Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 39 inni. Þegar við Bjami unnum mest saman á árunum 1983-1994 var Bjami orðinn aldraður maður. Þótt hann hefði áhuga á framtíðinni hafði hann meiri áhuga á nútíðinni en langmestan áhuga á fortíðinni. Stundum fannst mér ekki skipta máli upp á hveiju ég fitjaði við Bjarna. Alltaf tókst honum að víkja talinu að fortíðinni. Þótt fortíðin væri ungum manni e.t.v. ekki hug- leiknust varð ég þó að viðurkenna að Bjarni var mikill fróðleiksbrunn- ur og hafði mörgu að miðla til mín sem arftaka síns. Það skal játað hér að ef Bjama hefði ekki notið við við fráfall afa míns árið 1949, væri G.J. Fossberg vélaverzlun ekki til. Það var Bjami sem tók við rekstrinum sem væri hans eiginn og byggði fyrirtækið algjörlega upp ásamt samstarfsfólk- inu. Það getur fjölskylda mín aldrei fullláunað. Við fráfall sitt árið 1979, arfleiddi amma mín, Jóhanna Foss- berg, hann að nokkurri hlutabréfa- eign í fyrirtækinu og var hann svo sannarlega vel að því kominn. Enda þótt ég kynntist Bjama ekki fyrr en hann var kominn yfir miðjan aldur, varð mér þó snemma ljóst hvílíkt glæsimenni hann var. Sem ungur maður hlýtur hann að hafa verið sérstaklega fríður og karlmannlegur, hreyfíngarnar rösk- ar og málrómurinn sterkur. Það sópaði að Bjama R. Jónssyni hvar sem hann fór. Mér er sérstaklega minnisstætt samstarf Bjama og Ingólfs Péturs- sonar verzlunarstjóra sem starfaði með Bjarna frá árinu 1941 til dán- ardags 1984. Samvinna þeirra var einstök og um fáa menn talaði Bjami af eins mikilli virðingu. Móð- ir mín vann einnig á skrifstofunni hjá Bjama þangað til hún gifti sig 1957 og aftur fra árinu 1976 til dánardags 1987. Þegar fyrirtækinu var breytt í hlutafélag árið 1943, leitaði Bjami til vel þekkts lögmanns í Reykjavík, Magnúsar Thorlacius hrl., og fól honum að annast þann löggeming. Þá kynntist Magnús yngstu dóttur Gunnlaugs, Hönnu Fossberg, sem leiddi svo til hjónabands mörgum ámm síðar og eru þar komnir for- eldrar þess sem þetta skrifar. Bjami hefur því á margan hátt orðið ör- lagavaldur í minni fjölskyldu. Bjami missti konuna sína, hana Kristrúnu sem aldrei var kölluð annað en Bubba, árið 1986. Það var býsna mikið áfall fýrir hann en dætur áttu þau tvær og naut hann stuðnings þeirra. Einkum kunni hann að meta að dvelja á Vatns- leysu í Biskupstungum hjá Höllu dóttur sinni. Lítið var um að Bjarni tæki sér sumarfrí á lífsleiðinni. Veiði var þó aðaláhugamálið auk skógræktar auk þess sem Bjarni hafði yndi af góðum söng. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Bjarni hafi verið einn af fremstu laxveiðimönnum þessa lands og mun veiðimet sem hann og félagar hans settu eitt sinn í Norðurá standa enn eftir því sem ég bezt veit. Enn fremur hefur sagt mér mætur maður, að Bjami hafí verið einna fróðastur íslendinga um skot- vopn og kemur þar til gríðarlegur áhugi og elja við að sökkva sér nið- ur í eriend fræðirit um þetta efni s.s. „Shooter’s Bible“ sem hann átti mörg bindi af. í dag er höfðingi kvaddur. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar votta ég aðstandendum samúð mína. Einar Örn Thorlacius. Við fráfall góðvinar reikar hug- urinn óralangt aftur í tímann. Á fjórða áratugnum tíðkaðist að efna- litlir ungir menn gengju í stúku í leit að góðum félagsskap og skemmtun. Vorum við Bjarni með- limir hvor í sinni stúkunni án þess að þekkjast. í ársbyijun 1933 var sett upp leiksýning, þar sem Bjarni stóð á sviði en ég var við að „maska“ eins og það var kallað. Eftir leiksýningu var nokkmm þátt- takendum boðið í kaffi upp á Skóla- vörðustíg. Þar tókum við Bjarni tal saman og ákváðum síðan að hittast næsta laugardag og fara í göngu- ferð. Þetta var upphafið á óijúfandi vináttu, sem entist ævilangt. Við kynni okkar bjó Bjarni með föður