Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Islendingar jákvæðir í garð Hafn- firðinga ÍSLENDINGAR virðast vera já- kvæðir í garð Hafnfirðinga sam- kvæmt könnun sem gerð hefur verið á viðhorfi fólks til Hafnar- fjarðar. Spurt var þriggja spurn- inga, hvað dettur þér í hug þegar Hafnarfjörður er nefndur? Hvað finnst þér jákvæðast við bæinn og hvað neikvæðast? Könnunin var framkvæmd í síð- ustu viku janúar. Hringt var í 1.000 manna slembiúrtak af landinu öllu. Alls tóku 702 þátt í könnuninni eða 70,2% af úrtaki. Niðurstöður sýna að átakið „Vinur Hafnarfjarðar" hefur skilað sér til landsmanna og þá einkum til landsbyggðarfólks. Þá eru afar fáir sem nefna eitthvað sem þeim finnst neikvætt um Hafn- arfjörð. Brandarar og gamanmál var það sem flestum, eða 125 þátttak- endum, datt í hug þegar þeir heyrðu Hafnarfjörð nefndan. Næstflestir nefndu bæjarstæðið og í þriðja lagi nefndi fólk góðan bæ, en svörum var skipt niður í 30 flokka. Af þátttakendum treystu 152 sér ekki til að nefna neitt sérstak- lega jákvætt við bæinn en tæplega 30% svara féllu undir flokkinn „góður bær“. Tæplega 80% svar- enda treystu sér ekki til að nefna neitt neikvætt við Hafnarfjörð en þau atriði sem flestir nefndu voru samgöngur, umferð og skipulag. ---------» ♦ ■«--- Lokuðust af vegna fióðs BJÖRGUNARSVEITIN Albert bjargaði konu og ungum dreng úr Gróttu á sunnudag en þau höfðu lokast af á miðju eiðinu milli lands og Gróttu vegna síð- degisflóðsins. Þau höfðu farið í gönguferð út í Gróttu á fjörunni en gættu ekki að sér á bakaleið- inni. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu voru þau föst á steini á miðju eiðinu er menn frá Albert komu þeim til aðstoðar á gúmmíbjörgun- arbát. Höfðu þau dvalist um hálftíma á steinum er þeim var bjargað. Að sögn lögreglu er ástæða til að vara fólk við gönguferðum út i sker í nágrenni Reykjavíkur á háfjöru því yfírleitt færast þau alveg í kaf á flóðinu. Nýr björgunarbátur Slysavarnafélagsins til Sandgerðis Mikill heiður HJÓNIN Hannes Þ. Hafstein og Sigrún S. Hafstein um borð í nýja bátnum ásamt öðrum Þjóð- veijanna sem komu með bátnum til Islands. Hannes segir að það sé mikill heiður fyrir sig að báturinn skuli heita í höfuð sér. Morgunblaðið/Björn Blöndal Tekið á móti björgunarbáti FJÖLMENNI tók á móti björgunarbátnum Hannesi Þ. Hafstein þegar það kom til heimahafnar í Sandgerði síðasatliðin laugardag. Efst í huga þakklæti á þessum tímamótum - segir Hannes Þ. Hafstein, en bát- urinn er nefndur í höfuð honum Keflavík. FJÖLMENNI var við höfnina í Sandgerði á laugardaginn til að fagna þegar nýr björgunarbátur bættist í flota landsmanna. Hinn nýi bátur ber nafn Hannesar Þ. Hafstein, sem um árabil hefur verið framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands, en hann lét af störfum um síðustu mánaðamót. „Mér er efst í huga þakklæti á þessum tímamótum til þeirra fjölmörgu manna og kvenna sem ég hef starfað með og leitað til utan og innan Slysavarnafélagsins á því tímabili sem ég starfaði í þágu félagsins," segir Hannes Þ. Hafstein. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, gaf bátnum nafn, en hann verður staðsettur í Sand- gerði. Um borð er minnijijörgunar- bátur og hlaut hann nafnið Siggi Guðjóns. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson sóknarprestur blessaði bátana og fyrir og eftir lék Lúðra- sveit TónlistarskólanS' í Keflavík undir stjórn Karenar Sturlaugsson. Hannes Þ. Hafstein er 84 tonna bátur, smíðaður í Þýskalandi 1965 og var notaður sem björgunarbátur í Cuxhaven í 20 ár. Hann var keyptur til landsins_ fyrir tilstuðlan Slysavarnafélags íslands, kaup- verðið var aðeins ein milljón króna og sagði Gunnar Tómasson, 1. varaforseti SVFÍ, við þetta tæki- færi að félagið þakkaði þýska slysavarnafélaginu þetta vinar- bragð. Mikill heiður Hannes Þ. Hafstein segir að það að nefna bátinn í höfuð sér sé mik- ill heiður fyrir sig. „Með þessu er mér sýndur gífurlegur hlýhugur og virðing og ég vil nota tækifærið hér til að þakka öllu því fólki sem ég hef starfað með fyrir samstarfíð þau 30 ár sem ég vann fyrir Slysa- varnafélagið," segir Hannes. Siglingin til íslands gekk vel, lagt var af stað frá Bremerhaven 27. mars og voru í áhöfn sjö íslend- ingar og tveir Þjóðveijar. Hálfdán Henrýsson var skipstjóri og sagði hann að Hannes Þ. Hafstein væri bæði mikið og gott skip sem hefði