Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Flughöfn Reykjavíkur - Un aéroport a Reykjavík LIST OG HÖNNUN Safnahúsiö, Hverfisgötu PRÓFTEIKNINGAR 1933 - ANDRÉ DEVIS Opið virka daga frá kl. 10 til 18. Laugardaga 10-12. Október- desember. Aðgangur ókeypis. MENN hætta seint að undrast stórhug þjóða á meginlandinu á svonefndum kreppuárum (1930- 39), sem kom fram í öllum greinum lista og þá ekki síst myndlist og byggingarlist. Stórhugurinn barst hingað í gegnum Kaupmannahöfn, svo sem skýr dæmi eru um í ís- lenzkri myndlist og mörg mjög áþreifanleg í byggingarlist. Til við- bótar við markandi og reisulegar byggingar er upp risu, voru til teikningar að Flughöfn Reykjavík- ur, er ungur nemi í byggingarlist við Fagurlistaháskólann í París, André Devis að nafni, útfærði sem prófverkefni. Áhugi Devis á nor- rænum þjóðum og málum varð til að hann sótti námskeið í dönsku og norsku við Sorbonne og til að viða að sér föngum hlaut hann styrk frá dönskum stjórnvöldum til náms- dvalar í Kaupmannahöfn í ágúst 1933. Hann hófst svo strax handa í september og lauk verkinu á nokkr- um mánuðum, staðsetti þó flug- höfnina í Hafnarfirði, þar sem að- stæður virtust heppilegri og í eðli- legu samræmi við þá ágætu og framsýnu venju að hafa slíkar fram- kvæmdir fjarri höfuðborgarkjörn- um. Það er með því ótrúlegra að þetta skuli vera í fyrsta skipti sem þessar teikningar eru sýndar á ís- landi, því þær koma okkur við og hefði verið betur að meiri rækt hefði verið lögð við að halda þeim fram í gegnum árin. Þær eru ein- faldlega stórmerkileg heimild, á einn veg um stórhug á tímum erfið- leika og kreppu og annan veg um lágkúru, útkjáikahátt og skamm- sýni á tímum efnahagslegs upp- gangs og veraldlegrar auðsöfnunar. Telji einhveijir þetta grunnfærnis- legan áfellisdóm, beri þeir einungis aðstöðuna við flugvöll höfuðborgar- innar alla tíð saman við þessar stór- huga teikningar sem báru í sér hárrétta framtíðarsýn. Líti sá sami svo í hnotskurn á allar hinar svo- nefndu „framfarir“ á landi hér og uppbyggingu flugflotans, stað- næmist loks við aðstöðuna og bygg- ingarnar, réttara sviplítil hrófatildr- in, á Reykjavíkurflugvelli. Einnig hvarvetna úti á landi þar sem flug- hafnir eru hráar og lágreistar, lík- astar bráðabirgðaskýlum, dæmi- gerð útnesjamennska í arkitektúr. Það er svo alveg rétt sem stend- ur á einblöðungi sem frammi ligg- ur, að „sérstaka athygli vekur hve nútímaleg byggingin er, þar sem Fagurlistaháskólinn hafði orð á sér fyrir áherslur á klassíska bygging- arlist. Eftir því ber einnig að taka hve flugstöðin er í alla staði í sam- ræmi við ýtrustu kröfur um þæg- indi og greiða afgreiðslu (sbr. færi- bönd fyrir farangur sem var ný- lunda á þeim tíma) og góða aðstöðu fyrir farþega og flugmenn s.s. gisti- rými og veitingasalir." Devy stað- setur jafnvel þyrlu inn á eina teikn- inguna sem var framtíðarsýn vegna þess að nothæfar slíkar komu ekki fram á sjónarsviðið fyrr en 1939! Mikilsvert og til umhugsunar er svo, að Devy leitaðist við að gefa byggingunni þjóðlegan blæ og gæða anddyrið þeirri reisn, að hver sem inn gengi fyndi til þjóðarstolts. En hver finnur til þjóðarstolts er lítur núverandi byggingar á flugvellinum, eða verður hugsað til þess, að í lifanda lífi fékk þessi maður aldrei neina viðurkenningu fyrir hugmyndir sínar, engin ís- lenzk orða mun hafa verið næld á jakkalaf hans né honum boðið til HUGMYND að flughöfn í Reykjavík 1933. íslands, sem hann þráði þó að heimsækja? Af þessari sýningu má draga mikinn Iærdóm, því hún sýnir okkur svart á hvítu að framfarir hafa á sér tvær hliðar, og hér er komið skýrt dæmi þess að eitthvað hafi mætt afgangi, snýr í þessu tilviki jafnt að gerð myndarlegra bygg- inga sem uppbyggingu íslenzkra flughafna. Það er mjög við hæfi, að þessari litlu en stórmerku sýningu skuli skipað til húsa í einni reisulegustu byggingu höfuðborgarinnar. Snjallri