Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Töluverðar sveiflur á verði málma og annarrar hrávöru Málmverð lækkar en kaffiverð hækkar London. Reuter. VERÐ á málmum lækkaði á heims- markaði í vikunni af því sala jókst vegna vísbendinga um hægari efna- hagsbata í Bandaríkjunum og frétta um verkfall í þýzkum málmiðnaði. Minni breyting varð á verði annarr- ar hrávöru og kaffi seldist á hæsta verði það sem af er árinu. í lok vikunnar höfðu málmar bætt stöðu sína nokkuð, en ekki var talið ólíklegt að fjárfestingar- sjóðir mundu losa sig við kopar og ál á ný. Starfsmenn bandaríska seðla- bankans kváðust búast við minni hagvexti í ár en í fýrra, því að áhrif vaxtahækkana til að hamla gegn verðbólgu muni segja til sín. Ummæli þeirra ýttu undir ugg um horfur á eftirspurn eftir máimum á sama tíma og verkfall IG Metall- félags 11.000 þýzkra málmverka- manna hófst í gær. Einnjg gætti óstyrks vegna vís- bendinga um að samkomulag helztu framleiðenda um að draga úr fram- leiðslu kunni að vera að bresta. Spænskur framleiðandi hefur boðað að hann muni hefja aftur fram- leiðslu á 37,000 tonnum og verð- bréfafyrirtækið Merrill Lynch grun- ar að í ágúst verði staðan orðin þannig að meginhluti afkastaget- unnar verði nýttur. Nánar um stöðuna: KOPAR lækkaði um miðja vikuna í 2,840 dollara tonnið og bætti ekki stöðuna nema að takmörkuðu leyti. Á hádegi í gær seldist tonnið á 2,855 dollara, sem er um 7% lægra verð en þegar það komst hæst í 3,081 dollar um miðjan janúar. Á1 lækkaði um miðja vikuna í 1,865 dollara tonnið. Hækkaði síðan lítið eitt og seldist á um 1,880 dollara í gær, 14% lægra verði en um miðj- an janúar þegar það komst í 2,195 dollara tonnið. Verkfall hjá Kaiser Aluminium í Bandaríkjunum og verkfallshótun í Ástralíu höfðu lítl áhrif, en uggur um meiri truflanir. BLÝ og ZINK héldu velli. Lítil sem engin verðbreyting. HRÁOLÍA. Verðið um 17,00 tunn- an. Enn við framleiðsluerfiðleika að stríða í Nígeríu og mikil sala á Norðursjávarolíu til Bandaríkjanna. GULL seldist á 378-380 dollara únsan alla vikuna. KAFFI soldist á nýju metsöluverði 1995, 3,040 dollara tonnið. Uggur um skort á kaffibaunum og áhrif þurrka á uppskeruna í Kólombíu. Verðið hafði hækkað um 6% í gær. KAKÓ. Verðið nálægt því hæsta í sex mánuði, 1,044 pund tonnið vegna uggs um framboð. SYKUR. Litlar verðbreytingar. HVEITI Um 135 dollarar boðnir í tonnið, um 3% minna en í síðustu viku, og lítill áhugi JURTAOLÍA. Litlar breytingar. Ráðstefna um tölvur og tungumál RÁÐSTEFNA um tungumál og tölvur verður haldin í Borgartúni 6 mánudaginn 27. febrúar. Þar verður meðal annars rætt um svo- kallaða tungumálaverkfræði og leiðir til þess að nýta nýja tækni til fulls á íslensku máli. Á ráðstefnunni, sem hefst klukkan 9:00, verður meðal annars fjallað um 4. rammaáætlun Evr- ópusambandsins á sviði vísinda og tækni og meðal fyrirlesara eru Giovanni Varile, sem er málvís- indamaður sem hefur starfað hjá ESB á sviði tungiimálaverkfræði í tengslum við áætlunina og Guð- rún Magnúsdóttir, lektor í tungu- málaverkfræði við Háskólann í Gautaborg. Aukin umsvif Hampiðjunnar byggjast á útflutningi Markaðssókn íAfríku Hampiðjan hf. REKSTUR: MilMónir kr. á verðlagi 1994 Meðalverðlag hvers ars, Iramrelknað m.v. bygg.vísit. 1994 1993 1992 1991 1990 Rekstrartekjur 1.014,8 869,7 798,8 728,5 902,8 Rekstrargjöld 876,5 838,0 768,3 734,2 888,2 Hagnaður (tap)af regiui. starts. 138,2 31,7 30,5 (5,7) 14,6 Hreinn hagnaður (tap) 90,3 42,4 42,2 6,7 46,6 EFNAHAGUR: Mllljónir kr. á verðlagi 1994 Arslokaverðlag hvers árs, Iramrelknað m.v. bygg.vísil. 1994 1993 1992 1991 1990 Veltufjármunir 512,9 531,5 574,2 513,4 561,3 Fastafjármunir 945,3 1.184,8 1.123,1 1.000,1 1.053,1 Skammtímaskuldir 355,5 551,5 553,1 465,4 513,5 Langtímaskuldir 334,8 465,6 476,5 405,6 480,4 Morgunblaðið/Ámi Sæberg VERÐLAUNAHAFAR og framleiðendur. Frá vinstri: Sigurður Gústafsson, Rafn B. Rafnsson, Guðmundur Einarsson, Birgir Þórarinsson, Sturla Már Jónsson, Sigurður Hallgrimsson og Ásgeir Guðmundsson. Þijú hlutu hönnunarverðlaun TVENN verðlaun Hönnunardaga 1995 voru veitt á fimmtudag, en þau hlutu Guðmundur Einarsson fyrir kynningar- og bæklinga- standinn Kynni og Guðbjörg Magnúsdóttir og Sigurður Hall- grímsson fyrir Kvartett innrétt- ingar. Verðlaunin