Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 47 FRETTIR Morgunblaðið/Atli Vigfússon Björn á Laxamýri í góðum félagsskap á brún Æðarfossa. Hvatt til endur- skoðunar á skipulagi LS NÝVERIÐ var haldinn ársfundur Landssambands stangaveiðifé- laga. Nokkur kreppa hefur verið í starfseminni síðustu ár, sbr. fyrsta ályktunartillaga sem sam- þykkt var á fundinum: Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga ályktar að vísa tillögu nefndar um endurskoðun starfsemi LS til stjórnar sem vinnuplaggi og fram- tíðarhugmynd að starfi og skipu- lagi LS. Jón Gunnar Baldvinsson, fráfar- andi formaður LS, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir fundinn að tillögurnar miðuðu að naflaskoðun sambandsins og með þeim væri aðildarfélögunum gert að gera upp við sig í hvaða farveg þau vildu sjá starfið renna. Ályktanir LS Ingvi Örn Kristinsson, ritari LS, sagði að það hefði verið fremur illa mætt á ársfundinn, en hann hefði farið vel fram og fjórar álykt- unartillögur hefðu verið sam- þykktar. Auk þeirrar sem þegar er greint frá voru eftirfarandi til- lögur samþykktar: 1) Aðalfundur LS skorar á landbúnaðarráðherra og embætti veiðimálastjóra að framlengja ekki starfsleyfi hafbeitarstöðvarinnar í Hraunsfirði, nema að komið verði á móttökubúnaði fyrir lax úr hafi sem að tryggi það sem verða má, að lax frá nálægum ám verði ekki fangaður þar. 2) Aðalfundur LS skorar á Mynda- kvöld FÍ MYNDAKVÖLD Ferðafélags ís- lands er í kvöld, miðvikudag 13. nóvember, í stóra sal ferðafélagsins í_ Mörkinni 6 og hefst kl. 20.30. Ólafur Sigurgeirsson mun sýna myndir úr ferðum ferðafélagsins. Fyrir hlé verður sýnt frá sumar- leyfisferðum á Vestfirði (Vest- fjarðastiklum) og um Þingeyjarsýsl- ur sl. sumar. Meðal áhugaverðra staða sem heimsóttir voru í ferðun- um má nefna Látrabjarg, Rauða- landbúnaðarráðherra að eyða hið fyrsta óvissu sem ríkir um framtíð Veiðimálastofnunar og tryggja rekstrargrundvöll hennar. Veiði- málastofnun er hornsteinn rann- sókna á þessu sviði og starfsemina ber að efla sem kostur er. 3) Aðalfundur LS skorar á veiðimálastjóra og veiðimálanefnd að endurskoða nú leyfilegan stangafjölda í laxveiðiám hérlend- is. Tekið verði mið af meðalveiði síðustu tíu ára. Valdór Bóasson var kjörinn for- maður LS til næsta starfsárs. Valdór hefur verið síðasta árið í varastjórn LS og hefur auk þess setið í stjórn Ármanna. Rennt í hylinn Bókaútgáfan Fjölvi hefur sent frá sér bókina „Rennt í hylinn“ sem er eftir Bjöm Jónsson á Laxa- mýri. Björn er náttúrubarn og veiðimaður af guðs náð, uppalinn á bökkum einnar frægustu lax- veiðiár veraldar, Laxár í Aðaldal. Bókin er eins konar uppgjör Björns við sjálfan sig og ána, vel krydduð af veiðisögum auk heimspekilegra vangaveltna. Það lítur út fyrir að veiðimenn fái fjölbreytt bókarjól, því auk bókar Björns á Laxamýri eru væntanlegar bækurnar „Fisk- ar í ám og vötnum“ eftir fiskifræð- ingana Guðna Guðbergsson og Þórólf Antonsson, gefin út af Landvemd, og „íslenska stanga- veiðiárbókin 1996, gefin út af Sjónarrönd. sand, Sjöundá, Selárdalur, Grunna- vík og eyjuna Vigur í Vestfjarða- stiklum, en Sprengisandur, Mý- vatnssveit, Jökulsárgljúfur, Mel- rakkaslétta (Núpskatla) og Kjölur í Þingeyjarsýsluferð. Eftir hlé verða myndir úr dags- ferðum í nágrenni Reykjavíkur m.a. frá raðgöngunni um Reykja- veginn. Kaffiveitingar í hléi. Aðgangs- eyrir er 500 kr. og er kaffi og meðlæti innifalið. Allir velkomnir. Á myndakvöldinu verður hægt að skrá sig á árshátíð félagsins 23. nóvember nk. Náttúruhamfaraferð á Skeiðarársand verður endurtekin næsta laugardag kl. 7. Fundur um skapgerð Arna Magnússonar FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Má Jónssyni í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðviku- dagskvöldið 13. nóvember, kl. 20.30. Erindið kallast Skapgerð' Árna Magnússonar og ber upp á 333. afmælisdag Árna. „Árna Magnússyni, prófessor og handritasafnara, er oftast lýst sem heldur sviplitlum og tilbrigðalaus- um manni, en það fær ekki staðist. Hann var bældur ákafamaður sem hafði