Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 56
Morgunblaðið/Sverrir Alvöru páskaungar BÖRNIN á Barónsborg í Reykjavík fengu alvöru páskaunga í heimsókn á dögunum. Börnin skiptust á að halda á ungunum sem voru mishrifnir af umstanginu. Einhveijir bitu í litlu hend- umar og einn var meira að segja svo ósvífinn að drita á gest- gjafana sem létu þessháttar smááföll þó ekki spilla gleðinni. Framboð á íbúðarhúsnæði aldrei verið meira en nú Verð dýrari eigiia lækkar um 10-15% NOTAÐ íbúðarhúsnæði á verðbilinu 15-25 milljónir króna hefur lækkað um 10-15% á undanförnum 2-3 misserum samfara minnk- andi eftirspurn eftir stórum eignum. Að sögn Jóns Guðmundssonar formanns Félags fast- eignasala hafa stórar eignir hrannast upp á fasteignasölunum, en hann segir framboð á fasteignamarkaðinum í heild aldrei hafa verið meira en undanfarna mánuði. Að sögn Jóns hefur verð á íbúðarhúsnæði á verðbil- inu 16-25 milljónir króna fallið jafnt og sígandi með minni eftirspurn frá því að húsbréfakerfmu var breytt í október 1991, þegar hámarkslán til kaupa á notuðum eignum lækkuðu úr 9,3 milljónum í 5 milljónir. „Síðustu mánuði hefur efnahagsástandið í þjóðfélag- inu líka haft sitt að segja og atvinnuleysi og óöryggi þá jafnframt í ofanálag. Samfara lausum kjarasamn- ingum er fasteignamarkaðurinn einnig alltaf tregari, jafnvel þó að við vitum að þessir samningar nú komi ekki til með að færa fólki neinar kjarabætur," sagði Jón. Hann sagði að þær eignir sem aðallega hefðu selst upp á síðkastið væru eignir á bilinu 6-9 milljónir. Þegar komið væri yfir það verð drægi síðan verulega úr eftirspuminni, og hverfandi lítil sala væri þegar um stórar eignir er að ræða. Aðspurður um hvort fyrir- sjáanleg væri verðlækkun á algengustu eignunum sagðist hann hins vegar ekki beint sjá fram á hana í nánustu framtíð. „Maður spyr hins vegar sjálfan sig auðvitað að því þegar efnahagsástandið er ekki betra en raun ber vitni að auðvitað hljótum við að lúta lögmálum eins og aðrir. Fyrr en varir hlýtur þetta því að koma niður á verðinu samfara lakari eftirspurn," sagði Jón. 6.600 ferm- ingarskeyti UM 6.600 heillaóskaskeyti voru **• afgreidd frá ritsímanum til fermingarbarna á pálmasunnu- dag. Þann dag fermdust um 1.100 unglingar á landinu öllu, þar af 700 á höfuðborgarsvæð- inu. Að sögn Óla Gunnarssonar deildarstjóra ritsímans náðist ekki að koma öllum skeytunum til skila og varð að geyma þau til næsta dags. „Pálmasunnudagur var stærsti dagurinn og við réðum ekki full- komlega við álagið,“ sagði Óli. 21 starfsmaður sá um að taka niður heillaóskirnar en á virkum degi eru þeir þrír til fjórir. Dreifing stóð fram undir miðnætti. -----» ♦ ♦--- Loðnuvertíð lokið 123 þúsund tonn óveidd LOÐNUVERTÍÐ er lokið og að- eins einn loðnubátur á miðunum. Heildarveiði á haust- og vetrar- vertíð var um 696 þúsund tonn en rúmlega 123 þúsund tonn eru ' óveidd af loðnukvótanum. Verð á bræðsluloðnu fór niður í 2.800 kr. tonnið á vertíðinni. Loðnan er dreifð og drepst nú unnvörpum á miðunum, að sögn Viðars Karlssonar skipstjóra á Vík- ingi AK sem leitaði loðnu út af Akranesi í gær. Hann sagði að ekki væri útlit fyrir að meira veiddist af loðnu en ætlaði þó að svipast um í dag og á morgun. Lágt verð Viðar sagði að flestum loðnubát- unum yrði lagt þar til loðnuveiði hefst á ný 1. júlí. Hann sagði að mikið væri um smáloðnu og útlit fyrir góða veiði á haustvertíð. Viðar sagði þýðingarmikið að lengja þann tíma sem bátamir eru að loðnuveið- um, þá myndi rekstur verksmiðj- anna verða hagkvæmari og þær gætu borgað hærra verð. Svipað veður næstu daga Morgunblaðið/RAX ÚTLIT er fyrir svipað veður á landinu fram á föstu- dag, að sögn Haraldar Ólafssonar veðurfræðings. Gert er ráð fyrir austlægri og norðaustlægri átt, vætusömu veðri norðaustanlands og austanlands en að úrkomulítið verði suðvestanlands. Búast má við nokkru sólskini á Suðvesturlandi og strekkings- vindi um landið allt. Þessir tveir drengir notuðu sér blíðuna í sundlaugunum í Laugardal í gær. Metviðskipti á Verðbréfaþingi íslands á árinu Heildarviðskipti voru 11,6 milljarðar í mars MARSMÁNUÐUR var metmánuður í viðskiptum á Verðbréfa- þingi íslands, en heildarviðskiptin í mánuðinum námu um 11,6 miHjörðum króna. Er það svipað og heildarviðskipti ár- anna 1990, 1991 og 1992 til samans. Mest viðskipti urðu í rikisvíxlum, en einnig urðu töluverð viðskipti í spariskírtein- um. Avöxtunarkrafa í útboði ríkisvíxla í gærdag lækkaði um rúmt prósent, fór úr 10,14 % þann 17. mars niður í 9,02% nú. Samtals var tekið tilboðum að upphæð 1,5 milljarður króna. I fréttabréfi Verðbréfaþings Is- lands kemur fram að í lok marsmán- aðar voru heildarviðskiptin orðin rúmir 18,3 milljarðar króna á móti tæplega 7 milljörðum á öllu síðasta ári. Þama munar mestu um við- skipti á peningamarkaði, sem í lok mars voru tæplega 15,5 milljarðar króna. Þá vom viðskipti með spari- skírteini komin upp í rúma 2,3 millj- arða króna, en á öllu árinu 1992 vora viðskiptin rúmir 4,3 milljarðar. Þá era viðskipti með húsbréf komin í rúmar 400 milljónir en í fyrra vora heildarviðskiptin rúmlega 500 millj- ónir. í fréttabréfínu kemur fram að það sem af er árinu hefur raunávöxtun- arkrafa spariskírteina lækkað um 0,7 prósentustig, en það er nærri 10% lækkun á þremur mánuðum. Nafnávöxtunarkrafa ríkisvíxla hef- ur lækkað um 1,1 prósentustig sem er einnig 10% lækkun á þremur mánuðum. A höndum í skíðagöngu DANÍEL Jakobsson, skíða- göngumaðurinn knái frá Isafírði, hafði mikla yfír- burði í skíðagöngugreinum á Skíðamóti íslands, sem fór fram í Hlíðarfjalli við Akur- eyri um helgina. Daníel vann fem gullverðlaun og lauk keppni með eftirminnilegum hætti í boðgöngu, þar sem hann _tók síðasta sprett fyrir sveit ísfirðinga. Hann stöðv- aði skammt frá marklínu, kastaði frá sér stöfunum, fór í handstöðu og gekk á hönd- um yfir marklínuna. Sjá frásögn af skíða- landsmótinu á B 4-5. Morgunblaðið/Valur Jónatansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.