Morgunblaðið - 25.02.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.02.1995, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfisátak UMFÍ og umhverfisráðuneytis Umgengni bætt og víðtækt hreinsunarátak BÆTT umgengni á hafi, við strendur landsins, ár og vötn er markmið Qmhverfisverkefnis Ung- mennafélags íslands 1995, sem framkvæmdanefnd kynnti á blaða- mannafundi á miðvikudag. Yfir- skrift verkefnisins er: Umhverfið í okkar höndum. Verður það kynnt formlega á málþingi á Hótel Loft- leiðum sunnudaginn 26. febrúar kl 13.30. Markmiðið er að vekja almenning til vitundar um náttúruna umhverf- is og virkja einstaklinga, félaga-, og hagsmunasamtök til bættrar umgengni á hafinu, við strendur, ár og vötn. Kynningin verður með þeim hætti að veggspjöldum, bækl- ingum og öðru kynningarefni verður dreift víðs vegar. Einnig verða hald- in fræðsluþing á sjö stöðum á land- inu í apríl og maí auk Reykjavíkur og loks verður gert hreinsunarátak undir forystu ungmennafélaga um land allt. Hreinsunarátak Hefst átakið 5. júní, á alþjóðleg- um umhverfísdegi Sameinuðu þjóð- anna, og er stefnt að því að hreinsa sem mest af fjörum landsins, vatns- og árbökkum. Að því búnu verður skrásett hversu mikið rusl fínnst á tilteknum stað og hverrar gerðar það er svo hægt sé að gera sér grein fyrir hvaðan það kemur og hugsanlega grípa til aðgerða. Verkefnið er unnið í samvinnu UMFÍ, umhverfisráðuneytis-, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, Búnaðarfélags íslands, Stéttar- sambands bænda, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Sjó- mannasambands íslands, Far- manna- og fiskimannasambands íslands og Vélstjórafélags íslands. En þess verður gætt að fá leyfi landeigenda á hveiju svæði fyrir sig til að koma í veg fyrir að verð- mætum sé hent. 52.000 í UMFÍ Á landinu eru 270 ungmennafé- lög og 52.000 skráðir félagsmenn og sagði Guðlaugur Gauti Jónsson, upplýsingafulltrúi umhverfísráðu- neytisins, á fundinum að UMFÍ væri kjörið til samstarfs að því leyti að varla fyndist sveitarfélag þar sem ekki væri ungmennafélag en þau hafa löngum látið skógrækt og önnur umhverfísmál til sín taka. Miðað er við að kostnaður af verkefninu verði 4-5 milljónir og munu ráðuneytið, sveitarfélög og samstarfsaðilar bera hann en kost- un er sögð hugsanleg á síðari stig- um. Er framkvæmdin hluti af al- þjóðlegu hreinsunarátaki samtaka sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu og verður grelnt frá henni í árs- skýrslu þeirra 1996 að sögn Önnu Margrétar Jóhannesdóttur, verk- efnisstjóra. Umhverfið í okkar höndum Morgunblaðið/RAX FRAMKVÆMDANEFND átaksins, sitjandi frá vinstri: Guðlaugur Gauti Jónsson upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytis, Anna Margrét Jóhannesdóttir verkefnisstjóri, Þórir Jónsson formaður UMFÍ, Pálmi Gíslason formaður, fyrrverandi formaður UMFI. Standandi frá vinstri: Ólína Sveinsdóttir stjórnarmaður UMFÍ og Sæmundur Runólfsson framkvæmdasljóri UMFÍ. Formaður Alþýðuflokksins í eldhúsdagsumræðum Styrkt við búsetu en ekki framleiðslu í landbúnaði Ráða þarf þrjá nýja yfir- menn fyrir Dagvist barna BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- Iögu að nýju skipuriti fyrir Dag- vist bama. Þar er gert ráð fyrir fjórum megin sviðum og að ráða þurfí í þijár nýjar stöður yfír- manna. Það er yfírmann á fjár- málasviði, þjónustustjóra yfír þjónustusviði og fagstjóra yfir fag- sviði. Fræðslu- og starfsmannaþjónusta í greinargerð með tillögunni er gert ráð fyrir að komið verði á fót fræðslu- og starfsmannaþjónustu sem verður stoðdeild fyrir aðrar deildir og starfsmenn Dagvistar. Lagt er til að núverandi fræðslu- fulltrúi flytjist úr fagdeild sem yrði hluti af fræðslu og starfs- mannaþjónustu. Þannig yrði sköp- uð betri skilyrði fyrir því að sam- hæfð starfsmannafræðsla nái til allra starfsmanna. Þjónustusvið stofnað Gert er ráð fyrir að fjármála- svið komi í stað núverandi skrif- stofu sem hafí með höndum áætl- anir og bókhald, innheimtur og endurgreiðslur, launadeild og byggingaframkvæmdir og viðhald. Stærsta breytingin verður stofnun þjónustusviðs, en því er ALÞÝÐUFLOKKURINN vill afnema núverandi kvótakerfí í land- búnaði og að í stað framleiðslutengdra styrkja komi búsetustuðn- ingur í samræmi við svokallaðar grænar greiðslur í GATT-samn- ingnum, sem séu einskonar lágmarkslaun til þess að styrkja bænd- ur fremur en búfénað. Þetta kom fram í máli Jóns Bald- vins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra og formanns Alþýðuflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudagskvöld. Hann sagði að einnig kæmi til greina að mati Al- þýðuflokksins að tekjur ríkissjóðs í framtíðinni af innflutningstollum verði nýttar til að auðvelda öldruðum bændum að bregða búi með reisn, þeim sem þess