Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 41 ÞÓRA ÁRNADÓTTIR + Þóra Árnadótt- ir var fædd í Reykjavík 2. apríl 1914. Hún lést 28. október síðastlið- inn. Foreldrar Þóru voru hjónin Vilborg Runólfsdóttir, fædd í Ásgarði í Landbroti 23. ágúst 1884, og Árni Ei- ríksson, kaupmað- ur og leikari í Reykjavík, fæddur 26. janúar 1868. Þóra var ein fjögurra alsystkina og átti þijú hálfsystkini, sam- feðra. Systkini hennar voru Guðrún Svava, fædd 1908, Gunnar, fæddur 1912, og Laufey, fædd 1916. Hálfsystk- ini hennar voru Ás- mundur, Dagný og Kjartan. Þóra Ámadóttir giftist Bjarna Jóns- syni, lækni, 14. maí 1940. Þau eignuðust tvö börn, Vilborgu, ritara, fædd 28. jan- úar 1944, og Jón Orn, eðlisefnafræðing, fæddur 10. nóv. 1950, og eitt barnabarn, Þóru Gunnarsdóttur, fædd 16. marz 1965. Bálför Þóru Ámadóttur hef- ur verið gerð. Útför föðursystur minnar, Þóru Árnadóttur, fór fram í gær, í kyrr- þey. Hún andaðist hinn 28. október sl. 82 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Ámi Eiríksson, kaupmaður og leikari, og seinni kona hans, Vilborg Runólfsdóttir. Árni Eiríksson var sonur Eiríks Ásmundssonar í Grjóta og Halldóru Árnadóttur frá Brautarholti á Kjal- amesi. Vilborg Runólfsdóttir var fædd í Ásgarði í Landbroti, dóttir hjónanna Runólfs Árnasonar og Vilborgar Ásgrímsdóttur. Þau Árni og Vilborg gengu í hjónaband árið 1910 en hann hafði misst fyrri konu sína Þóm Sigurðardóttur um alda- mótin. Var Þóra frænka mín skírð eftir henni og ræktaði þau tengsl með því að hugsa um leiði nöfnu sinnar í gamla kirkjugarðinum til æviloka. Þóra var tæplega ijögurra ára gömul, þegar hún missti föður sinn, sem lézt hinn 10. desember árið 1917, þá 49 ára gamall. Um lát hans sagði Morgunblaðið daginn eftir: „Ámi Eiríksson var með merk- ari borgurum þessa bæjar ... áhuga- maður um marga hluti og lét ævin- lega töluvert til sín taka þar sem hann vildi beita sér. Mest og bezt mun þó hafa borið á honum í Leikfé- lagi Reykjavíkur. Unni hann leiklist mjög, var lífið og sálin í leikfélögum bæjarins, enda þótti hann meðal beztu íslenzkra leikara. Hann var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur og formaður þess um margra ára skeið, starf, sem hann leysti af hendi með einstökum dugn- aði.“ Vilborg móðir Þóru var af fátæku fólki komin í Vestur-Skaftafells- sýslu. Fimm ára gömul fluttist hún frá Ásgarði að Eintúnahálsi, sem nú er fallegt eyðibýli, sem farið er um á leiðinni inn í Lakagíga. Þegar Vilborg var þrettán ára missti hún föður sinn og íjölskylda hennar tvístraðist ári síðar. Hún fór vestur í Mýrdal og vann hjá Halldóri Jóns- syni, kaupmanni í Suður-Vík, til ársins 1905. Þar hefur hún senni- lega kynnzt Jóni Kjartanssyni, síðar alþingismanni, sýslumanni og rit- stjóra Morgunblaðsins í tæpan ald- arfjórðung. Hún mat hann mikils og minntist hans oft en Jón var bróðursonur Matthildar konu Hall- dórs í Vík. Þóra Árnadóttir fæddist inn í fjöl- skyldu, sem tók virkan þátt í félags- lífí bæjarbúa í byrjun aldarinnar. Faðir hennar lét ekki einungis að sér kveða í leiklistarlífi heldur var hann jafnframt einn af forystu- mönnum Góðtemplarareglunnar og gegndi þar æðstu trúnaðarstöðum. Þótt Þóra hafi tæpast munað föð- ur sinn sýndi hún minningu hans mikla ræktarsemi. Til marks um það má nefna, að fyrir nokkrum vikum sátum við Valur Valsson, tveir systkinasona hennar, á heimili hennar og ræddum við hana ráðstöf- un mynda, skjala og leikmuna frá því fyrir og um síðustu