Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Skýrslutæknifé- lag Islands 2 5 ára eftir Odd Benediktsson Hinn 6. apríl árið 1968 var stofn- aður félagsskapur sem hlaut nafnið Skýrslutæknifélag íslands. Á stofn- fundinum var Hjörleifur Hjörleifs- son, fjármálastjóri hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, kosinn formaður en Hjörleifur var aðalhvatamaður að stofnun félagsins. Nú, tuttugu og fimm árum síðar, eru félagar Skýrslutæknifélagsins rúmlega þúsund talsins. Félagsstarf- ið er í miklum blóma. Haldnar eru ráðstefnur og efnt til sýninga og vettvangskynninga. Tugir erlendra fyrirlesara hafa komið til landsins á vegum félagsins. Félagið gefur út fagtímaritið „Tölvumál" og nú eru átján ár síðan tímaritið kom fyrst út. Félagið tekur þátt í starfi margs konar nefnda og ráða um upplýs- ingatækni og þá einkum varðandi stöðlun og íslenskt mál. Félagið veit- ir nemendum í framhaldsskólum og háskólum verðlaun fyrir framúrskar- andi árangur í tölvunámi. Síðastliðin tíu ár hefur félagið rekið skrifstofu og er Svanhildur Jóhannesdóttir nú framkvæmdastjóri. Formaður félagsins er Halldór Kristjánsson verkfræðingur og vara- formaður Anna Kristjánsdóttir pró- fessor. Óhætt er að fullyrða að Skýrslu- tæknifélagið hafi á liðnum árum haft veruleg áhrif á þróun upplýs- ingatækninnar hér á landi með starf- semi sinni. Félagið fjallar stöðugt um það sem efst er á baugi á fræðslufundum, námskeiðum og ráðstefnum. Tímaritið „Tölvumál“ er eina íslenska fagtímaritið á sviði upplýsingatækni sem gefið er út reglulega. Félagið vinnur stöðugt að því að viðunandi útfærsla sé á íslenskum stöfum í algengum tölvu- eftir Hjalta Guðmundsson og Jakob Agúst Hjálmarsson í Dómkirkjunni í Reykjavík er auðugt helgihald um bænadagana og páska. Til upplýsingar og fróð- leiks er hér gerð grein fyrir helstu þáttum þess. Safnaðarkvöld í Kyrruviku Dr. Einar Sigurbjömsosn, pró- fessor, verður gestur á safnaðar- kvöldi í Dómkirkjunni þriðjudags- kvöldið 6. apríl kl. 20.30. Hann er m.a. höfundur að bókunum „Kirkj- an játar“ og „Credo", sem báðar eru ætlaðar almenningi til fræðslu um kristnidóminn. Dr. Einar kallar erindi sitt „Písl- arsagan og Passíusálmamir". Þar ijallar hann um hver Píslarsagan er og samsteypu hennar í heild. Jafnframt skýrir hann hvemig sr. Hallgrímur Pétursson útleggur þetta efni og notar í Passíusálmum sínum. Svala Nielsen, söngkona, syngur við undirleik Marteins H. Friðrikssonar dæmi úr Passíusálm- unum til skýringar máli dr. Einars. Tignun krossins Á föstudaginn langa er í Dóm- kirkjunni athöfn sem kallast Tignun krossins. Hún byggist upp af lestri Píslarsögunnar, Sjö orðum Krists í flutningi Helgu Bachman leikkonu búnaði og að hinn erlendi orðaforði tækninnar sé íslenskaður. Forsagan Skýrsluvélanotkun á íslandi hófst árið 1949 þegar Hagstofa íslands flutti inn fyrstu gatspjaldavélarnar. Klemens Tryggvason var hagstofu- stjóri þá og einn af stofnendum Skýrslutæknifélagsins. Fyrirtækið Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR) var stofnsett árið 1952 í samvinnu Hag- stofunnar, Rafmagnsveitu Reylqa- víkur og embættis landlæknis vegna kaupa á nýjum skýrslugerðarvélum. Þá hófst vélræn útskrift rafmagns- og hituveitureikninga og vinnsla verslunarskýrslna færðist yfír á nýju vélarnar. Fyrsta tölvan kom til landsins árið 1964. Þá keypti SKÝRR tölvu af gerðinni IBM 1401 til skýrslugerðar með eldri gat- spjaldavélunum. Sama ár fékk Há- skóli íslands tölvu af gerðinni IBM 1620 að gjöf frá Framkvæmdabanka Islands. Tölva Háskólans var nýtt til vísinda- og verkfræðireikninga. Hún