Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varað við snjóflóðahættu í Þrengslum og á Hellisheiði Morgunblaðið/RAX SNJOFLÓÐIN féllu úr brekkum við Vífilfell á svæði sem er um 1-2 kílómetra frá skíðasvæðunum í Bláfjöllum. Allt að 50% hækkun á timbri á hálfu öðru ári Fjögur snjóflóð féllu við Vífílfell FJÖGUR allstór snjóflóð féllu suður af Vífilfelli í átt að skíða- svæðinu í Bláfjöllum í fyrradag. Flóðin féllu skammt frá þeim stað þar sem maður lést í snjó- flóði um síðustu helg’i. Magnús Már Magnússon, snjóflóðasér- fræðingur á Veðurstofu íslands, sagði að greinilega væri einhver veikleiki í snjóþekjunni og ástæða fyrir fólk að hafa allan vara á sér. Jón Gunnar Egilsson snjó- flóðafræðingur skoðaði eitt þess- ara snjóflóða í gær. Hann sagði að um væri að ræða flekaflóð, um 200 metra breitt. Áður hefðu fallið snjóflóð á þessum sömu stöðum. Hann sagði að það væri alfarið í valdi fólkvangsvarðar í Bláfjölium að taka ákvörðun um hvort aðgangur að svæðinu yrði takmarkaður. Þorsteinn Hjaltason, fólk- vangsvörður í Bláfjöllum, sagði að snjóflóð féllu á þessu svæði á hveiju ári. Það hefði hins vegar komið sér á óvart að þarna skyldu falla flekaflóð í fyrradag, þar sem veður hefði verið gott. Þorsteinn sagði að flóðin hefðu fallið utan skiðasvæðisins, þar sem veiyulega væri enginn á ferli. Hann sagðist gera ráð fyrir að reynt yrði að koma viðvörun- um til fólks um að vera ekki á ferli á þessu svæði. Ekki væri hins vegar ástæða til að tak- marka aðgang að sjálfu skíða- svæðinu, enda væri það samdóma álit allra að þar væri ekki snjó- flóðahætta. Hætta ígitjum og hrekkum í Þrengslum Almannavarnanefnd Ölfus- hrepps sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu þar sem vakin er athygii á snjóflóðahættu á vinsælum úti- vistarsvæðum við Þrengsli og á Hellisheiði og víðar í hreppnum. Nefndin segir að hættan aukist verulega við umferð fólks um þau svæði þar sem mikill snjór er, hvort sem það er fótgang- andi, á skiðum, vélsleðum eða jeppum. Nefndin beinir því til fólks að hafa allan vara á og forðast sérstaklega að vera á ferð í brekkum og giljum þar sem snjóhengjur eru eða snjóalög þykk. Varast beri að fara um ótroðnar brekkur og er göngu- fólki ráðlagt að vera ekki eitt á ferð á varasömum svæðum. Magnús Már sagði að sérstök ástæða væri fyrir vélsleðamenn að fara varlega og keyra ekki upp í brekkur. Hættuástandi aflýst á Vestfjörðum Búið er að aflýsa hættuástandi á Siglufirði, ísafirði, Hnífsdal og Flateyri. Almannavarnanefnd ísafjarðar beinir þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferli í hlíðum ofan byggðar. Vélsleða- menn eru sérstaklega hvattir til að fara varlega og fara ekki upp í fjöll. TIMBUR á innlendum markaði hefur hækkað í verði um allt að 50% undan- fama 18 mánuði, sem endurspeglar verðlagshækkanir erlendis seinustu tvö ár að sögn Jóns Snorrasonar framkvæmdastjóra Húsasmiðjunnar. Hann segir að hrávörur hafí hækkað tiltölulega mest, en unnar timburvör- ur minna þótt nýverið hafí einnig gætt hækkanna á þilplötum. Jón segir að þessar hækkanir þýði t.d. að efni í sumarbústað kosti í dag 500-600 þúsund krónum meira en fyrir hálfu öðru ári. Ekki gæti þó mikils samdráttar í timburkaupum. Aukin eftirspurn og minna framboð Ástæður þessarar hækkunar séu margvíslegar. Árin á undan hafí SAMNINGAMENN í kennaradeil- unni eru ekki tiltakanlega bjartsýnir um að samningar takist um helgina. Um þriggja tíma samningafundur var í gær og nýr fundur hefur verið boðaður í dag. Kennarar Iögðu í gær fram nýja tillögu um láunaröðun og er búist við að samninganefnd ríkis- ins komi með 'viðbrögð við henni í dag. