Morgunblaðið - 06.04.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.04.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Háskólakórinn í Seltjamameskirkju Tónlist Ragnar Björnsson Strax í fyrsta takti íslensks tvísöngslags, sýndi Mákon Leifs- son að hann er góður kórstjóri. Taktslag hans er skýrt, auðheyrt var að hann hafði skoðun og hvert hann stefndi með hveiju lagi fyrir sig, þetta er nokkuð sem ekki öll- um kórstjórum er gefið. Þegar fram í sótti komu þó í ljós smá- ágallar, sem reynslan hefur leyfi til að benda á. Taktslagið hjá Hákoni vill gjarnan verða nokkuð stórt, fyrir kór. Hjá hljómsveitinni eru það hinar löngu og breiðu lín- ur sem gilda og þá geta stór slög hentað. Kórinn þarf að skila skýr- um textaframburði, nákvæmri tónmyndun, þessu og fl. þarf kór- stjórinn fyrst og fremst að fylgja eftir hjá kórnum og til þess eru stór slög óþörf og allt sem óþarft er, er jú umfram og þar með aldr- ei til bóta o.s.frv. Nokkuð var um að síðari stafurinn í orði hveiju hyrfi hjá kórnum, ekki var heldur alltaf tekið nægjanlega utan um upphaf orðs og hvar skal anda, var einnig stundum svolítið tilvilj- anakennt. En þessi atriði kennir reynslan stjórnandanum fijótlega og aðalatriðið er að Hákon er lof- andi kórstjóri. Léttur og skemmti- leg^ur blær fylgir Háskólakórnum, en hann þarf að læra sitt og þarf vitanlega ekki að taka það sér- staklega fram við háskólanema. En raddþjálfun er ábótavant, raddmyndun kórsins er of flöt, en efniviður er fýrir hendi í miklu fyllri og hreinni hljóm. Hér þarf Hákon Leifsson kórinn að átta sig á hvert hann vill stefna og hve mikla vinnu hann vill á sig leggja. Að þessu sinni var efnisskráin alíslensk, tvísöngslög, úts. isl. þjóðlög, sálm- ar, alþýðusöngvar, dægurlög, ætt- jarðarlög, karlakórssöngur, nú- timaviðfangsefni eftir Atla Heimi, Leif Þórarinsson og Jón Leifs, fróðleg og skemmtileg ganga gegnum íslenskar kórgerðir, eða stíla, þar sem langt mál mætti hafa um hvert lag, og þar sem margt var mjög vel gert, annað örlítið miður. Erfiðast er að láta einföld lög hljóma einföld, - til- gerðarlaus, en sem hrífandi mús- ík. TVÆR SÝNINGAR _______Myndlist_________ Bragi Ásgeirsson í listhúsinu að Skólavörðustíg 15 hafa að undanfarið hangið uppi nokkur myndverk eftir Elías Hjör- leifsson, og stendur sýningin til mánaðamóta. Á henni eru 27 litlar myndir í römmum og eru þær af ýmsum toga, en auk þess eru til sýnis nokkrir skúlptúrar. Elías hef- ur víða komið við um dagana og m.a. verið búsettur erlendis um árabil, en hvað listrænar athafnir hans áhrærir munu þær öðru frem- ur vera hjáverk frá amstri dægr- anna. En það sem sker Elías úr frá mörgum sjálfmenntuðum mynd- listarmönnum er að hann virðist hafa viðað að sér talsverðri þekk- ingu á myndlist og ýmsar mynda hans á sýningunni bera vott um að með honum leynist töluverðir hæfileikar. Hann hefur einnig til að bera ákveðna artistíska kennd, sem kemur einkum fram þar sem hann sækir myndefni sitt í austur- lenzk áhrif. Ennfremur hefur hann næmi fyrir línusamspili, sem er afar mikilsverður hæfileiki, sem ekki öllum er gefinn. Þetta er með fjörlegri sýningum sem settar hafa verið upp upp á staðnum, þótt margar myndanna risti ekki djúpt í sjálfu sér, og styrkur hennar felst mikið til í því, að gerandinn er sér meðvitað- ur um sitthvað í hræringum tím- anna og reynir að takast á við við- fangsefni sín. Rut Rebekka Rut Rebekka sýndi nýlega í FÍM Elías Hjörleifsson salnum í Garðastræti 6 mikinn fjölda af litlum olíu- og þurrpastel- myndum. Myndlistarkonan hefur verið mjög athafnasöm á þeim ára- tug, sem liðinn er síðan hún kom fyrst fram og haldið nær tug einka- sýninga auk þátttöku í fjölda sam- sýninga heima sem erlendis. Á sýningunni í FÍM salnum eru stílfærðar náttúrulífsmynd og sýn- ir Rut Rebekka hér alveg nýja hlið á sköpunarviðleitni sinni. Töluvert af myndunum eru unnar á ferða- lagi hennar um Austurland á sl. hausti. Ekki er þó gott að átta sig á því af myndunum sjálfum því að þær eru öðru fremur stílfærð hughrif þess sem augað nemur. Og hvað Austurlandið snertir er auðvelt að fá hugljómun á þeim stórbrotnu slóðum. _d,.....-... Rut Rebekka Verk Rutar eru fyrst og fremst lauslegt riss úti í náttúrunni og meira bein augnabliksáhrif en að hún hugi að myndbyggingarlög- málum, litrænum krafti og töfra- brögðum sérstæðra litasambanda. Ijeikurinn býður ekki upp á mikil myndræn átök né óvæntar úr- lausnir og hér er hugarflugið ei heldur virkjað svo neinu nemi. En þar sem greinir eitthvað af þessum þáttum eins og t.d. í myndunum „Hið litríka land“ (17) og „Fagri dalur“ (37) svo og myndaröðinni frá Skaftafelli nr. 31-34 nær hún eftirtektarverðustum árangri að mínu mati. Vegna mistaka birtust þessir listdómar ekki í tíma og eru hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á því. MENNINGARDAGAR Á EGILSTÖÐUM 2-12. APRÍL Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Kardímommubæinn Hálft f hvoru og héraðsvísnavinir (7 apríl) Jeppaferð í íshelli (9. apríl) Skíðadagur fjölskyldunnar á Fjarðarheiði Vélsledaferðir, rússibani, leikjabraut, sælgætisregn o.fl. „GLEÐIGJAFAR" skemmta í Valaskjálf (3. apríl) Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson eftir miðnætti (9. apríi) Einnig verða myndlistasýninar og kvikmyndasýningar á menningardögunum HÓTEL TILBOÐ :J—I VALASKJALF fIu9 o9 9i*tin9 kr. 13.500,- FLUGLEIÐIR znw QTrSrM \ka . q 07.1 i Qnn ífflim . ^ ísíma 97-11500. M Sími690200 EGILSTÖÐUM • S. 97-11500 Sími 97-11500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.