kostaði þá á við gott einbýlis- hús. Nú eru auglýstar tölvur til ferm- ingargjafa sem hafa margfalt meira reikniafl en IBM 1620 tölvan og þó dugði hún um árabil fyrir alla helstu vísindaútreikninga landsmanna. Þegar leið á sjöunda áratuginn varð æ ljósara að gagnavinnslan og tölvutæknin var allkostnaðarsöm og vandmeðfarin. Því var eðlilegt að hagsmunaaðilar byndust samtökum um að nýta tæknina sem best. Á hinum Norðurlöndunum og víðar höfðu þá verið stofnuð félög um nýlingu þessarar nýju tækni og voru félögin með svipuðu sniði og Skýrslutæknifélagið. Starfsemi félagsins I félagasamþykkt Skýrslutækni- félagsins segir svo: „Tilgangur fé- „Á föstudaginn langa er í Dómkirkjunni athöfn sem kallast Tignun krossins. Hún byggist upp af lestri Píslarsög- unnar, Sjö orðum Krists í flutningi Helgu Bach- man leikkonu og prests- ins, flutningi Litaníu sr. Bjarna Þorsteinssonar og stund fyrir framan krossinn undir söng sálms Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi við lag Páls Isólfssonar.“ og prestsins, flutningi Litaníu sr. Bjarna Þorsteinssonar og stund fyr- ir framan krossinn undir söng sálms Davíðs Stefánssonar_ frá Fagra- skógi við lag Páls ísólfssonar. í þessari athöfn eru einnig sungnir ýmsir þeirra sálma sem helst eru tengdir efni dagsins en ekki er flutt gredikun. Prestur er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, organisti Mar- teinn H. Friðriksson og Dómkórinn syngur. Páskavaka Á laugardagskvöidið fyrir páska er helgistund þar sem páskaljósið er tendrað með viðhöfn. Kveiktur lagsins er að stuðla að hagrænum vinnubrögðum við gagnavinnslu í hvers konar rekstri og við tækni- og vísindastörf. Þessum tilgangi hyggst félagið ná með því að gang- ast fyrir sýningum, fyrirlestrahaldi, umræðum, upplýsingamiðlun og námskeiðum .. . samræmingu og stöðlun ..." Fyrstu árin mótaðist starfsemin af kynningar- og fræðslustarfsemi. Þá var einnig lagður grundvöllur að norrænu samstarfi á þessu sviði á vettvangi Nordisk Dataunion. Skýrslutæknifélagið gerðist auka- aðili að Nordisk Dataunion árið 1982 og síðan fullgildur aðili 1991. Lilja Ólafsdóttir var formaður samtak- anna um skeið. Félagið er aukaaðili að IFIP (Intemational Federation for Information Processing) og er að ganga í CEPIS, samtök skýrslu- tæknifélaga í Evrópu. Á fundum félagsins hafa verið fluttir fyrirlestrar um margs konar efni. Sem dæmi um tæknilegt um- fjöllunarefni fyrirlestra má nefna gagnasafnskerfí, tölvunet á íslandi, nýjungar í tölvubúnaði, stýrikerfí, kerfísgerð, upplýsingahagfræði, varnir gegn tölvuveirum, verkefnis- stjóm og gæðastjómun í hugbúnað- argerð. Sem önnur dæmi um umfjöll- unarefni má nefna tölvufræðslu í skólum, löggjöf, máltölvun, tölvur og heilsufar, áhrif tölvutækni á menningu og líf, orðabókargerð á tölvuöld og höfundarrétt á hugbún- aði. Félagið hefur einnig haldið nám- skeið. Til dæmis hafa verið haldin námskeið í kerfísgerð, hugbúnaðar- verkfræði og gagnasafnsfræði. Hin seinni ár hefur fræðslustarf- semin einkum beinst inn á ráðstefnu- hald og er þá oftast fjallað um vel afmarkað efni þar sem fluttir eru nokkrir fyrirlestrar og oft höfð pall- borðsumræða í lokin. Sem dæmi um umfjöllunarefni á ráðstefnum má er eldur utan kirkju og í hann sótt- ur logi á páskaljósið sem borið er inn í fylkingu allra viðstaddra og af honum tendruð ljósin í kirkj- unni. Fram fer skírn ungmenna og eftirvænting páskahátíðarinnar sjálfrar byggð upp. Helgisiðir þessarar athafnar eru all sérstæðir og standa á eldfornum merg en í nýjum búningi. Hátíðadagskráin að öðru leyti Á skírdag