farnar að huga að því hvernig best verði að þessu staðið. Sumar; eins og t.d. Landsbókasafn og Arnastofnun, eru þegar byrjaðar og aðrar eru komnar af stað eða um það bil að fara af stað. Það er greinilega mikill áhugi fyrir þessu og kom það best í ljós þegar RANNÍS auglýsti í sumar sem leið styrki til upplýsingatæknivæðingar á menningarsviðinu. Miklu fleiri umsóknir bárust en hægt var að verða við. Nokkrar af þeim stofnunum sem koma við sögu í þessum efnum töldu að áhuga- vert væri að ræða þessi mál og fá betra yfirlit yfir hvað menn- ingarstofnanir í landinu eru að sýsla við á sviði rafrænnar tækni. Er þá bæði átt við yfir- færslu gagna í stafrænt form og skráningu þeirra, en hvort tveggja styður í flestum tilvik- um langtímavarðveislu efnisins og auðveldar afnot af því.“ - Hverjir tala á þessu málþingi í Þjóðarbókhlöðunni? „Nokkrir aðilar ílytja erindi. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, mun flytja hádeg- isávarp. Málþingið hefst klukk- an níu og fyrstur talar Eiríkur Rögnvaldsson um sambúð tungu og tækni. Því næst Bjarki Svein- björnsson, sem ræðir um tónlist. Guðvarður Már Gunnlaugsson og Bragi Valdimar Skúlason frá Arna- stofnun ræða um stafrænt handrita- safn. Bjami Þórðar- son frá Þjóðskjalasafni mun fjalla um langtímavarðveislu stafrænna gagna. Vésteinn Óla- son ræðir um verndum menn- ingarminja. Þorsteinn Hall- grímsson talar um stafræna endurgerð safnefnis, Frosti Jó- hannsson ræðir um rafræna skráningu þjóðminja, Ólafur Gíslason talar um skráningu og miðlun myndefnis og Jón Hörð- dal frá Smart VR (dótturfyrir- tæki OZ) fjallar um efnið ný upplifun.“ - Er varðveisla gamalla gagna erfíð? „Hún getur verið það, vanda- málið er kannski oft á tíðum ekki varðveislan sem slík heldur ► Þorsteinn Hallgrímsson fæddist 1942 í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962. Hann lauk fyrrihluta- prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Islands 1965 en síðari hluta verkfræðiprófsins lauk hann í Kaupmannahöfn 1968. Hann starfaði hjá IBM í hart- nær 24 ár, bæði erlendis og hér á landi. Frá 1994 hefur Þorsteinn starfað við Lands- bókasafn Islands - Háskóla- bókasafn og er nú aðstoðar- landsbókavörður. Hann er kvæntur Margréti Ásólfsdótt- ur ferðafræðingi og eiga þau tvö börn. það að geta samtímis varðveisl- unni veitt aðgang að gögnum, því það er kannski takmarkaður ávinningur af varðveislunni ef ekki er jafnframt hægt að veita aðgang að gögnunum. Með tölvutækni og stafrænni yfir- færslu gagnanna er hægt að veita aðgang að mjög miklu af þessu efni um alnetið til dæmis og þannig gefa fólki hvar sem er kost á að njóta eða nota þann safnkost sem um er að ræða. Að sjálfsögðu verður upplifunin ekki sú sama og að hafa hina raunverulegu muni fyrir framan sig. En bæði til rannsókna og til að gera sér grein fyrir hvað boð- ið er upp á er mikill fengur að hinu rafræna aðgengi. Veiga- mikill þáttur í því er einnig skráning safnkostsins." - Hvernig gengur að koma safn- efninu ístafrænt form? „Stafræna tæknin er nú kom- in á það stig að það er ekki meg- invandamálið, en kostnaður er mikill, bæði varðandi sjálfa yfírfærsluna og skráningu safn- kostsins. Styrkir frá RANNÍS eru ef til vill fyrsta skrefið í þessa átt hjá mörg- um stofnunum en t.d. Lands- bókasafnið hefur fengið venileg- an styrk frá Mellon-sjóðnum í Bandaríkjunum til þess í sam- vinnu við Cornell-háskólann og aðild Ámastofnunar að setja ís- lensk handrit og rit sem fjalla um íslenskar fornsögur á staf- rænt form og veita aðgang að þeim gegnum alnetið. Þegar hafa verið myndaðar 120 þús- und blaðsíður af handritum í Landsbókasafni, nokkur þúsund í Ámastofnun og um 70 þúsund blaðsíður af prentuðum ritum í Comell. Alls verða yfir 500 þús- und blaðsíður í Sagnanetinu - vef sem er í vinnslu um þessar mundir.“ 500 þúsund blaðsíður verða i Sagnanetinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.