Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 33
R(iöJ JIHHA .8 HUOAUUlöIHHM HJ1MW1VTA\IT^IH2ÍIÍ¥ UKiAJEMUOHOt MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNÐLÍF ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Fyrirtæki 22% veltuaukning hjá Marel á síðasta árí Benedikt Sveinsson kjörinn stjómarformaður HAGNAÐUR Marels hf. nam alls um 22 milljómim á síðasta ári saman- borið við um 34 milljónir árið áður. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru alls um 410 milljónir og hækkuðu um 22% frá árinu áður. Þar af var sala á vöru og þjónustu 379 milljónir en fyrirtækið fékk auk þess framlög til vöruþróunar að fjárhæð um 31 milljón. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins í gær þar sem Benedikt Sveinsson var kjörinn sljórnarformaður Marels í stað Jóhanns G. Bergþórsson- ar. Ákveðið var að hluthöfum yrði greiddur 6% arður. Eins og sést á meðfylgjandi töflu jók Burðarás hlut sinn í Marel úr 26,6% frá árinu 1991 í 41,1% árið 1992. Marel flutti út vörur fyrir 287 milljónir og jókst útflutningurinn um 11% frá árinu áður. Óhagstæð gengisþróun leiddi hinsvegar til lægri framlegðar af vörusölu en árið áður og vegur þar þyngst lágt gengi Bandaríkjadollars fram á síð- asta ársfjórðung ársins 1992. Um 37% af sölunni voru í dollurum. Sala innanlands nam aftur á móti 92 milljónum og jókst um 58% milli ára. Af einstökum vörum var skipa- vogin mikilvægust en vægi flokk- ara, flæðivoga og vinnslueftirlits- kerfa jókst verulega á árinu. í sam- vinnu við Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi voru þróuð flæðilínukerfi bæði fyrir landvinnslu og frystiskip. Á árinu voru fjögur slík kerfi seld hér á landi fyrir landvinnslu og er kynning á kerfinu hafin erlendis. í maí var vinnslukerfi með snyrtilínu og samvalsflokkun sett upp í togar: anum Höfrungi III. frá Ákranesi. I framhaldi af því var gengið frá sölu á sex kerfum til viðbótar en þar af voru þijú kerfi seld erlendis. Þá náði Marel þeim árangri að selja formflokkara í kjúklingavinnslu í Minnesota í Bandaríkjunum. Á árinu var unnið að mörgum þróunarverkefnum á sviði vigtunar, hugbúnaðar og myndgreiningar. Má þar nefna þróun á flokkurum af ýmsum gerðum. Á árinu lauk smíði frumgerðar af svonefndum hjúpmæli til mælinga á degi og brauðmylsnu í verksmiðjum sem framleiða hjúpuð stykki. Á undan- förnum árum hefur verið unnið að gerð tækis til að gæðameta saltfisk og er stefnt að því að frumgerð tækisins verði tilbúin til prófunar um mitt ár 1993. Marel er aðili að tveimur alþjóðlegum vöruþróunar- verkefnum. Annarsvegar er Bene- fisk sem er samnorrænt verkefni og hins vegar Robofish en það er sámvinnuverkefni íslenskra aðila og fyrirtækja innan Evrópubandalags- ins. Stefnt að tvöföldun veltu á næstu 3-5 árum Sölu- og markaðsstarf fyrirtæk- isins var aukið á árinu og voru bæklingar endurgerðir og átak gert í vinnslu á myndböndum. Ennfrem- ur tók fyrirtækið þátt í níu vörusýn- ingum víða um heim. Marel hefur hafið markvissa markaðssetningu á framleiðsluvörum fyrirtækisins í kjúklingaiðnaði. Stefna fyrirtækis- ins er að tvöfalda veltuna á næstu 3-5 árum þannig að salan skiptist nokkuð jafnt á milli fiskiðnaðar og kjúklingaiðnaðar. Gert er ráð fýrir að rekstrartekjur aukist á þessu ári um 14% og að hagnaður verði sam- bærilegur og árið 1992. Heildareignir voru bókfærðar á 281 milljón um áramótin og var eigið fé um 150 milljónir þannig Stærstu hafar Nafnv. (þús. kr.) % Burðarás hf. 1993 44.161 40,1 1992 26.560 26,6 Þróunarféiag ísl. hf. 13.596 12,4 26.096 26,1 Sigurður Egilsson 11.000 10,0 10.000 10,0 Lífeyrissj. verslunarm. 