verður kvöldmáltíðar- guðsþjónusta kl. 21 í umsjá sr. Hjalta Guðmundssonar. Á föstudaginn langa verður hefð- bundin guðsþjónusta kl. 11, sömu- leiðis í umsjá sr. Hjalta. Þar verður flutt tónverkið Ave verum corpus eftir W.A. Mozart. Á páskamorgun er mikið um dýrðir. Þá verður flutt tónverkið Páskamorgunn eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson í báðum messum kl. 8 og kl. 11. Einsöngvarar eru Elín Sigurvinsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Tómas Tómasson. í fyrri messunni, sem er í umsjá sr. Hjalta, verður altarisganga en þeirri síðari sem er í umsjá sr. Jak- obs verður skírn. Á annan páskadag verður ferm- ing kl. 11 sem og tvo næstu sunnu- daga. Þá daga verða einnig messur kl. 17. Dómkórinn syngur við allar athafnimar við undirleik Marteins H. Friðrikssonar. Höfundar eru sóknarprestar við Dómkirkjuna í Reykjavík. Oddur Benediktsson „Á þeim tuttugn og fimm árum sem liðin eru frá stofnun Skýrslutæknifé- lagsins hafa tölvurnar valdið því að þjóðfélagið hefur breyst á ýmsa vegu. Og þá vaknar spurningin hvort miklar breytingar séu enn framundan. Allt bendir til að svo sé vænst að Skýrslutæknifélag ís- lands haldi áfram að varða veginn fram á við eins og það hefur gert hingað til.“ nefna einmenningstölvur, hugbún- aðargerð, tölvunotkun í námi, stöðl- uð notendaskil, siðamál og viðskipta- hætti, framtíðarsýn stjómenda og upplýsingatækni í Evrópu. Nú síðast fyrir tveimur vikum var námsstefnan „Nettengdur sýndar- veruleiki“ haldin í samvinnu við Fé- lag tölvunarfræðinga og Háskóla íslands. Carl E. Loeffler frá Carnegie Mellon University var fyr- irlesari. Með orðum hans sannaðist það er Jónas Hallgrímsson kvað: Ég kominn upp á það, ailra þakka verðast, að sitja kyrr á sama stað, og samt að vera að ferðast. Auk funda og ráðstefna hefur Skýrslutæknifélagið gengist fyrir sýningum á tölvubúnaði og svoköll- uðum „ET-dögum“ þar sem gagn- gert hefur verið fjallað um einmenn- ingstölvur. í tilefni 25 ára afmælis- ins er félagið nú ásamt Þjóðminja- safni og Árbæjarsafni að undirbúa sýningu á tölvubúnaði og þróun hans. Sýningin verður haldin í sept- ember í Geysishúsinu við Aðalstræti. Þessir hafa verið formenn félagsins: 1968-1975 Hjörleifur Hjörleifsson, fjármálastjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. 1975-1977 Einar Pálsson, forstjóri Reiknistofu bankanna. 1977-1979 Oddur Benediktsson prófessor. 1979-1983 Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR. 1983-1987 Siguijón Pétursson, að- alframkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra. 1987-1989 Páll Jensson prófessor. 1989- Halldór Kristjánsson verkfræðingur. Útgáfumál Rit félagsins, „Tölvumál", hóf göngu sína árið 1976. Ritið birtist í nýjum og vönduðum búningi árið 1992. „Tölvumál" er eina íslenska fagtímaritið á sviði upplýsingatækni sem gefið er út reglulega. Tímaritið er veigamikil heimild um þróun upp- lýsingatækninnar á íslandi. Ritstjórn tölvumála hafa haft með hendi þeir Óttar Kjartansson, Stefán Ingólfs- son, Ágúst Úlfar Sigurðsson og Daði Jónsson. Orðanefnd félagsins hóf störf skömmu eftir stofnun félagsins. Árið 1974 gaf Orðanefnd Skýrslutækni- félagsins út „Skrá yfír orð og hug- tök varðandi gagnavinnslu“. Fyrsta útgáfa Tölvuorðasafns var gefín út árið 1984. Ritstjóri var Sigrún Helgadóttir og útgefandi íslensk málnefnd. Og orðanefnd Skýrslu- tæknifélagsins lét ekki þar við sitja því 1986 kom Tölvuorðasafnið út í aukinni og endurbættri útgáfu. Orðanefndina skipuðu þá Baldur Jónsson, Sigrún Helgadóttir (for- maður), Þorsteinn Sæmundsson og Örn