Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 M Hestasýning HÍS í Reiðhöllinni Góðir hestar og snjallir knapar _______Hestar__________ Valdimar Kristinsson HESTAÍÞRÓTTASAMBAND Islands reið á vaðið á þessu ári með sýningu í Reiðhöllinni um helgina. Sem kunnugt er tók Reylg'avíkurborg höllina á leigu fyrir skömmu hestamönn- um til mikils léttis því allt útlit var fyrir að hún stæði lokuð og ónotuð þetta árið. Eins og gefur að skilja var sýning HÍS nokkuð hraðsoðin og ekki um að ræða nein stórbrotin sýning- aratriði sem sérstaka athygli vöktu en þarna komu fram margir góðir hestar sem glöddu augað og snjallir knap- ar sem héldu sýningunni uppi ásamt hestunum. Allt frá því Reiðhöllin var tekin í notkun hafa verið haldnar sýn- ingar ár hvert o& hefði það sjálf- sagt verið skrýtið ef þær hefðu fallið niður þetta árið en sem bet- ur fer verður ekki um það að ræða því nú þegar hefur ein verið haldin og vitað er um að minnsta kosti tvær aðrar í farvatninu. Á sýningunni um helgina var lögð áhersla á hestamennskuna sem íþrótt en ekki boðið upp á sérstak- ar sýningar kynbótahrossa eins og tíðkast hefur á Reiðhallasýn- ingum. Ef tiltaka á einhver sérstök sýningaratriði má þar nefna sýn- ingu íslenskra Evrópu- og heims- meistara sem var borin uppi af góðum hestum og knöpum. Þar voru mættir þeir Sigurður Sæ- mundsson, Ragnar Hinriksson, Sigurbjöm Bárðarson, Benedikt Þorbjömsson, Jón Pétur Ólafsson og Gunnar Arnarsson. í hópinn vantaði Reyni Aðalsteinsson, Að- alstein Aðalsteinsson, Tómas Ragnarsson og Albert Jónsson. Ragnar Alfreðsson kom fram með fagran hest í löngum taumi. Hest- urinn vakti athygli fyrir svifmikið brokk og fagrar hreyfíngar og Ragnar fyrir mikið úthald en hann þurfti að hlaupa nánast sömu vegalengd á sama hraða og hest- urinn. Böm og unglingar áttu sinn þátt I sýningunni eins og venja er til. Lína langsokkur og Emil í Kattholti skemmtu áhorfendum með því að fá tvo úr þeirra hópi á bak og var farið í þrautakóng undir handleiðslu Emils og Línu. Þá komu fram böm, unglingar og ungmenni sem á undanförnum ámm hafa skarað fram úr á mót- um. Var þar vasklega riðið á góð- um hestum undir dynjandi tónlist. Sett var á svið brúðkaup á hest- um, nemendur frá reiðskólanum Folinn fór vel hjá Ingólfi Kristjánssyni sem er á tíræð- isaldri en hann hefur verið að dunda sér við að temja hann. Þór Jóhannsson sýndi mikið harð- fylgi i dekkjarallinu á sunnudag og sigr- aði eftir harða keppni. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Eftir sýninguna á sunnudag var krökkum boðið á hestbak og fóru margir þar í sinn fyrsta túr og þar á meðal hún Linda Jóhannsdóttir. Mynd- aðist löng biðröð því áhuginn var mikill. í Geldingaholti sýndu hindr- unarstökk, fólk á ýmsum aldri sýndi að hesta- mennskan er ekki einskorðuð við ákveðna aldurshópa, með Ingólf Kristjánsson á tíræðisaldri í broddi fylking- ar á ungum fola sem hann hefur verið að temja í vetur. Boðið var upp á tvö atriði þar sem hestar komu ekki við sögu. Tveir eyjapeyjar komu og spröng- uðu skamma stund og KK-band lék nokkur af sínum kunnu lögum. í anddyri reiðhallarinnar voru ýmsir aðilar með auglýsingabása og kom á óvart hversu mörg fyrir- tæki voru þar með fjölbreytt vöru- úrval. Af einhveijum ástæðum var illa mætt á þessar fjórar sýningar