sínum, sem þá var ekkjumað- ur, og systkinum á Barónsstíg 11. Þangað var afar gaman að koma hitta fólkið og spjalla. Kynntist ég Jóni föður hans, sem var bæði myndarlegur og skemmtilegur maður, svo Bjarni átti ekki langt að sækja glæsilegt útlit og einstaka lund. Að loknu prófí úr Verslunar- skóla íslands gerðist Bjarni skrif- stofumaður hjá litlu fyrirtæki, Véla- verslun G.J. Fossberg. Varð hann síðan forstjóri fyrirtækisins, sem óx og dafnaði í höndum hans. Bjarni eyddi allri sinni starfsævi hjá fyrir- tækinu. Sameiginleg áhugamál okkar voru útivist og veiðiskapur. Báðir vorum við miklir náttúruunnendur, heillaðir af tign og fegurð fjallanna. Við byijuðum veiðiskapinn í Meðal- fellsvatni, síðan í Laxá í Kjós og fímmtán sumur nutum við þess að veiða lax í Norðurá í Borgarfírði. Eftirminnilegar eru árshátíðir Stangaveiðifélagsins á þessum árum, þar sem konurnar klæddust glæsilegum síðum kjólum og herr- arnir kjólfötum. Fljótlega byggði Bjami veiðikofa víð Meðalfellsvatn, sem með stækk- un og breytingum varð að notalegu sumarhúsi, sem Qölskyldan kunni vel að meta. Þá eru ótaldar allar okkar ijallgöngur á ijúpnaveiðum, þar sem við gengum hlið við hlið og töluðum saman og virtumst allt- af hafa nóg um að ræða. Alla tíð var stutt á milli heimila okkar. Eftir að ég byggði í Hlíðun- um, flutti Bjami í næstu götu nokkmm árum seinna. Við hittumst oft til að bollaleggja veiðiferðir, ræða útbúnað eða bara til að spjalla. Engan betri trúnaðarvin áttum við en hvor annan. Þegar haldin vom fjölskylduboð vom Bjami og Kristrún, kona hans, sjálfsagðir gestir og sama gilti hjá þeim. Eftir að Bjami missti Kristrúnu fyrir nokkmm árum, fann hann til einsemdar. Kom hann þá oft í kaffí til okkar Guðrúnar á sunnudags- morgnum og nutum við þeirra stunda öll þijú. Síðustu árin sótti ellin að Bjarna. Ég heimsótti hann daginn áður en hann lést og fannst mér þá, sem nú væri dagur að kveldi kominn. Við Guðrún kveðjum Bjarna með þakklæti fyrir einlæga vináttu og tryggð í meira en sextíu ár. Við vottum Höllu, Valgerði og fjölskyld- um þeirra samúð okkar. Guð blessi minningu Bjama R. Jónssonar. Ófeigur Ólafsson. í dag er kvaddur góður vinur og sannur heiðursmaður Bjami R. Jónsson 91 árs að aldri. Það kom kannski ekki svo mjög á óvart frétt- in um andlát hans, sem mér barst hingað til Flórída, en ég hafði samt vonað, er ég kvaddi hann áður en við hjónin fórum í frí, að kallið kæmi ekki einmitt meðan við vær- um fjarverandi, þannig að við gæt- um fylgt honum síðasta spölinn þegar þar að kæmi. Bjarni réðst til G.J. Fossberg vélaverslunar hf. ungur maður ný- útskrifaður úr Verslunarskólanum, 1. júní 1930. Var hann fyrstu árin skrifstofustjóri, en tók síðan við stjórn fyrirtækisins sökum van- heilsu Gunnlaugs Jónssonar Foss- berg, eiganda þess, og stjórnaði því síðan alla tíð, með hag þess fyrir brjósti, sem það væri hans eigið, byggði það upp frá smáfyrirtæki á Vesturgötu 3, hóf byggingu versl- unar og skrifstofuhúsnæðis á Skúlagötu 63, sem síðan var tekið í notkun og allur rekstur fluttur þangað í sept. 1965. Þar hélt fyrir- tækið áfram að vaxa og dafna und- ir hans stjórn og var hann forstjóri þess allt fram til 1. maí 1989, er hann minnkaði vinnu sökum heilsu- brests, en var þó við vinnu nokkra tíma á dag, næstu árin eða þar til heilsa hans leyfði ekki meira. Samstarf okkar og kynni hófust er hann réð mig til starfa hjá G. J. Fossberg vélaverslun hinn 1. júní 1963, fyrst við almenn skrifstofu- og gjaldkerastörf og síðan sem skrifstofustjóra. Ekki get ég hugsað mér betri yfírmann og vinnufélaga en Bjama og féll aldrei skuggi þar á öll árin sem voru rúm 28. Bjarni var mikill vinnuþjarkur og afkastamikill í störfum sínum, en hann átti líka sín áhugamál, sem voru laxveiði, skotveiði og einnig tijárækt. Bjami