Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Siv og hraðaksturinn Opið bréf til þingmanns Frá Sigmari Þormar: KÆRA Siv Friðleifsdóttir, þingmað- ur Reyknesinga. Mér datt í hug að skrifa þér fáein- ar línur og segja þér af hverjum þú fékkst atkvæði mitt í síðustu Alþing- iskosningum. Ég hef oftast kosið Alþýðuflokkinn, en var orðinn þreytt- ur á Jóni Baldvini. Framsóknarflokk- urinn bauð upp á röskan forystu- mann, Halldór, sem hefur betri yfir- sýn en margur yfír sjávarútvegmálin. Þótt fiskurinn veitti okkur eitthvað að bíta og brenna beinist athyglin að ýmsu sem stendur jafnvel nær. Umferðarslys eru allt of algeng á íslandi, sérstaklega er okkur foreldr- um ungra drengja umhugað um háa dánartíðni 17 til 20 ára unglinga á vegum landsins. Á ýmsu þarf að taka í umferðarmálum. Bundið slitlag vantar á fjölfarnar leiðir og umferð- armenning er undarleg. Það er t.d. alveg ótrúlegt að sjá bíla á öfugum vegarhelmingi mæta manni á leiðinni austur yfir fjall. Þama eru verið að reyna að aka fram úr. Ég þarf að hægja á og aka alveg út í kant ef ökuþórinn á ekki að lenda framan á bílnum, að vísu væntanlega ekki al- veg á 110 km hraða. Þetta er ekki bara hræðsla í mér því nýlega las ég um slys sem átti sér stað með þessum hætti í Hvalfirði. Jæja Siv, þetta eru viðfangsefni í íslenskum umferðarmálum, betri vegir og betri umferðarmenning. Ég var að kjósa þig til slíkra verka. Mér var sagt að ungt fólk starfaði í Fram- sóknarflokknum sem ajtlaði að vinna að góðum málum, gamli tíminn að baki, ný kynslóð og ný viðfangsefni komin til sögunnar. Siv Friðleifsdótt- ir átti að vera dæmi um þennan nýja tlma. Sjálfsagt má fínna einhver rök fyrir því að auka hámarkshraða á vegum. En ég er ákaflega ósáttur við að þú skulir einbeita kröftum þínum að hugmynd sem væntanlega er runnin úr hugmyndabrunni þing- manns Sjálfstæðisflokksins, doktors Villa. Það er ekki nýtt að Vilhjálmur Egilsson grípi sérkennileg mál á lofti. Að þú skulir vilja vera með í þetta sinn kom mér hinsvegar alveg í opna skjöldu. Forseti vor, dr. Ólafur Ragnar Grímsson, kenndi mér að íslenska þingmenn skorti mjög sérfræðiað- stoð. Með betri aðgangi að sérmennt- uðu starfsfólki gætu þingmenn öðl- ast meira vald og haft betri festu til áhrifa. Jón Baldur Þorbjömsson, bíltækn- iráðgjafí, hefur nú lagt fram ókeypis greinargerð varðandi þetta vitlausa hraðakstursfrumvarp (Morgunblað- ið, 10. nóvember 1996, bréf til blaðs- ins). Ég vil endilega að þú þiggir ráð Jóns og dragir stuðning við þessa lagasetningu til baka. Síðan skulum við hefja vinnu að uppbyggilegum málum fyrir Reyknesinga jafnt sem aðra lancjsmenn. SIGMAR ÞORMAR rekur eigið fýrirtæki, Skipulag og skjöl, í Kópavogi. Stalín er ekki í Hafnarfirði Frá Bergiindi Steinsdóttur: ÞEGAR 20-30 spennandi leiksýning- ar slást um athyglina á einu hausti, og maður kemur því aðeins í verk að sjá 5-8, er manni stundum nauð- ugur einn kostur að treysta dóm- greind annarra. Nærtækt er þá að lesa gagnrýn- ina/umfjöllunina sem skrifuð er í blöðin af til þess ráðnum áhorf- endum leiksýn- inganna. Og af því að smekkur er huglægur reiknar blaðalesandi varla með að þurfa eingöngu að sætta sig við að lesa um smekk viðkomandi áhorf- anda. Á föstudaginn gerðist það að ég var ráðin í að sjá sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar á leikriti Vésteins Lúðvíkssonar, Stah'n er ekki hér. Ég sá forðum daga sjónvarpsupptöku af uppfærslu Þjóðleikhússins á stykkinu og fannst ráð að rifja upp kynnin. Og til allrar hamingju lét ég ekki smekk Heimis Viðarssonar standa mér fyrir þrifum. Heimir fellur nefnilega í þá gryfju í leiklistardómi sínum í Morgunblað- inu sl. föstudag að fjalla um leikritið á forsendum smekks síns. Honum leiðast stofuleikrit almennt og ég fæ ekki betur séð en að honum sé þá nokk sama hvort Vésteinn semur það eða Ibsen. Svo spyr hann: „Var Stal- ín er ekki hér ekki barn síns tíma?