Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 31 FISMÁLUM Jrgangsefni á einum degi (áætlun fyrir 1998) án nokkurrar mengunar, orka sem sólin endurskapar í sífellu. Árið 1991-92 var kerskálum breytt í sam- ræmi við nýja tækni og þekjur og súrálsskammtarar settir á ker. „Með fjárfestingu okkar í nýrri tækni tókst að minnka verulega útblástur flúor- íðs sem í stórum skömmtum getur spillt gróðri. [Sjá töflur]. Einnig tókst að minnka magn ryks sem fell- ur til í álframleiðslunni,“ sagði Roth. Á hinn bóginn bendir Roth á að aðferð til að hreinsa koltvísýring sé ekki til. „Þess vegna verðum við að horfast í augu við það að útblástur koltvísýrings úr álverinu getur valdið gróðurhúsaáhrifum," sagði Roth. Meðal annarra ráðstafana hin síð- ustu ár má nefna að skolpleiðslur hafa verið leiddar úr höfninni og út í sjó og rafmagnsþéttar hafa komið í stað þétta með efninu PCB. Loks hefur lóð við álverið verið ræktuð upp og styrkir veittir til samtaka sem beita sér fyrir náttúruvernd á íslandi. Horft til nýrrar aldar Með stefnumörkuninni er horft til nýrrar aldar. Eitt meginmarkmið ÍSAL er að raska sem minnst jafn- vægi í vistkerfinu með þeim efnum og orku sem verksmiðjan þarfnast eða skilar frá sér og haga starfsem- inni jafnframt í samræmi við gild- andi lög og reglur um umhverfis- mál. í þessu skyni hyggst ÍSAL reyna enn frekar að draga úr út- blæstri sérstakra flúoríð- og koltví- sýringsefna. Fyrirtækið einsetur sér t.a.m. að nota ekki efni sem geta eytt ósonlaginu og farga úrgangi þannig að sem minnst umhverfis- spjöll hljótist af. Annað markmið er að vinna sí- fellt að endurbótum, bæta nýtingu og auka endumýtingu með hringrás: um þar sem því verður við komið. í þessu efni verður m.a. höfð hliðsjón af umhverfissjónarmiðum við inn- kaup á pappír, timbri og matvælum. í þriðja lagi á að stuðla að nauð- synlegum umhverfisrannsóknum, mælingum og eftirliti. Með þetta að leiðarljósi er stefnt að því að flokka og skrá iðnaðarúrgang í kerbrota- giyfjum á lóð ÍSAL. Tvær vistfræðirannsóknir voru gerðar árið 1989 umhverfis ker- brotagryfjurnar og leiddu niðurstöð- ur þeirra í ljós að gryfjumar hafa ekki skaðleg áhrif á lífríki strandar- innar. í ár var nýrri rannsókn hmnd- ið af stað, undir stjórn Gísla Más Gíslasonar prófessors, en hún beinist ekki aðeins að gróðri og dýmm held- ur einnig að hugsanlegri mengun í sjónum. L við að minnka mengun af völd- ks á síðustu árum. ið veitt. Roth segir að þegar bráða- birgðavottorð hafi verið gefin út í haust hafi niðurstaða eftirlitsmanna verið að ÍSAL væri „á réttri leið“. Meðal skilyrða fyrir veitingu vott- orðs er að fyrirtækið fylgi í einu og öllu íslenskum lögum og reglugerð- um um umhverfismál. í þessu skyni hafi stofnunin fengið til liðs við sig íslenskan lögfræðing til að kanna umhverfíslöggjöf íslands. Úrgangur óhjákvæmilega mikill ÍSAL er stærsta iðnfyrir- tæki landsins og þegar nýr kerskáli hefur verið tekinn í notkun á næsta ári mun framleiðsla nema meira en 160 þúsund tonnum af áli á ári. Óhjákvæmilega er út- blástur ýmissa gastegunda mikill og segir Roth að undan því verði ekki vikist að útblástur og úrgangur úr álverinu er mikill og mengandi. Tölur um úrgangsefni á einum degi í áætlun fyrir árið 1998 eru lýsandi dæmi um þetta. Eftir að grip- ið hefur verið til allra ráðstafana í samræmi við nýjustu tækni blæs ál- verið út 755 tonnum af koltvísýr- ingi, C02, 6,81 af brennisteinstvísýr- ingi, S02, 329 kg af flúoríði og loks falla til 