aldamót, sem móðir hennar hafði varðveitt og hún eftir hennar dag. Þóra og systkin hennar höfðu hug á því, að þessar minningar um fyrstu ár Leikfélags Reykjavíkur yrðu varðveittar með viðeigandi hætti. hæt Leikfélag Reykjavíkur fylgdi fjöl- skyldu Þóru fram eftir öldinni. Yngsta systir hennar, Laufey, sem nú er ein eftirlifandi þeirra systk- ina, var gift Vali heitnum Gísla- syni, leikara, og hefur hún líklega meiri yfírsýn yfír leiklistarstarfsemi hér á þessari öld en flestir aðrir þeirra, er nú lifa. Þegar Ámi Eiríksson, faðir Þóru, lézt hafði hann rekið eigin verzlun í Austurstræti í allmörg ár. Ekkja hans stóð ein uppi, 33 ára gömul, með fjögur böm, sem vom á bilinu eins til níu ára. Ámi hafði átt þijú börn með fyrri konu sinni, Ásmund, Dagnýju og Kjartan en hann dó í æsku. Ásmundur og Dagný fluttu bæði til Vesturheims og sambandið við þau rofnaði með tíð og tíma. Þegar Þóra flutti um skeið til Bandaríkjanna árin 1947-1949 með eiginmanni sínum dr. Bjama Jóns- syni, sem síðar var um árabil yfír- læknir Landakotsspítala, gerði hún gangskör að því að hafa upp á Ás- mundi hálfbróður sínum en Dagný hálfsystir hennar lézt árið 1925 i Vancouver í Kanada. Þóm tókst að finna Ásmund og tæpum þremur áratugum síðar heimsótti Laufey ásamt Vali eiginmanni sínum fjöl- skyldu Ásmundar í Manitoba en hann var þá nýlátinn, og fundu þau jafnframt leiði Dagnýjar í kirkju- garði í Vancouver. Verzlun Áma Eiríkssonar var rekin í nokkur ár eftir lát hans. Eftir að eigandinn var fallinn frá var þess tæpast að vænta, að rekst- urinn gengi vel. En Ámi Eiríksson hafði átt góða vini. Einn þeirra var Einar Þorgilsson, útgerðarmaður í Hafnarfírði (afi Matthíasar Á. Mathiesen, fyrmm alþm. og ráð- herra). Um tengsl þeirra segir Ás- geir heitinn Jakobsson í bók sinni Hafnaríjarðaijarlinn - Einars saga Þorgilssonar: „... vinátta mikil var alla tíð með fjölskyldum Árna og Einars. Synir Einars héldu til hjá Árna, þegar þeir vom í skóla í Reykjavík." Einar Þorgilsson kom Vilborgu Runólfsdóttur til hjálpar og gerði henni kleift að bjarga sér sjálf, sem hún gerði með myndarbrag. Hún hóf að selja kost og með því sá hún fyrir sér og sínum meðan börn henn- ar vora að komast á legg. Þóra lauk fyrstu þremur bekkjum í Menntaskólanum í Reykjavík, sem þá vom sex en ekki Ijórir eins og nú er, en þá tíðkaðist, að þeir sem ekki stefndu á stúdentspróf hættu eftir þriðja bekk. Hún var góður námsmaður. Að því loknu tók við tímabil, sem hlýtur að hafa talizt nokkuð ævintýralegt á ámnum milli 1930 og 1940. Hún fór fyrst til Englands og var þar í u.þ.b. eitt og hálft ár, dvaldist á heimilum efna- fólks, sem mun hafa verið nokkuð algengt í þá daga. Eftir heimkom- una starfaði hún um skeið hjá Garð- ari Gíslasyni hf. Þegar ég sagði Bergi G. Gíslasyni, syni Garðars, sem nú er orðinn 89 ára gamall, frá láti Þóra fyrir nokkmm dögum lauk hann miklu lofsorði á störf hennar í þágu fyrirtækisins. Á þessum ámm vann hún einnig fyrir Harald Guð- mundsson, ráðherra, sem síðar varð | formaður Alþýðuflokksins. Ung þýzk kona, sem hingað kom á þessum áram í því skyni að ganga að eiga íslenzkan heitmann sinn en leizt ekki á blikuna, þegar á reyndi, hafði áhrif á næstu skrefin í lífí Þóm. Kynni þeirra leiddu til þess, að Þóra fór til Þýzkalands, þegar dvöl hennar lauk í Bretlandi og dvaldi hjá vinkonu sinni í allmarga mánuði. Systurdóttir Þóm, Valgerð- ur Valsdóttir, eiginkona Ingimundar Sigfússonar, sendiherra Islands í Bonn, átti þátt í, að Þóra og Bjami hittu þessa þýzku konu, fyrir u.