þokkalegt taumhald á geðs- munum sínum, en undir niðri var hann skapmikill og átti það til að reiðast ógurlega. I erindinu verður lýst afstöðu Árna til ágreinings á milli manna, en einkum reifuð atvik þar sem Árni brást við með nokkr- um ofstopa og lítilli sáttfýsi. Má þar nefna áburð Magnúsar Sigurðs- sonar í Bræðratungu um að Árni héldi við konu hans, Þórdísi Jóns- dóttur. Sú atburðarás er ein uppi- staða íslandsklukkunnar eftir Hall- dór Laxness þótt atburðir séu þar með öðrum hætti en í raunveruleik- anum,“ segir í frétt af fundinum. Eftir framsögu Más verða al- mennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Fundur um nýju upplýsingalögin BLAÐAMANNAFÉLAG íslands, Félag um skjalastjórn og Sagnfræð- ingafélagið standa fyrir almennum fundi um nýju upplýsingalögin fimmtudaginn 14. nóvember nk. kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu, Laugavegi 163. Framsögu á fundinum hefur Ei- ríkur Tómasson hrl. en hann var formaður þeirrar nefndar sem vann að gerð frumvarps um upplýsingalög sem Alþingi samþykkti sl. vor og taka gildi frá og með næstu áramót- um. Þá flytja stutt erindi Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, Þór Jónsson, fréttamaður, Ólafur Ás- geirsson, þjóðskjalavörður og Svan- hildur Bogadóttir, borgarskjalavörð- ur. Fundarstjóri verður Magnús Guðmundsson, skjalavörður HÍ. Á eftir framsöguerindum verða pallborðsumræður og almennar fyr- irspurnir. Samkvæmt hinum nýju upplýsingalögum er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita al- menningi aðgang að skjölum og gögnum sem varða tiltekin mál. Það skal gert fljótt og án ástæðulausrar tafar og takmarkanir á upplýsinga- rétti almennings skulu skýrðar þröngt. Þá gera lögin ráð fyrir sér- stakri úrskurðarnefnd sem mun skera úr um ágreining sem rís á sviði upplýsingalaga. Blaðamenn, sagnfræðingar og skjalaverðir eru hvattir til af fjöl- menna á fundinn en hann er jafn- framt opinn öllu áhugafólki meðan húsrúm leyfir. Frú Pálína og félagar í Hafn- arborg FIMMTI áfangi „Djass fyrir alla“ sem eldri skátar í Hafnarfirði standa fyrir til styrktar skátastarfi verður í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21 þar sem fram kemur hljómsveitin Frú Pálína og félagar. Hljómsveitin flytur marga þekkta djass-standarda og segir í tilkynn- ingu að þau leggi metnað sinn í að flytja djass með íslenskum textum eftir ýmsa höfunda. Hljómsveitina skipa: Anna Pálína Árnadóttir söng- kona, Sigurður Flosason saxófón- leikari, Gunnar Gunnarsson píanó- leikari, Gunnar Hafsteinsson bassa- leikari og Halli Gulli sem leikur á trommur. Kynnir verður Jónatan Garðarsson. Aðgangseyrir er 700 kr. og eru allir velkomnir. Forsala aðgöngu- miða er í Kaffi-Borg, kaffistofu Hafnarborgar. * Anægja með R-listann MORGUNBLAÐINU hefur borist efitrfarandi ályktun frá stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur: „Nýkjörin stjórn Framsókn- arfélags Reykjavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá tilraun sem fólst í framboði Reykja- víkurlistans. Stjómin er þeirr- ar skoðunar að samstarf þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hafi tekist með ágætum og að áherslum við stjórn borgarinnar hafí verið breytt til hagsbóta fyrir hinn almenna borgarbúa. Þessi reynsla sýnir að fyrirkomulag við framboð Reykjavíkurlist- ans hafí skilað góðum ár- angri. Það er því skoðun stjórnar FR að rétt sé að haga framboði í næstu kosningum til borgarstjórnar með svipuðu móti og 1994.“ Grímur og gervi í íslensk- um fornsögum HERMANN Pálsson, fyrrverandi prófessor í Edinborg, flytur fyrir- lestur á vegum Rannsóknarstofnun- ar Kennarahá- skóla íslands fímmtudaginn 14. nóvember kl 16.15. Fyrirlest- urinn nefnist Grímur og gervi í íslenskum forn- sögum og .eins og titillinn gefur til kynna mun Hermann vekja athygli á að ekki er allt sem sýnist í ritum feðra okkar. Hermann Pálsson er einn þekkt- asti íslendingurinn á sviði norrænna fræða og hefur skrifað fjölda bóka og greina um fomsögur og Eddu- kvæði. Enskar þýðingar hans á fornritum okkar era lesnar um víða veröld, m.a. í útgáfu Penguin Classics, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M-201 í Kennaraháskóla ís- lands við Stakkahlíð og hefst eins og fyrr segir kl. 16.15. