Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 43 Þijátíu ára afmæli Tækniskólans Fjallað um mennt- un og atvinnulífið TÆKNISKÓLI íslands verður þrjá- tíu ára í haust. Af því tilefni er boðað til fundar 30. september nk. kl. 13.30-16.30. Fundurinn verður í húsnæði skólans, Höfðabakka 9, Reykjavík. Yfirskrift hans er Menntun og atvinnulíf. Fluttur verður fjöldi erinda og má búast við að viðraðar verði ýmsar nýjar hugmyndir um tækni- menntun og tækniskóla hér á landi, tengsl menntunar og atvinnulífs og hvernig best sé að haga verk- og tæknimenntun þegar til framtíðar er litið. Að loknum ávörpum Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, og Margrétar Björnsdóttur, aðstoð- armanns iðnaðar-, viðskipta- og heilbrigðisráðherra, flytur Svein- björn Björnsson, rektor Háskóla íslands, erindi um Tækniskóla ís- lands í samfélagi skólanna, gamlar og nýjar hugmyndir, og Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur og stjórnarkona í Aflvaka, talar um Nýsköpun og formlega menntun. Að loknu kaffihléi talar Davíð Lúðvíksson, verkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, um Tækni- menntun fyrir íslenskan iðnað, Alda Möller, matvælafræðingur, þróun- arstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, um Tæknimenntun hjá sjávarútvegsþjóð, Steinar Steins- son, fyrrverandi skólastjóri Iðnskól- ans í Hafnarfirði, um Framlialds- nám fyrir iðn- og verkmenntað fólk í Tækniskóla íslands, og að lokum flytur Guðbrandur Steinþórsson, rektor Tækniskóla íslands, erindi. Vígsluafmæli séra Auðar Eirar KVENNAKIRKIAN stendur fyrir messu í Suðureyrarkirkju fimmtu- dagskvöldið 29. september kl. 20.30 en í dag eru tuttugu ár liðin frá því kona var í fyrsta sinn vígð sem prest- ur á íslandi. Það var sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem vígðist til Suður- eyrar 1974 og þjónaði þar í eitt ár. Messan verður með því sniði sem tíðkast í Kvennakirkjunni. Sr. Auður Eir mun predika og konur úr Kvennakirkjunnir ásamt kirkjukór Suðureyrarkirkju leiða almennan söng við undirleik Margrétar Gunn- arsdóttur. Neskirkja Haustlitaferð Neskirkju FÉLAGSSTARF aldraðra í Nes- kirkju hefst á ný laugardaginn 1. október kl. 14. Þá verður farið til Þingvaila _til að njóta litadýrðar haustsins. 1 heimleiðinni verður kom- ið til Hveragerðis þar sem fram verð- ur borið kaffi og meðlæti á hlaðborði. Ætlunin er að breyta svolítið til á þessu misseri og gera meira af því að fara í stuttar skoðunarferðir í og um nágrenni borgarinnar. Þátttöku þarf ávallt að tilkynna kirkjuverði kl. 16-18 í síma 16783 í síðasta lagi á föstudegi. Einnig verða öðru hvoru fræðslu- og skemmtifundir í safnaðarheimil- inu. Nánari tilkynningar verður að finna í dagbókum dagblaðanna. ------» ♦ ♦---- Ný dögnn með opið hús NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með opið hús í Gerðubergi fimmtudaginn 29. sept- ember. í opnu húsi fer fram sjálfs- hjálparstarf með þeim hætti að syrgj- endur og aðstandendur þeirra hitta aðra í sömu stöðu. Sjálfboðaliðar úr röðum syrgjenda taka á móti nýju fólki. Fram að jólum verða opin hús samtakanna í Gerðubergi kl. 20-22 eftirtalin fimmtudagskvöld: 29. sept- ember, 20. október, 17. nóvember, 1. desember og 15. desember. Að öðru leyti verður dagskrá sam- takanna fram að jólum á þá lund að 6. október verður fyrirlestur um barnsmissi og í framhaldi af honum geta foreldrar, sem misst hafa börn, skráð sig í nærhóp. Og þann 3. nóv- ember verður fyrirlestur um maka- missi og þá getur fólk sem misst hefur maka sinn skráð sig í nærhóp um makamissi. Verslunarráð íslensk list á al- þjóðamarkað? EINN reyndasti framkvæmdastjóri uppboðsfyrirtækisins Sotheby’s í London, David Battle, mætir á morg- unverðarfund Verslunarráðsins kl. 8 á föstudagsmorgun. Þar mun hann fjalla um alþjóðleg- an listaverkamarkað, hvort þar sjáist íslensk listaverk eða hvort þau eigi erindi á þann