Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LADAsamara íiTiTil Frá 624.000,- kr.\ 156.000,- kr. út og 15.720,-kr. í 36 mánuði. 624. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 líIíMlTri' Umhverfisverkefni UMFI 1995 Málþing við hafið, strendur, ár og vötn landsins. Ávarp: Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra. Aðrir dagskrárliðir: - Aukin áhersla sveitarfélaga á umhverfismál. - Breytt viðhorf bænda til umhverfismála. - Þróun umhverfismála - sjálfbær þróun. - Fiskveiðar og umhverfismál. - Umhverfisverkefni sveitarfélaga. - Fyrirspurnir og almennar umræður. Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur málþingsins. Sutinudaginn 26. febrúar kl. 13:30- 16:00 að Hótel Loftleiðum í þingsal 1 -3 UMHVERFIÐ 1 OKKAR HÖNDUM Hvaðaskoðun hefur þú? i Er áfengisframleiðsla til einkaneyslu réttlætanleg? Hver er þín skoðun? í dag kl. 14.00 í Málpípunni munu Jón K. Guðbergsson, fulitrúi í áfengisvarnarráði og Glúmur Jón Björnsson, efnafræðingur, eigast við um þessa áleitnu spurningu. Umræðunum verður útvarpað á Rás 2. Reglur fyrir Málpípuna: Frummælendur fá 4 mín. í fyrri umferð og 2 mín. í seinni umferð. Fyrir hverja spurningu sem þeir fá frá fólki úr sal fá þeir 70 sek. til að svara. MÆTUMÖLLOG /jjh TÖKUMÞÁTTÍ málpípunnl Wmm I DAG Pennavinir ÞRETTÁN ára þýskur drengur með áhuga á körfu- bolta, tölvum, símkortum og útlendum peningum: Marcel Hafer, Feldstr. 24 a, 32257 Biinde, Germany. FRA Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á tennis, ferðalögum, íþróttum, tónlist o.fl.: Dora Mensah, Victoria Park, c/o P.O. Box 943, Ogvaa, Cape Coast, Ghana. JAPÖNSK 28 ára kona með áhuga á ferðalögum, tónlist, útivist, kvikmyndum, sundi o.m.fl.: Mayumi K, 1-9-6 Higashinogawa, Komae, 201 Tokyo, Japan. FINNSK 37 ára húsmóðir vill skrifast á við íslenskar mæður. Á þijú böm, fædd 1986, 1988 og 1992: Riitta Auvinen, Vanhatie, 52700 Mantyharju, Finland. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Að halda sér í formi á hálkutímum ÁSDÍS E. Petersen, kynn- ingarstjóri dagskrár hljóðvarps, hafði samband við Velvakanda vegna skrifa Víkveija í Mbl. fimmtudaginn 23. febrúar um aldrað fólk sem ekki hefur komið út í vetur vegna hálku og erfiðrar færðar. Hann telur að tugir gamlamenna leggist í kör ef þau fái ekki eðli- lega hreyfingu t.d. með léttri leikfimi sem Vík- veiji telur að Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborg- ar eigi að sjá um. Til fróð- leiks fyrir þá sem vilja halda sér í formi á þessum hálkutímum er bent á Útvarpsleikfimina kl. 10.03 alla virka daga á Rás 1 þar sem Halldóra Björnsdóttir, íþróttafræð- ingur, sér um léttar teygjuæfingar fyrir fólk á öllum aldri. Kann einhver þetta kvæði? GUÐRÚN hringdi og langaði til að fá öll erindin í eftirfarandi kvæði en hún kunni aðeins byijunina og endinn. Kvæðið var sungið undir vísunum Undir blá- himni. Ef einhver kann þetta þá vinsamlegast hafið samband við Guð- rúnu í síma 20116. Ég er fæddur eitt sumar við sæinn, þar sem sóiskinið flóði um strönd. Þar sem meyjamar dreymir á daginn dátar fara og koma út í lönd. Hræðslan við það í hug mér ei dvínar, þá að himinsins ströndum mig ber. ef allar konur og kærustur mínar kæmu hlaupandi í fangið á mér. Enn um leikfimina KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og sagði að í hverri félags- og þjón- ustumiðstöð, sem staðsett- ar eru í flestum hverfum borgarinnar, væri stunduð leikfimi tvisvar sinnum í viku. Þar að auki væru allir hverfísbúar velkomnir að taka þátt. Kristín sagði það nauðsynlegt að þeir sem kenndu leikfimi væru annað hvort sjúkraliðar eða kunnáttumenn en oft skorti á það. Farsi f>a£ orciUt / íqqö cÁvcrtz- *k/lr)/h$s~ r/kur, l/ilmundtrr, -cn- þa& (ýéi/par i rztun. enaurtt..