Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA HJÖRDÍS ÁSLAUG BERGLAND, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 12. febrúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Thorarensen Bjarnason, Helga Hinriksdóttir, Davfð Ragnar Bjarnason, Unnur Karlsdóttir, Guðmundur Hannes Ólafsson, Anna Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BJARNADÓTTIR frá Eyði-Sandvík, lést á Ljósheimum, Selfossi, að morgni 23. febrúar. Jóhann Róbertsson, Sesselja Bergsteinsdóttir, Jón Guðmundsson, Maria H. Guðmundsdóttir, Sigurður Leifsson, Sigurður Guðmundsson, Eygló Gunnlaugsdóttir, Kristmann Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Rannveig Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkaer sambýlismaður minn, sonur okkar og bróðir minn, HILMAR B. GUÐMUNDSSON tannlæknir, Hjarðartúni 7, Ólafsvík, lést að morgni fimmtudags 23. febrúar. Kolbrún Steinunn Hansdóttir, Hedwig Meyer, Guðmundur Guðjónsson, Guðjón Karl Guðmundsson. t Elskuleg eiginkona mín, LAUFEY HELGADÓTTIR, Fornhaga 22, lést í Hafnarbúðum 22. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Hermann Guðjónsson. t JÚLÍUS MAGGI MAGNÚS, sem lést f Borgarspítalanum 22. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 27. febrúar kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands og aðrar líknarstofnanir. Þóra Björk Magnús, Árni J. Magnús, Hilmar J. Magnús, Kristján Franklín Magnús, * Maggi J. Magnús, RagnarÞór Magnús og aðrir aðstandendur. t Hjartans þakkir til allra, er sýndu samúð og vinarhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÞORSTEINSSONAR, Utla-Hofi, öræfum. Sigrún Jónsdóttir, Halla J. Gunnarsdóttir, Logi Snædal Jónsson, Sigurjón Þ. Gunnarsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Bryndfs Gunnarsdóttir, Jón H. Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÓLÖF ÖSTERBY + Ólöf Sæmunds- dóttir Österby var fædd að Hrauni í Skálavík 1. apríl 1906. Hún lézt 19, febrúar sl. á öldr- unardeildinni Ljós- heimum, Selfossi. Foreldrar hennar voru Sæmundur Benediktsson, sjó- maður, f. 8. okt. 1857, drukknaði 5. okt. 1912, og síðari kona hans, Sigríður Ólafsdóttir, f. 22. júlí 1870, d. 3. nóv. 1957. Áttu þau saman sex börn. Frá fyrra hjónabandi átti Sæ- mundur þijú börn sem Sigríður ól upp með sínum börnum, en alsystkini Ólafar voru: Hafliði, kennari í Reykjavík, Guðrún, skólastjórafrú að Finnboga- stöðum í Árneshreppi, Óskar, kaupmaður á Akureyri, Guðný, húsfreyja í Hafnarfirði, og Fríða, húsmóðir og síðar kaup- maður á Akureyri. Ólöf lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík. Síðar dvaldist hún um tíma í Eng- landi við störf og enskunám og í framhaldi af því á Askov Hoj- skole í Danmörku. Árið 1936 giftist Ólöf Herman Öst- erby, dönskum mjólkurfræðingi og bjuggu þau næstu 10 árin í Danmörku en fluttust þá til íslands og bjuggu upp frá því á Sel- fossi. Herman lézt 1. ágúst 1987. Börn Ólafar og Hermans eru: Sigrid, fram- haldsskólakennari í Reykjavík, f. 6. feb. 1937, Ásbjörn, prentari, búsettur í Gautaborg, f. 15. sept. 1939, Leif, rakari á Selfossi, f. 18. ágúst 1942, og Eva, þjúkrunarfræðingur í Kópavogi, f. 5. jan. 1948. Afkom- endur Ölafar og Hermans eru nú 28. Á yngri árum vann Ólöf við verzlunarstörf og einnig síðar á Selfossi. Hún tók mikinn þátt í félagslífi á Selfossi og var m.a. formaður Kvenfélags Sel- foss og heiðursfélagi í Leikfé- lagi Selfoss og lék mörg hlut- verk á sviði á vegum þess. Út- för Ólafar verður gerð frá Sel- fosskirkju í dag. MIKIL og ánægjuleg viðbót var það við fjölskyldu föður míns þegar systir hans, Ólöf, kom