Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 19 BÓKMENNTIR Þ j ó ð f r æd i GERSEMAR OG ÞARFAÞING Úr 130 ára sögu Ujóðininjasafns ís- lands. 298 bls. Ritstj. Ami Bjömsson. Hið íslenska bóknienntafélag. Reykjavik 1994. Verð kr. 4.560. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ er hljóðlát stofnun og vekur sjaldan athygli. Safn er þó annað og meira en geymsla fornmuna. Fyrst og síðast á það að vera menningarstofnun. Því er bæði verðugt og sjálfsagt að forráðamenn safnsins skuli nú minnast nýliðins afmælis með út- gáfu vandaðrar og glæsilegrar bók- ar. Gersemar og þarfaþing er safn 131 þáttar, auk inngangs. Höfund- arnir koma úr ýmsum áttum en tengjast flestir Þjóðminjasafninu með einum eða öðrum hætti. Allir eru þættirnir stuttir, lengdin miðuð við að þeir rúmist á einni síðu, vinstra megin á opnu, og er í hveij- um þeirra greint frá einum eða fleiri munum. Hægra megin á opnunni gefur svo að líta mynd af viðkom- andi grip eða gripum. Skýrt er frá uppruna ef kunnugt er um hann, eigenda getið og innritunar í að- fangaskrá. Þá er nákvæm lýsing: efni, stærð, útlit og svo framvegis. Þetta er staðreyndatalið. Víða fylg- ir svo fróðleikur um notagildi í dag- legu lífi og jafnvel almennar hug- leiðingar þar að lútandi. Eru þau fræðin síst ómerkari að dómi undir- ritaðs. Ætli megi ekki segja að þjóð- lífið sjálft sé þarna lifandi komið? Skráð saga greinir tíðast frá stór- mennum og stóratburðum. Safnið rekur þar á móti sögu hversdags- lífsins. Þar má fræðast um daglega Nýjar bækur I Heimspeki á tuttugustu öld: Safn merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar er komin út. í bókinni eru fimmtán þýddar greinar eftir nokkra fremstu heimspekinga á þessari öld og veita þær innsýn í flest svið nú- tímaheimspeki, jafn hversdagslegar vangaveltur sem sértækari viðfangs- efni. Þýðendurnir eru flestir ungir og upprennandi heimspekingar sem hafa unnið verkið með fulltingi kennara við Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri. Það sem fyrir þeim vakir er ekki síst að stuðla að því að hægt sé að lesa og ræða um heimspeki á íslensku. Útgefandi er Heimskringla, há- skólaforlag Máls og menningar. Ritstjórar greinasafnsins eru Ein- ar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson. Bókin er 308 bls., prentuð þjá G. Ben. prentstofu hf., en kápu gerði Erlingur Páll Ingvarsson. Bókin kostar 3.880 krónur. LISTIR Geymsla eða menning lífið: Vinnubrögðin, klæðnaðinn, viðurværið og þar fram eftir götun- um. Upphaf kaffidrykkju taldist ekki til stórtíðinda svo dæmi sé tekið. Fátt hefur þó orðið varanlegra í neyslumynstri þjóðar- innar. Að vísu tók nokkurn tíma að venj- ast þeim ágæta drykk. I fyrstunni reyndu sumir að gera graut af baununum og skyldi engan undra! Af inn- flutningsskýrslum má ráða að kaffi hafi tekið að flytjast til landsins upp úr 1760. Fyrstu kaffikvömunum eru gerð hér skil í máli og myndum. Eggert Óiafsson velgdi sér á kaffi á ferðum sínum um landið og hefur vafalaust orðið gott af þó hann hallmælti því í kvæði þar sem það var útlent; kall- aði það »kolamylsnu saup«. Nítjánda öldin var framfaraöldin mikla, færði með sér nýjungar á flestum sviðum, þar með talda ljós- myndatæknina. Ýmis tæki frá ár- dögum Ijósmyndunar em varðveitt í Þjóðminjasafni, auk þess sem þar er mikið safn mannamynda. Hvors tveggja er hér að nokkm getið. Saumavélin var snemma álitin þarfaþing og er rifjað upp í þætti um eina slíka að hún hafí verið talin geta »sparað vinnukonu«. Ritvélin hafði ekki skjót áhrif en breytti þó ýmsu í bráð og lengd. Til dæmis greiddi hún götu kvenna út á vinnu- markaðinn. Vélritun varð sem sé kvenna- starf. Upplýst er að Mark Twain hafi fyrstur rithöfunda notað ritvél. Það var svo um aldamótin síð- ustu að ritvélar tóku að flytjast til landsins. Ritvél sú, sem hér er fyallað um, er ekki í tölu hinna elstu, en gömul þó. Ennfremur er hér þáttur um upphaf hjólreiða. Þar er upplýst að fyrsta reiðhjólið hafi borist hingað nokkm fyrir 1890 og sé enn til. Framstætt mundi það kallast nú. Tuttugasta öldin lét ekki staðar numið í tækninni. En henni fylgdu einnig lífsháttabreytingar á flestum sviðum. Tómstundum fjölgaði og þar með jókst áhugi á útivist. Sport- fatnaður komst í tísku, þar