- SKAK llmsjón Margeir Pétursson ÞESSI staða kom upp á helg- arskákmóti Taflfé- lags Reykjavíkur um síðustu helgi. Hall- dór Pálsson (1.930) var með hvítt, en Sævar Bjarnason (2.310), alþjóðlegur meistari, hafði svart og átti leik. 22. cxb4 - Rxb4, 23. Ddl (Lætur af hendi skiptamun, en 23. Db3 - Rxd3 var síst betra) 23. - Rxa2, 24. Bxb7 - Bxb7+, 25. Kgl - Dc6 og hvítur gafst upp. Sævar- sigraði örugglega á helgar- skákmótinu. Stöðumynd Sævar hefur byggt upp skólabók- ardæmi um glæsi- lega stöðu, enda kennari við Skákskóla lands og veit hvernig menn- irnir eiga að standa. Það þarf því ekki að koma á óvart að hann eigi nú fallegan vinningsleik: 21. - Rcb4!, Um helgina: Febrúar- hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnu- daginn 26. febrúar kl. 20 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Víkveiji skrifar... SPRENGIDAGUR er einn þeirra daga ársins sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá Víkveija. Saltkjöt og baunir er dásamlegur matur, og þennan dag síðustu ár hefur Vík- veiji raunar velt fyrir sér matar- venjum íslendinga. Kunningi Vík- veija hélt því fram við hann að ungt fólk í dag borði lítið af „gamla, góða“ matnum sem íslendingar hafa lifað á síðustu áratugina, en spæni þess í stað í sig skyndibita- fæði í allt of stórum stíl nú orðið. Getur verið að þjóðlegur matur eins og t.d. saltkjöt og baunir, súpukjöt og fleira þessa háttar sé að hverfa hægt og bítandi? Hvað sem þeim vangaveltum líður: Víkveiji getur vart beðið þriðjudagsins ... xxx FYRIR nokkru rakst Víkverji á kennslubók í skrift sem notuð er handa ellefu ára börnum í einum af grunnskólum Reykjavíkur. Ritið heitir Skrift D og er höfundur nafn- greindur en ekki getið útgáfufyrir- tækis. Víkverji fann að minnsta kosti 10 villur af ýmsu tagi í for- skriftinni, aðallega stafsetningar- villur en einnig dæmi um ambögur og hæpna stafsetningu. Hér eru nokkur dæmi, rétti rit- hátturinn er hafður innan sviga: Hárþurka (hárþurrka), algepra (algebra), demdi (dembdi), gemegla (geirnegla), stylla (stilla), Edenborg (Edinborg). Og hvað merkir stols? Hvar er Arktíka? Er hún í nánd við Suðursheimskautslandið sem nefn- ist á ýmsum málum Antarktika? Ritun erlendra staðarheita virðist einnig mjög á reiki, engrar sam- kvæmni gætt. Það er t.d. út í hött að rita Urúguay, annaðhvort ber okkur að rita þetta orð á sama hátt og íbúar landsins, þ.e. Uruguay eða íslenska það, Úrúgvæ. xxx LENGI má um það deila hvort stafsetningarreglur séu allar skynsamlegar og jafnframt hvort ekki sé rétt að leggja meiri áherslu á að kenna bömum aðra þætti tung- unnar, ofuráhersla á stafsetningar- ítroðslu getur valdið andúð á sjálfu íslenskunáminu. Hins vegar getur það varia orðið til að efla áhuga og skilning ungra nemenda að láta þá bijóta stafsetningarreglur til mergjar í einni kennslustundinni en fleygja sömu reglum á haugana í næstu stund, skriftartímanum. Vonandi er ekki mikið um „kennslubækur" af því tagi, sem getið er um hér að framan, í grunn- skólunum. xxx ALDREI er góð vísa of oft kveð- in, þegar varkárni í umferð- inni er annars vegar. Víkveiji varð vitni að atviki á dögunum, þar sem litlu munaði að ekið væri á ungan dreng. Sá hljóp yfir Hringbrautina á „grænu“ — eins og lög gera ráð fyrir — en ökumaður bifreiðar sem kom af Hofsvallagötu, einnig á grænu ljósi, og beygði austur Hringbraut, náði að snarhemla áður en hann lenti á drengnum. Þetta gerðist um kvöldmatarleytið, þann- ig að skuggsýnt var og drengurinn dökkklæddur. Hann gerði í raun ekkert vitlaust, litla greyið, nema hann gleymdi að horfa vel í kringum sig. Það er auðvitað ekki til fyrir- myndar, en getur gerst, og því er nauðsynlegt að ökumenn hafi aug- un hjá sér. En auðvitað ættu for- eldrar líka að brýna vel fyrir börn- um sínum að þau líti vel í kringum sig í umferðinni. xxx UNGLINGAHEGÐUN að byija að reykja — þannig var fyrir- sögn um auknar reykingar unglinga í síðasta sunnudagsblaði Morgun- blaðsins. Greinin hófst á þeim orð- um að tveir einstaklingar á íslandi byiji að reykja á hveijum einasta degi, skv. útreikningum Sveins Magnussonar læknis. Þetta finnst Víkverja með ólíkindum; hvar er skynsemin? Hvernig hugsa ungling- ar í þessu upplýsta þjóðfélagi? Finnst þeim virkilega enn „töff“ að reykja meðan fullorðna fólkið skammast sín æ meira fyrir það, eins og spurt er í áðurnefndri grein. Víkverji vill ekki trúa því að ungl- ingar í dag telji eftirsóknarvert að stofna eigin lífi (og jafnvel annarra) í hættu með þeim ósið að reykja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.