252 kg af ryki. Úrbætur þegar hafnar Þegar hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn umhverf- ismengun. Þannig er aðeins notuð raforka við framleiðslu, framleidd Aðeins norsk álver betri Dr. Christian Roth telur að ÍSAL standi jafnfætis álverum sem rekin eru á meginlandi Evrópu. Hann seg- ir að aðeins norsk álver séu betur búin en álverið í Straumsvík. Þar hafi verið komið upp viðbótar- hreinsibúnaði til að hreinsa brenni- steinstvísýring, S02, en uppgufun gastegundarinnar getur myndað súrt regn. Roth segir að ekki hafi þótt skyn- samlegt að setja upp þennan hreinsi- búnað hér á landi. Með aðferð Norð- manna er S02 hreinsað með sjóvatni og dælt út í norsku fírðina. „Að- stæður á íslandi eru aðr- ar,“ segir Roth. „Hér stendur vindur upp á strönd og þess vegna er ekki ráðlegt að dæla brennisteinství- sýringnum út í sjó. Þá gilda önnur veðurfræðileg lögmál við eyjar. Eftir uppgufun S02 berst gastegundin á haf út og fellur með regni yfír sjó langt frá ströndum íslands," segir hann. Umhverfissamtök styrkt Roth kveðst vera sérstaklega stolt- ur af áhuga ÍSAL á að styrlqa ein- staklinga og samtök sem starfa að náttúruvemd. Fyrirtækið styður m.a. tilraunir til að tryggja viðgang flór- goðastofnsins á íslandi, Surtseyjarfé- lagið, sem fylgist með landnámi plantna og dýra á eynni, starfsáætlun um náttúruvemd á Breiðafirði og rannsókn á fæðukeðju Mývatns. Loks styrkir ÍSAL hóp sjálfboðaliða og vís- indamanna sem fara um varplönd til að fylgjast með og merkja fugla. Ekkitil aðferð til að hreinsa koltvísýring Jakar sem bráðna á Skeiðarársandi mynda kvik- syndi sem geta gleypt menn o g fénað Svæði líklega lokuð vegna sandbleytu f BÓK Sigurðar Þórarinssonar, Vötnin stríð, er þessi mynd höfund- ar af jökulkeri austan til á Skeiðarársandi. Kerið hefur að líkind- um verið varasamt á meðan það var fullt af sandbleytu. FJÖLDI jakakera sést neðst á ljósmynd þessari, sem Sigurður Þórarinsson tók árið 1954. Horft er vestur með jaðri Skeiðaráijökuls. Hættulegt getur reynst að ferðast utan vega á Skeiðarársandi næsta sumar og jafnvel nokk- ur næstu sumur. Jakar, sem bárust fram á sandinn í hlaupinu, eru margir mjög stórir og niðurgrafnir í sandinn. Þegar þeir bráðna myndast kviksyndi þar sem þeir hafa legið. SIGURÐUR Þórarinsson segir í bók sinni Vötnin stríð, sem kom út árið 1974, að efri hluti Skeiðarársands sé á allstórum svæðum, einkum austan tíl, alsettur kringlóttum eða spor- öskjulaga skálum eða bollum, sum- um meira eða minna fylltum af foks- andi. Þessar skálar séu frá fáum metrum upp í tugi metra í þvermál og 1-4 metra djúpar að jafnaði. „Skálarnar eru s.k. jökulker og myndast þar sem jakar stranda á sandinum í jökulhlaupum. Jakarnir sökkva meira eða minna í sandinn og hyljast að lokum auri, en þegar þeir bráðna að fullu og öllu skilja þeir eftir sig þessar skálar...“ Gleypti mann og hest Eina dæmið, sem menn þekkja um að bleytupyttir af þessu tagi hafi kostað mannslíf, er frá 1861. Skeiðará hljóp um vorið, en í ágúst sama ár hvarf Vigfús Einarsson og hestur hans með honum. í bók Sig- urðar Þórarinssonar er vísað til frá- sagnar af atburðinum: „Mjög var óttalegt að fara um sandinn; hann var með gjám sumum tómum sumum fullum, en yfír öllum eða flestum einhver sandleðjuskán, og voru 2-6 faðmar millum þeirra. Maður Vigfús Einarsson dó í einni þeirra og er mælt að sú hafí verið um 9 ál. djúp. Maður annar fór í aðra og varð bjargað, en hestur hans mokaður upp 6 ál. niður daginn eptir.