Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Pósturinn verður að ganga sinn gang HINN 16. febrúar sl. kvað Samkeppnisráð upp úrskurð þess efnis, að frá 1. janúar nk. skuli gerður fjárhags- legur aðskilaður milli þess þáttar póstþjón- ustunnar, sem er háður einkarétti lögum sam- kvæmt, þ.e. viðtaka, flutningur og skil á lok- uðum bréfum og send- ingum, og annarrar póstþjónustu, þ.á m. viðtaka, flutningur og skil á póstkortum, opn- um bréfum og sending- um, sem ekki falla und- ir einkaréttinn, þ.á m. blöð og tíma- rit. Þessi úrskurður byggir á þeirri forsendu, að einkaaðilar hafí komið inn á þennan markað og að ekki megi halla á þá í samkeppni. Er pósturinn samkeppnisfyrirtæki? Úrskurður Samkeppnisráðs bygg- ir á því, að pósturinn sé samkeppnis- fyrirtæki í skilningi samkeppnislaga. Því miður er þetta álitaefni ekki brot- ið til mergjar í forsend- um Samkeppnisráðs, sem kemur óneitanlega á óvart. Ég er þeirrar skoðunar að sumir þættir póstþjónustunn- ar falli eðli sínu sam- kvæmt utan ramma samkeppnislaga þar sem á hina opinberu póstþjónustu eru lagðar ýmsar skyldur, sem erf- itt kann að vera að leggja á atvinnufyrir- tæki í einkaeigu. Starfsemi póstþjón- ustunnar íslensku lýtur alþjóðasamþykktum, sem við erum aðilar að. Þar er kveð- ið ríkt á um það, hvernig með send- ingar skuli farið og póstleynd áskilin. Kveðið er á um skaðabótaábyrgð, ef misfarið er með sendingar. Aðhaldið, hefur farið vaxandi og kröfur um að póstsendingar berist viðstöðulaust til móttakanda eru afdráttarlausar. Sú hugsun er lögð til grundvallar, að jafnaðarverð sé á burðargjöldum. Þannig kostar hið sama að senda bréf landshorna á milli hér á landi Ég hef verið þeirrar skoðunar, segir Halldór Blöndal, að nauðsyn- legt sé að breyta Pósti og síma í hlutafé- lag, sem yrði í eigu ríkissjóðs, a.m.k. að verulegum hluta. sem í nálægum löndum. Þessi grund- vallarregla er í heiðri höfð í Evrópu- sambandinu m.a. Það yrði spor aftur í timann, ef fjarlægðir eða þéttleiki byggðar yrði lagður til grundvallar við ákvörðun póstburðargjalda. Er einkarétturinn úreltur? Þrátt fyrir þá stefnu Evrópusam- bandsins að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni, tíðkast enn í ríkum mæli að hið opinbera standi fyrir margsháttar þjónustu. Halldór Blöndal ISLENSKT MAL Ingvar Gíslason fv. mennta- málaráðherra sendir mér vinsam- legt og gott bréf, og leyfi ég mér að birta með þökkum langmestan hluta þess. Sleppt er því, sem ekki varðar íslenskt mál, og þar sem bréfið er efnismikið, skipti ég því á þennan þátt og næsta: „Kæri Gísli! Heill og sæll! Þá verður mér m.a. hugsað til móðurmálsins okkar, íslenskunn- ar (mætti að sjálfsögðu nefna hvaða tungumál sem er). Er ekki líklegt að íslensk tunga lúti því grundvallarlögmáli, að þróun hennar gangi ávallt í jafnvægis- átt, ef hún er látin óáreitt, þótt okkur, skammsýnum - mönnum, sýnist á hana halla og mæðumst þá mjög, sem e.t.v. er ástæðu- laust? I vangaveltum af þessu tagi fer maður ósjálfrátt að hugsa um frelsið, frjálsræðið sjálft, athafnafrelsi í víðri merk- ingu og hvort frelsi til orðs og æðis, tjáningar og hegðunar, feli ekki einnig í sér frelsið til að tala og rita bjagað mál, ef menn endilega kjósa það. Er það ekki brot á meginreglunni um einstak- lings- og athafnafrelsi - að ég nú ekki minnist á