5.500 5,0 Samvinnusj. ísl. hf. 5.148 4,7 14.049 14,0 Auðlind hf. 3.537 3,2 591 3,6 Sjóvá Almennar hf. 2.603 2,4 2.000 2,0 Lífeyrissj. Austurlands 2.000 1,8 Lífeyrissj. VFÍ 1.297 1,2 Sameinaði lífeyrissj. 1.500 1,4 Hlutafé samtals: 110 milljónir kr. að eiginfjárhlutfall var 53,2% og hafði hækkað úr 46,5%. Arðsemi eiginflár var 21,6% á árinu en var 92,1% árið 1991. Gengi á hlutabréf- um í fyrirtækinu hækkuðu á árinu um tæp 40% á árinu og var það skráð 2,55 í árslok. Starfsmenn Marels voru 46 talsins í árslok og hafði þeim fjölgað um sex á árinu. Auk Benedikts voru kjörnir í stjómina Gunnlaugur M. Sig- mundsson, Jóhann Bergþórsson, Sigurður Egilsson og Þorkell Sigur- laugsson. Gæðamál Gæðastjómun hjá SPRON eftir Ólaf Haraldsson Áttunda „fyrirtæki vikunnar“ sem kynnir hér aðgerðir á sviði gæðamála í tengslum við verkefnið Þjóðarsókn í gæðamálum er Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hóf starfsemi 28. apríl 1932 og hefur því starfað í rúm 60 ár. Sparisjóðurinn er nútímaleg pen- ingastofnun sem leggur áherslu á persónulega þjónustu, hlýlegt yfir- bragð og fagleg vinnubrögð. Á seinni árum hefur hann byggt upp net afgreiðslustaða, sem ætlað er að þjóna Reykvíkingum og íbúum nágrannabyggðanna á sem bestan hátt. Þessir afgreiðslustaðir eru á Skólavörðustíg 11, Álfabakka 14, Hátúni 2b og Kringlunni 5 í Reykja- vík og á Austurströnd 3, Seltjarnar- nesi. Starfsmenn á launaskrá eru um 120 í um 90 stöðugildum. Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis er stærsti sparisjóðurinn á landinu. Grunnur að gæða- verkefni sparisjóðsins Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu gæða- stjórnunarkerfís innari sparisjóðs- ins. Undirbúning að þessu starfi má rekja til þess tíma er sparisjóð- irnir í sameiningu unnu að stefnu- mótun fyrir sparisjóðina. Áður hafði verið unnið nokkuð að ýmsum mál- um í samræmi við aðferðarfræði gæðastjórnunar. Sparisjóðurinn hafði m.a. unnið að mótun grund- vallarmarkmiða, gerðar höfðu verið starfs- og verklýsingar fyrir starfs- fólk og mat hafði verið framkvæmt á árangri starfsmanna. Þá hafði sparisjóðurinn skipulega unnið að fræðslu og endurmenntun starfs- fólks, s.s. í formi ýmiss konar þjón- ustunámskeiða og skoðanakannanir voru framkvæmdar meðal við- skiptavina og starfsfólks um þjón- ustu sparisjóðsins. Þá voru gerðar umfangsmiklar skipulagsbreyting- ar í sparisjóðnum sem fólu í sér breytingar á innréttingum, störfum starfsfólks o.fl. Gæðastjórnun í fram- haldi af stefnumótun í framhaldi af stefnumótunar- vinnu sparisjóðanna, eða í septem- ber 1991, hófst formlegt gæðastarf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is. Markmiðin meðs þessu starfí eru: * Að veita gæðaþjónustu