hugmynd arkitektanemans André Devy, og minningu manns- ins, er þá loks nokkur sómi sýndur af hérlendum, en hann lést fyrir nokkrum árum á níræðisaldri. Bragi Ásgeirsson BÆKUR Ættf ræði VÉLSTJÓRA- OG VÉLFRÆÐINGATAL 1-2. Ritstjóri ættfræðilegs efnis: Þor- steinn Jónsson. Ritstjóri náms- og starfsferils: Franz Gíslason. Þjóð- saga ehf. 1996 — 865 síður Vélstjórar og vélfræðingar VÉLSTJÓRAR og vélfræðingar eru orðnir meira en lítið fjölmenn stétt og er það síst að undra. Á vélaöld er þeirra víða þörf. Að vísu kemur ekki í ljós af þeim gögnum sem ég hef í höndum hversu marg- ir vélstjórar og vélfræðingar eru starfandi nú, þó efalaust sé til fé- lagatal sem sýnir það. Frá því að Vélstjórafélag íslands var stofnað árið 1909 hafa um 7.600 manns Ipkið einhveiju stigi vélstjóranáms. Árið 1974 kom út Vélstjóratal. Þar var að fínna æviskrár 1.152 manna, en æviskrárnar hefðu þó getað orð- ið um 5.100 ef náðst hefði til allra. Síðan hafa stéttinni bæst liðlega 2.500 og hefur því verið mikil gróska á þessu starfssviði. Af þessu leiðir að Vélstjóra- og vélfræðingatal það sem nú er gefið út hlýtur að verða mikið rit ef öllu er til skila haldið. Útgefendurnir gera ráð fyrir að það verði í fímm bindum. Afar ósennilegt er að fást muni æviskrárefni um alla þá sem í ritinu gætu verið. Útgefendumir gera sér vonir um 90% þátttöku og kalla ég það raunar nokkra bjartsýni. Þeg- ar hefur komið í ljós að sumir hafa tregðast við að svara og aðrir hafa enga umfjöllun viljað. Þau tvö bindi sem nú birtast ná til loka bókstafsins G, en em samt hátt á níunda hundrað blaðsíður. Á undan æviskrán- um fara þrír formálar, eftir Helga Laxdal for- mann Vélstjórafélags íslands, Þorstein Jóns- son ritstjóra ættfræði- legs efnis og Franz Gíslason ritstjóra náms- og starfsferla. Stuttir eru þessir formálar og fjalla eingöngu um tiiorðningu og tilhögun ritsins. í ritnefnd hafa setið Jóhanna S. Eyjólfsdóttir, Samúel Jón Guð- mundsson og Aðalsteinn Gíslason. Ættfræðistofa Þorsteins Jónsson- ar hefur þegar séð um æviskrárefni nokkurra stéttartala og hefur því aflað sér mikillar reynslu á því sviði, auk þess sem hún ræður yfír geysimiklum gagnabanka um íslend- inga og ættir þeirra. Þetta veldur því að stofnunin er vel í stakk búin til að vinna verk sem þetta. Komið er nokkuð fast form á stéttatölin og víkur þetta ritverk lítt frá því. Þar sem allar upp- lýsingar eru til reiðu er skráð nafn vélstjórans, fæðingardagur og fæð- ingarstaður, menntun, starfsheiti og búseta, maki, giftingadagur (sambúðampp- haf), fæðingardagur, fæðingarstaður og starfsheiti, börn, fæðingardagur, starfsheiti, búseta og makar þeirra. Foreldrar vélstjórans em tilgreindir, fæðingardagur þeirra, starf og bú- seta og sama er að segja um for- eldra maka. Föður- og móðurforeldr- ar vélstjórans em skráðir ásamt Franz Gíslason starfí og búsetu. Myndir eru af véi- stjóranum í flestum tiivikum. Vel virðist vera frá ritinu gengið í alla staði, upplýsingar samræmdar og skipulegar. Auðvitað hefur sá sem þetta ritar engin tök á að ganga úr skugga um hugsanlegar viliur í æviskránum. Ekki er annað efni í þessu ritverki en áðurgreindir formálar og æviskrár og er það skiljanlegt um svo stórt verk. Þess eins sakna ég að ekki skuli vera ritgerð um menntun vél- stjóra og breytingar sem orðið hafa á henni. Fyrir ókunnugan hefði það verið til gagns. Hugtök eins og mót- orvélstjóranámskeið, minna mótors- vélstjórapróf og 1.