Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 15 LANDIÐ Albert Eymundsson hættir setu í bæjarstjórn Hornafjarðar Skólasljórn og bæjar- sljórn ósamræmanleg Höfn - Albert Eymundsson, skóla- stjóri og formaður bæjarráðs, mun hætta setu í bæjarstjórn Horna- fjarðar. Sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólanna í sumar og telur Albert að eftir það geti starf skólastjóra ekki samrýmst setu í bæjarstjórn. „Ég legg áherslu á að ekki fari saman að fara með mannaforráð og umsýslu fyrir bæjarfélagið og sitja þar sem undirmaður bæjar- stjóra og vera á sama tíma formað- ur bæjarráðs, bæjarstjórnarmaður og þá jafnframt yfirmaður bæjar- stjóra,“ sagði Albert í samtali við Morgunblaðið. Ekki nóg að hverfa af fundum Þegar Albert var spurður hvort ekki hefði nægt að hverfa af fund- um þegar hætta var á hagsmuna- árekstrum sagði hann að umræðan um vanhæfi og hagsmunaárekstra væri aðeins hluti af málinu. „Fólk í trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag ræðir málefnin utan formlegra funda, bæði innan flokka og með öðrum samstarfsmönnum. Að hverfa af fundi er hrein og klár sýndarmennska. Ein hlið málsins er til dæmis að ég sem skólastjóri sendi erindi til starfsmanna skóla- skrifstofunnar, sem staðsett er í ráðhúsinu. Afgreiðsla þeirra berst svo aftur til bæjarráðs þar sem ég er formaður. Ég kæri mig ekki um að setja fólk í slíka aðstöðu. Nú bera sveitarfélögin ein ábyrgð á skólunum og því verður gjörbreyt- ing á allri umræðu um skólamál í sveitarstjórnunum. Álitamál verða fjölmörg og eflaust skiptar skoðan- ir um afgreiðslu. Hægt verður að gera góð mál tortryggileg með því einu að benda á að menn sitji báðum megin við borðið." — Hefði það einhveiju breytt ef Sjálfstæðisflókkurinn væri í minni- hluta og' þú óbreyttur bæjar- stjórnarmaður? „Það er enginn eðlismunur á því að vera í meiri- eða minnihluta. Það er oft hlutverk minnihlutans að veita aðhald. Forstöðumaður sem gegnir slíku tvöföldu hlutverki get- ur verið óvirkur því embættisfærsl- ur hans sjálfs eru ekki hafnar yfir gagnrýni." — Hvað finnst þér um afstöðu félagsmálaráðherra sem taldi ákvörðun þína óþarfa? „Ráðherra getur ekki svarað öðruvísi. Það eru engin lög sem banna að skólastjórnar sitji í sveit- arstjórn.“ — Finnst þér ekki að þú hafir komið fólki, sem er í svipaðri stöðu og þú, í nokkurn vanda?“ „Ég velti því ekkert fyrir mér, var svo sannfærður um að ákvörðun mín væri rétt. Hver og einn verður að gera upp hug sinn. Ég tel mig ekki vera að skapa fordæmi og vil ekki gerast dómari yfír öðrum í sömu stöðu.“ Spurning um vanhæfi — Umdeildar ákvarðanir um skipan skólamála í Homafirði vora teknar á þessu ári. Hvemig var að vera þá báðum megin við borðið? „Ég vil taka það fram að ég vakti athygli á hugsanlegu van- hæfi minu við afgreiðslu þessa máls. Bæjarstjórn úrskurðaði að ég væri ekki vanhæfur og ég get viðurkennt að ég var í vafa hvort ég ætti að taka þátt í atkvæða- greiðslunni. En þar sem málið hafði aldrei valdið miklum deilum ákvað ég, eftir þennan úrskurð bæjar- stjórnar, að taka þátt í afgreiðslu þess fremur en að leggja þá ábyrgð á hendur varamanns. Eftir á að hyggja hefði verið rétt að taka ekki þátt í afgreiðslu þessa um- deilda máls.