Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 11 Sálumessa Verdis ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit íslands, Kór íslensku óperunnar, einsöngvar- arnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elsa Waage, Ólafur Árni Bjarna- son og Guðjón Grétar Óskarsson fluttu Sálumessuna eftir Verdi sl. fimmtudag í Háskólabíói, undir stjórn Yoavs Talmis. Sálumessan eftir Verdi er há- dramatískt verk og þvl kallaði Hans Guido von Bulow það „nýj- ustu trúaróperuna eftir Verdi“. Nú þykja þessi ummæli hafa verið ómakleg og jafnvel ódrengileg, því trúin eigi sér ekki einhvern af- markaðan bás og aðferðin við að tjá hana skipti engu, en öllu sem að baki býr. Verkið er í sjö þáttum og er annar þátturinn, Dies irae, lengstur og skipt í níu atriði. Það sem einkennir formskipan þessa listaverks, er að fyrir utan einn þátt, Ingemisco, sem er fyrir tenór einsöng, skiptist það í samsöngs- þætti einsöngvara og kórs. Kór íslensku óperunnar undir kórstjórn Peters Lockes söng mjög vel og af miklu öryggi, t.d. hinn glæsilega Dies iræ-þátt. Te decet Giuseppe Verdi hymnus í Requiem og reyndar allur þátturinn var mjög fallega sunginn af kórnum svo og kórsöngurinn í Lacrymosa og Agnus Dei. Fúgurn- ar, sú tvöfalda í Sanctus og Libera mea fúgan, voru full hraðar, svo að skarað raddferlið varð á köflum ógreinilegt. Hraði er afstæður og rétt er að taka tillit til þess hvort rithátturinn er einfaldur eða flókinn, sem vel hefði máttí þessu tilfelli, þvi kontrapunkturinn býr yfir sér- stakri spennu, sem því miður var yfirkeyrð. Hljómsveitarstjórinn hefur líklega verið að draga fram andstæður verksins og það gerði hann mjög vel á köflum, einkum í þeim veiku, en á móti var hann í nokkrum tilfellum einum of bók- stafsbundinn. í Tuba mirum og Rex tremendæ var hljómsveitin oft nokkuð sterk. Einsöngvarar voru góðir, þó greina mætti á stundum að um væri að ræða frumraun í flutning þessa verks. Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir opnaði Kyrie þáttinn glæsi- lega og lokaþátturinn Libera me var stórkostlegur í útfærslu hennar svo og samspil hennar við kórinn í Requiem-bæninni. í öðrum þátt- um er sópraninn mikið notaður í samsöng t.d. í hinu fallega Agnus Dei og í Recordare en þar fóru á kostum Ólöf og Elsa Waage, Elsa var mjög góð i öllum samsöngsatr- iðunum en átti og frábærlega vel sungna sólóþætti, t.d. Liber script- us, hið fallega upphaf á Lacrymosa og leiðandi rödd í Lux æterna. Ólafur Árni er vaxandi söngvari og gerði margt fallega en var full leitandi, t.d. í Ingemisco-aríunni en glæsileg rödd hans ætti að duga honum langleiðina upp ilifærar Yoav Talmi Ólöf Kolbrún Harðardóttir Guðjón Grétar Peter Locke Óskarsson tröppurnar að Parnassum. Guðjón Óskarsson vakti mikla athygli var hann sérstaklega góður í fyrri hluta verksins og söng af öryggi. Þarna er sannarlega -á ferðinni efnilegur söngvari og var söngur í Tuba mirum, Confutatis mjög góður. Offertorium-þátturinn er fyrir einsöngvarakvartett og var þar margt fallegt að heyra. Hljómsveitin var í heild mjög góð en var á köflum nokkuð sterk, jafnvel í Dies iræ en svo á móti Elsa Waage Ölafur Á. Bjarnason einstaklega veik, eins og t.d. í upphafi verksins, sem var mjög fallega mótað af hálfu stjórnand- ans. Hljómsveitarstjórinn Yoav Talmi lagði mikla áherslu á sterkar andstæður, frá minnsta styrk til hins mesta og einnig mikinn mun á hraða. Þar í millum vantaði eitt- hvað, t.d. að leggja meiri áherslu á að raddfleygunin í fúgunum tveimur heyrðist, í stað þess að leggja allt í æðisgenginn hraðann. Requiem eftir Verdi er stórkost- legt listaverk, sérstætt fyrir leik- ræn tilþrif og mótað af sterkum andstæðum, þar sem bænin um frið, dagur reiðinnar og frelsunar- bænin eru þrungin af persónuleg- um tilfinningum en ekki sett fram á ópersónulegan og virðulegan máta. Flutningur þessa listaverk eru tíðindi og það eru einnig tíð- indi þegar vel tekst til eins og átti sér stað í glæsilegri uppfærslu Sin- fóníuhljómsveitar íslands, undir stjórn Yoavs Talmis. ERUM FLUTTIR Höfum flutt söludeild okkar frá Höfðabakka 9 að SÆVARHÖFÐA 2 ■ SÍMI91-674000 Höfum til sölu öll leiðandi merki á sviði landbúnaðar- og þungavinnuvéla GREENLAND HANKMO CN FURUKRUUR GREENLAND ImmjIkiIIi! •X -3$C- '/ Kverneland M ASSEY- FERGUSOIVI pSEKI Kidd ^JRIMA ■Qi/awrap <j/7agrip □RESSER EUROPE S.A. MUELLER UROFA B. -V.| Bf •| REIME&CO ufms Perkins TRIOLIET ksmpEr rZTDsvin VERIÐ VELKOMIN - LÍTIÐ INN - HRINGIÐ EÐA SKRIFIÐ VARAHLUTAVERSLUNIN VERÐUR ENN UM SINN ÁFRAM AÐ HÖFÐABAKKA 9 - SÍMI 634000 Ingvar Helgason hf. vélasala Sævarhöfða 2 sími 674000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.