“ og leggur út af pólitíkinni sem kemur fram í verkinu. Honum flnnast þá lík- lega siðferðileg spursmál úrelt, eins og hvort lygar séu réttlætanlegar, hvort sumir megi eða skuli ráðskast með aðra og hvaða tilfínningar fylgi því að gefa bamið sitt. Hann vill þá líklega merkja endalausa tilhneigingu fólks til að fela tilfínningaþrotann undir jólakökusneiðum og drekkja sárindunum í kaffi árinu 1957. Síðan hafí fólk varla talað í kringum hlut- ina. Eða hvað? Spyr sú er ekki veit. Ekki einasta er leikritið vel boð- legt á því herrans ári 1996 heldur skila flestir leikararnir sínu með miklum sóma. Niðurstaða mín er því sú að ég get ekki treyst Heimi Við- arssyni til að veita mér leiðsögn í vali mínu á leiksýningum. BERGLIND STEINSDÓTTIR, áhugamaður um leiklist, Ingólfsstræti 4, Reykjavík. Opið bréf til sóknamefndar Lang’holtskirkju Frá Haraldi Sigurðssyni og Ólöfu Ólafsdóttur: VIRÐULEGI sóknarnefndarfundur. Á næstunni mun nýr prestur verða valinn til kirkjunnar okkar í Lang- holti. Sóknarnefnd Langholtskirkju hefur setið stormasamt starfsár I kirkjunni og blandast inn í deilumál sem því miður eru enn í fersku minni. Burtséð frá umdeildri fortíð nefndarinnar er það ætlun hennar og vilji, að vera í farabroddi á vegi sáttar og friðar eftir slík áföll að við lá klofningur Langholtssafnaðar. Hyggst nú téð nefnd að kjósa, hver verður næsti prestur safnaðar- ins. Til þess að efla sóknamefndina í því mikla starfi sem bíður hennar og afla henni trausts er hér með lagt til að prestskosning verði gerð almenn og falin sóknarbörnum Langholtssafnaðar. Með því að söfnuðurinn taki á sig ábyrgðina og velji sjálfur prest sinn firrir sókn- amefndin sig allri hugsanlegri gagnrýni og sýnir í verki vilja sinn að sameiningu og uppbyggingu safnaðarins. í rökstuðningi með til- lögunni er bent á að samkvæmt lögum um veitingu prestakalla séu það sóknarbörnin sem hafa úrslita- valdið um ráðningu prests. Vilji safnaðarins sé grundvallaratriði og ráðherra sem færi með veitingavald yrði að byggja alfarið á þessum vilja. Það er þessi vilji safnaðarins sem við höfum óhjákvæmilega orðið vör við og vildum taka tillit til. Miðað við þessa skoðun og aðild sóknarnefndar að deilunni ber kjör- mönnun hennar að afhenda söfnuð- inum þau réttindi og ábyrgð að kjósa sóknarprest Langholtskirkju. Okkur vitanlega hefur ekki komið fram að landslög banni slíkt, þótt til séu lög um prestskosningar sem gefa leiðbeinandi reglur við venju- legar aðstæður. Mætti vísa því til biskups með ósk um að hann léti á það reyna að þessu sinni hvort al- mennar prestkosningar gætu farið fram við fyrsta tækifæri. Með fijálsri, réttlátri kosningu mun söfnuðurinn vaxa og eflast í kirkjustarfí á komandi árum. Því til áréttingar var ákveðið að bréf þetta yrði gert opinbert og því er það sent fjölmiðlum í jákvæðum til- gangi og í von um réttlæti. Þessu fylgja bestu óskir um blessunarríkt starf í kirkjunni með einlægum huga og bænum. HARALDUR SIGURÐSSON, SR. ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR, kjörmenn í sóknamefnd Langholtskirkju Blombeng Excellent fyrir þá sem vilja aöeins það besta! OFNAR: T5 gerðir í hvítu, svörtu, stáli eða spegilálferð, fjölkerfa eða Al-kenfa með Pyroíyse eða Katalyse hreinsikerfum. HELLUBORÐ TB gerðir, með háhitahellum eða hinum byltingarkenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulorku til eldunar. Ný írábær hönnun á ótrúlega góðu verði. Blomberd Hefur réttu lausnina fyrir þig! Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Slmi 562 2901 og 562 2900 Toppúpinn í eldunartækjum Blombera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.