Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Kringlan World Press Photo ljósmy ndasýningin LJÓSMYNDASÝNINGIN World Press Photo 94 verður opnuð á morgun, föstudaginn 30. septem- ber, í Kringlunni. Þetta er þekkt- asta samkeppni í heiminum á sviði fréttayósmyndunar. Sýningin er á 1. og 2. hæð Kringlunnar og stend- ur til 15. október. World Press Photo-samkeppnin hefur verið haldin árlega síðan 1955, en að henni stendur sjóður sem hefur aðsetur í Hollandi. Að þessu sinni bárust í keppnina 22.775 myndir 2.439 ljósmyndara frá 93 löndum og er hún stærsta samkeppni fréttaljósmyndara í heiminum. Það er 9 manna alþjóðleg dóm- nefnd sem velur verðlaunamynd- irnar. í ár verður sýning á þeim sett upp í um 70 borgum í 30 lönd- um. Verðlaunamyndirnar í World Press Photo hafa verið sýndar hér á Iandi árlega síðan 1984 í Lista- safni ASÍ, en í fyrra var ákveðið að hafa alia sýninguna í Kringl- unni. Sýningunni er skipt í flokka og veitt verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar í hveijum flokki, bæði fyrir myndaraðir og einstakar myndir. Sýningin er flokkuð í fréttaskot, fólk í fréttum, vísindi og tækni, daglegt líf, íþróttir, list- ir, náttúra og umhverfi og al- mennar fréttir. Alls eru þetta um 190 myndir og eru allar verð- launamyndirnar á sýningunni í Kringlunni. Við hveija mynd er ítarlegur og fróðlegur texti um myndefnið á íslensku. Fréttamynd ársins Fréttaljósmynd ársins er mynd sem kanadíski Ijósmyndarinn Larry Towell tók af drengjum á Gaza-svæðinu með trébyssur á lofti. Myndimar á sýningunni eru víðsvegar að, frá byltingartilraun- inni í Moskvu, flóðunum miklu í Bandaríkjunum, striði í Bosníu og Sómalíu og náttúrahamförum. Einnig era á sýningunni skemmti- legar myndir úr daglega lífinu, íþróttum og menningu og listum. World Press Photo gefur út árbók með verðlaunamyndunum og fæst hún í verslun Hans Peters- ens í Kringlunni. Helstu alþjóð- legu styrktaraðilar sýningarinnar eru fyritækin Canon, KLK og Kod- ak. Að sýningunni hér á landi standa Kringlan, Hans Petersen og DV í samstarfi við Listasafn ASl og Jóna hf. flutningaþjónustu. \í Morgunverðarfundur föstudaginn 30. september 1994 kl. 08.00 - 09.30, i Skálanum, Hótel Sögu ISLENSK LIST A ALÞJÓDAMARKADI Mat sérfræðings frá Sotheby's Einn reyndasti framkvæmdastjóri Sotheby's í London og víðkunnur fyrirlesari um listaverlcasölu, David Battie, skilgreinir alþjóðlega listaverkamarkaðinn og spáir í stöðu íslenskrar listar á þeim vettvangi. Fyrirlesarinn svarar spurningum þeirra Jóns Ásbergssonar, framkv.stj. Útflutningsráðs, Ingólfs Arnarsonar, myndlistarmanns, Þórunnar Hafstein, deildarstj. í Menntamálaráðun. og fyrirspurnum fundarmanna. Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrírfram í síma 886666 (kl. 08- 16). Þátttökugjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200.■ VERSLUNARRAÐ ISLANDS LISTIR Glennur og gaddavír MYNDLIST Nýlistasafniö INNSETNING OG BLÖNDUÐ TÆKNI Ólafur Lárasson Opið alla daga kl. 14-18 til 9. október. Aðgangur ókeypis. í FEBRÚAR síðasta vetrar hélt Ólafur Lárusson sýningu á innsetn- ingu í Gallerí einn einn, sem hann gaf yfirskriftina „Svo lítið ...“. Nú hefur hann sett upp aðra innsetn- ingu, að þessu sinni í mun stærra rými, þar sem allir salir Nýlista- safnsins eru lagðir undir. Hér er greinilega um nokkurt framhald af hinni fyrri sýningu að ræða, en ein- hverra hluta vegna nær þessi fram- kvæmd ekki sömu tökum á undirrit- uðum og hin fyrri. Að þessu sinni hefur listamaður- inn gefið sýningunni yfirskriftina „Kannski...! KANNSKI...?“ og virðist með því byggja upp nokkra eftirvæntingu, sem er tæpast fylgt eftir hér og nú. Efniviðurinn er fá- brotnari en áður; hér notar Ólafur eingöngu gaddavír og smjör við innsetningamar, en auk þeirra er að finna í einum salnum tæt- ingslegar glennumynd- ir af kvenfólki, sem eru endurunnar með tölvu- tækni, og yfirmálaðar með slagorðum. Efnin sjálf eiga sér vissulega ýmsar tilvís- anir, þó þær séu færri í myndlistinni en á öðr- um vettvangi. Gaddav- írinn skiptir löndum og hamlar ferðum, hann markar brautir og ógnar þeim sem koma of nærri; í myndlistinni er auðvelt að sjá hann á sama hátt og Magnús Tómasson gerði í verki sínu „Handhægt sett“, þ.e. sem efnið í þyrnikórónu Krists. Joseph Beuys notaði fitu og smör á mark- vissan hátt í innsetningum, gjöm- ingum og.jafnvel í höggmyndum, þannig að þessi efni hafa bæði áður komið fram í listsköpun á þessari öld. Samhengi efnanna hér verður þó Olafur Lárasson aldrei skýrt. Stundum er smjörið notað líkt og til að mýkja gaddavír- inn, leysa hann