Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Karlinn í tunnunni í Dyn- heimum ÞEKKTIR danskir leikarar, þeir Finn Rye og Torkild Linde- berg, verða á ferðinni á Norður- landi í tengslum við norrænu menningarhátíðina Sólstafi í næstu viku. Á mánudag og þriðjudag, 17. og 28. febrúar, sýna þeir látbragðsleik, eldfjöruga trúða- sýningu, fulla af gríni og gamni sem nefnist „Karlinn í tunn- unni“. Standi verkfall kennara sýningardagana verða sýning- arnar í Dynheimum á Akureyri kl. 13.30 og 16.30 næsta mánudag og kl. 10.00 á þriðju- dag og í „Ungó“ á Dalvík á þriðjudag íd. 17.00. Sýningamar eru einkum ætlaðar börnum og unglingum frá 10 ára aldri en er ágæt skemmtun fyrir alla íjölskyld- una. Sérstakar ferðir strætis- vagna verða á sýningamar á Akureyri, á mánudag kl. 13.10 fer vagn frá Glerárkirkju með viðkomu við Hamar, kl. 16.10 fer vagn frá Hamri með við- komu í Norðurgötu við Eiðs- völl. Á þriðjudag kl. 9.40 fer vagn frá KA-húsinu með við- komu við Háskólann við Þór- unnarstræti. Ferðir verða til baka sömu leiðir að lokinni sýningu hveiju sinni. Árekstur tveggja heima er meginþema sýningarinnar, þess rétta og ævintýraheims barnsins, en undirtónninn gef- ur sýn inn í tilfinningalíf þess sem er minnimáttar, þess sem er hafður að háði og spotti og þess sem lendir í trúðshlutverk- inu. MESSUR AKUREYRARPRESTAKALL: Helgistund verður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu kl. 10.00 á morg- un. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju kl. 11.00. Öll börn vel- komin og foreldrar eru einnig hvattir til þátttöku. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju á morgun kl. 14.00. Æskulýðsfé- lagið heldur fund í Kapellunni kl. 17.00. Biblíulestur verður í Safnaðarheimilinu mánudags- kvöldið 27. febrúar kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund fellur nið- ur vegna fræðslu Gunnars J. Gunnarssonar lektors um Nýja testamenntið á vegum Leik- mannaskóla kirkjunnar. Barna- samkoma verður kl. 11.00 For- eldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Messa verður kl. 14.00 Gunnar J. Gunnarsson guðfræðingur predikar. Magnús Friðriksson syngur einsöng. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 13.30. Hjálpræðissamkoma kl. 20.00, Miriam Óskarsdóttir tal- ar. Allir velkomnir. Heimila- samband fyrir konur, kl. 16.00 á mánudag. KK-krakkaklúbbur kl. 17.00 á miðvikudag. Hjálp- arflokkur kl. 20.30 á fimmtu- dag. Flóamarkaður frá 10 -17 á föstudag og 11+ kil. 18.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Vakningar- samkoma, ræðumaður Mike Fitzgerald kl. 15.30 á sunnu- dag. Biblíulestur næsta mið- vikudag kl. 20.00. KKSH kl. 17.15 á föstudag og bænasam- koma kl. 20.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN; Eyr- arlandsvegi 26, Altarisganga laugardag kl. 18.00 og sunnu- dag kl. 11.00. Seyðisfirði - Sólin er nú farin að skina um Seyðisfjörð allan að nýju eftir fjarveru sína í nóvem- ber. Að venjujgleðjast menn af þessu tilefni. Iþróttafélag fatl- aðra, Viljinn, stóð fyrir sólar- kaffi í félagsheimilinu Herðu- breið fyrir skömmu. Eins og vænta mátti á þessu afmælisári kaupstaðarins var dagskráin sérstaklega vönduð. Þorvaldur Jóhannesson, bæjar- sljóri, flutti ræðu í tilefni dagsins og Jónas Hallgrímsson, forseti Húsavík - Skátafélagið Víkingur á Húsavík, sem stofnað var í febrúar 1940, en hefur ekki starfað undan- farin ár, hefur nú verið endurvakið með því að 75 nýliðar staðfestu skátaheitið sitt á afmælisdegi Bad- ens Powell við hátíðlega athöfn að viðstöddum foreldrum og gestum. Fyrir stofnun félagsins í febrúar 1940 stóð Gertrud Friðriksson, þá prófastsfrú á Húsavík. Hún kom frá Danmörku og vann að stofnun fyrsta Kvenskátafélagsins á íslandi. Björg dóttir hennar, einn af stofnendum Víkinga, ávarpaði nýliðana, sagði frá stofnun félagsins og afhenti varð- veittar eignir félagsins og þar á meðal gjafabréf frá Karli Sigurðssyni á Knútsstöðum, sem gaf félaginu landspildu í Aðaldalshrauni til að reisa á skála. Skálinn stendur enn, en hefur látið á sjá fyrir tímans tönn, en eitt af verkefnum hinna nýju fé- Ný fiskbúð á Húsavík FISKBÚÐ Húsavíkur hefur opnað á Garðarsbraut 62 í húsa- kynnum verslunarinnar Þin- geyjar. Hefur verslunin á boð- stólum ferskan fisk og aðrar sjávarafurðir. Eigandi verslun- arinnar er Garðar Geirsson. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hafði um áratuga skeið rekið fiskbúð eða síðan hætt var að fá fisk keyptan á bryggjunni, en hætti rekstri hennar um síð- ustu áramót. Fréttaritari man þá tíð að sjómenn gáfu yfirleitt bæjarbúum alla soðningu ef þeir báru sig eftir björginni á bryggjunni eða í naustinu. Þar er margt af sem áður var. Sólarkaffi á Seyðisfirði bæjarstjórnar, ávarpaði gesti. Síðan voru flutt mörg skemmti- atriði. Kirkjukór og Barnakór Seyðisfjarðar frumfluttu lag Jóns Þórarinssonar við ljóð sr. Erlendar Sigmundssonar. Höf- undar hafa gefið Seyðfirðingum laga verður að endurreisa Iiann. Jón Ármann Árnason afhenti á stöng tvo fyrstu íslensku fánana, sem félagar báru, en hann hafði varðveitt þá. Undirbúningur endurreisnar fé- lagsins hefur staðið frá því í haust, en við athugun þá kom í ljós að lagog ljóð í tilefni afmælisins. Á samkomunni komu einnig fram sönghóparnir Út úr þok- unni og Rúmlega tvöfaldur auk þess sem margir yngri Seyðfirð- ingar léku á hljóðfæri gestum til ánægju og yndisauka. Ovenju margir voru á skemmt- uninni og þurftu sumir að láta sér nægja að standa eða sitja á gólfinu. Þetta gerðu menn með bros á vör og ekki annað að sjá en allir hafi skemmt sér hið besta. nokkrar ungar konur, sem höfðu verið starfandi skátar, höfðu flutt í bæinn. Hafa nú 12 ungar konur, tekið að sér stjórn hinna 8 flokka, undir stjórn foringjans Sigrúnar Ás- geirsdóttur, sem stjómaði með skör- ungsskap hinum fjölmenna fundi skátanna. Kaffi Le- folii opnað á Eyrar- bakka Eyrarbakka - UNGT par, Þórir Erlingsson matsveinn og unnusta hans Katrín Ósk Þráinsdóttir, hafa unnið hörðum höndum síðustu vik- ur við að undirbúa veitingarekstur í gömlu og virðulegu húsi á Eyrar- bakka, sem byggt var upphaflega sem barnaskóli, en var síðan breytt í íbúðarhús og gekk þá undir nafn- inu Gunnarshús, eða Gistihúsið. Síðast var í húsinu rekin kaffistofa að sumarlagi fyrir tveim árum. Ég spurði Þóri hvernig veitingahús þetta yrði hjá honum. „Við stefnum að því að opna í kjallaranum í kvöld, en þar hyggj- umst við reka vinalega ölstofu, þar sem hægt verður að fá hvers konar léttar veitingar, en á efri hæðinni munum við vera með allar venjuleg- ar veitingar, mat og kaffí alla daga. Þá aðstöðu verðum við tilbúin með fyrir páska. Við munum líka taka að okkur veislur eftir því sem til- efni gefast.“ Nafnið, Kaffi Lefolii, er komið frá eiganda dönsku verslunarinnar á Eyrarbakka, en J.R.B. Lefolii, eða Lefolii eldri, mun hafa eignast verslunina upp úr miðri seinustu öld, og var verslunin jafnan við hann kennd síðan. Kaffi Lefolii verður opið frá kl 16 til 23.30 alla virka daga, en frá kl 14.00 um helgar. Vertíð hjá vörubílstjórum á Eyrarbakka Mikið er að gera við loðnufryst- ingu hjá ísfold og er unnið nætur og daga. Vörubílar, sumir langt að komnir, bíða í röðum við skipshlið í Þorlákshöfn eða við móttökur frystihúsanna. Sumir þessara bíla koma langt austan úr sveitum og fá hér góðan sprett meðan loðnu- frystingin varir. 2 dúndur tilboö <3 > INDY 500 EFI SKS 75 hö - INDY XLT SKS 86 hö Verö nú kr. 779.000 Verð nú kr. 765.000 Til hjálparsveita kr. 439.900 Til hjálparsveita kr. 429.900 Kynntu þér málin strax í dag - mjög takmarkað magn. Góðjsþ’eiðslukjöi^llt að 36 mánuðir. Skránlngargjald ekki innifaliö. Skátastarf endurvakið á Húsavík FRÁ endurvakningu skátafélagsins Víkings á Húsavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.