Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 51 BRIDS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson í sveitakeppni Bridshátíðar varð Rita Shugart sagnhafi í 6 tíglum í eftirfarandi spili. Eftir góða byijun, fór hún villur vegar í framhaldinu og endaði einn niður. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á32 4 K875 ♦ K842 ♦ G3 Vestur ♦ 54 4 DG10942 ♦ 103 ♦ 876 Austur ♦ G1097 ▼ Á ♦ G96 ♦ D9542 Suður 4 KD86 4 63 ♦ ÁD75 4 ÁK10 Heimildarmaður blaðs- ins, Eiríkur Hjaltason, mundi ekki sagnir að öðru leyti en því að vestur hafði hindrað í hjarta. Spilaði síð- an út hjartadrottningu. Shugart leysti þann vanda rétt með því að dúkka og austur átti slag- inn á ásinn blankan. Og skipti svo yfir í lauf. Shug- art drap og losaði sig við gosann í borði. Tók síðan tromp þrisvar og prófaði spaðann. Þegar hann féll ekki, tók hún hjartakóng og stakk hjarta. Trompaði síðan fjórða spaðann og neyddi vestur til að fara niður á eitt lauf. I þeirri von að það væri drottning- in, spilaði Shugart næst laufi á kóng. Einn niður. En spilið má vinna af öryggi hvoru megin sem laufdrottningin er. Eftir að hafa tekið tromp þrisvar, spilar sagnhafi hjarta á kóng og stingur hjarta. Tekur svo spaðahjónin og spilar spaða á ásinn: Norður Vestur 4 - 4 8 ♦ 8 4 3 Austur ♦ - 4 G V G ♦ - lll 4 - ♦ - 4 87 4 D9 Suður ♦ - 4 K10 Síðasta trompið þvingar báða mótherja til að henda laufi. - I I I ---------------------- LEIÐRÉTT NAFNAVÍXL í formála minningargreina um Ásgrím Stefán Björnsson á blaðsíðu 32 í Morgun- blaðinu síðastliðinn fimmtudag var bróðir IÁsgríms, Hilbert Jón Björnsson, ranglega nefndur Jón Hilbert. Þetta leiðréttist hér með. Rangt starfsheiti I myndatexta með við- tali við danska flugstjór- ann Flemming Kirkegaard á bls. 27 í Morgunblaðinu gær, var Skúli Jón Sigurð- arson sagður deildarstjóri í Loftferðaeftirlitinu. Hið rétta er, að Skúli er fram- kvæmdastjóri flugslysa- rannsóknadeildar Flug- málastjórnar Islands. ÍDAG MESSUR Arnað heilla íyrvÁRA afmæli. Sjötug I V/ er í dag, laugardag- inn 25. febrúar, Ragna Ólöf Wolfram, Grundar- gerði 17, Reykjavík. Eig- inmaður hennar er Johan Wolfram, bifvélavirki. Fjölskyldan tekur á móti gestum í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, frá kl. 18.30 í dag. ÁRA afmæli. í dag, laugardaginn 25. febrúar, er fimmtugur Við- ar Símonarson, Hlíðar- byggð 47. Eiginkona hans er Halldóra Sigurðardótt- ir. Þau taka á móti gestum í félagsheimili Stjömunnar í Garðabæ frá kl. 17 á af- mælisdaginn. £• rvÁRA afmæli. Þriðju- ÖU daginn 28. febrúar nk. verður sextug Guðrún J. Halldórsdóttir, alþing- iskona og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur. Hún tekur á móti gestum á morgun, sunnudag, í Sókn- arsalnum, Skipholti 50A, milli kl. 15 og 18 og vonast til að sjá sem flesta. rvÁRA afmæli. Fimm- O V/ tugur er í dag, laug- ardaginn 25. febrúar, Bjarni Jónsson endur- skoðandi, Sunnubraut 27, Kópavogi. Eiginkona hans er Vilhelmína Þór. Þau taka á móti gestum á heim- ili sínu eftir kl. 18 í dag. Með morgunkaffinu ÉG var barnakennari áður, en varð að finna mér aðra vinnu sem tók ekki jafn mikið á taugamar. HÖGNIHREKKVÍSI STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú nýtur mikils trausts í vinahópi og bjartsýni þín er smitandi. Hrútur (21. mars-19. apríl) 14* Þú leggur þig fram við að rækta gott samband við ást- vin og nærð tilætluðum ár- angri. Ættingi þarfnast um- hyggju þinnar. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér gefst tækifæri til að sinna líknarmálum í dag, og þú getur sýnt bömum gott fordæmi. Ástvinir eiga sam- an gott kvöld. Tvíburar (21. ma! - 20.júní) Settu þér ekki óraunhæf markmið sem útilokað er að ná, og gættu þess að gera ekki allt of miklar kröfur til ástvinar. Krabbi (21. júní — 22. júlf) H$0 Þú kemur vel fyrir þig orði í dag, og nú væri við hæfí að skreppa í heimsókn til vina. Þú færð nytsama ábendingu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) 'ef Lífsþægindin eru þér ofar- lega í huga, en gættu þess að eyða ekki of miklu í óþarfa munað. Ástin verður í fyrirrúmi í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) sti Smávegis ágreiningur getur komið upp milli ástvina sem auðvelt er að leysa með því að ræða málin ( einlægni og vinsemd. (23. sept. - 22. oktúber) Þér berast upplýsingar sem geta orðið þér til góðs í fram- tíðinni. Taktu það ekki nærri þér þótt einhver valdi þér vonbrigðum. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Ef skapið er ekki gott í dag er auðvelt að finna leiðir til að bæta það. Reyndu bara að njóta frístundanna í vina- hópi. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) «0 Dagurinn hentar þér vel til viðskipta og þú getur náð mjög hagstæðum samning- um. Óvænt viðskiptaferð er framundan. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þú færð tækifæri til að sýna það að þér sé treystandi fyr- ir leyndarmáli vinar. List- rænir hæfíleikar fá að njóta sín í kvöld. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) dk Sjáðu til þess að þú fáir góða hvíld í dag til að safna kröft- um fyrir komandi viku. Gættu einnig hófs í mat og drykk. Fiskar (19. febrúar-20. mars) ’iíSt Hafðu stjórn á skapi þínu svo ekki komi til árekstra in lan fjölskyldunnar. Mundu að vanhugsuð orð verða ekki aftur tekin. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra stað- reynda. Guðspjall dagsins: Skírn Krists. (Matt. 3.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Börn fædd 1990 fá afhenta gjöf frá kirkj- unni. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnastarfið: Farið verður í heimsókn í Digraneskirkju. Lagt af stað frá Bústaðakirkju kl. 10.45. Guðsþjónusta kl. 14.00. Skátamessa. Skátar aðstoða í messunni. Ræðumað- ur Ólafur Ásgeirsson, varaskátahöfð- ingi. Barnakórar kirkjunnar syngja. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Barnastarf í safn- aðarheimilinu kl. 11.00 og í Vesturbæj- arskóla kl. 13.00. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Hellen Helgadóttir syngur einsöng. Bollukaffi Barnakórs Grensás- kirkju kl. 15.30. Söngur, hljóðfæraleik- ur, kaffi og bollur. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslustund kl. 10.00. Söngæfing safnaðarins. Hörður Áskelsson organisti. Messa og barna- samkoma kl. 11.00. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Organisti Hörður Áskelsson. Orgeltónleikar kl. 20.30. Keith John frá Englandi leikur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Organisti Violetta Smid. Sr. Helga Soffía Konr- áðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11.00. Skátafélagiö Skjöldungar aðstoða í messunni. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Ólafur Finns- son. Kór Langholtskirkju (hópur IV) syngur. Sunnudagaskóli á sama tima í umsjá Hauks I. Jónassonar. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Jónas Þórir. Barnastarf á sama tíma. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Opið hús frá kl. 10.00. Munið kirkjubil- inn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Biskup Islands hr. Ólafur Skúlason vísiterar söfnuð og prédikar við guðsþjónustu. Kristín Bögeskov sett inn í embætti djákna. Sóknarprestar þjóna fyrir alt- ari. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Sóknarprestar. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Kristín Jónsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur og Sigurlínar ívarsdóttur. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Foreldrar boðnir velkomnir með börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Skátaguðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Daníel Jónasson. Sam- koma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HOLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11.00. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Máté- ová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón Ragnar Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Umsjón: Valgerður, Hjörtur og Rúna. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Bjarni Þór Jónatans- son. Fundur með foreldrum fermingar- bama eftir guðsþjónustuna. Kaffiveit- ingar. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Örn Falkner. Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Barnakórinn, yngri deild, syng- ur. Guösþjónusta kl. 14.00. Altaris- ganga. Barnakórinn, eldri deild, syngur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN, Rvik: Messa kl. 14.00. Fermdir verða Björn Önundur Arnars- son, Selvogsgrunni 20, og Sindri Hös- kuldsson, Alftamýri 31, Reykjavík. Org- anisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14.00. Ensk messa kl. 20.00. Laugardaga messa kl. 14.00. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8.00 og kl. 18.00. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Samkoma á morgun kl. 16.30. Guðs ríki - orð eða kraftur. Ræðumaöur: Ragnar Gunnars- son. Mikill söngur. Barnasamvera á sama tíma. Veitingar á vægu verði eftir samkomuna. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11.00. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfia: Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla og barnasamkoma á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14.00. Munið barnastarfið á sama tíma. Þórsteinn Ragnarsson safnaðar- prestur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusam- koma kl. 11.00. Biblíutími kl. 16.00. - Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Jan Öy- stein Knedal, Daníel Óskarsson o.fl. taka þátt í samkomunum. FÆR. sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17.00. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14.00. Rútuferð frá safnaðarheimili kl. 13.30. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11.00. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00. Gídeonfélagar kynna starfsemi sína. Hugvekju flytur Kári Geirlaugsson. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00 og almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Siguröur Helgi Guömundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Fimm ára börn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðið í kirkju. Barnakórinn syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Organisti Helgi Bragason. Samvera í Strand- bergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju, eftir guðsþjónustuna. Þórhildur Ólafs. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam- koma sunnudag kl. 11. Umsjón Elín Jóhannsdóttir. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.00. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18.00. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu- daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8,00. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVfKURKIRKJA: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 11.00. Ferming- arbörn og foreldrar hvött til að mæta. Organisti Steinar Guðmundsson. Bald- ur Rafn Sigurðsson. KÁLFATJARNARKIRKJA: Kirkjuskóli í dag, laugardag, kl. 11.00 í Stóru-Voga- skóla. Bjarni Þór Bjarnason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta í Hlévangi kl. 11.00 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur, Ragnars S. Karlssonar og sr. Sigfúsar B. Ingvasonar. Aðalsafn- aðarfundur Keflavíkursóknar hefst með helgistund í kirkjunni kl. 14.00. Kjartan Már Kjartansson leikur á fiðlu. Kvenna- kór Suðurnesja og Kór Keflavíkurkirkju syngja. Síðan verður gengiö til venju- legra aðalfundarstarfa og kosið um nýja tillögu að safnaðarheimili við kirkjuna. Kjörfundur hefst síödegis í Kirkjulundi að loknum umræðum og fundi verður frestað á meðan í kirkjunni. Sóknar- fólki, sem ekki situr fundinn, er bent á að kjósa í Kirkjulundi um fimmleytið, en kjörfundi lýkur kl. 18.00. Kosningarétt eiga allir sóknarmenn fullra 16 ára, sem skráðir voru í Þjóðkirkjuna 1. des. sl. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavik: Messa kl. 14.00. HVERAGERÐISKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Tómas Guðmunds- son. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14.00. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvolsvelli: Kirkjuskóli í dag, laugardag, kl. 11.00. Guðsþjónusta sunnudag kl. 14.00. Sig- urður Jónsson. ODDASÓKN: Sunnudagaskóli í Hellu- skóla sunnudag 26. febrúar kl. 11.00. Sigurður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli í Landakirkju kl. 11.00. Ath. síðasta sunnudag í mánuði fellur sunnudagaskólinn á Hraunbúðum nið- ur. Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. Boðið upp á akstur frá Hraun- búðum. Að lokinni messu verður hald- inn aðalsafnaðarfundur í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Unglingafundur KFUM & K kl. 20.30. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta í dag, laugardag, kl. 11.00. Strax á eftir föndur barnastarfsins í safnaðarheimil- inu. Stjórnendur Sigurður Grétar Sig- urðsson og Axel Gústafsson. Messa sunnudag kl. 14.00. Messa á dvalar- heimilinu Höfða á sunnudag kl. 12.45. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 11.15. Árni Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.