Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 27 Verið FYRIR skömmu kvað Hæstirétt- ur íslands upp dóm í máli stúlku- bams sem að hundur hafði bitið í andlitið fyrir sex ámm. Dómurinn dæmdi stúlkunni lægri bætur en ella og var ástæðan fyrir því sú að stúlkan er stúlka. Þannig em réttar- heimildir dómsins í máli stúlkunn- ar, að þessu leyti til, ólögmætt, ríkj- andi ástand sem er andstætt gild- andi lögum og siðferðisvitund þorra manna. Stúlkan mun bera mein sín um aldur og ævi og má þar að auki þola það sem kannske er verra, að æðsti dómstóll þjóðarinnar hefur kastað að henni steinum misréttis. Það ber óneitanlega vott um skammsýni þegar Hæsiréttur kveð- ur upp dóm sem þennan og bindur þar með ungmenni til skerðingar um áratugi, þegar löggjafinn hefur sett lög sem kveða á um hið gagn- stæða. Síðan er ætlast til þess að þjóðin treysti því að þessi sami dóm- Aldrei hefur alþingis- mönnum þótt ástæða til að ræða mál nokkurra stórslasaðra barna utan dagskrár, segir Auður Guðjónsdóttir. Þó eru þeim ætlaðar 145% lægri ævitekjur en öðr- um slösuðum bömum. stóll aðlagi lögin að réttarvitund almennings á hveijum tíma. Vegna uppkvaðningar slíks dóms þá brest- ur mig hugrekki til að hugsa þá hugsun til enda hvort þetta 75 ára virðulega afmælisbarn eigi fyrir þjóðina einhveija framtíðarsýn hvað varðar bætt mannréttindi. En skiln- ingsleysi Hæstaréttar á mannlífinu sýnir sig ekki alltaf jafn augljóslega og í jafnfréttisbrotinu í máli stúlku- barnsins. Til fjölda ára hefur réttur- inn leyft sér, þegar dæmt hefur verið í örorkumálum barna og ung- menna að taka vaxtaprósentuna 6 sem góða og gilda á höfuðstólsverð- mæti bótanna, þrátt fyrir að vextir hafi stöðugt farið lækkandi í þjóðfé- laginu. Með því að áætla að höfuð- stóll skaðabóta verði ávaxtaður með 6% vöxtum í svo og svo mörg ár, er hægt að lækka það fjármagn sem bótagreiðanda ber að reiða fram þeim slasaða til handa. Síðan eru þeir vextir sem höfuðstóllinn ber sagðir vera sú greiðsla sem upp á vantar til að viðkomandi fái bætt allt sitt fjártjón. Takist hinum slas- aða hins vegar ekki að ávaxta bæt- ur sínar með 6% vöxtum þá er það hans tap en erfitt er að fá slíka ávöxtun í dag, nema annaðhvort með áhættu eða að vera fjármála- snillingur í fullu starfi. Vænlegast hefur því þótt að ávaxta ævitekjur barna sem hlotið hafa örorku í ríkis- tryggðum skuldabréfum, sem ekki bera 6% ársvexti, frekar en að glutra niður öllum ævitekjum þeirra. Þar sem æðsti dómstóll landsins hefur enn ekki aðlagað ofangreinda vaxtaforsendu að stað- reyndum mannlífsins þá læðist óneitanlega að mér sú hugsun að rétturinn sé ekki hlutlaus, þegar að því hefur komið að færa fjár- magn frá auðvaldinu, s.s. eins og tryggingafélögum. Hugsun mín í AÐSENDAR GREINAR menn því sambandi rís einnig á þeim rök- um, hvernig stöndugustu fyrirtæki landsins hafa komið ár sinni fyrir borð, hvað varðar vexti á eftirlauna- skuldbindingar þeirra, með fullu samþykki eða afskiptaleysi ýmissa æðstu embættismanna