Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 41 Rýmkaðar verði heimildir útlend- inga til fjárfestinga í sjávarútvegi NEFND um mótun sjávarútvegsstefnu telur að rýmka verði hinar ströngu hömlur sem hún segir gilda um eignarhald erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi, einkum varðandi óbeina eignaraðild. Nefndin gerir þannig grein fyrir tillögunni í skýrslu sinni til sjávarútvegsráð- herra: „Fjárfestingar erlendra aðila í hefðbundnum fiskveiðum og fisk- vinnslu eru óheimilar samkvæmt lögum nr. 34, 25. mars 1991 um fjárfestingar erlendra aðila í at- vinnurekstri og samkv. lögum nr. 13, 30. marz 1992 um rétt til veiða í efnahagslögsögu íslands. í EES-samningnum eru ákvæði sem tryggja að íslendingum er í sjálfsvald sett að hve miklu leyti erlendir aðilar geti fjárfest í íslensk- um sjávarútvegi. G-liður í viðauka XII er svofelldur: „Þrátt fyrir 40. gr. samningsins og ákvæði þessa viðauka er íslandi heimilt að beita áfram þeim höftum sem eru í gildi við undirritun samn- ingsins um eignarrétt eriendra aðila og/eða eignarrétt sem ekki eru búsettir á íslandi á sviði fisk- veiða og fiskvinnslu. Þessi höft skulu ekki koma í veg fyrir fjárfestingar erlendra aðila eða ríkisborgara sem eru ekki með lögheimili á íslandi í félögum sem taka aðeins á óbeinan hátt þátt í fiskveiðum og fiskvinnslu. Þó hafa innlend yfirvöld rétt til að skuld- binda fyrirtæki sem að hluta eða að öllu leyti hafa verið keypt af erlendum aðilum eða ríkisborgur- um sem ekki eru með lögheimili á íslandi til að losa sig við fjárfest- ingar í starfsemi á sviði fisk- vinnslu eða í fiskiskipum.““ Eignarhald útlendinga lítilfjörlegt „Eignarhald erlendra aðila í ís- lenskum sjávarútvegi er mjög lítil- fjörlegt. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti eiga erlendir aðilar beina eignaraðild að þremur íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, samtals að nafnverði 17.793 þúsund krónur. Auk þess er um að ræða óbeina eignaraðild erlendra aðila í gegnum íslenska hlutabréfasjóði, ol- íufélög o.fl. Það hefur verið stefna stjómvalda að halda erlendum aðilum frá fjár- festingum í íslenskum sjávarútvegi og var hún hert við samþykkt laga nr, 34, 25. mars 1991 um fjárfest- ingar erlendra aðila í atvinnurekstri, en þá var jafnframt breytt lögum nr. 33 frá 1922 um rétt til fiskveiða í landhelgi. Lög nr. 13, 30. mars 1992, um rétt til veiða í efnahagslög- sögu íslands svo í stað laganna frá 1922. Nefndin telur að þessar takmark- anir séu of miklar og bitni í raun á íslenskum sjávarútvegi. Hlutabréfa- markaður hefur verið að þróast hér á landi á undanförnum árum og mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa boðið hlutabréf sín á þessum mark- aði. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um Verðbréfaþing ís- lands þar sem sérstaklega er reynt að skapa leikreglur sem hvetja til aukinna hlutabréfaviðskipta og gefa fyrirtækjum möguleika á því að ná fjármagni í formi almenns útboðs nýs hlutafjár. Þessar breytingar á Verðbréfaþingi eru reyndar hluti af markvissu nokkurra ára starfí til eflingar hlutabréfaviðskipta. Nú þegar eru fjögur sjávarútvegsfyrir- tæki skráð á Verðbréfaþingi Islands og auk þess eru sjávarútvegsfyrir- tæki með hlutabréf í skráningu hjá löggiltum verðbréfafyrirtækjum á hinum opna tilboðsmarkaði. Hlutabréfasjóðir hafa jafnframt komið til skjalanna sem mikilvægir fjárfestar í hlutabréfum sjávarút- vegsfyrirtækja og er ljóst að þeir verða ein helsta leið áhættufjár- magns frá almenningi til atvinnulífs- ins. Samtals eiga hlutabréfasjóðir 831 milljón króna í hlutabréfum ís- lenskra fyrirtækja og þar af eru 225 milljónir í fyrirtækjum á sviði út- gerðar og fiskvinnslu. Eðli hlutabréfamarkaðar er að þar þurfa viðskipti að vera sem greiðust og erfítt er að setja takmarkanir um að erlendir aðilar geti ekki fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum ef þeir hafa á annað borð aðgang að mark- aðnum. í raun má segja að það verði að velja. Annað hvort komist sjávar- útvegurinn ekki inn á markaðinn með góðu móti eða að erlendir fjár- festar geti ekki átt viðskipti með eðlilegum hætti.