Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Litadýrð flúrsins MYNPLIST Ilafnarborg MÁLVERK/GLER& GRAFÍK Margrét Þ. Jóelsdóttir/Dröfn Guð- mundsdóttir og Margrét Guðmunds- dóttir. Híifiuirborg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga til 10. október. Aðgangur ókeypis. Margrét Þ. Jóelsdóttir ÞAÐ er afar misjafnt hversu mikið listamenn leggja til þegar halda skal sýningar; sumir láta sér nægja að sýna nokkur verk, eins konar úrval af því sem þeir hafa ver- ið að fást við, en aðrir sýna mun meira, og gefa þá ef til vill eins konar yfirlit yfir vinnu margra ára. 'Fjöldi verka á einkasýningu kann þannig að segja nokkuð um hvað iista- fólkið ætlar sér með sýningunni. Margrét Þ. Jóels- dóttir er í raun að koma inn á sýninga- vettvanginn á ný, eftir langt hlé; fyrri einka- sýningar hennar voru haldnar í kringum 1970. Hún hefur þó átt verk á ýmsum samsýningum í gegn- um tíðina, en aðeins þremur á síðustu fimmtán árum, þann- ig að segja má að list- unnendur séu hér að kynnast henni á nýjan leik. Þetta er mjög stór sýning, því hér eru yfir sjötíu myndir unnar með olíulitum, olíupastel og vatnslit- um á síðustu átta árum. Það fyrsta sem vekur at- hygli er litaspjaldið; í myndunum rísa á móti áhorfandanum skærir og heitir gulir, rauðir, grænir og jafnvel fjólubláir litir, sem geta gengið þokkalega upp, og má þar t.d. benda til verka eins og „Tengsl“ (nr. 4) og „Undiralda“ (nr. 2) meðal olíumálverkanna. I mörgum öðrum myndum verð- ur þessi litadýrð hins vegar aðeins til að undirstrika ofhlæði mynd- byggingarinnar, sem er misjafn- lega markviss; þegar best lætur er miðlægur reitur eða hringur vel markaður, en síðan er fyllt út í jaðrana með flúri og skrauti, sem á stundum yfirtekur verkið og truflar fremur en styrkir heildina. Þetta á einkum við olíumálverkin, og sést einna best þeg- ar litið er til einfaldari forma pastelmynda eins og „Vernd“ (nr. 31) og „Lófalandslag" (nr. 36), þar sem klipptir fletirnir mynda skýra heild. Hinir skæru litir verka einnig misvel eftir þeim miðlum sem listakonan notar. Lit- urinn getur verið þétt- ur og heill í litlum pastelmyndum eins og „Leikur“ (nr. 13), en nær sjaldan sömu fyll- ingu í olíumyndunum; vatnslitirnir geta einn- ig verið erfiðir að þessu leyti, en meðal þeirra verka eru bestu verkin þau sem byggja á einföldum formum og heilum litflötum, og jafnvel skiptingu verksins eins og í „Vit- und IV“ (nr. 61). Sá myndheimur, sem Margrét er að fást við hér, snýr í senn að tilurð lífsins og heimi leiks og bama; yfir- skriftin „Gluggað" bendir til að þar getum við aðeins horft á utan frá. Það kraðak, sem oft einkennir fletina, er hins vegar ekki líklegt til að gera þann heim aðlaðandi, og er nokkuð á skjön við þá nálgun málverksins, sem við sjáum víðast í dag; þar ræður oftar en ekki ein- faldari myndbygging ríkjum, líkt og í þeim verkum sem njóta sín best hér. Dröfn Guðmundsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir Þær stöllur Dröfn og Margrét eru ef til vill ágætir fulltrúar hóps, sem hefur undanfarin ár verið vaxandi hluti þeirra, sem útskrif- ast frá listaskólum hér á landi. Hér er um að ræða fólk sem snýr sér fyrst að listnámi á miðjum aldri, eftir að hafa áður sótt menntun og störf á öðrum sviðum; áhuginn á listinni knýr það til nýrra átta. Þess má vænta að fleiri einstaklingar úr þessum hópi komi fram á næstu árum, en sýningin í kaffistofu Hafnarborgar er með fyrstu sýningum þeirra beggja. Dröfn sýnir hér nokkur gler- verk, og þar má segja að gleðin ríki á yfirborðinu; hér eru fallegir fiskar á ferð, og líflegir hestar hoppa um. Mótvægið felst hins vegar í dökkum grímum, þar sem breytingin úr gleði í sorg verður sterk, og er vel mótuð, t.d. í „Um- breyting 11“ (nr. 13). Flest eru verkin úr flötu gleri, glæru eða lituðu, en í öndvegi situr „Víðblá- inn“ (nr. 1), þar sem fjölþættari eigindi eru á ferðinni. Margrét vinnur sín verk í graf- ík, bæði á hefðbundinn hátt og með aðstoð myndbandstækninnar. í flokki mynda með heitum árstíð- anna er litanotkun afar hóflega mótuð, en í myndröðinni „Biðin“ er leikið á mismunandi hátt með sama myndefnið; nr. III_ kemur einkar skemmtilega út. í vídeo- grafík byggir Margrét á myndefni um golf, og hefur hún einnig unn- ið skjálistaverk út frá því efni, sem m.a. var valið til sýningar á Nor- disk Forum í sumar. Þannig er ljóst að grafíkin heldur áfram að bjóða upp á ýmsa kosti, um leið og nýjar listgreinar njóta góðs af hefðum hennar. Hér eru á ferðinni vel frambæri- leg verk hjá þeim stöllum, sem hefðu átt skilið betra og aðgengi- legra rými til að njóta sín að fullu. Eiríkur Þorlákgson Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Guðlaug