og stuðla þannig að ánægju viðskiptavina. * Að draga úr rekstrarkostnaði og auka þannig hagræðingu. * Að auka kunnáttu, getu og vilja starfsfólks til að byggja upp sveigjanlegan og hagkvæman rekstur. * Að gera sparisjóðinn að eftir- sóknarverðum vinnustað. * Að stuðla að góðum starfsanda. * Að auka markaðshlutdeild. Gengið var út frá því að um lang- tímaverkefni væri að ræða. Verk- efninu var skipt í nokkrar Stuttar hrinur. Fyrsta hrinan hófst með kynningar- og vinnufundum allra starfsmanna þar sem aðferðafræði gæðastjórnunar var kynnt ásamt því að markvisst var unnið að því að auka gæðavitund meðal starfs- fólks með umræðum og skoðana- skiptum. Jafnframt var staðið fryir skoðanakönnun og gæðaathugun innan sparisjóðsins. Önnur hrinan sem hófst í apríl 1992 og stóð til september 1992 byggðist á því að 16 starfsmenn tóku þátt í sérstakri þjálfun fyrir hópstjóra í gæðahópum. Jafnframt var unnið að minni gæðaverkefnum í deildum og útibúum sparisjóðsins. Þá voru allar starfslýsingar og mat á árangri starfsmanna endurskoð- að. Einnig var staðið fyrir gæða- kostnaðarathugun þar sem starfs- menn settu upp dæmi um margvís- legan gæðakostnað í rekstrinum sem hægt er að minnka með því að beita aðferðafræði gæðastjórn- unar (s.s. kostnað við að leiðrétta mistök o.fl.) Þessari hrinu lauk svo með sérstökum sparisjóðsdegi alls starfsfólksins í bytjun vetrar þar sem stjórnendur og hópstjórar fluttu stutta fyrirlestra um málefni í tengslum við gæðastjómun. Dag- urinn var að öðru leyti hugsaður Ólafur Haraldsson til þess að efla samstöðu starfsfólks og leggja grunn að öflugu vetrar- starfí. Gæðahópar taka til starfa Þriðja hrinan hófst síðan með því að formlegir gæðahópar tóku að sér umsvifamikil verkefni um ýmis innri mál sparisjóðsins. Jafnframt hófst undirbúningur að ýmsum gæðaathugunum, ritun gæðahand- bókar og síðast en ekki síst héldu ýmis minni gæðaverkefni í deildum ■Hl.LLLI Ný lína í tölvubókum BÓKAÚTGÁFAN Aldamót hefur nýlega látið endurprenta tvær tölvubækur og um leið gefið þeim ný nöfn og útlit. Það eru bækurn- ar Windows 3.1 fyrir byrjendur og Word 2.0 fyrir byrjendur. Þess- ar bækur marka nýja línu i tölvu- bókum fyrirtækisins. I nýju tölvulínunni felst að tölvu- notendur munu eiga þess kost að geta keypt annars vegar vegar byij- endabækur og hins vegar bækur fyr- TÆKIFÆRI 0KKAR TÍMA liIÍIHillllillBa-Tnf.lilMTIIiB og útibúum áfram. Niðurstöður úr fyrstu stóru gæðaverkefnum liggja nú fyrir og lofa þær góðu um fram- haldið. Fleiri gæðahópar hafa nú byijað störf og væntir sparisjóður- inn þess að þátttaka starfsmanna í gæðahópum stuðh að því að spari- sjóðurinn nái þeim markmiðum sem hann hefur sett sér í gæðamálum. Starf starfsfólks sparisjóðsins að gæðamálum hefur tekist mjög vel til þessa og hefur það á margan hátt breytt vinnubrögðum og miðar að því að gera góðan sparisjóð betri. Sparisjóðurinn leggur mikla áherslu á að allt starfsfólk sé virkt í gæða- starfinu og að allir fái fræðslu um gildi gæðastjórnunar og helstu að- ferðir sem hún gengur út frá. Höfundur er adstodarsparisjóds- sljóri Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis. ir lengra komna. í