-4. stig vélstjóra- náms hefðu þarfnast skýringa. Af framangreindu má sjá að í riti þessu verður gífurlegur fjöldi nafna og afskaplega verðmætar upplýsingar sem í mörgum tilvikum spanna ijórar kynslóðir. Ég vík því enn að því sem ég klifa einatt á þegar ég get um rit af þessu tagi hversu gagnlegar rannsóknir mann- fræðilegs og félagsfræðilegs eðlis má úr þeim vinna. Eitt nefni ég. Hér er kjörið efni til rannsókna á stéttarlegum hreyfanleika milli kyn- slóða. Ég þykist vita að á Ættfræði- stofu Þorsteins Jónssonar sé tölvu- skráður gagnabanki yfir margar starfsstéttir. Hafa fræðimenn í áð- umefndum greinum áttað sig á því hversu dýrmætt rannsóknarefni þar er að fínna? Sigurjón Björnsson Tímarit • ALMANAK Hins íslenska Þjóðvinafélags er nýkomið út í 123. sinn. Almanakið hefur komið út á vegum Þjóð- vinafélagsins og nú um langa hríð í samvinnu við Háskóla íslands. Auk almanaksins sjálfs hefur árbók íslands alltaf verið fastur liður í rit- inu. Almanak Þjóð- vinafélagsins fyrir árið 1997 er 208 bls. að stærð. Þor- steinn Sæmunds- son stjörnufræð- ingur hefur reikn- að og búið alman- akið sjálft til prentunar en ár- bókina fyrir árið 1995 ritar Heimir Þorleifsson menntaskólakennari. Umsjónarmaður almanaksins er Jóhannes Halldórsson cand. mag. Prenstmiðjan Oddiprentaði ritið og það er Sögufélag, Fischersundi 3, sem sér um dreifingu. Almanakið fæst íbðkaverslunum um allt land ogkostar 1.254kr. Unnteraðger- ast áskrifandi hjá Sögufélagi oger verð til áskrifenda og félagsmanna Sögufélags 10% lægra. Hallar á HíU KYIKMYNPIR Laugarásbíó TIL SÍÐASTA MANNS („LAST MAN STANDING“) ★ ★ Leikstjóri Walter Hill. Handritshöfundur Hill, byggt á Yojimbo eftir Akira Kurosawa og Kikushima Kyuzo. Kvikmyndatökustjóri Lloyd Ahem. Tónlist Ry Cooder. Aðalleikendur Bmce Willis, Christopher Walken, Bmce Dem, William Sanderson, Karina Lombard. Bandarísk. 1995. BYSSUBÓFINN John Smith (Bmce Willis) áir í lotlegum smábæ nálægt Mex- íkó á tímum kreppunnar og áfengisbanns- ins í Bandaríkjunum. Kemst að því full- keyptu, þar um slóðir berjast tvö illvíg glæpagengi, annað írskt - hitt ítalsktætt- að, um aðstöðuna til að smygla sprútti yfir Iandamærin til þyrstra Suðurríkja- manna. Smith sannar sig sem afburða- skytta og gerist liðsmaður og liðhlaupi beggja bófaflokkanna. Hagar seglum eft- ir vindi og fær greitt frá báðum á meðam einhver tórir til að greiða honum blóðpen- ingana. Það er liðin tíð að maður voni að leik- stjórinn og handritshöfundurinn Walter Hill hressist, hér fór síðasta hálmstráið. Að þessu sinni tekur Hill til meðferðar sígilt og sögufrægt handrit eftir Kurosawa sem ítalinn Sergio Leone byggði svo síðar á „dollaramyndirnar" með stórkostlegum árangri. Hill kemst hvorki lönd né strönd, er gjörsamlega heillum hofinn og verður að grípa til yfirgengilegs ofbeldis til að botna þessa blóðidrifnu endurgerð, sem fer alls ekki illa af stað. Hefði betur mátt skoða handbragð meistarans sem Iýsti í einu, ógleymanlegu atriði ástandinu í smá- bænum í Yojimbo\ hundur kemur hlaup- andi í veg fyrir lífvörðinn (Toshiro Mifune) með mannshandlegg í kjaftinum. Þessi örstutta sena segir allt sem segja þarf, er ein og sér mikið betri og eftirminnilegri en allur sá fjöldi afþreyingarmynda sem minni spámenn gera í tugavís, gjarnan með kunnum kjötskrokkum á borð við Willis og Stallone. Það er enginn með væntingar um að Hill komist með tærnar þar sem Kurosawa hefur hælana, heldur sína eigin, maðurinn gerði kraftmiklar afþreyingar, langt yfir meðallagi, á sínum bestu áram. Hvaða spennumyndaaðdáandi minnist ekki 48 Hours, The Warriors, The Streetfíghter og Southern Comfort með söknuði? Og Hill gerði margar, fleiri góðar myndir, þó Til síðasta manns beri það ekki með sér. Það eina sem minnir á forna frægð er tónlistin hans Rys Cooders, sem oftast hefur verið samstarfsmaður Hills, er hún þó með daufara móti. Á stöku stað, einkum í töku og áhættuatriðum, má merkja karl- mennskuleg, ljóðræn stílbrigðin sem jafnan settu mark sitt á myndir Hills. Leikhópur- inn stendur sig hvorki vel né illa, það sem eftir stendur er að eitt sinn forvitnilegur og fær fagmaður hefur klúðrað gullnu tækifæri til að komast aftur í fremstu röð í vitfírrtu kúlnaregni og blóðidrifnu ofbeldi og það er miður. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.