þ.b. einu ári en hún lifir nú í hárri elli í heimalandi sínu. Eftir nokkra dvöl heima lá leið hennar til Þýzkalands á ný og nú til Hamborgar, þar sem æskuvin- kona hennar var búsett, gift Birni Sveinssyni Björnssyni (Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslands). Björn stundaði þar kaupsýslu og Þóra hóf störf hjá honum - og kynntist ungum íslenzkum lækni, sem þar var við framhaldsnám, Bjarna Jónssyni. Næst lá leið Þóm Árnadóttur til Kaupmannahafnar, en þar starfaði hún fyrir Samband ísl. samvinnufé- laga. Bjarni Jónsson var komin í framhaldsnám til Danmerkur og í Kaupmannahöfn gengu þau í hjóna- band. En ófriður var í aðsigi. Þau höfðu bæði kynnzt Þýzkalandi Hitl- ers fyrir stríð og nú varð styijaldar- rekstur til þess, að þau komust hvergi fremur en aðrir íslendingar. Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, lýsir aðstöðu íslendinga í Kaup- mannahöfn á þessum tíma í ritverk- inu Virkið í norðri með þessum orð- um: „Leið þá heldur ekki á löngu, að Þjóðveijar hæfu fyrirætlanir sín- ar og hemæmu Danmörku. Það var 9. apríl. Komst þá allt á ringulreið í landinu. Hófust þá samningar ýmissa ríkja um að koma þegnum sínum frá Danmörku. Sendiráðið íslenzka hóf slíkar umleitanir, því að §öldi íslendinga streymdi til sendiráðsins og vildi fá heimfarar- leyfi og heimferð ... hugðu ýmsir landar á nýjar leiðir, almennt var rætt um heimferð yfir Svíþjóð og Finnland og norður til Petsamo og þaðan með skipi heim. Hóf ríkis- stjóm íslands snemma vors undir- búning að slíkri heimferð, en marg- ar tálmanir urðu á vegi. Fyrst þurfti leyfí Finna til mannflutninganna yfir land þeirra og skipsferðir til hafna þeirra, þá þurfti að tryggja það, sem erfiðara var; leyfi beggja stríðsaðila, Þjóðverja og Breta, til slíks ferðalags." Hér verður þessi saga ekki rakin frekar. Þau Þóra og Bjami komu heim í hinni frægu Petsamoferð Esjunnar. Til Bretlands og Þýzkalands fór á þessum viðburðaríku áram ung og glæsileg stúlka, sem bjó yfír slík- um persónutöfmm, að orð var 4 haft. Þá upplifði ég með minnis- stæðum hætti, þegar Þóra og Bjami héldu upp á 75 ára afmæli hennar og 80 ára afmæli hans. Glæsileiki hennar og sjarmi þá kvöldstund var ógleymanlegur. En til baka kom einbeitt og kröfu- hörð kona, sem gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín, en einnig ann- arra, hafði aga á umhverfi sínu með sterku aðhaldi. Gekk til allra verka, stórra sem smárra, með þeim hætti, að mér fannst allt nánast fullkomið, Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LflFTLEIDIR i sem hún kom nálægt. Heimili henn- ar og allt sem hún kom að bar þessa merki. Séra Þórir Stephensen kom með athyglisverða skýringu á þeim áhrifum, sem Þóra varð fyrir utan- lands í minningarorðum sínum í Dómkirkjunni í gær. Hann sagði, að viktoríanskt andrúm á því hefð- arheimili, sem hún dvaldist á í Bret- landi hefði haft mótandi áhrif á hana. Þegar komið var fram á árið 1942, hafði móðir Þóru, ekkja Áma Eiríkssonar, ekki aðeins komið böm- um sínum til manns, heldur byggt yfír fjölskyldu sína alla hús með sex íbúðum. Þar bjuggu undir einu þaki þijú fjögurra bama Vilborgar með fjölskyldum sínum. Þar ólust elztu barnabörn hennar upp með þeim hætti, að tæpast verður líkt við annað en systkinasamband. Og þar hófust kynni mín af Þóra. Á heimili hennar og Bjama upp- lifði ég einna fyrst pólitísk skoðana- skipti. Þær umræður stóðu fyrst