Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 40
- 40 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐALHEIÐUR JÓNASDÓTTIR -I- Aðalheiður ' Jónasdóttir fæddist á Eiðsstöð- um í Blöndudal í Austur-Húna- vatnssýslu 30. des- ember 1922. Hún lést í Reykjavík 16. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Langh ol tskir kj u ■**- 24. febrúar. ÞEGAR ég sest niður til að festa á blað nokkrar línur í minningu tengda- móður minnar er margt sem flýg- ur gegnum hugann. Hún kom inn í kórinn í Langholtskirkju skömmu eftir að ég hóf þar starf. Á undan okkur báðum í starfi þar var Ólöf kona mín. Það lýkst upp fyrir mér nú, sem ég hef aldrei hugsað út í áður, að þá var Heiða á besta aldri, eða aðeins liðlega fertug. Þetta var árið 1964 í október. Hún starfaði í Kór Langholtskirkju til ársins 1982, eða í átján ár. Kynni okkar þróuðust frá því að vera bundin við kóræfíngar og messur, gegnum það að ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra Harðar sem endaði með því að ég varð tengdasonur þeirra. Síðan bjuggum við Ólöf í svo nánu sam- býli við tengdaforeldra mína að þótt hæðir skildu að datt engum í hug að knýja dyra þótt erindi ættum hvort til annars, hvað_ þá heldur að læsa. Þegar við Ólöf aBéestum kaup á hæðinni fyrir neðan Hörð og Heiðu og hófum þar bú- skap daginn sem við giftum okk- ur, urðu margir til þess að spá illa fyrir svo nánu sambýli við tengda- foreldra. Gamlar sögur um slæmar tengdamæður voru rifjaðar upp. Ég hef aldrei getað skilið þessar sögur. Þó ég leggi mig allan fram um að reyna að muna einhver at- vik sem styðja þær tekst það ekki. Það segir sína sögu að sambýlið varði yfir tuttugu ár. Meðan heilsan' var góð var Heiða afskaplega glaðlynd og fé- lagslynd. Hún var svo hláturmild að stundum mátti hún vart mæla og tárin flóðu. Þá var ekkert til sem hét klukka og það var spjallað langt fram á nætur. Samt var hún mjög dul um eigin líðan og hún var ein þeirra sem varð aldrei veik. Ekki er mér grunlaust um að það hafí bitnað á heilsu hennar er árin liðu. Þrátt fyrir veik- indi síðustu ára og erfiðleika á að tjá sig •fann maður þó glöggt að félagslyndið var hið sama og hún naut þess að vera í vina- hópi. Aðeins nokkrum dögum áður en kallið kom var hún í hópi systkina sinna og fjöl- skyldna þeirra í ár- legu þorrablóti á heimili okkar og gleð- in yfir samfundum við vini og bros- ið gamla og góða var á sínum stað. Sár reynsla af föðurmissi er hún var barnung og það að þurfa að dvelja langdvölum fjarri móður, hjá vandalausum, markaði án efa djúp sár í hugann sem aldrei greru til fulls. Það hefur þó ef til vill ýtt undir sjálfstæði hennar og ótrúlega sjálfsbjargarviðleitni. Það var verulega gaman að fylgjast með henni á erlendri grundu. Það hvarflaði aldrei að henni að leita aðstoðar vegna tungumálaerfið- leika. í verslunum var hún í hróka- samræðum um varning og vöru- gæði við afgreiðslufólkið á sínu kjarnyrta móð urmáli og var aldrei í erfiðleikum með að fá það sem hún vildi. Nú, er leðir skiljast um sinn, vil ég þakka forsjóninni fyrir að hafa leitt mig um þá vegu að lífs- brautir okkar lágu saman, fyrir ógleymanleg kynni við heilsteypta konu sem auðgaði líf mitt og allra samferðamanna sinna. Jón Stefánsson. Dauðinn kemur okkur alltaf á óvart, hversu undirbúin sem við teljum okkur vera fyrir komu hans. Víst var ég ekki undirbúin fyrir að heyra að Heiða foðursystir mín væri dáin, þegar foreldrar mínir hringdu og fluttu mér fréttirnar. Fjarlægðin heim virðist alltaf lengri þegar sorgin kveður dyra, en það er einmitt þá sem við viljum helst vera með ættingjum og vin- um