Sveinsdóttir Ijósmóðir. Guðlaug Sveinsdóttir ljósmóðir heldur list- sýningu Guðlaug Sveinsdóttir ljósmóðir hef- ur opnað myndlistarsýningu á Eg- ilsstöðum. Sýninguna heldur Guð- laug í tilefni 70 ára afmælis síns og tileinkar hana íslenskri náttúru. Sýndar eru 60 myndir og að auki leirmunir, glermunir og málaðir tré- diskar. Myndirnar eru unnar með vatnslitum, pastel, olíu og einnig er málað á silki. Flest verkanna eru unnin á síðustu árum og efni þeirra er sótt til náttúrunnar. Guðlaug starfaði sem ljósmóðir á Egilsstöð- um til fjölda ára, en síðustu ár hef- ur hún sótt mörg námskeið í mynd- list, svo sem vatnslitamálun, leirl- ist, glerlist, tauþrykki. Sýningin er haldin á Egilsstöðum, í húsnæði Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, og stendur til 2. október. -----» ♦ ----- Mæðgin sýna í listmunahúsi Ófeigs MÆÐGININ Iris og Ulf Liljeblad frá Svíþjóð opna myndlistarsýningu í listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, á morgun, föstudag, kl. 17. Á sýningunni verða verk Ulfs, skúlptúrar úr tré og bronsi, vatnslita- myndir, grafíkverk og teikningar. Öll verk Irisar, sem er á tíræðis- aldri, eru unnin með vatnslitum. Þau mæðgin verða bæði viðstödd opnunina. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 10-18 og laugar- daga frá kl. 11-16. Sýningin stendur til 26. október. Margrét Guðmundsdóttir Dröfn Guðmundsdóttir. Ljóð, söngur og sinfónía á Húsavík Húsavík, Morgunblaðið. Síðustu daga hafa Húsvíkingar átt þess kost að heyra ljóðalestur, söng og sinfóníutónleika. Safnahúsið og Húsavíkurbær hafa á ýmsan hátt minnst 50 ára lýðveldisafmælisins með listviðburðum. Nýlega var ljóða- og listakvöld og þá komu fram og lásu úr verkum sínum ljóð- skáldin Ingibjörg Haraldsdóttir, "Steinunn Sigurðardóttir og Einar Már Guðmundsson. Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingimundarson héldu tónleika á föstudaginn var og síðan liðu ekki nema tveir dagar þar til Sinfóníuhljómsveitin heim- sótti bæinn. Á ljóðakvöldinu las Ingibjörg ein- göngu óprentuð ljóð, sem væntan- lega koma út í næstu ljóðabók henn- ar í upphafi næsta árs. Steinunn og Einar Már lásu bæði upp úr bókum sínum og einnig óprentuð ljóð. Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari skemmtu Húsvíkingum á fjölsóttri söngskemmtun á föstu- Morgunblaðiö/Silli INGIBJÖRG, Einar Már og Steinunn. dagskvöld í sal Tónlistarskólans. Listamennirnir fluttu sex aukalög, eftir sextán laga prógram, svo þess- ir tónleikar stóðu í réttar tvær klukkustundir. Sinfóníuhljómsveit íslands hélt svo tónleika á Húsavík á sunnudag- inn, á ferð sinni um Norðurland. Þessir hljómleikar voru líka haldnir í sal Tónlistarskólans við góða að- sókn. Hljómsveitarstjóri var Osmo Vánska og einleikari Sigrún Eð- valdsdóttir. Tónverkið Díafónía eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson vakti eftir- Kristinn og Jónas á Húsavík. tekt og ánægju margra áheyrenda. Vald örlaganna Gunnsteinn Olafsson stjórnar næstu sýningum FRÁ og með 30. sept- ember verða þær breyt- ingar á Valdi örlaganna í Þjóðleikhúsinu að Gunnsteinn Ólafsson, kórstjóri og aðstoðar- hljómsveitarstjóri, tek- ur við hljómsveitar- stjórn verksins af Maurizio Barbacini. Mun hann stjórna á næstu fjórum sýning- um. Eftir það stjórna þeir til skiptis Rico Saccani, Maurizio Barbacini og Gunn- steinn. Gunnsteinn Ólafsson. stundaði nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Kópavogs og Tón- listarskólann í Reykjavík, í tónsmíð- um og píanóleik við Franz Liszt-tón- listarakademíuna í Búdapest, og í hljómsveitarstjórn og tónfræði við Tónlistarháskólann í Freiburg. Gunnsteinn stjórnaði kór Mennta- skólans í Kópavogi meðan hann var þar við nám og leiddi háskólahljóm- sveit í Freiburg sem sótti ísland heim haustið 1992. Eftir að námi lauk hefur Gunn- steinn stjómað Sinfón- íuhljómsveit íslands, Kammersveit Reykja- víkur, Caput-hópnum, tekið þátt í Sumartón- leikum í Skálholti og æft Kór íslensku óper- unnar. Þá hefur þann sótt námskeið á Ítalíu og í Ungveijalandi. Gunnsteinn er braut- ryðjandi í flutningi verka eftir Claudio Monteverdi hér á landi. Hann skipulagði og stjómaði m.a. flutningi á fyrstu óperu tón- skáldsins, Orfeo, haustið 1993, en þar tóku þátt tónlistarmenn víðsveg- ar að úr Evrópu, auk íslenskra lista- manna. Vorið 1994 varð Gunnsteinn í öðru sæti í keppni ungra norrænna hljómsveitarstjóra sem haldin var í Björgvin í Noregi. Hann hefur síðan unnið að undirbúningi kórs og hljóm- sveitar fyrir uppfærslu Þjóðleikhúss- ins á Valdi örlaganna. Gunnsteinn Ólafsson I ft ft í I ft I l » i s » ( » » .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.