og Kristrún byggðu sér snemma lítinn sumarbústað við Meðalfellsvatn, þar sem þau gróð- ursettu tré og annan gróður, sannan unaðsreit, en þaðan gátu þau einn- ig stundað laxveiði í Laxá í Kjós, en frá því kynni okkar og samstarf hófst, man ég eftir mörgum föstu- dögum, sem voru veiðidagar þeirra hjóna í Laxá, en þau vora bæði frábærir laxveiðimenn. Margar góðar stundir áttum við hjónin, með þeim Bjama og Krist- rúnu, og var það orðin hefð að við færam að minnast kosti einu sinni að sumri saman til laxveiða en þar vora þau mjög samstæð. Eftir að heilsa Kristrúnar bilaði lögðust þessar veiðiferðir okkar nið- ur og fór Bjami ekki oft til veiða eftir það, þrátt fyrir áeggjan vina hans og veiðifélaga. Hann naut þess ekki, ef kona hans gat ekki verið með, en Kristrún andaðist 1986. Bjami og Kristrún áttu tvær dætur, Valgerði og Höllu. Eftir að árin komu yfír og hann var orðinn einn, dvaldi hann oft um tíma hjá Höllu og Braga, tengdasyni sínum, á Vatnsleysu, og undi hann sér vel þar, naut þess að vera meðal fjöl- skyldunnar og fara í gönguferðir um nágrennið, en síðustu mánuðina þurfti hann umönnun, sem aðeins hjúkranarstofnun gat veitt. Við þökkum samfylgdina og góða vináttu heiðursmanns, og vottum íjölskyldunni innilega samúð. Þó við séum ijarri erum við með hugann hjá ykkur. Með kveðju frá Flórída, Sigrún og Hilmar. Nú er látinn á 92. aldursári Bjarni R. Jónsson forstjóri. Aldur er afstæður og má segja að ef heils- an er þokkaleg geti menn lifað góðu lífí þrátt fyrir háan aldur. Þannig var því farið með þann ágæta mann, sem hér um ræðir. Síðasta æviárið var honum þó nokkuð erfítt og fór það mjög fyrir bijóstið á honum þegar hann áttaði sig á því að hann hafði tapað minni og jafnvel raglast eitthvað í ríminu. Þegar ég kynntist Bjarna var hann orðinn 77 ára og enn { fullu fjöri. Stjórnaði sínu fyrirtæki af röggsemi og trúmennsku eins og honum var lagið. Fljótlega tókust ágæt kynni með okkur. Hafði hann gaman af að fræða mig á ýmsu er varðaði þær vörar, sem hann versl- aði með. Hann var nefnilega þannig gerður að hann lét sér ekki nægja að hugsa um fjármál og þess háttar í starfí sínu, heldur sökkti sér af áhuga ofan í tæknileg atriði er vörð- uðu þær vörar, sem hann verslaði með. Þannig fékk hann, að því að mér sýndist, meiri ánægju út úr starfí sínu. Þessi nákvæmni og það hvemig hann sökkti sér ofan í alla hluti, sem hann kom nálægt, var eitt af því sem einkenndi hann hvað mest. Þar sem hann hafði lifað langa ævi hafði hann frá mörgu að segja, var sögufróður og sagnaglaður, eins og sagt er. Bjarni gat verið með nokkuð hörkulegan svip en hann var fljótur að breytast þegar hann kættist og brosti þá með öllu andlit- inu. Hann var nokkuð hávaxinn miðað við menn af hans kynslóð og gekk teinréttur fram undir það síðasta. Hann fór vel með föt og var að jafnaði nokkuð fínn til fara, var „fínn í tauinu". Hann var sann- ur heiðursmaður jafnt í viðskiptum sem í annarri framkomu. Bjami hafði nokkuð snaggaralega, jafnvel hvassa framkomu, var vanur að stjóma. Við nánari kynni reyndist hann tryggur og einlægur maður sem ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast. Guð blessi minningu Bjama R. Jónssonar. Eymundur Sigurðsson. Bjarni R. Jónson var strákur að vestan sem fór suður til að nema verlsunarfræði. í þá daga voru það forréttindi að fá að stunda nám - og inn í Verslunarskólann í Reykja- vík komust færri en vildu. I skólan- um var Bjarni samviskusamur og iðinn og útskrifaðist með láði. Að námi loknu réðst hann til starfa hjá Fossberg hf. Þar var hann lífíð og sálin í uppbyggingu fyrirtækisins og undir handleiðslu hans óx það og dafnaði. Bjarni var eljusamur framkvæmdamaður sem af eigin rammleik tókst að hasla sér völl og ná langt í reykvísku viðskiptalífi. Þó varð það ekki