og deila sorginni með þeim sem okkur þykir vænst um. Þegar ég minnist Heiðu frænku leitar hugurinn til baka. Fyrir hugskotssjónum stendur sterk kona, lífsglatt náttúrubarn, sem MINNINGAR var ekki tilbúin til að gefast upp þó á móti blési. Það hefur hún sennilega lært strax í æsku, þegar hún tæplega 11 ára gömul missti föður sinn, langt fyrir aldur fram. Sterk, lífsglöð, þrautseig og söng- elsk. Þannig hef ég ávallt ímyndað mér ömmu Ólöfu, sem ég fékk aldrei að kynnast, og þannig þekkti ég Heiðu. Það er víst að afi og amma hafa gefið börnum sínum gott veganesti í æsku, sem undirbjó þau fyrir ótímabæra upplausn heimilisins og vist hjá vinum og vandamönnum eftir að afi dó. Þau lærðu snemma mikilvægi þess að standa saman, þó að vegalengdir skildu að, og alla tíð hefur Blöndu- dalurinn, bemskuslóðirnar, skipað sérstakan sess í huga og lífí þeirra Eiðsstaðasystkina. Heiða naut þess að ganga um brekkur og gil í Eiðsstaðalandi, sem geymdu óteljandi minningar frá bemsku- dögunum. Henni leið vel úti í nátt- úmnni, og þegar hún var komin norður í Blöndudalinn var ekki tími til þess að sofa. Heiða þurfti að njóta hverrar mínútu sem hún átti meðal ættingja og vina á „heilagri jörð“. Mér þótti alltaf gott að koma til Heiðu og Harðar á Langholts- veginum, hvort sem að ég var lítil stelpa í heimsókn í stórborginni, eða menntaskólanemi í leit að hlýju og umhyggju fjarri heima- slóðum. Ég minnist Heiðu frænku með hlýhug og þakklæti fyrir allt. Við Gunnar og Guðmundur Már sendum okkar innilegustu samúð- arkveðjur til Harðar, Ólu, Halla, Bjarkar, Hörpu og fjölskyldna þeirra. Við sendum einnig samúð- arkveðjur til systkina Heiðu, Ragnars, Guðmundar, Ingu og Skúla. Guð gefi ykkur öllum hugg- un og styrk í sorg ykkar. Heiðu verður sárt saknað, en góðar og hlýjar hugsanir fylgja minningu hennar. Hún hvíli í Guðs friði. Arnfríður Guðmundsdóttir. Alltaf er maður jafn óviðbúinn dauðanum. Jafnvel þótt Heiða frænka væri í raun búin að gefa okkur nokkur ár til aðlögunar átti engin von á svo skyndilegri kveðjustund. Ekki er nema rúm vika síðan við vorum öll saman á árlegu þorrablóti Eiðsstaðaafkom- enda. Þar var Heiða.frænka svo fín og vel til höfð eins og hún var alla sína tíð. Munum við öll vera þakklát fyrir að hafa fengið að sjá hana svo glaða, faðma hana og kyssa. Á kveðjustund streyma minn- ingarnar fram og ég minnist sér- staklega hvað það var alltaf gam- an að koma á Langholtsveginn. Þar var Heiða frænka í essinu sínu og bauð upp á ekta heitt súkkul- aði. Þá man ég eftir mörgum góð- um og skemmtilegum stundum þegar komið var í borgarferðir til Reykjavíkur frá Sigló. Þá voru ættingjarnir heimsóttir og að sjálf- sögðu var kikt til Heiðu frænku og Harðar á Langholtsveginum. Þar var glatt á hjalla og mikið um að vera. Meðan á þessum heim- sóknum stóð var Heiða frænka alltaf hressust allra, enda sagði hún svo skemmtilega frá og þá var oft mikið hlegið. Síðustu árin hafa verið Heiðu frænku erfið og átakanlegt var að sjá sjúkdóminn sem hrjáði hana taka öll völd. Þetta var ekki síst erfitt fyrir fjölskyldu hennar. Samt stóðu þau sig eins og hetjur og alltaf tilbúin að gera allt sem þau gátu til að létta undir með henni. Nú tekur við tími söknuðar en minningarnar um góða og yndis- lega frænku lifa með okkur. Elsku Hörður, Óla, Björk, Harpa, Halli og ijölskyldur, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúð- arkveðjur og kveð kæra frænku með söknuði. Guð blessi minningu Heiðu frænku. Inga Margrét. Elskuleg frænka mín, hún Heiða, er dáin. Það er sárt að sjá á eftir eins yndislegri konu og hún Heiða var. Það koma upp í