Morgunblaðið - 25.02.1995, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 25.02.1995, Qupperneq 60
AST GÆDATÓLVIJR EINAR J. SKÚLASON HF MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Breyting á orðalagi í samningum VR Starfs- stúlkur liðin tíð SÍÐASTA starfsheitið sem endar á -stúlka er horfið úr samningum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Starfsheitið afgreiðslustúlka var inni í samningum félagsins frá því að Félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkurbúðum gekk inn í VR. „Menn hrukku svolítið við að sjá þessa kynskiptingu í samningnum því á 7. áratugnum voru sett lög sem bönnuðu að gera mun á launum karla og kvenna og eftir það var talað um afgreiðslufólk, skrifstofufólk o.s.frv. Þetta sýnir að sérmál félaga, stór og smá, hafa ekki fengist rædd fyrr en við þessa samningagerð. Þegar möguleiki fékkst á því nú gerðum við tillögu um að þessu yrði breytt í starfsfólk," segir Magnús L. Sveins- son, formaður VR. Fráleit kynskipting Aðspurður hvort einhverjir karl- menn hefðu tekið laun skv. samningi „afgreiðslustúlkna" sagði Magnús að í mjólkurbúðunum hefðu eingöngu afgreitt konur en þær hefðu jú verið iagðar af fyrir löngu. Hann sagðist ekki minnast þess að hafa séð karl- mann við afgreiðslu í brauðbúð. „Það breytir því ekki að þetta er bara afgreiðslufólk og ástæðulaust og fráleitt að gefa til kynna að ein- hver önnur laun eigi að gilda af því að það er stúlka en ekki karl sem er við afgreiðslu," sagði Magnús. Ætlaði að kæra en játaði 17 ARA piltur sem kom á lögreglu- stöðina í Hafnarfirði til að kæra ákeyrslu játaði á sig áður en hann fór út að hafa sjálfur stungið af frá árekstri. Lögreglan taldi ástæðu til að kanna hvort bíll piltsins tengdist máli þar sem ekið hafði verið á bíl og stungið af. Við þá athugun kom í ljós að glerbrot og málningarflyksur sem lögreglan hafði safnað saman á vettvangi komu heim og saman við skemmdir á bíl piltsins. Hann játaði þá að hafa valdið ákeyrslunni og að hafa ætlað að til- kynna ranglega að hann hefði sjálfur orðið fyrir tjóni eins og því sem hann hafði með þessu valdið öðrum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson BLÁR karfi kom í veiðarfæri hjá Bylgju VE á 400 föðmum í Skerjadýpi. Ásgeir Guð- mundsson háseti (t.v.) og Ósk- ar Matthíasson stýrimaður eru með karfann. Blár karfí um borð í Bylgju VE Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. FAGURBLÁR karfi kom upp í trolli Bylgju VE er skipið var að veiðum í Skerjadýpi fyrir tveimur vikum, að sögn skip- veija á Bylgju VE. Kristján Egilsson, safnvörður Náttúru- gripasafnsins í Eyjum, skoðaði karfann í gær. Sagðist hann ekki hafa séð slíkt fyrirbrigði áður og var nyög efins um að karfinn væri þannig frá náttúr- unnar hendi en skipveijar Bylgju VE sögðu að fiskurinn hefði komið svona útlítandi upp í trollinu og þeir hefðu ekki lit- að hann, eins og Kristján taldi líklegt að gert hefði verið. Veiddist á miklu dýpi Óskar Matthíasson, stýrimað- ur, sagði að þeir hefðu verið að toga með tveggja báta trolli, ásamt Þórunni Sveinsdóttur, neðan við 400 faðma dýpi í Skeijadýpinu þegar fiskurinn kom í trollið. Hann sagði að ýmsir kynjafiskar fengjust oft á svo miklu dýpi og hefðu þeir fengið margar tegundir af slík- um fiskum í túrnum. Hann sagði að Ásgeir Guðmundsson, háseti, hefði fundið bláa karfann og komið með hann upp og sýnt sér hann. Þeir hefðu fryst hann og ætlunin væri að láta stoppa hann upp. í fiskabókum sem Kristján Egilsson hafði meðferðis var ekki unnt að finna neitt líkt karfanum um borð i Bylgju og taldi hann miklar líkur á að lit- ur karfans væri af manna völd- um en skipverjar þvertóku fyrir að þeir hefðu litað fiskinn. Handlækningadeild Landspítala gert að spara 60 milljónir króna Skurðaðgerðum fækkar um allt að 900 þessu á ári Uppsagnir og lokun deilda á Borgarspítala og Landakoti HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur gert Landspítala að spara 230 millj. kr. á þessu ári og þar af á handlækn- ingadeild, önnur stærsta deild sjúkrahússins, að spara 60 milljónir króna eða um 26,1% af heildarsparn- aði. Jónas Magnússon yfirlæknir handlækningasviðs segir að þetta þýði allt að 20% niðurskurð á afköst- um deildarinnar, eða fækkun á að- gerðum um 900 á ári. Borgarspítala og Landakoti hefur verið gert að spara alls 180 milljónir í ár. Niðurskurðurinn kemur t.d. fram í barnaskurðlækningum og þvag- færaskurðlækningum. „Þama er okkur sagt að spara um 6% af heild- arrekstrarkostnaði deildarinnar, sem væri ekki óeðlileg krafa í góðu ár- ferði, en