Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EINSTAKT TÆKIFÆRI AUGLJÓST er af ummælum Grétars Þorsteinssonar, for- seta Alþýðusambandsins, í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag að vilji er fyrir því hjá verkalýðsforyst- unni að koma til móts við þær hugmyndir í kjaramálum, sem samtök vinnuveitenda hafa sett fram að undanförnu. Þrátt fyrir að forseti ASÍ tali um að tortryggni ríki í verka- lýðshreyfingunni í garð vinnuveitenda vegna breytinga á vinnulöggjöfinni, er ljóst að hann og samstarfsmenn hans styðja bæði markmiðið um að í næstu kjarasamningum verði þess gætt að hleypa ekki verðbólgunni af stað á ný og að þeir eru reiðubúnir að reyna þá leið, að samið verði um launa- kjör á tvennan hátt, þ.e. annars vegar gerðir almennir kjara- samningar og hins vegar fram fari samningar milli starfs- fólks og stjórnenda einstakra fyrirtækja. Þótt forseti ASÍ geri ýmsar athugasemdir við nálgun Vinnuveitendasam- bandsins í málinu verður ekki betur séð en að hann sé sam- mála meginhugmyndinni, þ.e. að skapa aukið svigrúm í fyrir- tækjunum sjálfum til að semja um styttingu vinnutíma, aukna framleiðni og meiri kaupmátt á hverja vinnustund. Væntan- lega talar hann fyrir hönd ASÍ-forystunnar. Ef hér getur náðst samkomulag milli vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar um samningagerð af þessu tagi eru það ekki bara stórtíðindi í kjaramálum, heldur gerbreyting á skilgreiningu íslendinga á lífskjörum. Forseti ASÍ segir í viðtalinu að í stórum dráttum sé það hinn langi vinnutími, sem skilji á milli kjara hér og annars staðar og að skikkan- legur vinnutími sé einn af mikilvægustu þáttunum í kjörum fólks; „það að tryggja fólki tíma til að sinna börnum og heimili og í raun til þess að lifa eðlilegu lífi.“ Það er laukrétt hjá Grétari Þorsteinssyni að samninga- gerð, sem tryggir hærri laun fyrir dagvinnu og færir taxt- ana nær greiddu kaupi, mun líklega þýða kostnaðarauka sumra fyrirtækja. Um leið er það rétt hjá honum að ástæða er til að taka til hendinni í rekstri þeirra fyrirtækja. Ummæli hans um þær kröfur, sem launþegar hljóti að gera til fyrirtækjanna, eru tímabær og merki um að nútím- inn hefur haldið innreið sína í höfuðstöðvar verkalýðshreyf- ingarinnar: „Við hljótum að gera auknar kröfur til fyrirtækj- anna og stjórnenda þeirra um bætta skipulagningu starfsem- innar og hagræðingu í rekstri á öllum sviðum, en ekki bara hvað snýr að verkafólki. Þá hlýtur fjárfestingarstefna fyrir- tækjanna og þá ekki sízt á sviði þróunar og nýsköpunar og varðandi menntun starfsmanna að skipta miklu máli svo ekki sé talað um samruna fyrirtækja og hagræðingu í yfir- byggingu." Svipaður tónn í forystu verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda er merki um að menn hafi nú einstakt tæki- færi til að ná kjarasamningum, sem bæta kaupmátt, stytta vinnutíma og auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, jafn- framt því sem stöðugleikinn er varðveittur. Þetta tækifæri er of gott til að aðilar vinnumarkaðarins láti það sér úr greipum ganga. JAFNRÉTTI í NORRÆNU SAMSTARFI ÞAU tímamót urðu á Norðurlandaráðsþinginu, sem lýkur í Kaupmannahöfn í dag, að íslenzkir þingmenn gátu í fyrsta sinn talað íslenzku í ræðustóli, en ræður þeirra voru túlkaðar jafnóðum. Þessi tilhögun mun vera í tilraunaskyni og er í samræmi við áherzlu finnsku ríkisstjórnarinnar, sem . farið hefur með forystu í norrænu samstarfi undanfarin misseri, á að styrkja stöðu finnsku og íslenzku í norræna samstarfinu. Vonandi verður hér framhald á. Morgunblaðið hefur lengi lagt áherzlu á að íslenzka, sem er hin upprunalega tunga norrænna manna, njóti jafnréttis á fundum Norðurlandaráðs með því að ræður manna séu túlkaðar. Mikilvægt er að tryggja að þátttakendur í norrænu sam- starfi skilji hver annan. Aukin áherzla á þýðingar og túlkun er liður í slíkri viðleitni. Hún má þó ekki leiða til minni áherzlu á kennslu í skandinavísku málunum á