óska. Með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak Jón Baldvin sagði að bændur stæðu frammi fyrir því á næstu árum að þurfa að keppa um hylli neytenda á grundvelli gæða og vöruverðs, en það geti þeir ekki gert með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak, og þess vegna vilji Alþýðuflokkurinn afnema núverandi kvótakerfi. ætlað að vera í fyrirsvari fyrir Dagvist barna gagnvart þeim sem leita eftir dagvistarúrræði. Undir þjónustusvið fellur innritun, af- greiðsla, dagmæður og gæsluvellir. Þá er gert ráð fyrir að fagsvið- ið verði skipt í tvær deildir. Upp- eldisdeild, þar sem veittur verður stuðningur við faglegt starf leik- skólanna og sálfræði- og sér- kennsludeild, þar sem börnum með sérþarfír verður veittur stuðning- ur. Þá verður starfsmönnum leik- skóla og foreldrum veitt ráðgjöf í samstarfi við aðrar stofnanir er fjalla um málefndi barna með sér- þarfír. Hann sagðist taka undir orð hjón- anna Gunnars Einarssonar og Guð- rúnar S. Kristinsdóttur, ábúenda á Daðastöðum, í grein sem birtist í Morgunblaðinu 11. febrúar síðastlið- inn, en þar segja þau að hagur bændastéttarinnar væri áreiðanlega betri í dag ef meginreglur verslunar og viðskipta hefðu gilt um atvinnu- grein þeirra í staðinn fyrir miðstýrt rígskorðað ofstjórnarkerfi. Alþýðuflokkurinn ekki óvinur bænda „Bændur mega gjarnan hugsa til þess að Alþýðuflokkurinn hefur aldr- ei farið með stjórn landbúnaðarmála. Alþýðuflokkurinn á enga sök á því hvemig komið er kjörum bænda. Alþýðuflokkurinn er ekki óvinur bænda, en hann er svarinn óvinur þess kerfis sem hneppt hefur bænd- ur landsins í þessa fátæktarijötra. Um þá menn sem eiga þvílíka vini og leggja hald sitt og traust á þá má segja að þeir þarfnast heldur ekki óvina,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. FIB mótmælir hugmynd- um um hækkun bílaskatta Kvikmyndasafnið flytji í Hafnarfjörð FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda mótmælir hugmyndum um hækkunum á sköttum á notkun bíla og segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB að þessir skattar hafí hækkað um 16% á föstu verðlagi á kjörtíma- bili ríkisstjórnarinnar og skattar af eldsneyti um 21%. Óskað eftir aðstöðu í STJÓRN Kvikmyndasafns ís- lands hefur leitað til bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar um að- stöðu fyrir safnið í Bæjarbíói. Að sögn Magnúsar Gunnarsson- ar formanns bæjarráðs, hefur verið skipuð undirnefnd til við- ræðna við forsvarsmenn safns- ins, en áhugi er jafnframt fyrir að safnið taki á leigu kæli- geymslu skammt frá bíóinu til geymslu á filmum. Magnús sagði að þegar hefðu verið haldnir fundir með for- svarsmönnum safnsins. Þeir hafi verið að kanna möguleika á að taka á leigu kæligeymslu fyrir filmur safnsins en þær er best að geyma á köldum stað. „í framhaldi er hugmyndin að Bæjarbíó verði á síðari stigum sýningarsalur fyrir kvikmynda- safnið og að safið fái þá afnot af því húsnæði,“ sagði hann. Sýningarvélar ígóðu standi „Bíóið býr svo vel að eiga sýn- \ ingarvélarnar í mjög góðu standi og þarna gæti orðið mjög góð aðstaða fyrir kvikmynda- safnið. Við fögnum þessu mjög og erum tilbúnir til að stuðla Bæjarbíói að því að gera þetta að veru- leika.“ Leikfélaginu ekki úthýst Magnús sagði að Leikfélag Hafnarfjarðar hafi haft afnot af bíóinu og unnið þar að góðum málum. „Leikfélagið hefur unn- ið vel og.við viljum gera veg þess sem mestan," sagði hann. „Það verður því kannað hvort hægt yrði að samræma þessa starfsemi eða fundinn annar samastaður fyrir leikfélagið. Við hendum þeim ekki út, það hefur aldrei staðið til.“ Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í Morgunblaðinu sl. þriðjudag að leggja eigi aukna Kom að dekkja- lausum bíl EIGANDI Tyota Landcruiser- jeppa sem verið hafði að gera bílinn upp í húsnæði við Skútahraun greip í tómt fyrir skömmu. Jeppinn var á sínum stað en hjól- barðalaus því fjögur 38“ dekk höfðu verið fjarlægð undan honum ásamt felgum. Eins höfðu báðir rafgeymarnir verið teknir úr bíln- um. Tjón mannsins er talið nema um 200 þúsund krónum en lögreglan leitar þjófanna. áherslu á að skattleggja notkun bifreiða fremur en bifreiðakaupin sjálf. í samræmi við þessa stefnu hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á vörugjaldi af ökutækjum. 21% hækkun á eldsneyti Runólfur segir það dágóðan árangur hjá fjármálaráðherra að hækka neysluskatta á bíleigendur um 16% á ekki lengri tíma en fjór- um árum, eða á sama tíma og þjóð- arsátt hafí ríkt á vinnumarkaði, og telja samt vera lag á að bæta við skattana. Runólfur segir að skatttekjur rík- issjóðs af eldsneyti hafi hækkað í ráðherratíð Friðriks á föstu verði um 21% en á sama tíma hafí söluaukn- ing í eldsneyti verið innan við 3%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.