Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 41 íslensk pör á leið í úrslitin BRIDS Albuqucrquc, Nýju Mcxíkó HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í BRIDS 16. september til 1. október. ÍSLENSK pör áttu í gær góða möguleika á að komast í úrslit heimsmeistaramótsins í tvímenn- ingi. Eftir tvær lotur af fjórum í undanúrslitum voru Karl Sigur- hjartarson og Þorlákur Jónsson í 18. sæti og Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson í 48. sæti en 72 pör spila í úrslitunum sem hefjast í dag. Björn Eysteinsson og Aðal- steinn Jörgensen voru í 129. sæti af 192 pörum sem spiluðu í undan- úrslitunum og þurftu því að spila vel í gær til að ná í úrslitin. Undan- úrslitunum lauk seint í nótt að íslenskum tíma. í kvennaflokki voru Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldurs- dóttir í 46. sæti af 78 eftir tvær umferðir í undanúrslitum. 36 pör komust áfram í úrslitin og með góðri skor í gær áttu Hjördís og Ljósbrá góða möguleika að komast áfram. í nótt lauk einnig úrslitaleiknum í Rosenblumsveitakeppninni en þar mættust sveitir Seymon De- utsch frá Bandaríkjunum og Erw- ins Otvosi frá Póllandi. Sveit De- utch rétt slapp í gegnum fyrstu síuna í mótinu, þegar sveitum var fækkað úr 168 í 64; það munaði raunar svo mjóu að Deutsch var lagður af stað heim til sín þar sem hann taldi sveitina enga möguleika eiga á að komast áfram. En síðan hefur hún spilað sveita best í Albuquerque. Með Deutsch spila Michael Rosenberg, Alan Sontag, Eddie Kantar, Gaylor Kaisle og Roger Bates. I pólsku sveitinni eru þekktir spilarar, þar á meðal þeir Piotr Gawrys, Krisztof Lasocki, Cecari Balicki og Adam Zmudzinski sem spiluðu úrslitaleikinn gegn Islend- ingum í Yokohama. Það leit því allt út fyrir hörku útslitaleik. Balicki hefur verið í miklu stuði í Albuquerque eins og sést á þessu spili sem hann spilaði gegn þýskri Norður ♦ D V Á1076 ♦ KGIO ♦ ÁG1086 Austur ♦ 10965 ■ :# ♦ D9752 Suður ♦ ÁKG873 ¥ D2 ♦ 532 ♦ 43 Vestur Norður Austur Suður Zmudz. Balicki 1 spaði 2 hjörtu pass pass 2 spaðar pass 3 hjörtu pass 3 grönd/ Zmudzinski gat ekki sektar- doblað 2 hjörtu og varð því að passa og vona að Balicki gæti doblað. Þegar sú von brást sagði hann 3 hjörtu til að sýna styrk í hjarta og sterk spil. Vestur spilaði út tígli og tían hélt slag. Balicki hugsaði sig um dijúga stund og spilaði síðan litlu laufi úr borði, sem var besta spila- mennskan ef laufið var 3-3 eða 4-2 með háspili öðru. Vestur fékk á kóng og spilaði tígulás og meiri tígli. Og nú var austur þegar kominn í vanda. Hann mátti ekki henda laufí því þá gæti Balicki fríað lauflitinn og hann mátti augljóslega ekki henda spaða. Svo hann henti litlu hjarta. En þegar Balicki lagði niður laufaás og vestur fylgdi ekki lit var skipting spilanna ljós. Austur hlaut að hafa byijað með 4-2-2-5 skiptingu og Balicki tók því hjarta- ás og spilaði laufagosa. Ef austur hefði gefið slaginn gat Balicki spilað fjórum sinnum spaða og austur hefði orðið að spila frá laufadrottningunni í lok- in. Svo austur drap með drottningu og spilaði spaða, en Balicki stakk upp spaðaás og tók spaðakóng og gosa og spilaði austri inn á spaða- tíu. Hann varð að spila frá 97 í laufi og gefa blindum tvo síðustu slagina á 108. Guðm. Sv. Hermannsson sveit: Vestur ♦ 42 ▼ KG985 ♦ ÁD984 ♦ K FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Afmaelisferð í Þórsmörk laugardaginn 1. október kl. 9.00 Skagfjörðsskáli 40 ára Félagar sem aðrir eru hvattir til að fjölmenna í þessa afmælis- ferð laugardaginn 1. okt. í tilefni 40 ára afmælis Skagfjörðsskála í Langadal Þórsmörk (sjá einnig helgarferðina sem kynnt er hér neðar). Óvenju hagstætt afmæl- isverð í dagsferðina þannig að öll fjölskyldan ætti að geta verið með m.a. frítt f. börn 10 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Góð dagskrá í umsjá félagsmanna m.a. söngur, hljóðfæraleikur, upplestur, þjóðlegar veitingar, leitin að „hornsteini" Skag- fjörðsskála og málverkasýning (krakkar hafið liti meðferðisl). Nú er haustlitatíminn í Þórs- mörkinni. Pantiö tímanlega eða ( síöasta lagi fyrir kl. 13.00 á föstudag. Brottför kl. 9.00 frá BSÍ, austan- megin, og Mörkinni 6. Ath. að fyrirhugaðri laugardagsferð á Þríhyrning er frestað. Haustlita- og grillveislu- ferð í Þórsmörk 30/9-2/10 Brottför föstud. kl. 20.00. Gönguferðir á daginn, kvöldvaka og grillveisla á laugardagskvöld- inu. Einnig mögulegt að fara í 2 daga ferð með brottför laugar- dagsmorgun kl. 9.00. Tilvalið að vera með og fagna afmæli Skag- fjörðsskála. Farmiðar á skrif- stofu, Mörkinni 6. Ferðafélag Islands. Frá Sálar- rannsókna- félagi íslands Breski miðillinn sambands- og sannanamiðill og notast einnig við blóm og lita- borða í einkafundum sínum. Hun býður einnig uppá heilun og mun vera með skyggnilýsingafund fljótlega. Bókanir í símum 18130 og 618130. Stjórnin. Ódýrara en í Englandi Ferðatöskur Irá kr. 1.990 til 3.990 íxmpitt b o rgarkringlunni Helstu hlutverk: Pálmi Gestsson i Sisurðarson, Sjigurður Skúlason ||| ffij /í wDm * A V , .. ’ . v' » • EF«5ki 1 Næstu sýningar: 1., 7., 9. og 14, október. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Síml 11200 JLsfitl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.