svo formlegt orð sem prentfrelsi - að banna fólki að breyta út af málfræði- reglum Halldórs Briems og Björns Guðfinnssonar og kalla það málspjöll? Er það ekki íhlutun í einkahagi manna að halda að þeim stöðnuðum fornfræðum? Er, nokkur hæfa í því í fijálsu þjóðfélagi að vera sífellt að núa mönnum bögubósahætti um nas- ir, sproksetja fólk í tíma og ótíma eða siða það til í málhegðun með valdsmannslegum umvöndunum? Og hver hefur vald til þess að dæma hvað sé bjagað eða vont mál? Er það ekki málþróuninni til skaða („þegar til lengri tíma er litið") að ætla að stjórna henni með aðfinnslum og umvöndun- um? Eða er nokkuð fráleitara en sú lögbundna „miðstýring“, sem viðgengst í skólum landsins, að sóa hundruðum milljóna króna (eða guð veit hvað) á ári hverju til þess að „kenna“ nemendum sitt eigið móðurmál, sem þeir læra hvort sem er ókeypis heima Umsjónarmaður Gísli Jónsson 785 þáttur Á að segja: yfir ána efstur eitthvert samkomulag fjöldi manna var beðinn hluti kvennanna var viðstaddur mörg hundruð margra hundraða grisirnir þrír hlupu í skarðið hver fyrir annan grísimir þrír fengu bréf hver frá öðrum grísirnir þrir tóku tillit hver til annars hjá vinnuveitandanum þremur prósentum hærra þriggja prósenta hagnaður Ása og Sipý tóku hvor sinn bílinn eða sinn bflinn hvor tvennar vigstöðvar hjá sér og á götunni og öldungis fyrirhafnarlaust? En hafi móð- urmálskennslan verið lögfest í þeirri von að þá tali íslendingar og skrifi „betra" mál er hætt við að margur bjartsýnismaðurinn verði fyrir vonbrigðum. Reynslan talar sínu máli. Væri ekki nær að nota peningana til að kenna fólki að tala ensku, sem er „lykill- inn“ að því að íslendingar séu gjaldgengir í samfélagi þjóð- anna? Árangur hinnar kostnaðar- sömu og mannfreku opinberu íhlutunarsemi um þróun móður- málsins er hryggilega smár. Mann fer að gruna að eins sé um feðratungiína sem efnahags- kerfíð, að hún lúti sínum örlög- þrungnu þróunarlögmálum, svo að opinber afskipti af þeim geri illt verra, trufli hið sjálfvirka gangverk málþróunarinnar. M.ö.o.: Er ekki affærasælast að láta þróun móðurmálsins af- skiptalausa, leyfa markaðslög- máli tungunnar að ráða ferðinni? Er það ekki hin eðlilega leið til „langtímajafnvægis“ lifandi þjóðtungu í „heimi, sem sífellt er að breytast"? Lagar hún sig ekki sjálfkrafa að „breyttum að- stæðum“? Hver veit nema nú séu að skapast „sögulegar aðstæður“ til stökkbreytinga á málinu, sem fælust í orðastyttingum og ein- földun á málkerfinu? Annað éins hefur nú skeð! Er ekki víkinga- aldarmálið, sem hingað fluttist, afsprengi (stökk)breytinga til- tekins þróunarskeiðs?“ Með velþóknun, og með leyfi í stað: yfir ánna evstur eitthvað samkomulag §öldi manna voru beðnir hluti kvennanna voru viðstaddar margir hundruðir margra hundruða grísimir þrír hlupu í skarðið fyrir hvem annan grísimir þrír fengu bréf frá hveijum öðrum grísimir þrír tóku tillit til hvers annars hjá vinnuveitendanum þijú prósent hærra þijú prósent hagnaður Ása og Signý tóku sitthvom bflinn tvær vígstöðvar höfundar, Ara Páls Kristinsson- ar, tek ég upp úr Tungutaki eftirfarandi skrá: Sjá hér að ofan ★ Smávegis 1) Kristján Marínó Falsson á Akureyri segir mér að Hreinn Þórhallsson frá Ljósavatni hafí kennt sér orðið brakandi í merk- ingunni com flakes. Þetta er nú kannski til gamansamrar til- breytingar frá orðinu kornflög- ur. 2) Fyrirsögn úr dagblaði, nokkurn veginn eins vond og hugsast getur: „Reykvíkingar bökuðu Akureyringa í sólinni“. Þessum ósköpum fylgdu líka skýringar í undirfyrirsögn. Merk- ingin var sem sagt sú að meira sólskin hefði verið syðra en nyrðra. 