Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Margþættar skattalagabreytingar fyrirhugaðar Lagt til að frádráttur vegna hlutafjárkaupa verði lagður niður FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi nokkur frum- vörp, sem miða að margþættum breytingum á skatta- og gjald- heimtu ríkissjóðs af einstaklingum og fyrirtækjum. Þessum breyting- um má í meginatriðum skipta í fernt. í fyrsta lagi er um að ræða breytingar á tekju- og eignarskött- um fyrirtækja, í öðru lagi á tekju- sköttum einstaklinga sem miða að því að draga úr svokölluðum jaðar- sköttum, í þriðja lagi á trygginga- gjaldi sem fyrirtæki greiða og í fjórða lagi breytingar á vörugjöld- um. Lagabreytingar þessar tengjast að nokkru leyti, og er það sam- hengi útskýrt í athugasemdum við breytingarfrumvörpin. Þannig er greint frá því, að breytingar á tekjuskatti fyrirtækja eiga að vega á móti tillögum sem kynntar eru í öðru frumvarpi um að samræma álagningu tryggingagjalds milli atvinnugreina og stefna að einu gjaldhlutfalli eftir fjögur ár. Á þetta fyrst og fremst við um rýmri heimildir til að nýta rekstr- artap fyrri ára til frádráttar tekj- um. Einnig er fyrirhuguð frekari lækkun á vörugjöldum, og er þar um að ræða síðari hluta þeirrar breytingar sem hafin var fyrr á þessu ári vegna athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA. Gert er ráð fyrir að tekjutapið af lækkun vöru- gjaldanna verði vegið upp með því að nýta það svigrúm sem myndast við lækkun á atvinnutrygginga- gjaldi, þ.e. þeim hluta trygginga- gjalds sem rennur til Atvinnu- tryggingasjóðs. Því mun að sögn fjármálaráðuneytisins ekki vera gert ráð fyrir að tryggingagjaldið í heild þurifi að hækka frá því sem nú er. Heimildir til yfirfærslu rekstrartaps rýmkaðar í núgildandi lögum um yfir- færslu rekstrartaps í atvinnu- rekstri, sem var síðast breytt árið 1991, er yfirfærslan bundin við síðustu fímm ár á undan tekjuári. Bent hefur verið á að fimm ára tímabil væri skammur tími, bæði í samanburði við þær reglur sem gilda í atvinnurekstri erlendis og ekki síður með tilliti til þess að meiri sveiflna gætti í atvinnu- rekstri hérlendis. í breytingar- frumvarpi er lagt til að þetta tíma- bil verði lengt úr fimm árum í átta til frambúðar. Ennfremur er lagt til að heimilt verði að nýta það rekstrartap sem myndaðist á erfiðleikaárunum 1988-1990 fram til ársins 2000, en tap ársins 1987 og fyrri ára falli niður um næstu áramót. Í öðru frumvarpi ríkisstjórnar- innar eru tillögur um að samræma álagningu tryggingagjalds milli atvinnugreina og stefna að einu gjaldhlutfalli eftir fjögur ár, en það er nú í tveimur þrepum. Sam- kvæmt þessum tillögum mun tryggingagjald þeirra atvinnu- greina sem nú eru í lægra þrepinu (sjávarútvegur, landbúnaður, iðn- aður, veitingarekstur o.fl.) hækka um tæplega 2% af launum. Trygg- ingagjald annarra fyrirtækja mun hins vegar lækka um 1,35% af launum. Frádráttur vegna hlutabréfakaupa afnuminn Sérstök nefnd, skipuð fulltrúum stjórnvalda og aðila vinnumarkað- arins, vinnur nú að tillögum um breytingar á tekjuskatti einstakl- inga sem miða að því að draga úr jaðaráhrifum tekjuskatts og ýmissa bótagreiðslna. Nefndin hefur enn ekki lokið störfum, og liggur því ekki enn fyrir frumvarp um jaðarskattana sem slíka. Til þess að skapa nefndinni svigrúm til lækkunar jaðarskatta hefur ríkisstjórnin hins vegar ákveðið að fella niður sérstakan skattafrádrátt vegna hlutabréfa- kaupa einstaklinga frá næstu ára- mótum. Þess er vænzt, að þær breytingar sem verða á skattlagn- ingu arðs af hlutabréfum á næsta ári muni stuðla að meiri viðskipt- um með hlutabréf og því séu ekki jafngild rök fyrir þessari ívilnun og áður. Fyrirhugaðar breytingar á lög- um um vörugjöld eru síðari áfangi breytinga sem ákveðnar voru í kjölfar athugasemda Eftirlits- stofnunar EFTA við áður gildandi reglur. Breytingarnar í heild miða að lækkun magngjalda, lækkun á hæstu flokkum verðgjalds og fækkun gjaldskyldra vara. Lækkun vörugjalda mætt með lækkun atvinnutryggingar I þessum áfanga er lagt til að vörugjald verði fellt niður af snyrtivörum, filmum og ritföng- um, að magngjald af ýmsum mat- vörum verði lækkað, að vörugjald af ýmsum varahlutum lækki úr 20% í 15% og loks að vörugjald af þeim vörum sem borið hafa 30% vörugjald lækki í 25%. Reiknað er