með taldar pokabuxurnar sem ungt fólk spókaði sig í á kreppuárunum. Jó- hannes Kolbeinsson, kunnur göngu- garpur og fararstjóri, var svo hug- ulsamur að afhenda safninu poka- buxurnar sínar. Þótt eldri kynslóð- inni þyki varla langt um liðið síðan þess háttar klæðnaður tengdist hér- aðsmóðum og rútuferðum og öðrum ljúfum uppákomum hefur hraður tíminn nú gert þennan tískufatnað gömlu góðu áranna að safngrip sem unga fólkið skoðar eins og hveija aðra skringilega fomöld. Snöggtum styttra er síðan sjón- varpið tók að gera sig heimakomið í híbýlum landsmanna. Fáum mun koma það í hug þegar fornminja er getið. Það hefur þó fengið rúm í bók þessari. Þess er minnst að á fyrstu árum íslensks sjónvarps vora framleidd hér sjónvarpstæki, hönn- uð fyrir íslenskar aðstæður. Fjórtán menn unnu við framleiðsluna þegar mest var sem er hreint ekki fátt miðað við íslenskan mælikvarða. Þess þarf naumast að geta að bók þessi segir einnig — og reyndar að meirihluta — frá dæmigerðari forngripum en þeim sem hér hefur verið getið. Mest eru það kirkju- munir, verkfæri til sjós og lands, svo og húsgögn og búsáhöld emb- ættismanna sem voru of dýr til að fara forgörðum og hafa því varð- veist öðram hversdagsmunum bet- ur. Allt bregður þetta ljósi yfir lifn- aðarhættina á hveijum tíma og seg- ir sína sögu. Gersemar ogþarfaþing er sannarlega bók til að una sér við: lesa, fletta, skoða — allt eftir tíma og aðstæðum hveiju sinni. Fyrst og fremst minnir bókin á fjöl- breytni Þjóðminjasafnsins og menn- ingarhlutverk. Að sönnu jafnast hún ekki á við að skoða safnið sjálft og á ekki heldur að gera það. En hún getur bæði vakið áhuga á því og aukið skilning á hlutverki því sem það gegnir í þjóðmenningunni. Erlendur Jónsson Árni Björnsson íslenska einsöngslagið Yfirlitssýning í Gerðubergi MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðuberg opnar sunnudaginn 2. október kl. 14 yfirlitssýninguna Islenska einsöngslagið. Við opnun sýningarinnar, sem stendur til 1. desember, flytur Jón Þórarinsson tónskáld erindi og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson með aðstoð Jóns Stefánssonar píanó- leikara. Á sýningunni verða um 200 ljós- myndir af tónskáldum og flytjend- um íslenskra einsöngslaga með skýringartextum. Einnig verða sýndar söngskrár, nótnahandrit, veggspjöld og aðrir munir sem segja sögu sönglífs á íslandi frá því um miðja síðustu öld. Út- búin hefur verið sýn- ingarskrá með um 120 Ijósmyndum og æviá- gripum tónskálda. Á sunnudögum í október og nóvember verður íslenska ein- söngslaginu gerð skil með fyrirlestrum, ljóðasöng og hljóð- færaleik. Einnig sér Sverrir Guðjónsson söngvari um leiðsögn um sýninguna. Undirbúningur að sýningunni hefur staðið í um ár. Þjóðminjasafnið sér um allar eftirtökur á ljósmyndum og ætlar safnið í framhaldi af sýningunni að koma á fót tónlistardeild í ljós- myndadeild Þjóðminja- safnsins. Viðfangsefni yfirlits- sýningarinnar í Gerðu- bergi er að bregða upp svipmyndum af lista- fólki sem hefur með hljóðfæraslætti, söng og sönglagagerð átt veigamikinn þátt í að móta sönglíf á Islandi frá miðri 19. öld. Jón Þórarinsson Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. Vetrar- ferðin eftir Schubert JÓNAS Ingimundarson óg Krist- inn Sigmundsson halda tónleika í Borgarleikhúsinu á laugardag- inn. Þar ætla þeir félagar að flytja Vetrarferðina eftir Schubert, en fyrir sjö árum fluttu þeir þetta verk í Austurbæjarbíói. Gagnrýn- endur luku einróma lofi á tónleik- ana þá og sögðu að þeir væru án efa með eftirminnilegustu tónlist- arviðburðum vetrarins, segir í fréttatilkynningu, og sagði Jón Ásgeirsson, Morgunblaðinu, með- al annars: Þessi konsert er með því fallegasta sem íslenskir lista- menn hafa boðið upp á, og von- andi fá hlustendur að heyraþá flytja meira af Schubert, því sann- arlega hafa þeir hitt á tóninn. Jónas og Kristinn hafa farið vítt og breitt, kynnt tónlist í skól- um og haldið tónleika í Reykjavík og í ýmsum bæjarfélögum. Tónleikarnir hefjast kl. 14.30. býður þér góðan dag Ljúffeng og holl blanda af úrvals ávöxtum, ristuðu korni, hnetum og möndlum. Njóttu þess á þinn hátt - hvenœr dagsins sem þú helst vilt. HQtlNÍI AD&ÝSINGASTOfA/Sl*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.