hugann svo marg- ar minningar sem svo ljúft og gott er að eiga. Það var alltaf svo gaman þegar Heiða frænka kom norður í heim- sókn. Þá þurfti svo mikið að tala og gera, njóta sólseturs, kyrrðar og góða veðursins. Heiða mátti helst aldrei vera að því að eyða tímanum í að sofa. Ég á margar góðar minningar frá Langholtsveginum eftir að ég kom suður. Þangað var alltaf svo gaman og notalegt að koma, þar sem öllum var svo vel tekið. Sjálfsagt var að skólastelpurnar kæmu með fulla poka af óhreinum þvotti og notuðu þvottavélina og biðu bara eftir honum og gæddu sér á meðan á heimsins besta kakói og kræsingum. Það var alltaf svo gott að sitja og ræða við Heiðu sem alltaf gaf sér tíma fyrir ættingja og vini. Gestagangurinn á heimil- inu var gífurlegur því móttökurnar voru alltaf svo notalegar. Ég þakka Heiðu frænku fyrir allt gott í minn garð og bið Guð að varðveita hana. Herði og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Kristín. Elsku Héiða mín. Fyrir rúmum tuttugu árum fór ég að vinna utan heimilisins og fyrir atbeina systur minnar, sem vann í Bláa salnum á Hrafnistu, fór ég þangað í starfsviðtal og þar hittumst við Heiða fyrst. Fljótlega fékk ég kvöldvaktir á G-1 og þá upphófst sú vinátta á milli okkar sem ég ætla nú að þakka fyrir. Við vorum ólíkar um margt en við áttum einnig margt að gefa hvor annarri. Allar þær ógleyman- legu stundir inni í stofunni á Lang- holtsvegi, þar sem við ræddum um málefni sem voru okkur báðum hugleikin. Ég virti þína vitru Stein- geitareiginleika, hreifst með og lærði mikið. Minnisstæð verður alltaf ferð okkar til London, þar sem ungur maður gekk til okkar, þar sem við sátum á pöbb og hvíldum okkur eftir búðarápið. Hann vildi tala við þig og var það sjálfsagt mál. Þar sem enskukunnátta þín var tak- mörkuð þurfti ég að þýða samtal- ið, sem var langt og einlægt. Þarna sá ég hve útgeislun þín var mikil og að fólk leitaði til þín hvar sem þú varst stödd i heiminum. Bretinn ungi var svo hrifinn af íslenska englinum að hann bað okkur um að hitta sig aftur daginn eftir. Því miður fundum við ekki staðinn aftur og urðu það okkur mikil vonbrigði. Ævintýraferðin okkar til Sviss verður mér einnig ógleymanleg. Þú sagðir mér eitt sinn að hver einstaklingur sem við hittum í líf- inu hefði eitthvað að kenna okkur. Sumt viljum við taka okkur til fyrirmyndar og annað þökkum við fyrir að hafa ekki erft. Þessa speki hef ég oft vitnað í síðan. Ég hef alltaf haldið því fram að ég væri heppin og ég tel mig lánsama að hafa átt þig fyrir vin- konu. Þín Agnes. Vegna mistaka í vinnslu birtist minningargrein um Ágúst Filipp- usson innan um greinar um Aðal- heiði Jónasdóttur á blaðsíðu 30 í Morgunblaðinu í gær, föstudag. Greinin um Ágúst birtist einnig með öðrum greinum um Ágúst á blaðsíðu 31 þennan sama dag. Hlutaðeigendur eru innilega beðn- ir afsökunar á þessum mistökum. + Páll Jónasson, Stíghúsi, Eyr- arbakka, var fæddur í Rimakoti í Austur-Landeyj- um 12. maí 1894 og lést í Ljósheim- um, Selfossi, 12. febrúar 1995. Foreldrar Páls voru Jónas Þor- valdsson bóndi og Jóhanna Jóhanns- dóttir, en hún lést þegar Páll var tveggja vikna. Stjúpmóðir hans var Þorgerður Guðmundsdótt- ir, seinni kona Jónasar. Hálf- systkini Páls, samfeðra, Guð- jón, f. 11.3. 1898, látinn, Jó- hann, f. 5.11. 1906, látinn, Karl, f. 19.2. 1908, látinn, og Sigurveig, f. 19.2. 1908, búsett á Eyrarbakka. Páll kvæntist 17.12. 1920 Margréti Eyjólfs- dóttur, f. 28.6. 1895, d. 31.8. 1982. Foreldrar hennar voru hjónin Sólveig Hjáimarsdóttir og Eyjófur Isaksson. Sonur Páls og Margrétar var Sigurð- ur Húnfjörð, f. 4.10. 1921, d. 30.9. 