upp og gera skað- lausan; í öðrum tilvikum er það í hlutverki límsins, sem heldur vírun- um saman. Þessar andstæður ganga ekki upp, og fyrir vikið verð- ur heildarmyndin sundurlaus, á sama tíma og rýmið sjálft nánast gleypir verkin. Efsti salurinn kemur best út að þessu sinni. Bæði er það vegna þess að þar er úr mestu að moða fyrir áhorfand- ann, og þar verða einn- ig til vissar andstæður milli glennulegra ljós- myndanna, gaddavírs- ins og Smjörsins, sem hér er einnig notað með sjálfstæðum hætti. Þetta nægir þó ekki til að lífga sýninguna við. Áðurnefnd yfirskrift blasir við gestum þeg- ar þeir koma í húsið, krotuð með blýanti, en að öðru leyti fylgir Ólafur sýningunni ekki eftir á nokk- urn hátt né auðveldar fólki aðgang- inn; hvergi er að finna neinar upp- lýsingar, skrá eða heiti. Þó lista- maðurinn hafi á stundum haft þenn- an mátann á með sýningar sínar, gengur þetta illa upp hér, og fyrir vikið verður sýningin nánast sem tómlegt eintal, sem í mesta lagi nær til innvígðra áhugamanna; aðrir hverfa væntanlega vonsviknir á braut. Eiríkur Þorláksson Nú er mál að linni Leikþátta- samkeppni SHI STÚDENTALEIKHÚSIÐ hyggst í samvinnu við Stúdentaráð Há- skólans efna til samkeppni um gerð frumsaminna leikþátta fyrir svið. Ætlunin er að taka væntan- lega verðlaunaþætti til sýningar eftir áramót. Samkeppnin er öllum opin, inn- an HÍ sem utan, en þó eru þeir undanskildir sem þegar hafa átt verk á fjölum atvinnuleikhúsanna. Engar kvaðir eru lagðar á um efni eða efnistök, en höfundar beðnir um að taka tillit til líklegrar sam- setningar leikhópsins. Hér er um áhugaleikhús að ræða og leikend- ur flestir í yngri kantinum. í fréttatilkynningu segir að: „ekki sé endilega verið að biðja um leikrit í fullri lengd, allt eins þætti sem skeyta mætti saman í eina sýningu. Stúdentaleikhúsið áskilji sér rétt til að verðlauna einn til þijá þætti eftir atvikum. Verð- launin nemi 300.000 kr., sem skiptast á milli höfunda". Þáttunum skal skila inn undir duinefni. Lokað umslag með réttu nafni, heimilisfangi og síma skal fylgja með, merkt dulnefninu. Þeim skal skila inná skrifstofu SHÍ merktum Stúdentaleikhúsinu. Skilafrestur er til 1. desember 1994. Kripalujógá Kynning Laugardaginn 1/10 kl. 13. Allir velkomnir. Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 3/10. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS, ^SkeHunni 19, 2. hæB, s. 889181 (kl. 17-19)^ KVIKMYNPIR Bíóborgin SONUR BLEIKA PARDUS- INS „THE SON OF THE PINK PANTHER" 0 Leikstjóri: Blake Edwards. Handrit: Edwards og fleiri. Aðalhlutverk: Roberto Benigni, Jennifer Eidwards, Herbert Lom, Claudia Cardinale. MGM/UA. 1992. SONUR Bleika pardusins er von- andi lokatilraun leikstjórans Blake Edwards til að hagnast á gömlu myndunum sínum um Bleika pard- usinn með Peter heitnum Sellers í aðalhlutverki. Hún er ömurleg þvæla þar sem í ljós kemur að Claudia Cardinale átti son með Sell- ers í fyrstu pardusmyndinni, „The Pink Panther" (1964), en hann er nú lögreglumaður í Frakklandi sem fær það verkefni hjá mesta haturs- manni föður síns, Herbert Lom, að hafa upp á prinsessu í haldi mann- ræningja. ítalski grínleikarinn Ro- berto Benigni leikur soninn en eins og allt annað í þessari mynd er hann hræðilega slæmur. Snilld Sellers í hlutverki Clouse- aus lögregluforingja verður ekki borin saman við þessa afskræm- ingu. Það sem Benigni reynir að innleiða af gömlu Clouseau-töktum Sellers í túlkun sína á syninum kemur út sem hreinn fávitaháttur. Benigni er gersamlega ófyndinn eins og reyndar myndin öll. Edw- ards virðist hafa glatað að fullu lagni sinni til að kvikmynda brand- ara og er gersamlega fyrirmunað að skapa annað en ófyndinn ærsla- leik og leyfír sér að samsama hann ærslabröndurum Marxbræðra í einu af verri brandaraatriðum myndar- innar. Leikararnir eru samsafn af leik- urum gömlu myndanna eins og Cardinale og Lom og nýjum andlit- ÍTALSKI grínleikarinn Roberto Benigni. um eins og Benigni og Robert Davi, sem leikur óþokkann og fær alla samúð áhorfandans. Atriðið þegar Benigni hefur dulbúið sig sem lækni og ætlar að gera að_ sárum hans er hreinlega sorglegt. Italski grínar- inn hefur svosem ekki úr miklu að moða því Edwards virðist ekki hafa haft neitt í höndunum þegar hann byrjaði að kvikmynda. Eftir að Sellers lést hefur Blake Edwards reynt að hagnast á mynd- unum um Bleika pardusinn, sem voru bestu gamanmyndir Sellers og bestu gamanmyndir síns tíma, með viðlíka furðuverkum og þessu. Nú er mál að linni. Arnaldur Indriðason JMtriJWMltMS* - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.