3) Maður, sem sinnir sölumál- um í Japan, fær stórt prik fyrir að nota ítrekað sögnina að grafa (kjöt) í staðinn fyrir að „urða“. ★ Salómon sunnan kvað: Slíkur sauður var Sólheima-Tindur (þó sjálfkær og í honum vindur) að geithafrar skild’ ’ann óg grenlægjur vild’ ’ann, og það kumruðu að honum kindur. ★ Auk þess fær Atli Rúnar Hall- dórsson fréttamaður enn stórt prik fyrir högg í haus Fróðár- sels: „Þegar spurn er eftir ork- unni.. l“ (21. febr.) Póstþjónusta er ein þeirra þjónustu- greina, sem víðast hvar falla undir hið opinbera, þó að til séu lönd, sem fært hafa póstþjónustuna í hendur einkaaðilum, eins og Svíþjóð og Finn- land. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að breyta Pósti og síma í hlutafélag, sem yrði í eigu ríkissjóðs, a.m.k. að verulegum hluta. Sú þróun tel ég að ætti að geta orð- ið til hagsbóta bæði fyrir viðskipta- vini og starfsfólk. Fullkominn að- skilnaður pósts og síma kemur vel til álita. Ekki hafa verið pólitískar forsendur fyrir að ná þessum breyt- ingum fram, en skilningur á nauðsyn þeirra hefur verið að vaxa. í póstlögum er kveðið á um einka- rétt Pósts og síma til að safna sam- an, flytja og bera út lokaðar bréfa- póstsendingar og aðrar lokaðar send- ingar eftir þar til greindum skilyrð- um. Ég tel mjög koma til greina að endurskoða þessi ákvæði. En sam- tímis og raunar hvort sem er ber brýna nauðsyn til að kveða skýrt á um það í Iögum hvaða skilyrði þau fyrirtæki þurfi að uppfylla, sem taka að sér póstþjónustu innan þess ramma, sem póstlögin kveða á um. Bréf eða póstkort? Úrskurður Samkeppnisráðs um að gera glögg skil á milli einstakra kostnaðarþátta póstþjónustunnar er eðlilegur að vissu marki og unnið hefur verið að slíkri kostnaðargrein- ingu innan Pósts og síma. % Þannig er ekki flókið að greina gjöld og tekjur við bögglapóstsend- ingar, svo dæmi sé tekið. Hingað til hefur verið samkomulag um að halda niðri burðargjöldum blaða og tíma- rita vegna þess kostnaðar, sem slíkri dreifíngu fylgir utan þéttbýlis. Sam- keppnisráð leggur til, að sá kostnað- ar verði borinn uppi af ríkissjóði og er það vissulega sjónarmið. Hitt gengur ekki upp að búast við nákVæmri kostnaðargreiningu á því, hvort póstsendingin er opið bréf eða lokað ellegar póstkort. Þegar hér er komið sögunni má öllum ljóst vera, að ákvæði samkeppnislaga geta ekki átt við póstþjónustuna. Kannski er einfaldast úr því sem komið er að breyta ákvæðum póstlaganna um einkarétt póstþjónustunnar til sama horfs og í Englandi eða Danmörku, þannig að mið sé tekið af burðar- gjaldi eða þyngd sendingar í stað þess að miða við hvort sending sé opin eða lokuð. í samkeppni Niðurlagsorð mín skulu vera þau, að ekki sé eðlilegt, að fyrirtækjum í einkarekstri sé bannað að taka að sér hverskonar þjónustu, sem feilur undir póstlög. Slík fyrirtæki munu væntanlega velja sér starfsvettvang í þéttbýli, þar sem arðvonin er, sem er í samræmi við það markmið einka- rekstrarins að skila eigendum sínum hagnaði. Þó að settar kunni að verða reglur um hvernig fyrirtæki