vettvang. Sérstakir fyrirspyrjendur verða Jón Asbergs- son, framkvæmdastjóri Útflutnings- ráðs, Ingólfur Arnarion myndlistar- maður og Þórunn Hafstein, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu. Að auki mun fyrirlesarinn svara spurn- ingum annarra fundarmanna. Fundurinn verður í Skálanum á Hótel Sögu og hefst með snöggum morgunverði kl. 8. Fundarlok verða ekki síðar en kl. 9.30. Aðgangur er opinn gegn greiðslu fundargjalds, en tilkynna verður þátttöku fyrirfram til Verslunarráðs íslands. Bifreið stolið BIFREIÐINNI JX 862, sem er ljósgrá fjórhjóladrifin skutbifreið af gerðinni Mitsubishi Lancer, árgerð 1993, var stolið frá Víðivangi í Hafn- arfirði aðfaranótt miðvikudags. Bifreiðin er með skíðaboga á toppnum. Ef einhver hefur orðið bif- reiðarinnar var síðan henni var stolið er hann vinsamlegast beðinn um að láta lögregluna vita. b r é f a b i n d i Þið hringið - við sendum Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar: 688476 og 688459 • Fax: 28819 FRÉTTIR Morgunblaðið/pþ 200 börn í Vatnaskógi SÍÐUSTU helgina í september var landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Komu alls um 200 ungmenni á þetta sameiginlega mót, m.a. sóknarprestarnir frá Hólmavík og Mosfelli í Grímsnesi með börn frá sér í fyrsta sinni. Fræðsluefni mótsins var kross- inn og í tilefni af fræðsluviðfang- inu voru þrír krossar reistir til að minna á Golgata. Utskýrðu sóknarprestar fyrir unglingun- um hvaða gildi þessir krossar hafa fyrir þá í dag, tæplega tvö þúsund árum síðar. U mhverf isráðuneytið Fundirum skipulag UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur í samráði við landshlutasamtök sveitarfélaganna ákveðið að efna til funda með forsvarsmönnum sveitarstjórna, formönnum heil- brigðisnefnda, skipulagsnefnda, byggingarnefnda og náttúruvernd- arnefnda sem og starfsmönnum nefndanna. Össur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, mun ásamt starfs- fólki ráðuneytisins gefa yfirlit yfir starfsemi og skipulag ráðuneytis- ins og stofnana þess, hvar leita megi upplýsinga varðandi um- hverfismál og lýsa helstu áherslum í umhverfismálum á næstunni. Þá munu fulltrúar heimamanna lýsa sjónarmiðum er varða byggðarlög þeirra. Á Norðurlandi í kvöld Fyrstu fundirnir hafa þegar ver- ið haldnir á Vestíjörðum, Vest- urlandi, Suðurlandi, Austurlandi og tveimur stöðum á Norðurlandi eystra, en aðrir eru fyrirhugaðir 29. september á Akureyri og Sauð- árkróki, 30. september á Blönduósi og Hólmavík, 14. október í Vík í Mýrdal, 20. október á Suðurnesjum og 21. október á höfuðborgarsvæð- inu. " FARSÍM AKERFIÐ GSM farsímakerfið Póstur og sími hefur tekið í notkun nýtt farsímakerfi hér á landi. Kerfið kallast GSM (Global System for Mobile Communication) og er stafrænt farsímakerfi fyrir talsímaþjónustu innanlands og milli landa. Fyrst um sinn nær GSM kerfið aðeins til höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja og Akureyrarsvæðisins en það verður síðan byggt upp í áföngum út frá helstu þéttbýlissvæðum landsins. Alþjóðlegt kerfi Notandi fær einnig aðgang að GSM farsímakerfum í öðrum Evrópulöndum eftir að nauðsynlegir samningar hafa verið gerðir. GSM kortið - lykillinn að kerfinu Áskrift að GSM kerfinu er bundin við kort, svokallað GSM kort sem stungið er í símann. Kortið er í senn lykill að kerfinu og persónulegt númer þess sem er notandi og greiðandi þjónustunnar. Kynntu þér nýja GSM farsímakerfið og stígðu skref í átt til framtíðarfjarskipta. Allar nánari upplýsingar um GSM farsímakerfið er að fá hjá seljendum farsímatækja. Þeir eru: Bónusradíó, Bræðurnir Ormsson hf., Hátækni hf., Heimilistæki hf., Hljómbær hf., ístel hf., Nýherji hf., Radíóbúðin hf., Radíómiðun hf., Símvirkinn - Símtæki hf., Smith & Norland hf., söludeildir Pósts og síma í Ármúla, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt. PÓSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.