reynst ákaflega vel á heimsigling- unni. Komið var við í Orkneyjum og í Vogi í Færeyjum sem er vina- bær Sandgerðis og þar var öllum boðið til veislu. Eftir hina hátíðlegu athöfn í Sandgerðishöfn var gestum boðið til hófs í tilefni af komu bátsins. Þar fluttu ávörp meðal annars Halldór Blöndal samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins. Ýmsir aðilar gáfu bátnum gjafir og má þar m.a. nefna að Eimskipafélagið gaf nýjan radar til notkunar í minni bátnum og Sparisjóður vélstjóra gaf fé til kaupa á öryggisbúnaði. Minni bátur um borð Hálfdán Henrýsson sagði að í Hannesi Þ. Hafstein væru þijár vélar sem saman framleiddu 2.500 hestöfl og væri ganghraðinn um 18 sjómílur. Þá væru þijú stýri og þijár skrúfur í bátnum auk marg- víslegs annars útbúnaðar til björg- unarstarfa. Minni bátur er um borð í Hannesi og hláut hann nafnið Siggi Guðjóns eftir fyrrverandi for- manni slysavamadeildarinnar Sig- urvonar í Sandgerði. Hálfdán Henr- ýsson sagði að nýleg könnun hefði leitt í ljós að langflest sjóslys væru á þessu svæði og því hefði verið ákveðið að Hannes Þ. Hafstein yrði í Sandgerði og yrði hann mannaður björgunarsveitarmönnum þar í bæ. Að athöfn lokinni var öllum boðið að skoða nýja bátinn og björgunar- stöð Sigurvonar. - BB Skoðanakönnun Gallups á Islandi Nýrri mennta- stefmi vel tekið SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup á tillögum nefndar menntamálaráðuneytisins um mótun nýrrar mennta- stefnu ríkir mikill einhugur um að aukin áhersla verði lögð á starfsnám í framhaldsskólum, en hins vegar taldi tæplega helm- ingur aðspurðra í könnuninni að fj’ölga ætti kennsludögum í grunnskólum frá því sem nú er. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup sem nýlega var gefinn út. EPtu fylgjandi Á að fjöiga Á að auka á- eöa andvígur kennsludögum herslu á starfs- því að gruim- í grunnskólum? nám í fram- skólanum fjúki haldsskólum? með samræmd- Nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins um mótun nýrrar menntastefnu setti nýlega fram tillögur í áfangaskýrslu sem fela í sér verulegar breytingar frá nú- verandi menntastefnu. í tillögun- um felst meðal annars að kennslu- dögum í grunnskólum verði fjölgað um 10-20 daga á ári, að leggja beri aukna áherslu á starfsnám í framhaldsskólum og að fjölga samræmdum prófum í grunnskól- um landsins. Gallup kannaði skoð- anir fólks á þessum tillögum nefndarinnar. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að mikill einhugur ríki um að leggja beri aukna áherslu á starfsnám í framhalds- skólum, en tæplega 94% voru því sammáía. Einungis 3% voru því andvígir, og 3% aðspurðra tóku ekki afstöðu. Ekki reyndust aðspurðir jafn einhuga um hvort fjölga ætti kennsludögum í grunnskólum. Þannig reyndust tæplega 47% vera fylgjandi fjölguninni, en tæplega 40% voru því andvígir, og um 13% voru hlutlausir í afstöðu til máls- ins. Þeir sem vildu að kennsludög- um yrði fjölgað voru spurðir um það hvort það ætti að gerast með því að lengja skólaárið eða fækka frídögum og starfsdögum, og taldi helmingur svarenda að lengja ætti skólaárið, en helmingur taldi að fækka ætti frí- og starfsdögum. Mikill meirihluti áðspurðra í könnun Gallups reyndist vera fylgjandi því að grunnskólanum eigi að ljúka með samræmdum prófum, eða 80,3%. Tæplega 10% voru hins vegar andvígir sam- ræmdum prófum í grunnskólum og 10% tóku ekki afstöðu. Hringrás semur við varnarliðið HRINGRÁS hf. hefur gert samn- ing við varnarliðið um að fjar- lægja um 500 tonn af járnúrgangi af Keflavíkurflugvelli. Þrír aðilar buðu í þetta verk og var Hringrás með lægsta tilboðið. Verkinu á að vera lokið fyrir miðjan maí nk. Hringrás hefur áður unnið við hreinsun á vallarsvæðinu. „Þetta er mjög góður samningur miðað við það sem hefur verið í boði hingað til og veitir í sjálfu sér ekkert af kostnað- arlega séð,“ sagði Sveinn Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Hringrásar. Bæði er um að ræða þykkt og þunnt efni, vélar og tæki. Hringrás tekur brotajárnið til endurvinnslu og eyðingar í Sundahöfn. Sveinn sagði að Hringrás hefði kaupendur að brotajárninu og auðvelt væri að selja það. Hins vegar hefðu verðsveiflur verið á þessari vöru. Jámið er rifíð niður og flokkað hjá Hringrás og pressað. Hollenskt fyrirtæki kaupir þann farm sem unnin verður úr brotajáminu af Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.