og fremst við Þóm frænku mína, dr. Bjama og Kjartan bróður hans. Þótt ég væri unglingur töluðu þau við mig eins og fullorðinn mann. Ég var ósammála þeim þremur í gmndvall- aratriðum um þróun heimsmála en þau sjónarmið og skoðanir, sem þau lýstu urðu ásamt öðm til þess, að ég sökkti mér í lestur blaða og tíma- rita um íslenzk stjómmál á milli ár- anna 1930 og 1940 - og varð margs vísari, m.a. um stjómmálaskoðanir fjölskyldu minnar. Þessar umræður urðu mér gagnlegt veganesti síðar á lífsleiðinni. Á fyrri hluta þessarar aldar áttu ungar, hæfíleikamiklar konur, ekki margra kosta völ. Nú em breyttir tímar. Ungar konur sækja nú há- skólanám í beztu háskóla heims til jafns við karlmenn og ryðja sér braut í atvinnulífi, stjórnmálum og menningarlífi til jafns við þá. Þessir nýju tímar hefðu fallið betur að þeim hæfileikum og metnaði, sem einkenndu Þóm Ámadóttur, en sá vemleiki, sem var umhverfí hennar ungrar. Styrmir Gunnarsson. Við fráfall Þóm Ámadóttur minn- ast samferðamennimir merkilegrar og sérstakrar konu. Hún missti föð- ur sinn komung og ólst upp hjá móður sinni á Vesturgötunni ásamt þremur systkinum. Nútímafólk, sem góðu er vant og gerir kröfu til alls, á erfítt með að gera sér grein fyrir því, hvað slíkar aðstæður gátu þýtt á fyrri tíð fyrir hag og framtíð stórr- ar fjölskyldu. En Vilborg Runólfs- dóttir, móðir Þóm, var dugnaðar- kona, fórnfús og útsjónarsöm. Hún sá til þess að börnin hennar fjögur fengu gott uppeldi og veganesti út í lífið. Þessi bakgmnnur mótaði líf og viðhorf Þóra Árnadóttur. Metnaður, dugnaður og nákvæmni einkenndu allt sem hún tók sér fyrir hendur. Aðeins það besta var nógu gott. Hún lærði snemma að bjarga sér sjálf og treysta á sjálfa sig fremur en aðra. Þóra var minnisstæð öllum er henni kynntust. Hún fór ekki troðn- ar slóðir. Var rökföst og ákveðin og myndaði sér eigin skoðanir. Og það gustaði af henni. Hún var fram- kvæmdakona, sem frestaði því ekki til morguns sem unnt var að gera í dag. Skipti þá engu eigin heilsa eða aðrar annir. Hún var heims- kona, sem talaði mörg tungumál og hafði ferðast og dvalið víða um lönd. En í hugann koma einnig minn- ingar um eiginkonuna, sem stóð fast við hlið manns síns á umbrota- tímum. Samrýndari hjón en Þóm og dr. Bjama Jónsson er vart hægt að hugsa sér. Við minnumst móður- innar og ömmunnar, sem vildi böm- um sínum og dótturdóttur aðeins það besta. En jafnframt kemur í hugann systirin, sem átti einstak- lega gott samband við bróður sinn og systur. Síðast en ekki síst minn- umst við frænkunnar, sem var höfð- ingi heim að sækja. Það var ánægju- legt hlutskipti þess, sem þessar línur ritar, að vera í barnæsku og á ungl- ingsárum heimagangur hjá Þóm og Bjama fyrst á Reynimelnum en síð- an á Starhaganum. Það er sjónarsviptir að Þóra Ámadóttur. Hún auðgaði líf sam- ferðamapna sinna. Við sem eftir stöndum em þakklát fyrir að hafa þekkt þessa merkiskonu. Að leiðar- lokum er samúð okkar hjá dr. Bjarna, Vilborgu, Jóni Erni og Þóm. Við Guðrún biðjum þeim blessunar. Valur Valsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR. Magnús Guðmundsson, Skúli Magnússon, Erla Kristjánsdóttir, Björn Magnússon, Katri'n Guðnadóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Gri'mur Magnússon, Sýbilla GuSmundsdóttir, Magnús Magnússon, Sigrún Rúnarsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar ÓLAFS E. EINARSSONAR stórkaupmanns. E.G. Ólafsson ehf. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.