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varafor- maður KÍ, sagði að þótt kennarar væru afar óánægðir með hvemig stjómvöld hefðu haldið á málum varðandi gmnnskólafmmvarpið myndu þeir leggja áherslu á að halda samningavinnu áfram. Samninganefnd ríkisins hefur að hluta til fallist á að kennarar eigi inni vissa leiðréttingu launa. Nefndin timburvörar farið lækkandi í verði, en síðan hafí eftirspum aukist hratt, t.d. vegna vaxandi byggingarstarf- semi í Evrópu, sérstaklega í Þýska- landi. Á sama tíma hafí framboð minnkað, meðal annars vegna upp- lausnar eftir fall Sovétríkjanna sem hafi leitt til þess að útflutningur frá Rússlandi sé nær enginn. „Það er lítið til af hrátimbri þessi misserin og erfítt að fá það, af- greiðslufrestur er langur og þarf að sækjast mjög eftir því til að ná timbri. Eftir því sem innkaupin verða dýrari þarf líka að binda meira fé. Áhrifín á markaðinn verða þó ekki á einni nóttu, og því standast fyrirtækin þróunina sæmilega,“ segir Jón. Árlega er flutt inn nálægt 60 þús- und m s af timbri til landsins. hefur lagt áherslu á að þessi leiðrétt- ing verði framkvæmd í tengslum við breytingar á vinnutíma kennara, kennsluskyldu og fleiri skipulagsmál í skólunum. Um þessi mál öll er hins vegar mikill ágreiningur. Aðspurður sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, að lítillega hefði verið rætt um þann möguleika að leggja þessi skipulagsmál öll til hliðar og reyna að fínna lausn á öðmm gmnni. Hann sagði að ef þetta yrði gert þyrfti að fínna aðra leið til að leið- rétta laun kennara. Indriði H. Þorláksson, varafor- maður samninganefndar ríkisins, sagði að ef farin yrði sú leið að leggja skipulagsmálin til hliðar væm samn- ingamenn nánast komnir á byijunar- reit í samningaviðræðunum. Ný tillaga kennara um röðun í launaflokka Ekki bjartsýni um lausn verkfallsins Stefnt að þingfrestun síðdegis í dag Ovíst hvort grunnskóla- frumvarpið verði afgreitt Sjúkraliðafrumvarpið strandaði í heilbrigðisnefnd •• Markús Orn framkvæmda- sljóri útvarps MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Markús Örn Ant- onsson, fyrrverandi borgar- stjóra, framkvæmdastjóra hljóðvarps Ríkisútvarpsins frá og með 1. apríl nk. Markús segist telja að þetta nýja starf samrýmist ekki þátttöku í stjómmálum og því muni hann ekki verða á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi kosningum. Markús Öm fékk fjögur at- kvæði í atkvæðagreiðslu í út- varpsráði. Þrír skiluðu auðu. Útvarpsstjóri mælti með því að Markús Órn fengi starfið. Markús sagðist hlakka til að takast á við þetta nýja verk- efni. Hann sagðist þekkja vel til Ríkisútvarpsins og hafa ýms- ar hugmyndir um hvemig mætti bæta og breyta ýmsu í starfsemi útvarpsins. Ástæða væri t.d. til að styrkja dagskrár- gerð á Rás 1. Verður ekki í framboði Markús hafnaði í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sl. haust. Hann sagð- ist telja að þátttaka í stjómmál- um samræmdist ekki þessu nýja starfi og þess vegna hefði hann óskað eftir því við stjóm fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík að nýr maður yrði fundinn í sinn stað. ÓVÍST var, undir miðnætti'í nótt, hvort fmmvarp um gmnnskóla yrði afgreitt á Alþingi að þessu sinni en þingstörfum á að ljúka síðdegis í dag. Harðar deilur vom um gmnn- . skólafmmvarpið á Alþingi í gær. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði meðal annars að stjórnarandstaðan hefði tekið málið í gíslingu með málþófí, bæði í gær og á fimmtudagskvöld og nótt, en þá hefðu stjórnarandstæðingar rað- að sér á mælendaskrá í málum sem komu grunnskólafrumvarpinu ekk- ert við. Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalistans viðurkenndi að um- ræðurnar á fimmtudagskvöld hefðu vissulega tengst umræðunni um grunnskólann, en þingmenn hefðu þá verið að bíða eftir því að leitað yrði einhvers samkomulags. Stjómarandstaðan hefur einkum gagnrýnt að óvissa ríki um réttindi kennara eftir að rekstur grunnskól- ans flyst til sveitarfélaga eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Rætt hafði verið um á þriðjudagskvöld að fulltrúar þingflokka reyndu að ná saman um yfírlý_singu um réttinda- mál kennara en Ólafur G. Einarsson sagði á Alþingi í gær, að hann gæti ekki sagt fyrir um hvernig væntan- leg Iagafmmvörp sem snertu flutn- ing gmnnskólans til sveitarfélaga ættu að vera. Að störfum væri nefnd við að fara yfír öll þessi mál. „Það er ekki góð stjórnsýsla ef ráðherra færi hér og nú að segja þessari nefnd hvernig hún á að starfa,“ sagði Ólaf- ur. Umræðu um frumvarpið var frest- að síðdegis og í gærkvöldi var óvíst hvort eða hvenær umræðan yrði tek- in upp að nýju. Sjúkraliðafrumvarp óafgreitt Ljóst er að frumvarp um sjúkra- liða verður ekki að lögum á þessu þingi en heilbrigðis- og trygginga- nefnd þingsins féllst ekki á í gær- kvöldi að afgreiða frumvarpið frá sér. Gunnlaugur Stefánsson formað- ur nefndarinnar sagði að aðeins hann og Jóhann Ársælsson þingmað- ur Alþýðubandalags hefðu viljað af- greiða fmmvarpið en aðrir nefndar- menn, þar á meðal fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, vildu skoða málið betur, m.a. 5 samhengi við réttjndi annarra heilbrigðisstétta. Mörg ný lög Heilbrigðisráðherra lagði fmm- varpið fram á Alþingi í tengslum við kjarasamninga sjúkraliða en það gerði ráð fyrir að sjúkraliðar fengju aukin réttindi. Fram kom í heilbrigð- isnefnd að ráðhertar ríkisstjórnar- innar töldu sig ekki hafa lofað að frumvarpið yrði afgreitt sem lög frá Alþingi þótt það yrði lagt fram sem stjórnarframvarp og áréttaði Davíð Oddsson forsætisráðherra þetta í gærkvöldi. Formaður Sjúkraliðafé- lags íslands taldi ráðherrana hins vegar hafa lofað því að frumvarpið yrði afgreitt sem lög. Fjöldi frumvarpa varð að lögum í gær og gærkvöldi. Þar á meðal var samþykkt breyting á kosningalög- um, lög um kvikmyndaskoðun, lög um listnám á háskólastigi og lög um samræmda neyðarsímsvörun sem fela f sér að samræmt neyðarsíma- númer verði 112. Einnig voru sam- þykkt lög um að þungaskattur á díselbílum breytist í vörugjald á olíu. Þá voru samþykkt sérstök lög um bókhald og ársreikninga sem fela í sér viðurlög við brotum gegn nýjum bókhalds- og hlutafélagalögum sem samþykkt voru um síðustu áramót. Þá átti að afgreiða nýjan mannrétt- indakafla stjórnarskrár og laga- breytingar vegna nýgerðra kjara- samninga svo nokkuð sé nefnt. Útlit var fyrir að þingfundur yrði langt fram á nótt en þingi á að ljúka síðdegis í dag. í dag á meðal annars að ræða vegaáætlun og úthlutun VGgítfjár. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar á Austurlandi eru mjög ósáttir við úthlutun til kjördæmisins og stóðu ekki að tillögum um skipt- ingu fjár á verkefni þar. ) ) i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.