Morgunblaðið - 25.02.1995, Side 19

Morgunblaðið - 25.02.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 19 FRETTIR: EVROPA Fríverslunar- samningur EFTA o g Slóveníu LOKIÐ var á fimmtudag í Genf gerð fríverslunarsamnings milli Fríverslun- arbandalags Evrópu, EFTA, og Slóveníu. Samningurinn verður formlega undirritaður í vor en hann mun taka gildi 1. júlí eftir að hafa hlotið stað- festingu í Slóveníu og EFTA-ríkjunum fjórum. Samvinna EFTA og Slóveníu byggir á sérstakri yfirlýsingu í þá veru sem samþykkt var á fundi í Reykjavík i maímánuði 1992. Yfir- lýsingin tekur til viðskiptatengsla og samvinnu á sviði iðnaðar og vís- inda. í henni er og kveðið á um þann möguleika að komið verði á fót fríverslunarsvæði með þátttöku Slóvena. Sameiginleg nefnd var síð- an skipuð til að hafa umsjón með framkvæmd yfirlýsingarinnar og kom hún fýrst saman til fundar í Ljublana í nóvember 1992. Aðlögunartími til 2001 Fríverslunarsamningurinn tekur til iðnvamings auk unninna land- búnaðarafurða, fisks og sjávar- fangs. Viðskipti með búvöra era háð tvíhliða samningum þar að lút- andi. Þar sem mikil efnahagsumskipti eiga sér nú stað í Slóveníu kveður samningurinn á um aðlögunartíma- bil til 31. desember árið 2001. EFTA-ríkin munu opna fyrir við- skipti við Slóveníu strax og samn- ingurinn gengur í gildi en tiltekriar vörategundir verða þó undanskild- ar. í samningnum er að fínna ákvæði sem taka til samkeppni, höfundar- réttar, einkaréttar og niður- greiðslna. í honum er tekið tillit til þess að Slóvenar eigi erfítt með að gangast undir nokkur þessara ákvæða þegar í stað og er því að fínna í samningnum sérstök aðlög- unarákvæði fyrir Slóvena. Frekara samstarf hugsanlegt Samningurinn hefur einnig að geyma ákvæði sem tryggir Slóven- um einhliða rétt til að grípa til við- eigandi ráðstafana í undantekning- artilvikum leiði umskiptin á efna- hagssviðinu til alvarlegrar félags- legrar spennu. Þá er og kveðið á um að sam- starf EFTA og Slóveníu geti þróast og tekið til sviða sem samningurinn nær ekki til svo sem trygginga og þjónustuviðskipta. Samvinna þessi mun þróast í samræmi við samruna- ferilinn í Evrópu og taka mið af gangi alþjóðamála. Að suki hafa EFTA-ríkin skuld- bundið sig til að leita leiða til að þróa og bæta upprunareglur í því skyni að stuðla að auknum viðskipt- um og framleiðslu í Evrópu. Engin viðskipti áttu sér stað á milli Islendinga og Slóvena á árun- um 1992 og 1993 en í fyrra fluttu íslendingar út vörur til Slóveníu fyrir 100.000 dollara. Útflutningur EFTA-ríkja til Slóveníu hefur hins vegar farið ört vaxandi en innflutn- ingur frá Slóveníu dróst saman á. síðasta ári samanborið við árin tvö þar á undan. Reuter EFTA-samskiptin rædd Samskiptin á vettvangi Fríversl- unarbandalags Evrópu, EFTA, voru efst á baugi er þau Grete Knudsen, utanríksviðskiptaráð- herra Noregs, og Jean-Pascal Delamuraz, efnahagsráðherra Sviss, komu saman til fundar í Lohn-byggingunni nærri Bern á fimmtudag. Framkvæmdastjóri WTO ESB hafnar tillögn Bandaríkjanna Brussel. Reuter. TALSMAÐUR framkvæmdastjómar Evrópusambandsins hefur hafnað þeirri hugmynd Bandaríkjamanna að þeir þrír sem lýst hafa yfir áhuga á að hreppa embætti framkvæmda- stjóra Alheimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, dragi sig í hlé. Peter Guilford, talsmaður ESB, sagði í Brussel að engin ástæða væri fyrir sambandsríkin að hætta stuðningi við Renato Ruggiero frá Italíu. Aður hafði sendiherra Banda- ríkjanna hjá WTO, Booth Gardner, viðrað þá hugmynd að þremenning- arnir drægju sig í hlé til að greiða fyrir lausn þessa máls, sem þykir hið vandræðalegasta. Bandaríkjamenn hafa stutt fyrr- um forseta Mexico, Carlos Salinas de Gortari í embætti framkvæda- stjóra en Evrópuríkin hafa reynst treg í taumi. Auk þessara tveggja er Kim Chul-su, fyrrum viðskipta- ráðherra Suður-Kóreu í framboði. Samkvæmt reglum WTO þarf að nást samstaða meðal aðildarríkjanna um framkvæmdastjórann. Sendi- herra Singapore, K. Kesavapany, hefur verið falið að ná þeirri sam- stöðu fram. Hann segir að af 114 ríkjum WTO styðji 57 Ruggiero, 29 Suður-Kóreubúann og 28 fyrrum forseta Mexico. 12 ríki hafa ekki látið afstöðu sína uppi. Reuter Mótmæli sjómanna í Cherbourg FRANSKIR skipverjar á ferjum, sem sigla yfir Ermarsund, hlóðu og kveiktu í bálköstum í höfninni í Cherbourg í fyrradag til að mótmæla því, að um borð í ferj- unum væru menn að störfum, sem ekki væru frá Evrópu. Sögðu þeir, að þessir menn tækju vinnu frá frönskum og evrópskum sjó- mönnum auk þess sem þeir væru á allt öðrum og lélegri kjörum en giltu í Evrópu. FLutningaþjónusta í Evrópu í Rotterdam í Hollandi rekur Eimskip öfluga flutningaþjónustu á alþjóðlegum flutn- ingamarkaði. Hjá Eimskip í Rotterdam starfa um 30 manns - sérfræðingar í flutninga- málum á ákveðnum svæðum Evrópu, t.d. Hollandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, írlandi, Suður - Frakklandi og hluta af Þýskalandi. Þannig tryggir Eimskip farmflytjendum faglega flutningaráðgjöf. „Vanti þig ráðgjöf og vandaða flutningaþjónustu skaltu hafa samband við Eimskip." Höskuldur H. Ólafsson, forstöðumaður í Rotterdam Eimskip býður viöskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 569 71 00 *-Fax 569 71 79 Netfang: mottaka@eimskip.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.