Morgunblaðið - 06.04.1993, Side 14

Morgunblaðið - 06.04.1993, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Stórglæsilegar vorlínur Endurreisn Alþingis fráImgwgMÍkomnar ()g ÞjÓðflindlirÍlHl Bækur Nú geta allir látið drauminn rætast. Fegrið heimilið og sumarbústaðinn á ódýran og smekklegan hátt. Útsölustaðir: Z-Brautir og Gluggatjöld, Faxafeni 14, Reykjavik. Kerta og Gjafagalleri, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði. Draumaland, Hafnargötu 37a, Keflavík. Hannyrðaverslunin íris, Eyrarvegi 5, Selfossi. HjáAllý,Furugrund 3l,Akranesi. Amaró hf„ Hafnarstræti 99-101,Akureyri. Gísli Jónsson Aðalgeir Kristjánsson: Endur- reisn Alþingis og Þjóðfundurinn. Sögufélagið 1993. Vaki vaskir menn! til vinnu kveður giftusamur konungur góða þepa. J.H. Við eigum erfitt með að setja okkur í spor liðinna kynslóða, lifa okkur inn í löngu horfinn tíma. Með hjálp listamanna og vísindamanna tekst það þó að einhverju leyti. Hafi þeir þökk. Af sögunni má draga mikla lærdóma, því að tíminn heldur áfram að ganga í bylgjum, sem hann hefur alltaf gert, svona eins og að- fall og útfall, hjartaslög manns eða vængjablak fuglanna. „Die Zeit selbe ist ein Kreis,“ sagði Nietzche. Mikið skrum hef ég oft lesið á bókarkápum, en á kápunni utan um bók dr. Aðalgeirs Kristjánssonar Endurreisn Alþingis og þjóðfundur- inn er sannleikurinn sjálfur, hver sem hefur fært hann í stílinn: „Bók sú sem kemur hér fyrir al- mennings sjónir er reist á nýrri heim- ildakönnun um þessa miklu viðburði í sögu íslensku 'þjóðarinnar. Nú er horft yfir sögusviðið úr meiri fjar- lægð en áður hefur verið gert og straumur tímans og þjóðfélagsbreyt- ingar valda því, að þessir viðburðir taka á sig aðra mynd en áður. Með bók þessari hefur dr. Aðal- geir Kristjánsson lagt fram ómetan- legan skerf til skilnings á sögu ís- lands á fyrri hluta 19. aldar.“ Þetta er hvorki missagt né of- sagt. Þetta er svona, hvorki meira né minna. Ég er svona að velta fyr- ir mér allri þeirri vinnu sem liggur í bók sem þessari og á bak við hana. Þarna hefur hvergi verið vikist und- an, engin fyrirhöfn spöruð. Aldrei yppt öxlum og sagt: Þetta skiptir ekki máli og má láta ókannað. Auð- vitað veit undirritaður minnst um allar heimildir til þessa verks, en ég fullyrði eftir lestur bókarinnar að höfundur hefur ekki viljandi látið Aðalgeir Kristjánsson neitt undan dragast. Og efnið er mikið og margbreytilegt. „Hvað gerðist?" spyijum við stundum eftir að hafa lesið tvær eða fleiri mismun- andi lýsingar þar sem einn sér þetta og annar hitt og enginn lýgur vísvit- andi. Bók dr. Aðalgeirs einkennist öll af sömu vandvirkni, sömu yfirlegu, rólegri yfirsýn, lítilli dómgirni, þó ekki sé vikist undan að draga álykt- anir, algeru fordómaleysi og full- komnum skorti á löngun til að fela nokkurn skapaðan hlut. Frásögnin er róleg, æsingalaus, stíllinn laus við prjál, en leynir á sér, og víða er skemmtilega skotið og hæft í mark. Höfundur er afskaplega edrú, alls gáður. Á köflum er bókin seinlesin, hvort sem hún er ofhlaðin beinum tiivitn- unum eða ekki. Ég heid að ég hefði reynt að fara svipað að í sporum Aðalgeirs. Stundum verður frásögn- in beinlínis skemmtileg og spenn- andi, enda fjallar hún um æsilega og merkilega atburði. Hvað skyldi annars rangur og vill- andi fréttaflutningur af íslandi í Danmörku hafa ráðið miklu um það sem okkur fellur verst í athöfn og afstöðu Dana á þjóðfundinum? Reynum að hugsa okkur ísland og fslendinga á fyrra hluta 19, aldar. Reynum að hugsa okkur sárindi fá- tækrar þjóðar yfir horfinni frægð og týndu frelsi, „svo föðurláð vort er orðið að háði“, eins og Jónas kvað. En íslendingar áttu sér bók- menntir, ef það skyldi ekki hafa heyrst fyrri. Hér voru menn að vísu misvaskir tii orða og athafna, eins og alls staðar og ævinlega, er hér var ekki óupplýstur, bóklaus eða sögulaus múgur. Rojalistinn Bjarni fhorarensen kvað í Brúðkaupsvísu til sr. Tómasar Sæmundssonar: „Kóngsþrælar fslenzkir aldregi vóru.