þessi skuli standa að þjónustu sinni, dettur mér ekki í hug að ætlast til að þau taki á sig allar kvaðir og skyldur sem á 'póstþjónustuna er Iögð í dag, þó að slíkt væri í anda samkeppnislaga eftir skilningi Samkeppnisráðs. Verður því annað hvort að fella niður slíkar skyldur eða uppfylla þær með öðrum hætti af hinu opinbera. Höfundur er samgönguráðherra. Ráða hagsmuna- aðilar niður- stöðum Hafró? í GREIN um rækju- rannsóknir og rækju- veiðiráðgjöf sem Unnur Skúladóttir ritar í Mbl. Úr verinu 22. feb. sl. er gefin furðuleg mynd af samskiptum Haf- rannsóknastofnun- arinnar við hagsmuna- aðila í sjávarútvegi. Orðrétt segir í grein Unnar: „í maí 1994 lagði Hafrannsóknastofnun- in til 45 þús. tonna leyfilegan hámarksafla á úthafsrækju fyrir kvótaárið 1994/95. Hafrannsóknastofnun- in var pínd til að endurskoða leyfíleg- an hámarksafla en tveir mánuðir voru liðnir af kvótaárinu (í nóvember 1994) vegna krafna frá rækjufram- leiðendum um að nú væri sérstakt lag til að koma kaldsjávarrækjunni inn á fieiri markaði. Einnig voru kröfur frá LÍÚ um að kvóti yrði end- urskoðaður. í nóvember 1994 lagði Hafrannsóknastofnunin til að úthafs- rækjuafli yrði aukinn í 60 þúsund tonn fyrir kvótaárið 1994/95.“ Það var sem sagt útgefið álit Hafrannsóknastofnunarinnar í nóv- ember sl. að óhætt væri að auka heimilaðan rækjuafla á yfirstandandi fískveiðiári í 60 þúsund tonn, sbr. tillögu stofnunarinnar. Seinna í grein Unnar kemur fram, að ekki hafí allt verið í sómanum með þetta álit Haf- rannsóknastofnunarinnar. Alvarlegar ásakanir Hér fer Unnur með alvarlegar ásakanir, ekki á hendur hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi heldur á hendur sjálfri sér og kollegum sínum á Haf- rannsóknastofnuninni. Skrif Unnar verða varla skilin öðruvísi en svo, að vísindamenn Hafrannsóknastofn- unarinnar, þar með talin Unnur sjálf, sein fyrst og fremst ber ábyrgð á ráðgjöf um rækjuveiðar, hafí látið pína sig til að gefa álit um að óhætt væri að auka úthafsrækjuaflann í 60 þúsund tonn, sem þeir treystu sér ekki til að bera ábyrgð á. Ég trúi því ekki að óreyndu að Unnur hafí ætlað að gefa þá mynd af vinnubrögðum Hafrannsóknastofnuna- rinnar sem lesa má út úr grein hennar. Vísindamaður má aldrei gefa álit gegn betri vitund og má alls ekki láta pína sig til slíks. Sé þetta tilfellið liggur næst fyrir að loka stofnuninni. Það er ekki til neins að leita ráða hjá ráðgjafa sem getur ekki ráðið heilt í svo mikilvægu máli. Áskorun Það er ekki til þess fallið að vekja traust á Hafrannsóknastofnuninni er starfsmaður stofnunarinnar fullyrðir að hægt sé að pína hana til álitsgerð- ar sem ekki er unnt að standa við. Ef slíkt er hægt, er augljóst að þeir vísindamenn sem hlut eiga að máli eru ekki starfi sínu vaxnir. Ef hægt er að þröngva vísindamanni til álits- gerðar, sem ekki er hægt að standa við, er hann, að mati Kristjáns Þórarinssonar, ekki starfí sínu vaxinn. Ég hvet Unni Skúladóttur til að segja afdráttarlaust hvernig skilja beri ummæli hennar og hvort ég hef skilið þau rétt. Ef ég hef skilið um- mælin rétt, þá skora ég á Unni að taka fulla ábyrgð á þeim álitsgerðum og tillögum sem hún hefur staðið að en segja starfi sínu lausu að öðrum kosti. Höfundur er stofnvistfræðingur hjá LÍÚ. Kristján Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.