þjóðarinnar. Við setningu skaðabótalaga nr. 50/1993 sá löggjafinn sig knúinn til að klóra yfir vansæmd Hæsta- réttar og hækkaði ævitekjur barna og ungmenna sem örorku hljóta vegna bótaskyldra slysa um 145% á einni nóttu og er það gott. Hins- vegar er það, sem ekki er gott í málinu að nokkur stórslösuð ung- menni sem áttu óupp- gerðar bætur þegar lögin gengu í gildi voru skilin eftir með 145% lægri ævitekjur en þau hin, örlögum sínum að bráð, handan einnar dagsetningar. Á þetta misrétti hef ég mar- goft bent og er raunar að verða eins og 78 snúninga grammófón- plata í því sambandi. Þrátt fyrir það hefur ekkert gerst í málinu til leiðréttingar. Aldrei hefur alþingismönnum þjóðarinnar þótt ástæða til að ræða mál þessar barna utandagskrár á Al- þingi, þrátt fyrir 145% launamis- mun hjá sömu stétt, ef svo má að Auður Guðjónsdóttir orði komast. Annað var uppi á teningnum eftir birtingu skýrslu jafn- réttisráðs um launam- un karla og kvenna eða svo minnst sé á nýaf- staðið verkfall sjúkral- iða þegar allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi vegna þeirra fáu prósenta sem talið var að sjúka-liðum bæri að fá sem viðbót, til þess að þeirri stétt yrði ekki mismunað í launum í samanburði við hjúkrunarfræðinga. Nýverið hef ég átt fund með þremur þing- mönnum sjálfstæðisflokks í mínu kjördæmi, þar sem mál útilegubarn- anna voru reifuð. Þeir mætu þing- menn hétu mér því að skoða málin og reyna að gera sitt til góðra málalykta. Ekki töldu þingmennirn- ir að um yrði að ræða áhlaupaverk, sér í lagi vegna fordæmissköpunar. íslensk þjóð hefur sýnt og sannað samstöðu sína þegar eitthvað hefur á bjátað. Ég er því sannfærð um að þau börn sem hér um ræðir eiga stuðning þjóðarinnar vísan. Þar sem ég treysti því að orð þriggja þing- manna sjálfstæðisflokks í Reykja- neskjördæmi standi, þá skora ég bæði á dómsmálaráðherra og heil- brigðisráðherra að taka málaleitan þingmanna vel, er til búðar þeirra verður leitað og klóra þannig yfir vansæmd Alþingis í garð fyrr- greindra barna. Höfundur er hjúkrunnrfrædingvr á LandspítaJanum. kr. 1.299.000.- Ceríb samanburb á verbi og búnabi Opiö laugardag °g sunnudag kl. 14-17 Verið velkomin í reynslu- akstur Opel Astra VW Golf T. Corolla MMC Lancer Verð kr. 1.299.000.- 1.255.000,- 1.299.000,- 1.295.000,- Dyrafjöldi 4 5* 4 4 Lengd 4239mm 4020mm 4270mm 4275mm Breidd 1696mm 1695mm 1685mm 1690mm Utvarp og segulband Já Nei Nei Nei Hátalarar 6 stk. Nei 2 stk 4 stk Samlæsing m/þjófavara Já Nei Nei Nei Fjarstýrðir útispeglar Já Já Já Já Bílbeltastrekkjarar Já Nei Nei Nei Tvöfaldir styrktarbitar Já Nei Nei Nei Stillanleg hæö öryggisbelta Já Já Já Já Einnig fyrir aftursæti Já Já Nei Nei Vökvastýri Já Já Já Já Vélastærö & hestöfl 14ÖÖCC 82HÖ 1400cc 60HÖ 1330cc 90Hö 1300cc 75Hö islensk ryövörn Já Nei Nei** Nei Fjölinnsprautun Já Nei Já Já ■0- OPEL * VW Golf ekki fáanlegur 4ra dyra ** aðeins undirvagnsryðvörn B í LH E I M A R Fossháls 1 110Reykjavík Sími 634000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.