Morgunblaðið - 06.04.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 06.04.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 27 ' Takk fyrir BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti (t.v.) og Bill Clinton Bandaríkjaforseti Ijá sig með höndun- um á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna við lok fundar þeirra í Vancouver á sunnudag. magn í umferð var aukið tífalt í fyrra, hefur verkað sem olía á verðbólgubálið. Meira í vændum Búist er við að Rússum verði veitt frekari efnahags- aðstoð og að fréttir um þær verði vandlega tímasett- ar með tilliti til þjóðaratkvæðis 25. apríl sem kann að ráða pólitískri framtíð Jeltsíns. Utanríkis- og fjár- málaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims, G7-ríkjanna, hittast í Tókíó 14.-15. apríl til þess að reyna að ná samkomulagi um allt að 30 milljarða dollara aðstoð. Ætlast er til að sú upphæð komi að miklu leyti í gegnum Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en þessar stofnanir hafa verið tregar til að auka aðstoð við Rússa fyrr en þeir ná tökum á verðbólgu. Clinton lagði einnig áherslu á að iðnríkin sjálf, önnur en Bandaríkin, yrðu hvert um sig að leggja meira að mörkum til hjálpar Rússum. Það hafa Kanada- menn og Bretar gert síðustu daga en Þjóðveijar hafa verið hikandi og segjast hafa lagt sitt af mörkum. Japanir eru líklega betur settir en önnur G7-ríki að aðstoða en hafa farið sér hægt vegna deilna við Rússa um Kúrileyjar. Clinton sagði hins vegar á sunnudag að Japanir hefðu nú fullvissað sig um að þeir myndu veita þá aðstoð sem þeim bæri. Eystrasalts- þjóðir reið- ast Jeltsín STJÓRNVÖLD í Eistlandi og Lett- landi gagnrýndu I gær ummæli Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, frá því á sunnudag þess efnis að Lettar og Eistar yrðu að tryggja réttindi rússneska minnihlutans í löndum sínum ef Rússar ættu að standa við áformin um brottflutning hermanna þaðan. „Við skipuleggj- um brottflutningana í samræmi við það sem þeir ákveða á mannrétt- indasviðinu," sagði Jeltsín á blaða- mannafundi með Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, í Vancouver. „Þetta er alvarleg íhlutun í innan- ríkismál okkar," sagði Valdis Birkavs, forseti lettneska þingsins. Morð í réttarsal MÓÐIR barns, sem hafði verið mis- notað kynferðislega, tók lögin í sín- ar hendur á föstudag þegar réttað var í máli kynferðisafbrotamanns- ins og skaut hann til bana fyrir framan dómarann. Maðurinn var ákærður fyrir að misnota sjö drengi. Varist glæpa- menn í Miami BRESKAR ferðaskrifstofur og bíla- leigur hvöttu í gær ferðamenn sem heimsækja Florída til að vera á varðbergi gagnvart glæpamönnum, forðast hættuleg svæði og skilja verðmæti eftir á öruggum stað. Stigamenn höfðu myrt þýska konu að tveimur börnum hennar aðsjá- andi á föstudag, aðeins tveimur klukkustundum eftir komu hennar til Miami. Norðmenn ræða við EB AÐILDARVIÐRÆÐUR Norð- manna við Evrópubandalagið (EB) hófust formlega á fundi utanríkis- ráðherra bandalagsins í Lúxemborg í gær. Björn Tore Godal, viðskipta- ráðherra Noregs, sagði í ávarpi sínu á fundinum að Norðmenn sæktu um aðild að EB vegna þess að hugs- munum þeirra væri best borgið með því að þeir hefðu áhrif á framtíðar- mótun Evrópu. Samdráttur í bílasölu SÆNSKU bílafyrirtækin Volvo og Saab seldu mun færri bifreiðar í Bandaríkjunum í mars miðað við sama mánuð I fyrra. Sala Saab minnkaði um 32% og Volvo um 23%. 23 drepnir í S-Afríku MENN vopnaðir byssum myrtu í gær 10 stuðningsmenn Afríska þjóðarráðsins í svefni í húsi í suður- hluta Durban. Að minnsta kosti 23 menn, allir blökkumenn nema einn, höfðu þar með verið drepnir vegna átaka stríðandi fylkinga í Suður- Afríku frá því á föstudag. Átökin hafa kostað rúmlega 7.000 manns lífið. Fangi slapp á skriðdreka DÆMDUR morðingi braust úr fangelsi á stolnum skriðdreka í Þýskalandi á sunnudag. Vinir fang- ans, sem er 52 ára, stálu skriðdrek- anum og óku honum í gegnum þrjú fangelsishlið. Skriðdrekinn fannst skömmu síðar mannlaus í grennd við fangelsið. Lögreglan hóf mikla leit að morðingjanum og vinum hans. Nýju Bakarabrauðin eruþéttísér enþó svo mjúk ogsvo eruþau líka öðruvisi í laeinul - bakar brauðið þitt!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.