“ Umdeildur sveitar- stjórnarmaður Albert sat í hreppsnefnd á Höfn frá árinu 1978 til 1981. Árið 1990 var hann kjörinn í bæjarstjórn sem fyrsti maðurá lista Sjálfstæðis- flokksins og var forseti bæjarstjórn- ar það kjörtímabil. Endurkjörinn árið 1994 og hefur verið formaður bæjarráðs frá þeim tíma. Hann var einn helsti talsmaður sameiningar sveitarfélaga í Austur-Skaftafells- sýslu og jafnframt ötull talsmaður þess að efla beri sveitarstjórnarstig- ið. Albert fór aldrei dult með Morgunblaðið/Stefán Ólafsson Albert Eymundsson skóla- sljóri á Höfn í Hornafirði hef- ur sagt sig úr bæjarsljórn. skoðanir sínar á sveitarstjórnarmál- um og eignaðist fyrir vikið andstæð- inga, jafnvel í eigin flokki. Hann segist aðspurður geta með góðri samvisku dregið sig í hlé. „Sveitarfélagið stendur vel fjár- hagslega, mörg stór mál og sérstök áhugamál mín hafa komist til fram- kvæmda á þessum tíma. Ég get nefnt sameiningu sveitarfélaga, yfírtöku á heilbrigðis- og öldrunar- málum sem reynsluverkefni, gjör- breytta skipan skólamála, bætta hafnaraðstöðu, mikið átak í um- hverfismálum og umdeilda þátttöku sveitarfélagsir.s í atvinnumálum. Hornafjörður er orðinn öflugt sveit- arfélag með mikla möguleika í framtíðinni. Að sjálfsögðu er ég ekki að þakka mér einum þennan árangur en það hefur verið ánægju- legt að vinna með góðum sam- starfsmönnum að framgangi þess- ara mála sem og öðram." Snjófióða- varnir end- urbættar Siglufirði - VIÐGERÐUM og end- urbótum á snjóflóðavörnum í Siglu- fírði er nú lokið. Að sögn Tómasar Jóhannessonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu íslands, gekk verk- ið vel enda veður tiltölulega hag- stætt. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir, en ljóst er að hann nem- ur nokkrum milljónum. Ferns konar mælitækjum hefur verið komið fyr- ir við stoðvirkin og er lesið úr þeim á fjögurra klukkustunda fresti hjá Veðurstofu íslands. Eru þetta mælitæki, sem mæla tog í vírum netvirkjanna til að meta álag frá snjóþekjunni, mælitæki sem mæla skrið snævarins, tvenns konar snjó- dýptarmælitæki og einföld veðurat- hugunarstöð. I gilinu, þar sem að stoðvirkin eru staðsett, er snjódýptin nú orðin talsverð eða yfir fjórir metrar þar sem dýpst er. W/Ípt HEWLETT milKM PACKARD PRENTARAR OG SKANNAR Geriö verðsamanburö Tölvu-Pósturinn Hámarksgæði Lágmarksverð GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson FRÁ haustfagnaði eldri borgara á Suðurnesjum. Haustfagnaður eldri borgara Vogum - Eldri borgarar á Suðurnesjum komu saman til haustfagnaðar í Glaðheimum í Vogum nýlega. Kvenfélagið Fjóla sá um undirbúning haust- fagnaðarins eins og undanfarin ár. í ávarpi Hrefnu Kristjánsdótt- ur, formanns Fjólu, kom fram að félagskonur kunna enn að baka og það leyndi sér ekki á girnilegu veisluborðinu sem hlað- ið var tertum og kökum. Þá fór fram upplestur og kórsöngur. ÞAÐ leyndi sér ekki að félagskonur kunna enn að baka. BALLY A ISLANDI Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3, hefur tekið að sér söluumboð fyrir hið heimsþekkta vörumerki Bally. Bally hefur verið selt hérlendis um áratugaskeið við góðan orðstír þeirra sem notið hafa og eiga sér stóran hóp aðdáenda. Af þessu tilefni höfum við ákveðið að gangast fyrir Bally dögum í verslun okkar dagana 9.-15. nóvember næstkomandi, þar sem við munum kynna haust- og vetrarlínuna frá Bally, en í henni eru dömuskór, herraskór og töskur. Kappkostað verður að bjóða þessar vörur á sama verði og í London og fleiri nálægum stórborgum. Af þessu tilefni verður veittur 10% kynningarafsláttur þessa daga. SKÓUERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3, SÍMI 554 1754.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.