Morgunblaðið - 06.04.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 06.04.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 41 Rýmkaðar verði heimildir útlend- inga til fjárfestinga í sjávarútvegi NEFND um mótun sjávarútvegsstefnu telur að rýmka verði hinar ströngu hömlur sem hún segir gilda um eignarhald erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi, einkum varðandi óbeina eignaraðild. Nefndin gerir þannig grein fyrir tillögunni í skýrslu sinni til sjávarútvegsráð- herra: „Fjárfestingar erlendra aðila í hefðbundnum fiskveiðum og fisk- vinnslu eru óheimilar samkvæmt lögum nr. 34, 25. mars 1991 um fjárfestingar erlendra aðila í at- vinnurekstri og samkv. lögum nr. 13, 30. marz 1992 um rétt til veiða í efnahagslögsögu íslands. í EES-samningnum eru ákvæði sem tryggja að íslendingum er í sjálfsvald sett að hve miklu leyti erlendir aðilar geti fjárfest í íslensk- um sjávarútvegi. G-liður í viðauka XII er svofelldur: „Þrátt fyrir 40. gr. samningsins og ákvæði þessa viðauka er íslandi heimilt að beita áfram þeim höftum sem eru í gildi við undirritun samn- ingsins um eignarrétt eriendra aðila og/eða eignarrétt sem ekki eru búsettir á íslandi á sviði fisk- veiða og fiskvinnslu. Þessi höft skulu ekki koma í veg fyrir fjárfestingar erlendra aðila eða ríkisborgara sem eru ekki með lögheimili á íslandi í félögum sem taka aðeins á óbeinan hátt þátt í fiskveiðum og fiskvinnslu. Þó hafa innlend yfirvöld rétt til að skuld- binda fyrirtæki sem að hluta eða að öllu leyti hafa verið keypt af erlendum aðilum eða ríkisborgur- um sem ekki eru með lögheimili á íslandi til að losa sig við fjárfest- ingar í starfsemi á sviði fisk- vinnslu eða í fiskiskipum.““ Eignarhald útlendinga lítilfjörlegt „Eignarhald erlendra aðila í ís- lenskum sjávarútvegi er mjög lítil- fjörlegt. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti eiga erlendir aðilar beina eignaraðild að þremur íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, samtals að nafnverði 17.793 þúsund krónur. Auk þess er um að ræða óbeina eignaraðild erlendra aðila í gegnum íslenska hlutabréfasjóði, ol- íufélög o.fl. Það hefur verið stefna stjómvalda að halda erlendum aðilum frá fjár- festingum í íslenskum sjávarútvegi og var hún hert við samþykkt laga nr, 34, 25. mars 1991 um fjárfest- ingar erlendra aðila í atvinnurekstri, en þá var jafnframt breytt lögum nr. 33 frá 1922 um rétt til fiskveiða í landhelgi. Lög nr. 13, 30. mars 1992, um rétt til veiða í efnahagslög- sögu íslands svo í stað laganna frá 1922. Nefndin telur að þessar takmark- anir séu of miklar og bitni í raun á íslenskum sjávarútvegi. Hlutabréfa- markaður hefur verið að þróast hér á landi á undanförnum árum og mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa boðið hlutabréf sín á þessum mark- aði. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um Verðbréfaþing ís- lands þar sem sérstaklega er reynt að skapa leikreglur sem hvetja til aukinna hlutabréfaviðskipta og gefa fyrirtækjum möguleika á því að ná fjármagni í formi almenns útboðs nýs hlutafjár. Þessar breytingar á Verðbréfaþingi eru reyndar hluti af markvissu nokkurra ára starfí til eflingar hlutabréfaviðskipta. Nú þegar eru fjögur sjávarútvegsfyrir- tæki skráð á Verðbréfaþingi Islands og auk þess eru sjávarútvegsfyrir- tæki með hlutabréf í skráningu hjá löggiltum verðbréfafyrirtækjum á hinum opna tilboðsmarkaði. Hlutabréfasjóðir hafa jafnframt komið til skjalanna sem mikilvægir fjárfestar í hlutabréfum sjávarút- vegsfyrirtækja og er ljóst að þeir verða ein helsta leið áhættufjár- magns frá almenningi til atvinnulífs- ins. Samtals eiga hlutabréfasjóðir 831 milljón króna í hlutabréfum ís- lenskra fyrirtækja og þar af eru 225 milljónir í fyrirtækjum á sviði út- gerðar og fiskvinnslu. Eðli hlutabréfamarkaðar er að þar þurfa viðskipti að vera sem greiðust og erfítt er að setja takmarkanir um að erlendir aðilar geti ekki fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum ef þeir hafa á annað borð aðgang að mark- aðnum. í raun má segja að það verði að velja. Annað hvort komist sjávar- útvegurinn ekki inn á markaðinn með góðu móti eða að erlendir fjár- festar geti ekki átt viðskipti með eðlilegum hætti.