Hestaíþróttasambands- ins, líklega hefur heildar- ijöldi verið innan við 2.000 manns. Læðist að manni sá grunur að fyrr og betur hefði mátt standa að kynn- ingu og auglýsingu. Þótt ekki ifi verið hér um að ræða neinn stórviðburði í íslenskri hesta- mennsku þá fannst mér sýningin sem var ágætis skemmtun verð- skulda betri mætingu hesta- manna. Eftir tæplega hálfan mán- uð verða Norðlendingar með sýn- ingu Reiðhöllinni og eftir mánuð verður Fákur í samvinnu við aðra hestamenn á Suðurlandi með sýn- ingu sömu helgi og sýning verður á Stóðhestastöðinni í Gunnars- holti. Dómarar og- sigurveg- arar fengu páskaegg Harðarfélagar héldu vormót á Varmárbökkum í Mosfellsbæ um helgina þar sem keppt var í tölti í þremur flokkum. í A- flokki þar sem komu saman reynslumiklir knapar sigraði Sævar Haraldsson á Bráni, önn- ur varð kona hans Barabara Mayer á Háfeta, þriðji Eysteinn Leifsson á Huginn frá Stykkis- hólmi, Sigurður Sigurðarson fjórði á Víði frá Hala og Hreinn Olafsson á Dropa frá Helgadal í fimmta sæti. í B-flokki þar sem keppa leik- menn, sigraði Axel Blomsturberg á Drottningu frá Reykjavík, Ema Amardóttir varð önnur á Þey, Sigvaldi Haraldsson þriðji á Darra frá Rangá, Aníta Pálsdóttir fjórða á Hendingu. í unglingaflokki sigr- aði Guðmar Þór Pétursson á Gusti frá Stórholti, Þorvaldur Kristjáns- son varð annar á Loga frá Mið- sitju, Sölvi Sigurðarson á Nunnu varð þriðji, Garðar Hólm fjórði á Skafrenningi frá Ey II og Jóna Björg Ólafsdóttir varð fímmta á Garpi frá Svanavatni. í bama- flokki sigraði Magnea Rós Axels- dóttir á Vafa frá Mosfellsbæ, Hrafnhildur Jóhannesdóttir önnur á Miðli, Brynja Brynjarsdóttir þriðja á Ljóma frá Seljatungu, og Eyþór Ámason á Víkingi fjórði og Helga Ottósdóttir fímmta á Kolfinni frá Enni. Allir sigurveg- arar auk dómara fengu að launum páskaegg sem Nói Síríus gaf. Til stóð að keppa í flokki Old boys and girls en aðeins einn skráði sig þannig að ekkert að varð af því í þetta sinn. Dómararnir Friðfinnur Hilmarsson og Ámundi Sigurðsson fengu ásamt sigurvegurunum páskaegg fyrir góða frammistöðu en næst þeim standa frá vinstri talið Sævar Haraldsson, Guðmar Þór og feðginin Axel Blomsturberg og Magnea Rós. Trúður flytur fjöll Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Háskólabíó: Kraftaverkamaður- inn („Leap of Faith“). Leiksljóri Richard Pearce. Aðalleikendur Steve Martin, Debra Winger, Liam Neeson, Lolita Davidovich, Lukas Haas. Bandarísk. Para- mount 1992. I nýjustu mynd sinni leikur Steve Martin „kraftaverkamanninn" Jonas Nightingale, samviskulausan kjaft- ask sem ferðast með fríðu föruneyti vítt og breitt um bandarísku miðrík- in. Selur Jesús á tölvuvæddum skrautsýningum þar sem starfs- mönnum hans er uppálagt að grípa eitthvað bitastætt úr samtölum sam- komugesta á meðan þeir vísa þeim til sætis. Úrþessu moðar hans hægri hönd (Debra Winger) á tölvuna. Fær upplýsingar um sætisnúmer viðkom- andi og sendir síðan „miðlinum" skilaboðin þráðlaust. Allt hefur gengið að óskum. Hver bær og borg yfírfull af „aulum“ ein- sog Martin kýs að kalla hrekklausan almúgamanninn. Uns hann fyrir til- viljun verður strandaglópur í smábæ, einhvers staðar á sléttunum miklu. Þar gerist kraftaverkið og „heilögum Nightingale" fatast flugið. Aðalkostur Kraftaverkamannsins er sú háðska umfjöllun sem ,jes- úsiðnaðurinn" og