Kaldalóns. Stöðlunarmál Skömmu eftir stofnun félagsins hófyst afskipti þess af stöðlun á sviði upplýsingatækni og var unnið í starfshópum að samræmingu á stafatöflum og lyklaborðum vegna íslensku stafanna. Árið 1977 flutti Willy Bohn, staðlasérfræðingur hjá IBM í Þýskalandi, erindi á félags- fundi um alþjóðlega staðla og stafa- töflur. Willy mun reyndar hafa liðs- innt íslendingum svo um munaði þegar unnið var að tölvustafatöflum fyrir Evrópu. Honum eigum við það að þakka að allir séríslensku stafirn- ir finnast í hinum veigamikla, alþjóð- lega staðli ISO 8859. Þessi staðall er enn grundvöllur þess að við getum krafíst þess af framleiðendum al- menns tölvubúnaðar að íslenskan sé útfærð samkvæmt staðlL Þegar IBM PC samhæfðar tölvur voru fyrst fluttar inn til landsins 1983 breyttu innflytjendur þeim til að mæta kröfum íslenskunnar, en á mismundandi hátt. Er IBM á íslandi hóf innflutning PC-tölva 1984 voru þær síðan aðlagaðar að íslensku á enn nýjan hátt. Frammámenn í Skýrslutæknifélagi íslands, með Jó- hann Gunnarsson í broddi fylkingar, komu því þá til leiðar að öllum PC- samhæfðum tölvum var breytt á sama hátt og varð það til ómetan- legs hagræðis fyrir einmenningst- ölvunotendur. Á sama tíma voru a.m.k. átta mismunandi útfærslur á danskri aðlögun í gangi í Danmörku. Árið 1981 var gerð tillaga að nið- urröðun íslensku stafanna á lykla- borð sem byggði á alþjóðastaðlinum ISO 2126. Þá voru í lyklaborðsnefnd Auðun Sæmundsson (formaður), Helgi Jónsson og Jóhann Gunnars- son. Þegar lejð á níunda áratuginn fór Staðlaráð íslands að hlutast til um stöðlun á sviði upplýsingatækni og hefur Skýrslutæknifélagið verið haft með í ráðum. Helgi Jónsson var skipaður full- trúi félagsins í nýstofnað staðlaráð um upplýsingatækni á vegum Iðn- tæknistofnunar íslands árið 1986. Oddur Benediktsson var formaður ráðsins. Árið 1992 tók félagið þátt í stofn- un „Fagráðs í upplýsingatækni" á vegum Staðlaráðs Islands og var Halldór Kristjánsson kosinn í stjóm fagráðsins. Jóhann Gunnarsson var fyrsti formaður ráðsins. Löggjöf og siðareglur Á félagsfundi árið 1975 vakti El- ías Davíðsson máls á nauðsyn þess að sett yrðu lög um meðferð per- sónuupplýsinga í tölvum en slík lög- gjöf hafði þá verið sett í flestum löndum nærri okkur. Lög nr. 63/1981, um kerfís- bundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni, voru fyrstu lögin til verndar einstaklingum vegna skráningar á upplýsingum um einkamálefni þeirra. Samkvæmt beiðni Alþingis gaf félagið umsögn um frumvarpið og lagði til breyting- ar á því. Svonefnd tölvunefnd starfar sam- kvæmt lögunum til þess að hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Skýslutæknifélagið tilnefnir mann í tölvunefnd og situr Guðjón Reynis- son þar af hálfu félagsins. Skýrslutæknifélagið hefur skráð siðareglur fyrir félagsmenn sína. Siðareglurnar kveða meðal annars á um heiðarlega framkomu í starfí og rétta meðferð upplýsinga og höfund- arréttar. í siðanefnd félagsins eru nú Gunnar Linnet, Oddur Benedikts- son, formaður, og Sigutjón Péturs- son. Lokaorð Á þeim tuttugu og fimm árum sem liðin eru frá stofnun Skýrslu- tæknifélagsins hafa tölvurnar valdið því að þjóðfélagið hefur breyst á ýmsa vegu. Og þá vaknar spurning- in hvort miklar breytingar séu enn framundan. Allt bendir til að svo sé. Þess er vænst að Skýrslutæknifélag íslands haldi áfram að varða veginn fram á við eins og það hefur gert hingað til. Höfundur cr prófessor í tölvunarfræði við Húskóla íslands. Helgihald í Dómkirkj- unni um hátíðimar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.