frá Dan- mörku til Akureyrar eftir stríðið með manni sínum, Herman Öst- erby, og þremur glókollum á skemmtilegasta aldri. Eg vissi auð- vitað að þessi frænka mín var til en nú kynntist ég henni fyrst og hreifst af þessari skörpu og skemmtilegu konu, sem um margt var lík systkinum sínum sem ég þekkti, en samt ný útgáfa af þessu vel gerða fólki. Mér skildist á tali föður míns og gestanna að þau hefðu í hyggju að setjast að hér heima. Taldi ég víst að það yrði á Akureyri og varð fyrir vonbrigðum þegar þau fluttust til Selfoss, þar sem Herman fékk starf sem mjólk- urfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóa- manna. Síðar fluttist ég suður og fékk með árunum tækifæri til að kynnast frænku minni nánar og ekki minnkaði hún í mínu áliti við það. Þegar Ólöf var 6 ára fór faðir hennar, Sæmundur Benediktsson, frá Bolungarvík til róðra við Stein- grímsflörð og Ólöf með honum og bjó hjá föðursystur hans. Sæmund- ur drukknaði í róðri á íjjjeingríms- fírði ásamt fjórum öðrum mönnum. Má geta nærri hvernig lífsbaráttan hefur verið hjá Sigríði móður henn- ar eftir það, en ðlöf var fyrst hjá henni eftir lát föður síns og síðar hjá skyldfólki fram að 12 ára aldri. Sigríður var þá flutt til Akureyrar svo auðveldara yrði að koma börn- unum til náms og er af því merki- leg saga, þegar hún iagði af stað með skipi til Akureyrar frostavetur- inn mikla 1918 og varð að snúa við vegna hafíss við Hom. Er hún kom til baka var hún að því spurð hvort þessu feigðarflani með börnin væri ekki lokið og svaraði: „Nei, ég fer þá bara hringinn.“ Og það gerði hún og settist að á Akureyri. Ólöf fluttist þangað 12 ára og var hjá móður sinni éftir það. Ég trúi því að ótrúlegur viljastyrkur og bar- áttukraftur sjómannsekkjunnar úr Bolungarvík, sem lét ekki hafís stöðva sig í því að koma börnum STEFÁN VALDIMARSSON Stefán Valdi- marsson var fæddur í Vallanesi í Skagafirði 2. sept- ember 1925. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Garðabæ 11. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hermundur Valdimar Guð- mundsson, f. 25.2. 1878, d. 12.2. 1944, bóndi í Vallanesi, og eiginkona hans, Guðrún Jóhanns- dóttir, f. 9. mars 1898, d. 7.10. 1964. Stefán átti þijú systkini, Herfríði, f. 14.12. 1920, Eirík, STEFÁN Valdimarsson var afa- bróðir okkar. Við kölluðum hann alitaf Stebba frænda. Hann var okkur þó alla tíð miklu meira en bara frændi, því hann hugsaði um okkur eins og hann ætti í okkur hvert bein. Hann var í mörg ár vélstjóri hjá Eimskip og sigldi um heimsins höf. Hann kom í land á nokkurra vikna fresti og dvaldist þá oft mikið með fjölskyldunni okk- ar. Þegar við vorum litlir krakkar fylgdumst við með skipafréttunum f. 1.6. 1923, d. 14.8. 1985, og Jóhönnu, f. 4.6. 1933. Stefán var ókvæntur og barnlaus. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugarvatni, Iðn- skólann á Akureyri og Vélskóla ís- lands. Stefán hóf sjósókn sína á tog- urum, en lengst af var hann vélstjóri á skipum Eimskipa- félags íslands. Út- för Stefáns verður gerð frá Víðimýrarkirlqu í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. til að við vissum í hvaða landi Stebbi frændi væri, og hvenær væri von á honum heim. Þegar skipið hans kom í land urðum við spennt því oft gaf hann okkur útlenskt nammi og stundum flott leikföng sem engir aðrir krakkar áttu, t.d. fjarstýrða bfla og tölvuspil. Þegar hann var í landi var hann aldrei aðgerðarlaus. Hann var endalaust að gera við eða dytta að einhveiju. Þegar mamma sagði okkur að kalla á hann í mat eða kaffi vissum við því alltaf hvar sínum til mennta, sé