“ „Eins og hunangskaka í býflugnabúi" Breskur fræðimaður, Edward Thurston Holland, fór austur yfir Skeiðarársand hálfum mánuði eftir hvarf Vigfúsar. í bók Sigurðar er birtur kafli úr ferðalýsingu hans: „í ljós kom, að sandurinn var víð- ast hvar eins og hunangskaka í bý- flugnabúi, ef svo mætti að orði kom- ast, alsettur kviksandsbollum, þeir stærstu allt að 30 fet í þvermál og 10 til 15 feta djúpir. Allmargir voru hálffylltir af vatni, yfírleitt með hin- um mjólkurhvíta lit jökulvatns. Bóndinn benti mér á ís undir vatninu í sumum þeirra og sagði það vera jökulís. í flestum bollunum er þó ekkert vatn, aðeins blautur kvik- sandur, og mynduðust bólur í honum er við riðum framhjá bollunum." í leiðangri Hollands lá við að maður og hestur færu i slíkan pytt, en þeir brutust upp úr. „Ein sökkvandi sandbleyta" Árið 1892 var færð um sandinn einnig afleit eftir hlaup í mars það ár. í ísafold var þá birt lýsing af hlaupinu eftir séra Ólaf Magnússon og lýkur sérann lýsingunni á því að segja, að talið sé víst að ómögulegt verði að halda ferðum áfram yfír sandinn um sumarið þegar vötn fari að vaxa og jakar að bráðna ofan í sandinn „vegna þess, að þá verður allt að einni sökkvandi sandbleytu, unz aptur gaddar næsta vetur.“ Fleiri dæmi eru um að Skeiðarár- sandur hafí verið varasamur yfír- ferðar vegna jakakera, jakahvera eða bleytuhvera, en svo er kviksandurinn kallaður. Takmarka þarf umferð Oddur Sigurðsson, jarð- fræðingur á Orkustofnun, segir að jökulkerin hafí ekki krafist mannslífa á þessari öld, en þau séu svo sannarlega varasöm. Umferð um sandinn hafí verið bönn- uð frá því að hlaup hófst og í raun takmörkuð allt frá því að gosið í Vatnajökli hófst, en það sé ekki síð- ur mikilvægt að takmarka hana næsta sumar og sumarið 1998. „Á sandinum eru risastórir jakar, sem sumir hveijir bráðna alls ekki á einu ári og engin bráðnun sem máli skiptir verður í vetur. Jakarnir eru grafnir í sandinn og víða myndast stórhættulegir pyttir. Það er full ástæða til að fylgjast mjög vel með þessari þróun og mér fínnst koma til greina að loka ákveðnum svæðum á sandinum." Oddur kveðst ekki vita til þess að fylgst hafí verið sérstaklega með pyttum þessum eftir hlaupin 1934 og 1938. „Heimamenn hafa alltaf vitað af þessari hættu og varast sandinn eftir hlaup.“ Yfirvöld fylgjast með Páll Björnsson, sýslumaður í Aust- ur-Skaftafellssýslu, sagði mjög lík- legt að yfirvöld myndu fylgjast með ástandinu á sandinum og setja upp skilti til viðvörunar, þar sem ástæða væri til. Enn hefði engin ákvörðun verið tekin um hvemig staðið skuli að því, enda hættan hverfandi fyrr en liðið væri töluvert á kom- andi sumar. Hugsanlega mætti merkja jaka, sem stæðu upp úr sandinum, og fylgjast með bráðnun þeirra. Viðvaranir og merkingar Flestir stærstu jakanna á sandin- um eru innan þjóðgarðsins í Skafta- felli. Stefán Benediktsson þjóðgarðs- vörður segir að yfírleitt sé ekki ferð- ast um þau svæði, þar sem mest hætta sé á jakakerum. „Ég á þó von á að gefnar verði út viðvaranir og settar upp einhverj^ ar merkingar. Þá yrði ákveðnum svæðum líklega lokað, en mér finnst ólíklegra að hver jaki yrði merktur. Sumir þessara jaka bráðna fljótt, ef þeir em lítt niðurgrafnir, en næsta sumar skýrist betur hve mikið er um niðurgrafna jaka, sem valdið geta hættu. Reynsla af fyrri hlaupum hefur þó kennt okkur að líklega eru slíkir jakar allnokkrir." Jakarnir bráðna ekki á einu sumri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.