“ Þrengir stöðu sjávarútvegs „Mikilvægur þáttur í uppbygg- ingu atvinnulífsins hiýtur jafnan að vera að eitt fyrirtæki geti átt í öðru. Þar á meðal er það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að eignarhald á fyr- irtækjum geti að einhvetjum hluta verið hjá fyrirtækjum í öðrum at- vinnugreinum. Þessi fyrirtæki geta verið viðskiptaaðilar viðkomandi sjávarútvegsfyrirtækja, móðurfyr- irtæki eða með öðrum hætti tengd fyrirtæki. Ljóst er að það þrengir mjög stöðu sjávarútvegs ef ekkert þeirra fyrirtækja sem eiga í sjávar- AFI/AMMA Allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALlNA útvegsfyrirtækjum má hafa hina minnstu erlendu eignaraðild. í slík- um tilvikum getur raunar komið upp algjörlega óviðráðanleg staða ef þau fyrirtæki sem hyggjast fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum starfa á opnum hlutabréfamarkaði. Ennfremur liggur. fyrir að í fram- tíðinni hlýtur íslenskur sjávarútveg- ur að tengjast erlendum aðilum með ýmsum hætti ef hann á að hafa góða vaxtamöguleika. Bæði munu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fjár- festa erlendis í sjávarútvegsfyrir- tækjum og eins í fyrirtækjum sem starfa í markaðssetningu og dreif- ingu sjávarafurða. Það mun hindra mjög nýtingu þeirra möguleika sem bjóðast ef algjörlega er fyrir tekið að samstarf við erlenda aðila geti með einhverjum hætti þýtt sameig- inlegt eignarhald á íslenskum fyrir- tækjum heldur einungis erlendum. Uppbygging nútíma atvinnulífs og þróun samstarfs milli ólíkra aðila f atvinnulífí gerir ráð fyrir því að eignarhald yfir landamæri sé bæði mikilævgt og ein helsta forsenda þess að efla viðskipti milli landa. Sú viðleitni að einangra íslenskan sjáv- arútveg, helsta útflutningsatvinnu- veg þjóðarinnar, algjörlega frá er- lendu eignarhaldi fær því ekki stað- ist þegar til framtíðar er horft. Því telur nefndin að það hljóti að þurfa að rýmka um hinar ströngu hömlur sem gilda um eignarhald erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi, eink- um varðandi óbeina eignaraðild. 1.500 kr. A MANUÐI OG ÞIÐ FAIÐ STIGAHUSIÐ TEPPAIAGT Já, það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigana. Hér eru dæmi um verð á viðurkenndum teppum sem þola mikið álag. Dæmi I: 6 ibúða stigahus í Fluðaseli. Dxmi 1: 8 ibúða stigahús i Stóragerði. Stadgreidsluv. M/afborgunum. 8 mánadargr. 12 mánaðargr. 18 mánaðargr. kr. 26.147,- pr. íbúð. kr. 27.200,- pr. íbúð. kr. 3.400,- pr. íbúð. kr. 2.300,- pr. íbúð. kr. 1.500,- pr. íbúð. Staðgreiðsluv. M/afborgunum. 8 mánaðargr. 12 mánaðargr. 18 mánaðargr. kr 22.000,- pri íbúð. kr. 23.200,- pr. íbúð. kr. 2.900,- pr. íbúð. kr. 1.900,- pr. íbúð. kr. 1.300,- pr. íbúð. * Algengt er að útborgun nemi I /3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum. Sumir kjósa að greiða með greiðslukorti og dreifa afborgunum á allt að 11 til 18 mánaða greiðslutímabil. Með þeim hætti getur mánaðargreiðsla á hverja íbúð farið niður íkr. 1.500,- pr. íbúð. Gerum góð staðgreiðslutilboð. VORTILBOÐ TIL I.JÚNÍ Á vormánuðum bjóðum við sérstakt tilboðsverð á teppum fyrir stigahús. Við fjarlægjum gömul teppi, mælum upp, sníðum og leggjum ný teppi fljótt og vel. Við lánum stórar teppaprufur og sendum ráðgjafa á húsfund ef óskað er. GERÐ.R ^PPA ‘ TUGUM L'TA, TEPPABÚÐIN CD TEPPI • FLÍSAR » PARKET • DÚKAR » MOTTUR« GRASTEPPI»VE6GDÚKAR «TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍM0TTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI GOLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 91-681950 > Eðahvoi Er «"nar Flá Seð,abanka"Um? t*rhúnta»“T 1-' ^ \] lf ar pormóðsson. EIG AN D AS "^''C'ianl’vsVumanm'. • FÆST HJÁ • Saga úr unduheun , eintaU a undan sy EYMUNDSSON Er komin ut, naðu p -------------

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.