nema 200.000 krón- um hvor um sig og eru veitt af Iðnþróunarsjóði fyrir muni sem þykja framúrskarandi hvað nota- gildi og hönnun varðar. Valið stóð á milli 56 muna eftir 30 hönnuði. Kynningarstandurinn Kynnir er framleiddur af GKS hf. og þótti framúrskarandi hönnun sem sameinaði frumleika, notagildi og einfaldleika í framleiðslu. I um- sögn dómnefndar um Kvartett innréttingar segir að þar fari saman nútíma hönnun og hagan- legt handverk, en þær eru sam- vinnuverk Egils Árnasonar hf., Trésmiðjunnar Borgar hf., Form- ax hf. og hönnuðanna. Einnig hlutu viðurkenningu Hönnunardaga þeir Sigurður Gú- stafsson fyrir athyglisverða hönn- un á klappstól og Sturla Már Jóns- son fyrir Seríu nett skrifstofuhús- gögn. Frumvarp um erlenda fjárfestinffu Utlendmgar mega nftajarðhita ERLENDUM aðila sem eignast fasteign á íslandi verður heimilt að nýta jarðhita til dæmis í fískeldi eða iðnaði, samkvæmt frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Al- þingi um iagabreytingar varðandi erlenda fjárfestingu. I athugasemdum við frumvarpið segir að það þjóni tvíþættum til- gangi: að laga reglur um fjárfest- ingu erlendra aðiía hér á landi að ákvæðum samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði og að heim- ila óbeina fjárfestingu erlendra aðila í fiskveiðum og fiskvinnslu. Bein fjárfesting útlendinga í fiskveiðum og frumvinnslu sjáv- arafurða er áfram óheimil, en sam- kvæmt frumvarpinu yrði reglum um erlenda fjárfestingu í orkumál- um breytt lítillega til að taka af tvímæli um heimildjr útlendinga til að nýta jarðhita í atvinnu- rekstri. Samkvæmt EES-samn- ingnum hefur ísland frest til 1. janúar 1996 til að laga gildandi reglur um fjárfestingu útlendinga í orkugeiranum. og á Nýja Sjálandi LJÓST er að aukin umsvif Hampiðjunnar hf. munu byggjast á aukn- um útflutningi, þar sem markaðshlutdeild fyrirtækisins hérlendis er mjög há, sagði Bragi Hannesson, stjórnarformaður Hampiðjunnar á aðalfundi félagsins í gær. Disney ræðst á evrópska kvóta Santa Monica, Kaliforníu. Reutcr. Gunnar Svavarsson forstjóri sagði að Hampiðjan einbeitti sér nú að fjórum fjarlægum markaðs- svæðum. I fyrra hefði verið komið á fót söluskrifstofu í Chile ásamt þremur öðrum íslenskum fyrir- tækjum og nýlega var samið við veiðarfæragerð í Seattle í Banda- ríkjunum um sölu á flottrollum. í ár hygðist félagið síðan hefja markaðssókn í sunnanverðri Afr- íku og Nýja Sjálandi. Verðmæti útflutnings Hampiðj- unnar jókst um 26% í fyrra, úr 178 milljónum króna árið 1993 í 224 milljónir. Mest jókst sala flottrolla, sem skila nú álíka veltu og netin sem Hampiðjan framleiðir. Hlut- fall útflutnings af heildarsölu var rúm 22%. Bragi Hannesson sagði að segja mætti að Hampiðjan hefði tekið forystu í gerð risaflottrolla, en þró- un og sala þeirra hófst árið 1989, þegar íslendingar hófu að veiða úthafskarfa utan landhelgi. Hlutabréf vanmetin Hann sagði að á síðasta aðal- fundi fyrirtækisins hefði hann leitt rök að því að hlutabréf Hampiðj- unnar væru vanmetin og á síðasta ári hefði markaðurinn viðurkennt það, því gegni hlutabréfanna hefði hækkað um 33% á sama tíma og hlutabréfavísitala Verðbréfaþings íslands hefði hækkað um 24%. Þrátt fyrir þessa breytingu sagði Bragi að leiða mætti rök að því að gengi bréfanna væri enn of I é<_i KVÓTAR Evrópusambandsins á er- lendu efni geta teppt upplýsinga- hraðbraut nútímans, ef þeim verður fylgt strangt eftir, að sögn eins framkvæmdastjóra Walt Disney-fyr- irtækisins, Richard Franks. Franks kvaðst skilja að kvótar þættu eftirsóknarverðir á óvissutím- um, en lýsti þeirri skoðun sinni að þeir bæru vott um þröngsýni og mundu að lokum koma niður á þeim sem þeir ættu að hjálpa. Franks sagði að hann væri ekki mótfallinn öllum kvótum, en þeiryrðu að vera innan raunhæfra marka. Hann gagnrýndi sjónvarpskvótana á þeirri forsendu að þeir væru slæmir fyrir alla. Kvótamir yrðu til þess að æ fleiri rásir í Evrópu væru„fylltar með endurteknu efni, sem drægi úr fjölda áhorfenda, og það drægi úr tekjum, sem mundi bitna á öllum.“ Franks hélt ræðu sína skömmu fyrir ráðstefnu sjö helztu iðnríkja heims í Brussel, þar sem fjallað verð- ur um upplýsingabyltinguna. Vinnur |j u á laugardögum? Lafidsleikurinn okkur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.