með að þessar breytingar leiði til tæplega 300 millj. kr. minni vörugjaldstekna ríkissjóðs, en að meðtöldum minni virðisauka- skattstekjum af umræddum vöru- tegundum verður heildartap ríkis- sjóðs nær 350 millj. kr. Þessu tekjutapi hugðist ríkis- stjórnin mæta með hækkun á tryggingagjaldi. Nú er staðan hins vegar sú að fjárþörf Atvinnuleysis- tryggingasjóðs er minni en svarar til hluta hans í tryggingagjaldi, sem nemur um 350 millj. kr. Þann- ig þykir nú vera svigrúm til að fjármagna lækkun vörugjalda með því að lækka atvinnutrygginga- gjaldið úr 1,5% í 1,35%, til sam- ræmis við minni fjárþörf Atvinnu- leysistryggingasjóðs. Endurgreiðslu virðisaukaskatts breytt Ofangreindar skattalagabreyt- ingar leiða til þess, að þörf er á nokkrum breytingum á lögum um virðisaukaskatt, sem lagðar eru til í sérfrumvarpi. Markverðasta breytingin er sú, að endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði verða lækkaðar úr 100% í 60%, til samræmis við endurgreiðslur af nýbyggingum. Vísitala neysluverðs í nóv. 1996 (178,6 s«g) 0 Matvörur (16,5%) 01 Kjöt og kjötvörur (3,7%) 03 Mjólk, rjómi, ostar og egg (3,1 %) 05 Grænmeti, ávextir, ber (2,5%) 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,3%) 2 Föt og skófatnaður (5,7%) 21 Fatnaður (4,1 %) 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17,8%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,7%) 41 Húsgögn, gólfteppi o.fl. (2,3%) 5 Heilsuvernd (2,9%) 6 Ferðir og flutningar (20,0%) 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,9%) 71 Tækjabúnaður (2,5%) 74 Skólaganga (1,4%) 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,2%) 82 Ferðavörur, úr, skartgr. o. fl. (0,6%) 83 Veitingahúsa og hótelþjónusta (3,5%) VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) Maí 1988 = 100 -1,0% | wJSt •0,7% □ +2,4% [T +0,2% | -0,2% 0 m f -o,5% □ Œ3 ffi -0,1% 0 +0,4% I +1,1% 0,0% 0,0% 0,0% -0,6% I I +0,4% 0 +0,3% | +2,9% f~~~ +0,7% j I +0,1 %| Breyting frá fyrri mánuði Tölurí svigum visa tíl vægis einstakra liða. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,1% Grænmeti hækk- ar en kjöt lækkar VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í nóvemberbyijun reyndist vera 178,6 stig og hækkaði um 0,1% frá októbermánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í nóvem- ber reyndist vera 182,8 stig og er óbreytt frá fyrra mánuði. Dilkakjöt frosið eða ófrosið lækkaði um 3,4%, sem lækkaði vísi- tölu neysluverðs um 0,05%, en hækkun á grænmeti og ávöxtum um 2,4% olli 0,06% hækkun vísi- tölunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,6%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 0,3%, sem jafn- gildir 1,4% verðbólgu á ári. Sam- bærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu neysluverðs án húsnæðis svarar til 0,4% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs í nóvember 1996, sem er 178,6 stig, gildir til verðtryggingar í desember 1996. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbind- ingar, sem breytast eftir lánskjara- vísitölu, er 3.526 stig fyrir desem- ber 1996. Tilboðum tekiðíleik- skóla og dælustöð BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að taka tilboði Iægst- bjóðanda, Framkvæmdar ehf. að upphæð rúmlega 77 milljónir í byggingu nýs leikskóla við Vætt- arborgir í Grafarvogi. Alls bárust sjö tilboð í verkið en kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á tæpar 75 milljón- ir. Tilboð Framkvæmdar var 3,42% yfir kostnaðaráætlun. Hæsta til- boðið nam tæpum 80 milljónum sem er 6,82% yfir kostnaðaráætlun. Á fundi borgarráðs var einnig samþykkt að taka tilboði lægst- bjóðanda, Háfells ehf. í byggingu dælustöðvar við Sævarhöfða. Til- boð Háfells hljóðaði upp á rúmar 40 milljónir sem er 91,85% af kostnaðaráætlun sem nam rúmum 44 milljónum. Alls bárust sjö tilboð í verkið og nam það hæsta tæplega 61 milljón króna sem er 37,89% hærra en samkvæmt kostnaðar- áætlun. Stærsti viðburður á sviði upplýsingatækni hér á landi til þessa Ráðstefna um nv Scandic Hótel Loftleiðir 26. - 27. nóvember í »ais ► Network Com ► Sjáðu hana ... ► Prófaðu hana.. fu .. ■ ■ 4m ciivi ui/i/f // dX . i; ;. m Fcrtrf'';' /;r, íyfírhcfncrf Oracle • Sun • Netscape • Legato • Skýrr • Þróun • Intranet • deCode •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.