Morgunblaðið - 13.11.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 13.11.1996, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Baráttan um forsetaembættið í Rúmeníu Hallar undan fæti hiá Diescu Búkarest. Reuter. RÚSSNESKA flugvélamóðurskipið Admíral Kútsnetsov, eitt öflugasta herskip norðurflotans. Rússar hyggjast stórefla Norðurflotann Mikilvægi Kólaskaga | meira en á Sovétskeiðinu ’ Rússnesk blöð segja að samkvæmt nýjum áætlunum um vamarmál verði öfiugustu Iqamorkuvopn landsins höfð á Kólaskaga, Norðurflotinn hefur fengið fjölda nýrra og fullkominna skipa til umráða síðustu árin. ION Iliescu Rúmeníuforseti og and- stæðingur hans, Emil Constanti- nescu, háðu sjónvarpseinvígi á mánudagskvöld en síðari umferð forsetakosninganna fer fram um helgina. Sakaði Iliescu keppinaut sinn um að vilja koma fyrrverndi konungi landsins, Mikjáli, á ný til valda og afhenda þeim sem áttu stórar jarðeignir fyrir síðari heims- styijöld eignirnar á ný. Stjómmálaskýrendur segja að flestir öflugir stuðningsmenn for- setans í fyrri umferð hafi nú snúið við honum bakinu. Leiðtogi sterkrar hreyfingar þjóðemissinna, sem áður studdi flokk Iliescus, sakaði forset- ann á mánudag um að nota „lygar og blekkingar" í kosningabarátt- unni. Munurinn á frambjóðendun- um í fyrri umferðinni var um 4% og hefur Constantinescu þegar tryggt sér stuðning þess sem var í þriðja sæti, Petre Romans. Iliescu var um hríð liðsmaður einræðisherra landsins um áratuga skeið, Nicolaes Ceausescus, en féll í ónáð. Hann hreppti síðan völdin er Ceausescu var steypt í blóðugri byltingu 1989. Flokkur fyrrverandi kommúnista, samtök Iliescus, hefur einnig haldið um stjómartaumana en tapaði þingkosningunum fýrir skömmu. Spilling og umbætur Constantinescu sagði forsetann hafa vikist undan því að taka á spillingu, binda enda á orku- skömmtun sem þjakar landsmenn og semja raunhæfa áætlun um bætt lífkjör. Benti hann á að ekki hefði einn einasti maður enn verið dæmdur fyrir spillingu sem öllum væri þó ljóst að væri víðtæk. Iliescu sagði að áætlun flokks Constanti- nescus um skattalækkanir og fé- lagslegar umbætur væri ófram- kvæmanleg og myndi kosta ríkis- sjóð 1,45 milljarða Bandaríkjadoll- ara, nær 100 milljarða króna, ár- lega. Svaraði Constantinescu því til að áætlun sem flokkur Iliescus hefði lagt fram væri þrisvar sinnum dýr- ari. Forsetinn virtist kveinka sér og sagðist hann verða að fara betur yfir þessar tölur. Iliescu reynir nú að beita hræðsluáróðri vegna væntanlegra stjórnarskipta. Hefur hann m.a. varað við því að hætta sé á að verksmiðjum verði lokað vegna markaðshyggju hægrimanna og starfsmennirnir missi vinnuna, einnig að bændur geti glatað jörð- um sínum vegna þess að gömlu stórbændurnir heimti aftur óðul sín. Hann segir auk þess að fái flokkur ungverska minnihlutans ráðherraembætti muni það ýta undir hugmyndir um fullveldi Ung- veijanna sem eru um 1,6 milljónir. Rúmenía og Ungveijaland hafa árum saman reynt að ná samkomu- lagi um sáttmála þar sem full rétt- indi þjóðarbrotsins til að nota eigin tungu í skólum séu virt. Spurt um trúmál Constantinescu, sem er prófessor í jarðfræði og skipti sér ekki af stjórnmálum í valdatíð kommúnista, kom Iliescu mjög á óvart í kappræð- unum er hann spurði forsetann undir lokin hvort hann tryði á Guð. „Ég var skírður til rétttrúnaðar- kirkjunnar rúmensku en hef tekið nokkrum breytingum samtímis því sem andlegt atgervi mitt hefur þró- ast,“ svaraði Iliescu. „En ég er enn gegnsýrður af grundvallarhug- myndum kristins siðferðis. Ég er kristnari en margir aðrir sem nota þetta í kosningabaráttunni." NORÐURFLOTINN rússneski, sem hefur aðalbækistöð í Severomorsk við Múrmansk, mun gegna lykil- hlutverki í framtiðarvörnum lands- ins. Norska blaðið Aftenposten seg- ir að í nýjum áætlunum