Morgunblaðið - 29.09.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 29.09.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 15 NEYTENDUR STARFSMAÐUR Ingvars og Gylfa smíðar húsgögn fyrir hótel í Kamchatka. Islenskar innréttingar og húsgögri í Kamchatka ÞÓTT forsvarsmenn sumra ís- lenskra fyrirtækja hafi undanfarið sagt „nei takk“ við íslenskri hús- gagnaframleiðslu gegnir öðru máli í Kamchatka, sem er austast í fyrrum Sovétríkjunum. Islenska húsgagnafyrirtækið Ingvar og Gylfi hefur nýlokið við smíði á innréttingum, fataskápum, rúmgöflum, náttborðum og skrif- borðum í 23 herbergi í hótel, sem verið er að byggja og á að verða orlofshótel fyrir starfsmenn stór- fyrirtækis þar í landi. Hermann Gunnarsson, einn for- svarsmanna Ingvars og Gylfa, seg- ir ekki algengt að íslensk hús- gagnafyrirtæki framleiði fyrir er- lendan markað. Verkefnið hafi ver- ið mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið, sem er með 13 manns í vinnu. Eins og mörg fyrirtæki í hús- gagnaiðnaði gera Ingvar og Gylfi tilboð í mörg verk á hveiju ári. Hermann segir að í þessu tilfelli hafi Verkfræðistofan Hnit hf. ósk- að tilboða. Hnit hf. hefur til skamms tíma haft ýmis verkefni á sínum snærum í Kamchatka fyr- ir UTRF, sem er stórt útgerðarfyr- irtæki í höfuðborginni Petropavi- ovsk. UTRF er að byggja upp heilsusvæði rétt fyrir utan borg- ina, en þar er hótelið með íslensku innréttingunum, sem sendar voru utan nýverið. Morgunblaðið/Rax Pottréttir og snitsel FERSKAR kjötvörur hafa sent frá sér nýjar vörur undir Óðals-vörumerkinu. Þetta eru réttir sem eru tilbúnir á pönnu eða í ofn. Meðal nýrra rétta eru svína-, nauta- og folaldasnits- el, kryddað og skreytt eða fyllt með t.d. beikoni og osti. Þá er einnig kryddað buff úr lamba-, folalda og svínakjöti og að auki hvítlauksmedister- pylsa sem inniheldur 50% hreint svínahakk. Ný lambahvítlaukssteik er einnig fáanleg. Sömuleiðis blanda af svína-, og nauta- hakki og hálftilbúnir pott-, eða pönnuréttir úr svína-, nauta- og kindakjöti. Þeir eru fullkryddaðir með grænmeti og á eftir að láta þá sjóða þar til kjötið er tilbúið á disk- inn. Nýr Svali í stærri fernu HLUTFALL safa í nýjum Svala, sem nú er kominn á markað er 35% en var áður 15%. í stað hvíts sykurs er ávaxta-, og þrúgusykur. Sýra í safanum var minnkuð að ráði tannlæknis, því of mikil sýra getur valdið því að gler- ungur tanna leysist upp og hverfi . I appelsínusvala var sýra minnkuð um helming frá því sem áður var. Svalinn er bættur með C-vítamíni. Tveggja lítra Svala-femur munu breytast aðeins á næstu vikum og verður Svali einnig seldur í minni umbúð- um. Þá er að vænta fleiri bragðtegunda. Margir eiga erfitt með að trúa verðinu á Peugeot 405. v ísland er sérstætt land með sérstætt umhverfi. íslendingar þurfa því ööruvísi bíla. Bíla sem bera þá um misjafna vegi af sama fótvissa Öryggi og íslenski hesturinn. Bxla með mjúka langa fjöðrun, og sæti sem aldrei þreyta. Togmiklar vélar í brekkurnar og spameytni sem engir ná sem Frakkar. Ríkulegan Staöalbúnaö s.s. vökvastýri, veltistýri, fjarstýrðar samlæsingar, upphituð og hæðarstillanleg sæti og svo margt fleira. Þaó er von aö fólk nuddi augun eftir aö hafa skoöaó 1995 árgeröina af Peugeot 405 og litur svo á veröiö. En þér er óhætt aö trúa þessu: Peugeot 405 GLX: kr. 1.470.000 Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 42600.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.