Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 47 FRÉTTIR Styrkur úr Sagn- fræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fyrir árið 1995, 300.000 kr. í 4. grein skipulagsskrár sjóðsins stendur: Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúd- enta við nám undir kandídatspróf í sagnfræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka og vinna að ritun um sérstök verkefni er varða sögu íslands eða efni því nátengt. Veita má manni styrk til sams kon- ar verkefna er eigi hefur verið í Háskóla íslands og er sérstakar ástæður mæla með því að mati stjórnar og öll stjórnin er sammála þar um. Umsóknum ber að skila á skrif- stofu heimspekideildar Háskóla ís- lands í Árnagarði við Suðurgötu eigi síðar en 15. mars nk. Stjórn Þjóðvinafélags- iýM Sími: 568 0020 Skákæfing fyrir börn og unglinga TAFLFÉLAG Reykjavíkur býður börnum og unglingum 14 ára og yngri á ókeypis skákæfingu alla laugardaga kl. 14. Æfingin er haldin í félagsheimil- inu í Faxafeni 12. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þótt ekki sé um beina skák- kennslu að ræða eiga allir sem kunna mannganginn erindi á æfing- una og vel er tekið á móti nýjum þátttakendum, bæði drengjum og stúlkum. Samhliða æfíngunni geta þeir sem vilja spreytt sig á skákverkefn- um. Taflfélagið útvegar töfl og klukkur og því þurfa þátttakendur FULLTRÚAR Almannavarna taka við gjöfinni frá forráðamönnum Heklu hf. Hekla gefur lýsingarbúnað HEKLA hf. hefur fært Almanna- er völ á raforku en lýsingar er þörf. vömum ríkisins að gjöf sjálfstæðan Hekla vill með þessari gjöf sýna í flóðlýsingarbúnað frá Ingersoll- verki skilning sinn á mikilvægi Rand að verðmæti 1.000.000 kr. björgunarstarfs og hversu áríðandi Búnaður þessi er sérhannaður til er að þeir sem það stunda séu vel notkunar á stöðum þar sem ekki tækjum búnir. ins öll endurkjörinn AÐALFUNDUR Hins íslenska þjóð- vinafélags var haldinn í Alþingi miðvikudaginn 8. febrúar. Félagið var stofnað af alþingis- mönnum 19. ágúst 1871. í lög fé- lagsins var sett það ákvæði að aðal- fundir þess skyldu haldnir á Alþingi annað hvert ár. Salome Þorkelsdótt- ir, forseti Alþingis, stjórnaði fund- inum. Jóhannes Halldórsson, forseti félagsins, sat fundinn af þess hálfu. Hann gerði í stuttu máli grein fyrir upphafi félagsins og upphaflegum stefnumiðum þess. Meðal þeirra er útgáfa ritaðs máls. Undanfarna áratugi hefur félagið ekki haft tök á stórræðum á því sviði, en gefur út ársritin Almanak og Andvara svo sem það hefur gert um 120 ár. Forseti gerði grein fyrir reikningum félagsins árin 1992 og 1993 og vom þeir samþykktir. Að lokum fór fram kosning stjórnar félagsins og endurskoð- enda. Engar breytingar urðu. Jó- hannes Halldórsson cand. mag. var kosinn forseti, dr. Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar, varaforseti, dr. Guðrún Kvaran, orðabókarritstjóri, Heimir Þorleifs- son, menntaskólakennari, og Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður með- stjórnendur. Halldór Ásgrímsson, alþingismaður, og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi varaskrifstofustjóri AI- þingis, vom kosnir endurskoðendur. ------------» ♦ ♦----- Bókamarkaðurinn opinn um helgina BÓKAMARKAÐUR Félags is- lenskra bókaútgefenda í Framtíðar- húsinu, Faxafeni, er opinn alla helg- ina frá kl. 10-18 á laugardag og kl. 12-18 á sunnudag. Markaðurinn hefur staðið yfír í 9 daga, hefur aðsókn verið mikil og góð sala. Þá hefur geisladiska- sala verið mikil, einkum á klass- ískri tónlist. Einkennandi fyrir markaðinn er mikil sala í bamabók- um, ævisögum og endurminning- um, segir í fréttatilkynningu frá bókamarkaðinum. Daglega bætast við nýjar bækur frá útgefendum. Markaðurinn stendur til 8. mars. BARNAKÓR Grensáskirkju. Bollufjör í Grensáskirkju BARNAKÓR Grensáskirkju heldur sitt árlega ur, kaffi og bollukaffi. Veitingar verða seldar á bollufjör í Grensáskirlgu sunnudaginn 26. febrúar 500 kr. Hlutavelta verður á staðnum og er miða- kl. 15.30. Á dagskrá verður söngur, hljóðfæraleik- verð á tombólu 50 kr. HÓTELIÐ sem gist verður á er á miðri Waikiki-strönd, þeirri þekktustu á svæðinu. Maí á Hawai ekkert að hafa með sér til að geta tekið þátt í æfíngunni. Æfíngin stendur í u.