gervispámennskan fær óþvegna. Prédikarar af svip- uðum toga og Martin hafa löngum verið þáttur í bandarísku þjóðlífí og margir komist í álnir. I meðförum Martins verða þessir tungulipru kaupsýslumenn fáránleg himpigimpi sem ekkert er heilagt, a.m.k. þegar komið er að vösum kúnnanna. Það er svosem hugsanlegt að Sinclair Lewis hefði tölvuvætt Elmer Gantry, en samlíkingin kemur óneit- anlega upp í hugann. En það er ólíku saman að jafna. Bókin snilld, sömu- leiðis handritið sem var samið eftir henni og myndin ógleymanleg. Burt Lancaster í sínu besta formi, og þá er mikið sagt. Báðir góðir sölumenn en tilgangurinn ólíkur. Gantry að predika sig uppá konu en Nighting- ale að hugsa um bankabókina sína. Eða var það eitthvað varðandi upp- vaxtarárin í Bronx? En það er ekki réttlátt að fara nánar útí samjöfnuðinn. Elmer Gantry klassísk háðsádeila, Krafta- verkamaðurinn auðgleymt stundar- gaman, sem svíkur þó engan aðdá- anda Martins því handritið býður uppá trúðssýningu sem hann gjör- nýtir. Það sem ekki snýr að honum er öllu slakara og aukapersónurnar skipta litlu máli. Eins manns sýning. sýni og umburðarlyndi. Hann setur þær upp á bráðfyndinn hátt, oftast nær, skoðar velferðarþjóðfélagið í hnotskum sveitaþorps þar sem hræsnin ræður ríkjum. Flestir íbú- arnir telja sig hina einu, sönnu fyrir- myndárborgara en eru í rauninni uppbelgdir trúarhræsnarar, kyn- þáttahatarar, öfundsýkin og afbrýð- in uppmáluð. Hálf-fríkuð borgar- börnin með sína hæpnu fortíð, að öllum líkindum listamenn úr ljósbláa geiranum, hann að auki kynhverfur, eru hinir siðferðislegu vendir þjóðfé- lagsins. Gott hjá Nutley og ekkert skrýtið þó sænskir vilji bendla sér mest við manninn. Englasetrið kemur hressilega á óvart, hún er jafnan ágætlega frum- leg og svo mikill er styrkur hennar að handritshöfundurinn og leikstjór- inn Nutley getur leyft sér að kaf- sigla myndina á tíma og kemst upp með það. Réttir hana af og siglir öruggur í höfn. Nýtur frábærra leik- ara. Wolff er eftirminnilegur sem hin léttmálaða kabarettstjama, best- ir þó bræðumir, nágrannarnir ros- knu, sem fá reyndar nokkrar bestu línurnar í handritinu. Hress skemmt- un sem kemur á óvart. I sælu og synd Regnboginn: Englabærínn Leikstjóri og handritshöfundur Colin Nutley. Kvikmyndatöku- stjóri Jens Fischer. Aðalleikendur Helena Bergström, Rikard Wolff, Sven Wollter, Ernst Gunther, Reine Brynjolfsson, Viveka Seldahl, Per Oscarsson. Samnorr- æn/Svíþjóð 1992. í sænsku þorpi, sem má muna sinn fífil fegurri, fer allt á annan endann er forpokaður sveitavargur- inn fær óvænta heimsókn úr borg- inni. Það er par sem stingur í stúf við skinhelga og umtalsilla íbúana; Bergström, ung og falleg, erfingi ættaróðalsins Englasetursins og Wolff, enn grunsamlegri fylgismað- ur hennar. Vissulega hafa þau haft kabarettsýningar í vafasamari kant- inum að atvinnu sinni en eru engu að síður allt að því heilagt fólk í samanburði við flesta grannana. Svo þegar þeim er farið að ofbjóða slúðr- ið og smáborgarahátturinn útaf fijálslegri framkomu þeirra og klæðaburði, gípa þau til sinna ráða. Það er sagt að Englendingurinn Nutley sé sænskari en allt sem sænskt er, hvað um það, óneitanlega kann hann góð skil á andstæðum innikróaðrar afdalamennsku og víð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.