íslandi og í Finnlandi. Svo vitnað sé til þess, sem Morgunblaðið hefur áður sagt um þetta mál: „Hið norræna samstarf og samfélag er ein- stakt og á sér fyrst og fremst rætur í sögunni. Mikilvægur ; hluti af þeirri sögu er norræna málsamfélagið, sem hefur byggzt á víðtækri kunnáttu almennings á Norðurlöndunum í skandinavísku málunum. Slík kunnátta er og verður bezti lykillinn að því að menn geti tekið þátt í norrænu samstarfi á jafnréttisgrundvelli." ÍSAL MARKAR STEFNU í UMHVER Urgangsefni frá ISAL Reykjanesbn MENGUNARVÖRNUM ÍSAL er ætlað að koma í veg fyrir að óæski- legur útblástur mengi umhverfíð. Kortið sýnir útblástur mengunar- efna minnstan miðað við nútímatækni. Tölur eru miðaðar við áætl- un fyrir 1998 eftir að nýr kerskáli hefur verið tekinn í notkun. Alverið raski sem minnst vistkerfinu f slenska álfélagið í Straumsvík hefur einsett sér að öðlast vottorð svissneskrar gæða- stjómunarstofnunar um umhverfisstefnu * sína. I því skyni er unnið að því að koma á fót stjómunarkerfi en með því verður mark- visst unnið að úrbótum í samræmi við um- hverfíssjónarmið. Þórmundur Jónatansson rýndi í stefnu ÍSAL og ræddi við dr. Christ- ian Roth, forstjóra ÍSAL. ISLENSKA álfélagið í Straums- vík hefur markað stefnu í umhverfismálum. Tilgangur- inn er að hvetja starfsmenn ÍSAL og almenning til að ræða um- hverfismál og að veita upplýsingar um áform fyrirtækisins til að tak- marka mengun og styðja náttúru- vemd með ýmsum ráðum. Til að framfylgja umhverfisstefnu sinni mun ISÁL í vetur taka upp umhverfisstjómunarkerfí sem viður- kennt er af svissneskri gæðastjórn- unarstofnun, Swiss Organization for Quality and Management System (SQS). Stofnunin hefur reglulegt eftirlit með því að fylgt sé ströngum stöðlum hennar og endumýjar á þriggja ára fresti vottorð sín til fyrir- tækja. ÍSAL fékk nýlega bráða- birgðavottorð en fær væntanlega endanlega staðfestingu þess í mars að álverið sé rekið í samræmi við umhverfíssjónarmið. Samfellt unnið að úrbótum í bæklingi sem gefinn hefur verið út til að kynna stefnuna segir að „þótt mörg fyrirtæki haldi merki umhverfísvemdar á lofti ræður skammsýnin víða ríkjum og margir virðast líta á náttúruna sem ótak- markaða uppsprettu auðlinda." Að mati forystumanna ÍSAL hefur ástandið í umhverfismálum farið versnandi þrátt fyrir tilraunir til úr- bóta. Af þessum sökum sé það keppi- kefli ÍSAL að ganga á undan með góðu fordæmi hvað umhverfismál varðar. Dr. Christian Roth, forstjóri ÍSAL, segir að fyrirtækinu beri engin skylda, hvorki að lögum né sam- kvæmt alþjóðasamþykktum, að taka Magn úrgangs TÖFLURNAR sýna árangur ÍSAl um flúoríðs og ryj upp umhverfísstjórnunarkerfi. Því fylgi raunar nokkur kostnaður en hann segir að ÍSAL telji það ótví- ræða skyldu sína að vinna að um- hverfismálum og mengunarvörnum. Roth leggur ríka áhersla á að úr- bætur verði ekki aðeins gerðar í eitt skipti fyrir öll. „Með því að taka upp umhverfisstjórnunarkerfi erum við að skuldbinda okkur til að fylgja ákveðinni umhverfísstefnu og koma á fót kerfí sem endurskoðar reglu- lega alla starfsemi álversins í sam- ræmi við umhverfissjónarmið og vinnur að úrbótum í samræmi við tækniþróun, nýja vísindaþekkingu og lög um umhverfísmál. Eftir því sem ég best veit er ÍSAL fyrsta iðn- fyrirtækið sem tekur upp viðlíka umhverfísstjórnunarkerfí," sagði Roth. ÍSAL „á réttri leið“ í þessu skyni hefur verið stofnuð deild í fyrirtækinu sem annast um- hverfismál og heyrir hún beint undir forstjórann. Auk umhverfismála hafa starfsmenn hennar umsjón með öryggis- og heilbrigðismálum. Verk- efni deildarinnar er að skipuleggja úrbætur vegna umhverfismála, framkvæma þær og endurskoða með hliðsjón af árangri. Roth segir að til að fá vottorð svissnesku stofnunarinnar þurfi starfsmenn ÍSAL að vera vel vak- andi og leggja sig fram við að fylgja stefnunni. Stofnunin veiti nauðsýn- legt aðhald eftir að vottorð hafí ver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.