um endur- bætur á hervörnum og framtíðar- stefnuna, sem rússnesk blöð hafí komist yfír, sé sagt að fullkomn- ustu kafbátar, herskip og orrustu- þotur sem Rússar eigi muni verða komið fyrir á þessum slóðum. Þar verði einnig helstu kjarnorkuvopn þeirra. Norski varnarmálaráðherrann, Jorgen Kosmo, segist ekki vera undrandi á stefnu Rússa, hugmynd- ir þeirra sýni einfaldlega að á Kóla- skaga verði áfram helsta víghreiður í álfunni. Ekki sé í sjálfu sér um neina nýja ógnun við Norðmenn að ræða heldur lið í heildarvörnum Rússa. „Kólaskagi er í reynd orðinn mikilvægari fyrir Rússland en hann var fyrir Sovétríkin vegna umskipt- anna í viðbúnaði hersins í kjölfar hruns Sovétríkjanna," segir Kosmo. Rússneska dagblaðið Sevodníja, sem hefur áður sýnt að það hefur trausta heimildarmenn meðal ráða- manna landvarna, segir að Norður- flotinn muni verða mjög ofarlega á forgangslistanum þegar hugað verði að endurnýjun rússneska flot- ans. Verði fjárskortur, sem tals- menn varnarmála kvarta mjög und- an, ekki látinn tefja fyrir henni. ígor Rodíónov vamarmálaráðherra átti í liðinni viku að heimsækja Severomorsk en heimsókninni var frestað vegna aðgerðarinnar á Bor- ís Jeltsín forseta. Er fýrirhuguð för Rodíonovs talin vera merki um áhersluna sem ráðamenn í Moskvu leggja nú á uppbyggingu Norður- flotans. Loftvarnir verða efldar og komið verður upp hlustunarbúnaði til að fylgjast með ferðum vestrænna kafbáta í grennd við norðursvæði Rússlands, þ.e. Kólaskaga og land- svæðin við Hvítahaf. Gert er ráð fyrir að lunginn úr kjarnorkuvöm- um Rússlands verði á norðursvæð- inu ekki síst vegna þess að Moskvu- stjómin álítur að rússneski flotinn hafí „augljósa yfirburði einmitt i norðurhöfum" segir Sevodníja. Stöðug endumýjun Á undanfömum árum hefur skip- um flotans fækkað, gömlum skipum hefur verið lagt í afskekktum fjörð- um við Kólaskaga eða þau seld í brotajárn til útlanda en jafnframt hefur mikil endumýjun farið fram, þrátt fyrir stöðugan skort á pening- um og hæfum mannskap á skipin. Fram kemur í Aftenposten að frá 1992 hafi fjórir kjarnorkuknúnir kafbátar sem búnir eru langdræg- um flugskeytum, sjö kjarnorkukaf- bátar sem ætlaðir eru til árása á aðra kafbáta og herskip, tveir dísilkafbátar, tveir tundurspillar og 12 minni herskip, auk sjö herflutn- ingaskipa, bæst við Norðurflotann. Búist er við að tvö ný og afar full- komin skip, kafbátaspillirinn Adm- íral Tsjabanenko og kjarnorku- knúna beitiskipið Pétur mikli, muni verða send norður á bóginn. Flug- vélamóðurskipið Admíral Kúts- netsov var sent norður á bóginn fyrir nokkrum árum. í lok október var kjölur lagður að nýrri gerð kjarnorkukafbáta, Borej, í Severodínsk við Arkang- elsk. Eru þetta nokkru stærri skip en svonefndir Delta-bátar Rússa en minni en hinir risastóru Typhoon- bátar en þeir eiga nú sex slíka. Borej-bátarnir verða einstaklega hljóðlátir og búnir ijölodda kjarn- orkuflugskeytum. Alb.ióðavinnumálastofnunin 250 millj. barna þrælar Genf. Reuter. BARNAVINNA, vændi og þræla- hald fara vaxandi í heiminum og um 250 milljónir bama, tvöfalt fleiri en áætlað hefur verið, eru látin vinna fullan vinnudag, segir í nýrri skýrslu frá Alþjóðavinnu- málastofnuninni (ILO). Um 61% umræddra barna eru í Asíu, 32% í Afríku og 7% í Rómönsku Amer- íku. ILO segir að beitt sé nýjum tölfræðiaðferðum til að komast að niðurstöðu og auk þess séu nú böm undir tíu ára aldri talin með 'í fyrsta sinn; í sameiningu valdi þetta hækkuninni. Michel Hansenne, forstjóri ILO, sagði ljóst að fátækt í þriðja heim- inum væri aðalorsök bamavinnu en hvatti ríkisstjórnir landanna til að reyna að minnsta kosti að binda enda á bamavændi, þann sið að láta böm í hlekkjum greiða skuld- ir með vinnu og hreinræktað þrælahald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.