frétt frá Aldamót- um segir að bókaútgáfan vilji með þessu fyrirkomulagi stuðla að þvi að tölvunotendur eigi kost á nokkurs konar heidarlausn fyrir sínar þarfír. Áður hétu tvær fyrrnefndar bækur Windows Tölvunám og Word Tölvun- ám. _S8 33 Viðskipta- bréf á ensku VÍKVERJI hf. hefur gefið út bók- ina „180 viðskiptabréf á ensku“. í henni er að finna leiðbeiningar um hvernig skrifa eigi almenn viðskiptabréf, bréf vegna lánafyr- irgreiðslu, innheimtubréf, sölu- bréf o.fl. Með hveiju bréfi eru skýringar á íslensku á innihaldi og tilgangi bréfsins. í bókinni er að finna upplýsingar H's 180 y. um uppsetningu á HðSKIPTABRÍF viðskiptabréfum og H á ÉNSKU farið yfir þau atriði Hr'" a&*3í sem nauðsynlegt er s, að hafa í huga. Til ■ U dæmis er flallað igLcs o um hvenær það á við að setja í bréf ~ Ffi’.lil.JI „sincerely yours“ og hvemig ljúka eigi bréfum. Dreif- ing er í höndum Framtíðarsýnar hf. Idskittabréf lÁÍNSKU »v. jggl Ódýrir bílar: Ford Escort CL ’86, ný skoð. (94), gott ástand. V. 240 þús. stgr. Ford Sierra 1,6 GL ’84, 5 dyra. V. 270 þús. Mazda 626 2000 sport '82, gott ástand. V. 150 þús. Volvo 244 GL '79. Góður bíll. V. 110 þús. Seat Ibiza 1200 '86, 3 dyra, ek. 75 þ. V. 120 þús. stgr. V.W. bjalla '71, þokkalegt eintak. V^120 þús. Sílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. J Kopavogi, sími ifSj S71800 ^ Subaru 1800i GL '87, blásans, sjálfsk., ek. 110 þ., Toyota Corolla Liftback XL ’88, steing- rár, 5 g., ek. 91 þ., nýuppt. vél. Fallegur bíll. V. 680 þús. V.W. Jetta GL ’86, 5 g., ek. 87 þ. Góður bíll. V. 450 þús. Subaru Legacy 2000 Station ’92, 5 g., ek. 5 þ. V. 1700 þús. Nissan King Cap m/húsi 4 x 4 '91, 5 g., ek. 34 þús. V. 1380 þús. Ford Bronco II XL ’87, 5 g., ek. 70 þ. V. 1050 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL ’89, 5 dyra, sjálfsk., ek. 10 þ. (á vél). V. 650 þús. Cherokee Laredo 4L ’88, 2ja dyra, sjálfsk., ek. 38 þ. mílur. V. 1400 þús. Peugout 205 XL ’91, 5 dyra, ek. 30 þ. V. 530 þús. Daihatsu Charade CS ’88, hvítur, 5 dyra, ek. 80 þ. V. 390 þps. Chevrolet Blazer Thao ’87, blár, sjálfsk., ek. 64 þ. mílur, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1170 þús. Jeep cj-10 pick up yfirb. ’80, 8 cyl. (360), sjálfsk. Mikið breyttur. V. tilboð. Toyota Corolla Touring GLi 4x4 ’90, 5 g., ek. 29 þ. V. 1150 þús., sk. á nýlegum sportlegum bfl. Nissan Sunny SLX Sedan ’91, 5 g., ek. 19 þ., rafm. í rúðum, aflstýri o.fl. V. 850 þús. MMC Galant GLSi Super Saloon ’91, sjálfsk., ek. 32 þ. Einn m/öllu. V. 1400 þús. Jeppi: Mercedes Benz GE '83, 4ra dyra, beinsk., upphækktaður. Gott eintak. V. 1550 þús., sk. á ód. MMC Galant GLSi ’89, 5 g., ek. 44 þ. V. 960 þús., sk. á ód. Toyota Landcruiser ’88, 5 g., ek. 94 þ. Gott eintak. V. 1350 þús., sk. á ód. Mazda 323 LXi Sedan ’92, 5 g., ek. 20 þ. V. 950 þús. MMC Galant GLSi 4x4 ’90, 5 g.,e k. 60 þ., ýmsir aukahl. V. 1200 þús. Citroen BX 16 TZS '91, grásans, 5 g., ek. 23 þ., rafm. í rúðum, central o.fl. V. 930 þús. Bfll fyrir vandláta: Pontiac Bonneville LE ’88, grásnas, 6 cyl., sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Óvenju gott eintak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.