þ.b. 3 klst. * Urslitakeppni í frjálsum dönsum ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI unglinga í fijálsum dönsum 10-12 ára verður haldin laugardaginn 25. febrúar. Þetta er í 12. sinn sem keppnin er haldin. Keppt er í hóp- og ein- staklingsdansi. „Freestyle“-keppn- in hefur aldrei verið eins vinsæl og nú, því alls eru 30 hópar og 12 ein- staklingar af öllu landinu sem taka þátt í keppninni. Keppnin hefst kl. 14 í Tónabæ laugardaginn 25. febrúar. Kenna akstur í hálku LEIÐSÖGN verður veitt í hálku- akstri laugardaginn 25. febrúar frá kl. 10-16 á Leirtjöm við Úlfarsfell. Það er Bindindisfélag ökumanna, Umferðarráð og Ökukennarafélag íslands sem standa fyrir þessu og er þátttaka ókeypis. Þeir sem fá leiðsögn sjá myndband um akstur við erfiðar aðstæður, fá bækling um hálkuakstur og síðan aka þeir á tjörninni undir leiðsögn ökukenn- ara. Þegar ekið er að Leirtjörn er farið um Vesturlandsveg eftir að komið er yfír brúna yfír Úlfarsá er beygt til hægri inn á Úlfarsfellsveg sem liggur að Hafravatni og er tjömin þar á vinstri hönd. ■ ÓKEYPIS hugleiðslunám- skeið verður haldin dagana 27. febrúar til 5. mars á Hverfisgötu 76, Reykjavík. Námskeiðin eru á vegum Sri Chinmoy-miðstöðvar- innar og er öllum heimill aðgang- ur. Námskeiðin 19 eru öll með sama sniði og fara fram kl. 12-13 frá mánudegi til föstudags, kl.15-17 frá mánudegi til sunnudags, kl. 20-22 á mánud., þriðju., fimmtud., föstud. og laugardagskvöldum og kl. 10-12 á laugardag. Námskeiðin era öll ókeypis og er ekki nauðsyn- legt að skrá sig fyrirfram. FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnu- ferðir-Landsýn efndi til kynningar á ferð til Hawaii frá 30. apríl til 15. maí „með blómakrönsum, baðströnd- um og blágrænum sjó", eins og það var orðað í kynningu. Flogið er til New York og daginn eftir til höfuð- borgarinnar Honululu. Síðan tekur við 11 daga dvöl á Waikiki-strönd og ýmsir möguleikar gefast til skoð- unarferða, íþróttaiðkunar og annarr- ar afþreyingar. í heimleiðinni verður 4ra daga viðdvöl í San Francisco. Ferðin kostar 169.00 kr. á mann miðað við tvíbýli og bóka þarf mán- uði fyrir brottför. Athygli er vert að vekja á að 10.000 kr. afsláttur gefst ef staðfest er fyrir 9. mars. Samvinnuferðir flugu með íslend- inga til Hawaii fyrir nokkrum árum og eru nú aftur að þreifa fyrir sér um áhuga á skipulögðum ferðum þangað. Skrifstofan kemur líka í kring ferðalögum einstaklinga og hópa til Hawai og á sama verði og hópferðin í vor. í henni býðst þó til viðbótar við flug og gistingu; 3 skoð- unarferðir og aðstoð fararstjórans Sigþórs Gunnlaugssonar. Hótelið sem gist verður á heitir Sheraton Princess Kaiulani og er skammt frá ströndinni. í grenndinni er grúi veitingastaða, næturklúbba og verslana. Þeir sem kjósa að njóta litanna í náttúrunni, spila golf, tenn- is eða blak eða reyna við brim- eða seglbretti munu heldur ekki lenda í vandræðum. Hitinn á Hawaii er nálægt 3Ö gráðum árið um kring og sjávarhiti um 25 gráður. Dönsku- skólinn tek- ur til starfa Auður Leifsdðttir DÖNSKUSKÓL- INN tók til starfa í janúar sl. í hús- næði að Stór- höfða 17. Hug- myndin er að kenna hagnýta dönsku í litlum samtalshópum. Eigandi skól- ans og aðalkenn- ari er Auður Leifsdóttir cand. mag., en hún hefur að baki u.þ.b. 14 ára reynslu í dönskukennslu hér á landi; hjá Námsflokkum Reykja- víkur, Flensborgarskólanum og undanfarin 10 ár við dönskudeild Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands. í byijun mars hefjast á ný nám- skeið, bæði framhalds- og byijenda- námskeið, fyrir fólk á öllum aldri. Auk samtalshópanna gefst einnig möguleiki á einkatímum t.d. í mál- fræði sem og sérhæfðri þjónustu í danskri málnotkun, sem og bréfa- skriftum, þýðingar og annað sem tengjast samskiptum við Dani.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.