ættarfylgja sem böm hennar og aðrir niðjar hafi notið. Ekki sízt taldi ég mig sjá það í Ólöfu. Hún fór ung í Kvennaskólann í Reykjavík, sem þá og síðar þótti bezta skólaganga fyrir stúlkur sem völ var á og reynd- ar voru þar á þeim tíma eink'um heldri manna dætur í Reykjavík. Síðar dvaldist hún í Englandi að læra ensku og var það sem nú myndi kallað au pair-stúlka hjá brezku aðalsfólki. I framhaldi af því var hún stuttan tíma í lýðháskól- anum í Askov og átti þar kost á lengri skólavist en taldi sér skylt að fara heim vegna móður sinnar. Árið 1936 kynntist Ólöf ungum Dana, Herman Österby, mjólkur- fræðingi, sem þá vann hjá Mjólkur- búi Flóamanna. Gengu þau í hjóna- band síðar á því ári og fluttust til Danmerkur. Stríðsárin í Danmörku munu hafa verið þeim erfið eins og fleirum og ekki blés heldur byrlega fyrir Dönum fyrst eftir stríðið. Mun það hafa ráðið miklu um það að þau sneru aftur til íslands. Á Selfossi vann Ólöf ýmis störf með heimili sínu, en lét jafnframt að sér kveða í margvíslegum félags- störfum. Kann ég ekki frá því öllu að greina en dugnaður hennar og kraftur trúi ég að hafí dugað vel í Leikfélagi Selfoss, sem gerði hana að heiðursfélaga og Kvenfélagi Sel- foss, þar sem hún var formaður um skeið. Gaman þótti mér að fylgjast með frásögnum af frænku minni á leiksviði sem oft náðu síðum dag- blaðanna í Reykjavík og ævinlega voru lofsamlegar. Einkum fékk hún lof fyrir leik sinn í Gullna hliðinu þar sem hún lék Kerlinguna en um það sagði leikdómari eins Reykja- víkurblaðsins: „Skilar hún hlutverki sínu með sérstakri prýði, svo að vart verður betur á kosið.“ Ólöf var fríð kona, létt á fæti, viðbragðsfljót í hreyfingum og ekki síður í hugsun. Hún var skarpgreind með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá yfírleitt ekki á þeim. Rík réttlætiskennd og andúð á misrétti einkenndi hana sérstak- lega. Hún gat verið mjög skemmti- leg og fléttaðist það vel saman við indælan danskan húmor eigin- manns hennar. Herman Österby var öðlingur og ljúfmenni og þótt ólík væru var samband þeirra hjóna ein- staklega gott. Þau bjuggu við bamalán og eru afkomendur þeirra nú 28. Færi ég þeim öllum innileg- ar samúðarkveðjur. Magnús Óskarsson. við áttum að leita hans. Ef hann var ekki í bláa vinnugallanum inni í bílskúr að logsjóða eða setja ein- hveija hluti saman, þá var hann örugglega nálægt heimilisbílnum að pússa ryð og bletta yfír eða kanna ástand þeirra á annan hátt. Eftir kvöldmatinn spjallaði hann um allt mögulegt. Hann var ótrú- lega fróður, ræddi um öll heimsins mál og hafði ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Hann fræddi okkur líka um ýmislegt í ríki náttúrannar, tilurð heimsins þróunarkenningu Darwins, spá- dóma Nostradamusar, píramídana í Egyptalandi, Krists-styttuna í Brasilíu o.m.fl. Hann var líka mjög trúaður og vitnaði ósjaldan í Bibl- íuna. Þó Stebbui frændi væri rólegur og hlédrægur var alltaf stutt í húm- orinn og hann átti því auðvelt með að gæða frásagnir sínar lífi og kitla hláturtaugarnar. Hann hafði gam- an af því að koma okkur krökkunum til að hlæja og þegar hann var að segja okkur eitthvað fyndið horfði hann á okkur með saklausu augna- ráði, síðan glotti hann í laumi og að lokum skellihló hann með okkur. Elsku Stebbi frændi. Við viljum þakka þér fyrir allar þær dýrmætu og ógleymanlegu stundir sem við áttum með þér. Við trúum því að þú hafír nú stigið til eilífs lífs og eflaust ert þú búinn að hitta afa okkar. Guð veri með þér um alla framtíð. Herdís, Gyða Karen, Haukur og Sigríður Eir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.