“ Og svo voru Iíka til fijálslynd- ir konungar eins og Kristján átt- undi. Og við getum að minnsta kosti reynt að skynja gleðina, er hann bauð af einveldi sínu að íslendingar fengju nýtt alþing á hinum sögu- fræga stað við Öxará. Jónas Hall- grímsson orti: Vissi það að fullu vísir hinn stórráði. Stóð hann upp af stóli, studdist við gullsprota: „Frelsi vil eg sæma framgjarnan lýð, ættstóran kynstaf ísafoldar." Nú ætiar_ ekki undirritaður að endursegja íslandssöguna og ekki einu sinni hina ágætu bók dr. Aðal- geirs. Hana munu margir lesa sjálf- ir sér til fróðleiks og gleði. Endurreisn alþingis og þjóðfund- urinn 1851, þessir atburðir hafa vakað í vitund þjóðarinnar, en ekki mun þó af veita öðru hvoru að hressa upp á brigðuit minni okkar og brota- kennda þekkingu. Það er gert með þessari bók, svo að um munar, og dr. Aðalgeir veit líka að öll gögn má og á að draga fram í dagsljósið. Niðurstaðan stendur óhögguð með hans eigin orðum (bls. 423): „En þjóðin var ekki söm og áður. Hún hafði eignast háleitt hugsjóna- og baráttumál og glæstan foringja sem fánabera. Hlutverk hans var að halda lífinu í þeim hugsjónaeldi sem tendraðist hjá þjóðinni á árunum frá því áhrifa febrúarbyltingarinnar tók að gæta í landinu og fram til loka þjóðfundarins. Jón Sigurðsson brást ekki í því hlutverki." Sú helgimynd, sem við eigum af þjóðfundinum, eða öllu heldur lokum hans, haggast lítt, þótt við lesum hvernig einhver annar hefur séð þetta fyrir sér. Á blaðsíðu 335 er bréfkafli frá Þórði Sveinbjörnssyni, sem var einn hinna konúngkjörnu á þjóðfundinum. J.J. eru þeir Jón Guð- mundsson og Jón Sigurðsson, „den halte" og „den hvide“ á máli Dana, og H.St. er sr. Hannes á Hólmi, „den tykke“, á dönsku, til auðkenn- ingar soldátum. Þórður segir: „Nú fór að verða róstusamt í saln- um, hver talaði í munninn á öðrum í ósköpum. Greifinn ítrekaði orð sín, að þinginu væri óslitið í kóngsins nafni, hér væri því ekk- ert þing eða þingmenn framar. Háreystin varð því meiri, en ekk- ert skildist. Ég tók þá stafinn minn og hélt á burt og heyrði ei meir, nema prótest í kóngsins nafni. Sagt er að Jón Guðmunds- son hafi stælt hnefana og komst allur upp á borðið, en andlitin á J.J. vil ég ekki um tala. H.St. var eins og formyrkvað tungl.“ Ég var þingskrifari í fjögur ár og veit svosem mæta vel, að margt er pússað og pólerað í Alþingistíðindun- um, veit líka sem fyrr sagði að menn sjá ekki ailtaf veruleikann sömu augum og aðrir,- Skyldi þjóðfundurinn annars ekki hafa breytt um svip, ef Þorleifur Repp hefði getað sótt hann sæmilega heilsuhraustur? Sá afturkippur, sem kom í kjölfar þjóðfundarins, var rétt eins og nátt- úrlegt útfall. Bylgjur frelsisins hlutu hvort sem var að ná háfaldi sínum í fyllingu tímans. Sögufélagið og alþingi eiga þökk fyrir þessa bók sem að öllu leyti er vönduð. Fyrir utan efnið nefni ég forkunnlega myndprentun. Mestan heiður á auðvitað höfundurinn og svo þeir valinkunnu menn sem hann segist hafa kvatt sér til liðsinnis. Vandvirknin lýsir sér í hveijum kima. Skrifara þessara orða hefur t.d. ekki tekist að finna nema eina saklausa prentvillu á 458 blaðsíðum. Nafnaskrá er og til fyrirmyndar, eins og við var að búast, þar sem Runólfur Auðunn Þórarinsson var að verki. Umsögn þessi gæti hafa verið býsna stutt: þetta er gríðarlega góð bók. PÁSKAHROTA SPORTVALS ■ STttRKIRTI FRT TlltUUl i atouic koflach Frábær fermingargjafatilboð á skíðavörum, skíðafatnaði, svefnpokum, OAID/V bakpokum, tjöldum og mörgu fleiru. Nú geta allir gert góð kaup hjá okkur. Sportval - Kringlan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.