ljóst fyrr en Bjarni hafði kynnst lífsförunauti sínum, Kristrúnu Haraldsdóttur, og eignast með henni tvær dætur, Valgerði og Höllu, að hann hafði fæðst undir heillastjörnu. Ég man að þegar ég var í sveit á Vatnsleysu komu þau Bjami og Kristrún oft í heimsókn. Þessum heimsóknum fylgdi jafnan bragð af bijóstsykri og ópali. Þá sátum við börnin opinmynnt uppi á lofti hjá Höllu og Braga og hlustuðum á samræðurnar. Nærvera Bjama og Kristrúnar veitti innsýn í fram- andi heima - það var talað um atvik og staði handan við sjóndeild- arhringinn. Svo virtust þau hjón alltaf vera að koma eða fara í veiði- túra og það var ákaflega spenn- andi. Maður sá að þau vora miklir vinir og skynjaði að þetta voru gleðitímar. Seinna, þegar Kristrún var fallin frá og Bjami var kominn á eftir- laun, dvaldi hann löngum hjá dóttur sinni, tengdasyni og bamabömum á Vatnsleysu. Þá tókust með okkur góð kynni og maður fann að Bjarni var greindur og vel lesinn. Hann var góður samræðumaður sem hafði skoðanir á hlutunum og rök- studdi þær. En hann var líka leiftr- andi góður sögumaður sem sagði sögu án þess að þurfa að færa í stílinn og ýkja. Það var hans aðals- merki. Bjami hafði enga minni- máttarkennd og þurfti ekki að upp- hefja sjálfan sig. Sögumar voru eins og hann sjálfur: blátt áfrani og sannar - og hver saga hafði upphaf, ris og endi. Bjami var virðulegur í öllu fasi og maður tók eftir því að hann var ávallt smekklega klæddur. Þegar hann setti á sig hatt, hálsklút og Rayban-sólgleraugu og fór í göngutúra upp á hlíðina ofan við Vatnsleysu minnti hann á enskan séntilmann. Ég hef það á tilfinningunni að Bjarni hafí verið fullkomlega sáttur við hlutskipti sitt í lífinu. I níræðis- afmæli hans sem haldið var fy- Vatnsleysu fyrir rúmu ári, klökkn- aði þessi öldungur þegar hann ávarpaði fjölskyldu sína, vini og samstarfsfólk. Hann klökknaði vegna þess að hann var þakklátur og sáttur við allt og alla. Hann var saddur lífdaga og hann vissi að hann hafði átt gott líf. Bjami R. Jónsson var „grand old man“ og ég var lánsamur að fá að kynnast honum. Þorfinnur Guðnason. Þá er hann fallinn frá hann Bjami frændi, elsti bróðirinn í systkina- hópnum sem lifði þó lengst. Sá bróðir hennar mömmu sem hún - setti allt traust sitt á ef svo skyldi fara að illa færi fyrir henni. Mér era líka minnisstæðar ferðimar með honum og Kristrúnu (Bubbu) í Kjós þegar ég var strákur en þau áttu sumarbústað þar og líklega hefðu þau sumur verið tilbreytingar- lausari ef þeirra hjóna hefði ekki notið við og á laugardögum var alltaf beðið eftir Renóinum sem þau áttu. Þegar lagt var í hann var Bjarni ákaflega rausnarlegur við sitt fólk og bar sig ákaflega vaiw alla tíð. Ég ætla svo ekki að hafa þessi orð öllu fleiri en alltaf verð ég þakklátur þeim hjónum Bubbu og Bjarna fyrir Kjósarferðirnar og að lokum vil ég votta þeim Lillu og Höllu innilega samúð mína { missi þeirra. Kristján Jón Guðnason. + Ástkær eiginmaður minn, HÉÐiNN SKÚLASON fyrrv. löglreglufulltrúi, andaðist á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10-A, mánudaginn 11. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Nanna Þorsteinsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar og amma ÞÓRA ÁRNADÓTTIR Gnitanesi 8 Reykjavik lést þann 28. október. Bálför hennar hefir verið gerð. Við þökkum samúð og vinarhug. Bjarni Jónsson Vilborg Bjarnadóttir Jón Örn Bjarnason Þóra Gunnarsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐBJÖRN GUÐBRANDSSON, Hjúkrunarheimilinu Eir, ádurtil heimilis að Hofteigi 34, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Hólmfríður Birna Friðbjörnsdóttir, Hörður Vilhjálmsson, Gíslína Guðrún Friðbjörnsdóttir, Bjarni Einarsson, Gunnar Kristinn Friðbjörnsson, Ella Kolbrún Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.