1964. Hans kona var Mar- grét Friðbjarnar- dóttir. Þau áttu þrjú börn, Sigurður átti dóttur frá fyrra hjónabandi, Maríu. Dóttir Páls er Guð- björg Jóhanna, f. 23.1. 1932, maki Björgúlfur Back- man. Þau eiga eina dóttur. Sjúpdóttir Páls er Guðrún Sig- urðardóttir, f. 1.3. 1918, maki Sveinn Kaaber, látinn. Þau áttu fjög- ur börn. Fóstursonur Páls er Már Viktor Jónsson, f. 5.12. 1940, maki Sonja Huld Ólafs- dóttir. Már er sonur Guðrúnar Sigurðardóttur. Útför Páls fer frma frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. ELSKU afi, örfá kveðju- og þakk- lætisorð til þín frá okkur Sonju. Það verður tómlegt og við munum sakna þess að geta ekki komið til þín þegar við förum austur fyrir fjall og spjallað við þig á léttu nótunum eins og þú sagðir svo oft. Við eigum eftir að sakna þess að hlusta á þig segja frá gömlu tímunum, fara svo langt aftur í tímann sem þér var einum lagið. Minni þitt var svo ótrúlega gott fram á síðasta dag. Aðeins viku fyrir andlát þitt varst þú að segja okkur hvenær þú fluttir á Eyrar- bakka, hvað þú bjóst lengi þar og hvenær þú þurftir að fara þaðan vegan heilsubrests. Skaplyndi þitt og þetta mikla æðruleysi sem þú ávallt sýndir okkur voru einstök í mínum huga. Ég mun ávallt minn- ast ykkar ömmu með þakklæti og virðingu. Þið voruð mér sem for- eldrar. í litla húsinu ykkar fæddist ég og hj_á ykkur var ég til fullorð- insára. í augum ungs drengs eru það sérstök forréttindi að fá að alast upp hjá ömnmu sinni og afa. Þær minningar verða aldrei frá mér teknar og sterkastar verða þær þegar ég er austur á Eyrar- bakka í Stíghúsi sem er þó alltof sjaldan. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og gafst mér af sjálfum þér. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Sérstakar þakkir vil ég færa starfsfólki að Ljósheimum á Sel- fossi, þar átti afi minn yndislegt ævikvöld. Sofðu rótt kæri vinur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Már Jónsson. Þá er lífsbaráttu lokið á 101. aldursári. Páll lést á Ljósheimum, Selfossi, hinn 12. febrúar. í maí í fyrra hélt hreppsnefndin á Eyrar- bakka veislu Páli til heiðurs á 100 ára afmælinu. Páll naut þess^ann- arlega að koma heim og hitta gömlu kunningjana og rifja upp góðu gömlu dagana, og hann hafði orð á því hvað allt væri hreint og fínt á Bakkanum. Þegar minnst var á afmælið síðar ljómaði hann af ánægju. Páll var hæglátur og dagfars- prúður, gat verið gamansamur þegar svo bar undir og hló þá dátt. Hann var hagmæltur og hafði gaman af því að kveðast á. Páll var góður smiður á tré og jám. Húsgögn sín smíðaði hann sjálfur, svo sem hjónarúm og skápa, útskorið, hvítmálað með gylltri skreytingu. Var þetta hin mesta listasmíði. Hann hafði eigið verkstæði áfast við íbúðarhús sitt. Er hann fór þangað, kallaði hann það að fara út í hagleikinn. 79 ára fékk hann heilablóðfall og lamað- ist. Hann hélt sjóninni, og með góð gleraugu gat hann lesið og naut hann þess í ríkum mæli. Bókasafnið á Ljósheimum var allt lesið. Hann var stálminnugur og vel gefinn, og lét sér ekki leiðast, enda vel um hann annast af hjúkr- unar- og starfsfólki. Eru því færð- ar þakkir að leiðarlokum. Ég minnist sjúpföður míns sem góðs heimilisföður, en ég og hálf- bróðir minn nutum leiðsagnar hans, sérstaklega á unglingsárun- um. Þá vil ég einnig þakka honum fyrir uppeldið á syni mínum Má. Már kveður afa sinn, sem var hon- um hinn besti faðir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir ailt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, (V. Briem.) Guðrún og Már. PÁLL JÓNASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.