Landspítalinn hefur hins vegar tekið á sig svo mikinn niður- skurð á seinustu árum að hann þolir ekki meira án þess að það bitni á þjónustu. Þetta er svo há upphæð að þarna er ekki um sparnað eða hagræðingu að ræða, heldur hreinan niðurskurð á starfsemi og þjónustu. Þjóðfélagið hefur verið á hvolfi yfír meintum spamaði á tilvfsanakerfi upp á 100 milljónir, en þarna er meira en tvöfalt hærri upphæð á ferð,“ segir hann. Refsað fyrir hagkvæmni Jónas minnir á að handlækninga- deildin hafi aukið afköst sín seinustu þrjú ár til muna, á sama tíma og hún hafi fækkað legudögum sjúk- linga. Jafnframt hafi deildin ráðist í aðgerðir sem áður hafí verið gerðar með miklum tilkostnaði erlendis, svo sem steinbijótsaðgerðir, hryggjarað- gerðir og hjartaaðgerðir á bömum. 30% af aðgerðum sem gerðar séu í dag séu yfir þriggja klukkustunda langar. Auk þess sé verið að byggja þijár nýjar skurðstofur, en ljóst sé að loka verði að minnsta kosti einni þeirra ef ekki fleirum vegna skorts á rekstrarfé. Dýrasta skurðstofan kosti um 35 milljónir króna uppsett, og óhagræðið við að geta ekki nýtt þá fjárfestingu liggi í augum uppi. „Reksturinn hefur verið eins hag- kvæmur og virkur og hugsast getur, en umbunin er engin. Þvert á móti er ráðist á deildina og henni refsað fyrir að standa sig vel,“ segir Jónas. Skert þjónusta við sjúka Yfirstjóm Borgarspítala og Landakots, sem verða Sjúkrahús Reykjavíkur innan tíðar, tók ákvörð- um um fyrri hluta niðurskurðar í gær, og felst hann í uppsögnum starfsfólks á öllum deildum og meðal allra starfsstétta spítalanna, og fækkun sjúkrarúma. Jóhannes Gunn- arsson lækningaforstjóri Borgarspít- ala segir að í seinni áfanga niður- skurðar verði sjúkrarúmum væntan- lega fækkað enn frekar, og í raun sé verið að ræða um lokun heilla deilda, lakari þjónustu, lengingu bið- lista og færri úrræði fyrir langtíma- sjúka og aldraða. Um fimmtíu leigubílstjórar í Reykjavík eru óánægðir með há stöðvargjöld Vilja stofna nýja leigubílastöð A MILLI 40 og 50 leigubílstjórar á öllum stöðv- um hyggjast funda næsta þriðjudag í því skyni að stofna nýja leigubílastöð. Jón Smith, bifreiða- stjóri á BSR og einn bílstjóranna, segir ástæð- una fyrir hugmyndum um að stofna nýja stöð vera-þá að gjöld bílstjóra til stöðvanna séu orð- in alltof há. Jón segir að hver bílstjóri greiði 25-26 þúsund krónur á mánuði til stöðvarinnar, og sú upphæð sé nær hin sama á öllum stöðvum. Þetta jafn- gildi um fimmtungi af tekjum leigubílstjóra. Ódýrari rekstur mögulegur „Það tekur okkur á þriðja mánuð á ári að vinna fyrir þessum gjöldum. Þetta fé nýtist okk- ur að vissu leyti, en við vitum að það er hægt að reka stöðvarnar á miklu ódýrari hátt. Miðað við stærðirnar á þessum stöðvum, eða um 150 manns á stöð, teljum við að 15-18 þúsund krón- ur í stöðvargjöld væru eðlileg upphæð,“ segir Jón. Hann segir að bílstjórar hafi lcynnt eigend- um stöðvanna sín sjónarmið, en fengið þau svör að væru menn óánægðir gætu þeir einfaldlega haldið eitthvert annað. „Á öllum stöðvum viðgengst vitleysan, þannig að við eigum ekki í mörg hús að venda. Stöðvam- ar greiða þessu til viðbótar niður vinnu okkar til stórra fyrirtækja, ríkisins o.fl., allt upp í 41,5% af fargjaldi. Þessi tilboð eru eingöngu dregin af okkar hlut og stöðvareigendur skerða ekki sinn hagnað. Kaupliður okkar í fargjaldi nemur ekki nema 37,5%, þannig að þarna er orðið eitt- hvað meira en lítið að. Afgangurinn af fargjaldi skiptist á milli stöðugjalda, reksturs bílsins, end- urnýjunar hans o.s.frv. Mennirnir á stöðvunum hafa haldið fundi hveijir í sínu lagi og rætt við eigendur, og okkur þykir ljóst að þær viðræður bera ekki árangur,“ segir hann. Stöðvargjöld hafi hækkað Jón segir að flestir þeirra sem hyggist stofna nýja stöð séu frá BSR og Bæjarleiðum, Hreyfill sé rekinn á annan hátt og því færri óánægðir þar, en þó séu bílstjórar frá Hreyfli í hópnum. Hugmyndin hafi lengi verið í geijun, en hækkan- ir á stöðvargjöldum hafi verið óvenjulega miklar upp á síðkastið, eða allt að 12-20% á seinasta ári, á meðan taxti bílstjóra hafi hækkað um 6%, og því hafi menn ákveðið að láta til skarar skríða. Hann telur að stofnun nýrrar stöðvar gæti geng- ið hratt fyrir sig ef viljinn er fyrir hendi. Morgunblaðið/Ámi Sæbérg Tjaldgöng BYGGING tjaldganga á milli Hótels Sögu og Háskólabíós er vel á veg komin, en göngin eru reist vegna þings Norðurlandaráðs sem hefst í báðum byggingunum á inánudag. Þinggestir þurfa vænt- anlegii hvorki að vökna til höfuðs né fóta á milli húsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.