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Opinber fyrir- lestur um Krist og konur DR. ARNFRÍÐUR Guðmunsdóttir flytur fímmtudaginn 14. nóvember opinberan fyrirlestur sem hún nefn- ir: Hvað segja konur um Krist? Fjallar fyrirlesturinn um kenning- ar um Krist og gagnrýni kvenna. í fyrirlestrinum mun Arnfríður kynna ólíkar áherslur innan kvennakrist- fræði og segja frá þeirri gagnrýni sem konur hafa sett fram á hefð- bundnar kenningar um Krist. í fyrir- lestrinum er m.a. fjallað um hvernig karlmennska Krists hefur verið not- uð til að rökstyðja æðra eðli karlsins og vald karlsins yfír konunni. Am- fríður bendir einnig á hvemig Krist- ur og viðhorf hans til kvenna hafa þjónað mikilvægur hlutverki í jafn- réttisbaráttu kvenna. Dr. Arnfríður Guðmunsdóttir lauk embættisprófí í guðfræði frá Háskóla íslands. Hún stundaði dokt- orsnám í guðfræði við University of Iowa, University of Chicago og Lutheran School of Theology at Chicago. Hún varði doktorsritgerð sína í trúfræði við síðastnefnda skól- ann í janúar á þessu ári. Fyrirlesturinn er á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræðum við Há- skóla íslands og fer fram í stofu 101 í Odda kl. 17.15 og er öllum opinn. Kuran Swing á Kringlukránni KURAN Swing-flokkurinn leikur miðvikudagskvöldið 13. nóvember í Kringlukránni og hefjast tónleik- arnir kl. 22. Ókeypis aðgangur. Flokkinn skipa þeir Simon Kuran, fíðluleikari, Ólafur Þórðar- son, gítarleikari, Bjarni Svein- björnsson, bassaleikari og Björn Thoroddsen, gítarleikari. Kuran Swing hefur gefíð út eina hljóm- plötu á þeim sjö árum sem flokkur- inn hefur starfað og inniheldur hún þekkta djassópusa, íslenska og er- lenda ásamt framsömdu efni, segir í fréttatilkyningu. Fundur hjá KALAK félaginu GRÆNLEN SK-íslenska félagið KALAK efnir til fundar fimmtudag- inn 14. nóvember í Norræna húsinu kl. 20.30 þar sem tveir fyrirlesarar koma fram, þeir Guðmundur Ólafs- son, fornleifafræðingur, og Páll Bergþórsson, veðurfræðingur. í fyrirlestri sínum segir Guð- mundar frá nýafstaðinni fornleifa- rannsókn í vestribyggð á Grænlandi en henni lauk nú í sumar rétt í ’ dlþann mund er jökuláin fór yfir nbæinn. Pál! Bergþórsson flytur erindi er hann kallar Siglingafræði forn- manna í Norðurhöfum, þar sem hann skýrir frá kenningum sínum um siglingar á fyrri öldum um Norðurhöf. Fundur um afbrotafræði ÁHUGAHÓPUR um refsistefnur og afbrotafræði efnir til ráðstefnu um afbrotafræði fimmtudaginn 14. nóvember nk. í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20.30. Fyrirlesarar verða Helgi Gunn- laugsson, lektor í félagsfræði, og Karl Steinar Valsson, afbrotafræð- ingur og lögreglumaður. Helgi mun fjalla um sjónarhorn og verkefni í afbrotafræði og Karl Steinar um afbrot barna og ungmenna frá sjón- arhorni afbrotafræðinnar og lög- reglu. Fyrirspurnir og umræður verða að fyrirlestri loknum. Fundarstjóri verður Hallgrímur Ásgeirsson, lögfræðingur. Hvítum Saab var stolið HVÍTUM Saab 900 fólksbíl, árgerð 1982, var stolið frá Ingólfsstræti aðfaranótt fimmtudagsins 31. októ- ber sl. Bíllinn ber skráningarnúmerið Y-646. Þeir sem vita hvar hann er niðurkominn era beðnir um að hafa samband við rannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík. Gengið um Holt og hæðir HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengur með ströndinni inn að Sólfari. Að því loknu verður gengið upp á Skólavörðuholt og um Þingholt, Vatnsmýrina, Skildinganeshóla og Mela upp á Landakotshæð. Þaðan niður í Hafnarhús. Á leiðinni verður byggingarsaga Hallgrímskirkju rifjuð upp. Allir velkomnir. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Frið- riks Más Baldurssonar forstöðu- manns þjóðhagslíkans Þjóðhags- stofnunar í fasteignablaði Morgun- blaðsins i gær en þar var Friðrik Már sagður Haraldsson. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.