“ Þrengir stöðu sjávarútvegs „Mikilvægur þáttur í uppbygg- ingu atvinnulífsins hiýtur jafnan að vera að eitt fyrirtæki geti átt í öðru. Þar á meðal er það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að eignarhald á fyr- irtækjum geti að einhvetjum hluta verið hjá fyrirtækjum í öðrum at- vinnugreinum. Þessi fyrirtæki geta verið viðskiptaaðilar viðkomandi sjávarútvegsfyrirtækja, móðurfyr- irtæki eða með öðrum hætti tengd fyrirtæki. Ljóst er að það þrengir mjög stöðu sjávarútvegs ef ekkert þeirra fyrirtækja sem eiga í sjávar- AFI/AMMA Allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALlNA útvegsfyrirtækjum má hafa hina minnstu erlendu eignaraðild. í slík- um tilvikum getur raunar komið upp algjörlega óviðráðanleg staða ef þau fyrirtæki sem hyggjast fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum starfa á opnum hlutabréfamarkaði. Ennfremur liggur. fyrir að í fram- tíðinni hlýtur íslenskur sjávarútveg- ur að tengjast erlendum aðilum með ýmsum hætti ef hann á að hafa góða vaxtamöguleika. Bæði munu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fjár- festa erlendis í sjávarútvegsfyrir- tækjum og eins í fyrirtækjum sem starfa í markaðssetningu og dreif- ingu sjávarafurða. Það mun hindra mjög nýtingu þeirra möguleika sem bjóðast ef algjörlega er fyrir tekið að samstarf við erlenda aðila geti með einhverjum hætti þýtt sameig- inlegt eignarhald á íslenskum fyrir- tækjum heldur einungis erlendum. Uppbygging nútíma atvinnulífs og þróun samstarfs milli ólíkra aðila f atvinnulífí gerir ráð fyrir því að eignarhald yfir landamæri sé bæði mikilævgt og ein helsta forsenda þess að efla viðskipti milli landa. Sú viðleitni að einangra íslenskan sjáv- arútveg, helsta útflutningsatvinnu- veg þjóðarinnar, algjörlega frá er- lendu eignarhaldi fær því ekki stað- ist þegar til framtíðar er horft. Því telur nefndin að það hljóti að þurfa að rýmka um hinar ströngu hömlur sem gilda um eignarhald erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi, eink- um varðandi óbeina eignaraðild. 1.500 kr. A MANUÐI OG ÞIÐ FAIÐ STIGAHUSIÐ TEPPAIAGT Já, það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigana. Hér eru dæmi um verð á viðurkenndum teppum sem þola mikið álag. Dæmi I: 6 ibúða stigahus í Fluðaseli. Dxmi 1: 8 ibúða stigahús i Stóragerði. Stadgreidsluv. M/afborgunum. 8 mánadargr. 12 mánaðargr. 18 mánaðargr. kr. 26.147,- pr. íbúð. kr. 27.200,- pr. íbúð. kr. 3.400,- pr. íbúð. kr. 2.300,- pr. íbúð. kr. 1.500,- pr. íbúð. Staðgreiðsluv. M/afborgunum. 8 mánaðargr. 12 mánaðargr. 18 mánaðargr. kr 22.000,- pri íbúð. kr. 23.200,- pr. íbúð. kr. 2.900,- pr. íbúð. kr. 1.900,- pr. íbúð. kr. 1.300,- pr. íbúð. * Algengt er að útborgun nemi I /3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum. Sumir kjósa að greiða með greiðslukorti og dreifa afborgunum á allt að 11 til 18 mánaða greiðslutímabil. Með þeim hætti getur mánaðargreiðsla á hverja íbúð farið niður íkr. 1.500,- pr. íbúð. Gerum góð staðgreiðslutilboð. VORTILBOÐ TIL I.JÚNÍ Á vormánuðum bjóðum við sérstakt tilboðsverð á teppum fyrir stigahús. Við fjarlægjum gömul teppi, mælum upp, sníðum og leggjum ný teppi fljótt og vel. Við lánum stórar teppaprufur og sendum ráðgjafa á húsfund ef óskað er. GERÐ.R ^PPA ‘ TUGUM L'TA, TEPPABÚÐIN CD TEPPI • FLÍSAR » PARKET • DÚKAR » MOTTUR« GRASTEPPI»VE6GDÚKAR «TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍM0TTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI GOLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 91-681950 > Eðahvoi Er «"nar Flá Seð,abanka"Um? t*rhúnta»“T 1-' ^ \] lf ar pormóðsson. EIG AN D AS "^''C'ianl’vsVumanm'. • FÆST HJÁ • Saga úr unduheun , eintaU a undan sy EYMUNDSSON Er komin ut, naðu p -------------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.