Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 HANDKNATTLEIKUR EM í VÍÐAVANGSHLAUPUM A, Logi til Fram Logi Ólafsson, fyrrum þjálfari Víkingsliðsins í knattspymu, er kominn í herbúðir Framara í handknattleik. Logi hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Eyjólfs Bragasonar, sem tók við þjálfun Framliðsins á dögunum. Undir stjórn Eyjólfs gerði Fram jafntefli við Stjömuna og KA. Gunnar Andrésson, leikstjórn- andi Framliðsins, sem hefur ekki getað leikið með liðinu í vetur, en er byijaður að æfa á fullum krafti og mun leika fjóra síðustu leiki Fram, sem er í fallbaráttu; gegn Haukum, Val, Selfossi og HK. Yfirlýsing frá fram- kvæmdastjóra HSÍ Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi frá Gunnari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Handknattleiks- sambands íslands. „Undirritaður hafði ekki ætlað sér að ræða frekar í fjölmiðlum uppsögn sína sem framkvæmdastjóra HSÍ og vonaðist til að unnt væri að ljúka því máli á þeim vetvangi þar sem það á heima, milli framkvæmda- stjórnar og framkvæmdastjóra. Ég hef starfað að félagsmálum innan handknattleikshreyfingarinnar nú í 25 ár og þar sem ég taldi að frekari umræða í fjölmiðlum gæti skaðað hreyfinguna vildi ég ekki vera valdur að því. Framkvæmdastjóm HSÍ hef- ur séð sig knúna til að senda frá sér enn eitt yfirklórið sem birtist í DV 5.2. og Morgunblaðinu 6.2. og er þar svo víða farið með rangt mál að því er mér nauðugur sá kostur að svara því. Fjárhagsstaða Tekist hefur á kjörtímabili núver- andi stjómar að snúa viðvarandi tap- rekstri á HSÍ í það að það er rekið því sem næst á núlli, og jafnvel með örlitlum hagnaði fyrstu 6 mánuðina en þess ber þó að gæta að ætíð verð- ur að taka óendurskoðuð milliuppgjör með fyrirvara. Helstu ástæður fyrir því að nú árar betur í rekstrinum em að á síð- asta ársþingi HSÍ voru samþykkt aukin framlög frá aðildarfélögum sambandsins til reksturs HSÍ. Er það í kjölfar samþykkis á tillögu sem undirritaður bar fram á ársþingi 1991 en fékkst ekki samþykkt þá. Hún var hins vegar samþykkt á síð- asta ársþingi og er þar um verulegar upphæðir að ræða. Hin ástæðan er sú að í rekstri sambandsins hefur verið gætt fyllsta aðhalds og reynt að spara í hvívetna. Telur undirritað- ur sig þar eiga stóran þátt sem fram- kvæmdastjóri HSI, þó gjaldkeri sam- bandsins eigi þar sennilega stærstan hlut að máli. Því miður hefur þess- ari stjóm ekki tekist enn að afla neinna verulegra tekna umfram það sem fyrri stjóm hafí þegar samið um enda ástandið í þjóðfélaginu nú þann- ig að erfitt er að halda úti félagasam- tökum sem treysta á velvilja fyrir- tækja og fólksins í landinu. Samning- ar eru þó nú í farvatninu sem gætu skilað HSI vemlegaum tekjum og er það vel. Því er haldið fram í yfirlýsingu frá HSÍ að velta HSÍ verði „á annað ^jmndrað milljónir" á yfirstandandi ^&rtímabili! í milliuppgjöri sem gjaldkeri lagði fram eftir 6 mánaða rekstur var velta HSÍ innan við 20 milljónir. Þama hefur gjaldkera sambandsins greinilega orðið vemlega á í messuni þegar yfirlýsingin var samin og aðr- ir stjómarmenn muna greinilega ekki hvað stóð í milliuppgjöri, sem þeir fengu afhent fyrir tveimur mánuðum og láta þetta athugasemdalaust frá sér. Þetta sýnir betur en mörg orð hve stjórnarmenn em vel meðvitaðir um fjárhagslegan rekstur HSÍ. Velta HSÍ verður væntanlega milli 40 og 5Ú milljónir á kjörtímabili þessarar stjórnar eða á svipuðum nótum og á síðasta kjörtímabili, en þá var velta af reglulegri starfsemi um 40 milljón- ir. Hagræðing og endurskipulagning í þessum hluta yfirlýsingarinnar er farið fögmm orðum um að sífellt þurfí að hagræða og endurskipu- leggja í rekstri. Þetta er laukrétt en gallinn er sá að fram að fundi sem haldinn var 28. janúar 1993 höfðu mál sem snem að þessum þætti aldr- ei verið tekin fyrir á stjómarfundi. Hvorki framkvæmdastjóri né aðrir starfsmenn höfðu nokkurn tímann verið beðnir að koma með tillögur í þá átt af stjóminni, en maður skyldi ætla að þeir hefðu besta yfirsýn yfir það sem betur mætti fara. Fram- kvæmdastjóri leit svo á að þar sem engar athugasemdir komu væri stjóm sátt við_ störf hans og rekstur skrifstofu HSÍ. Eina sem meirihluta stjómar virðist hafa dottið í hug til að hagræða og endurskipuleggja er að reka undirritaðan og ekki þurfti nema einn fund sem boðaður var í miklu hasti til að fá þá niðurstöðu. Ekki var gerð tilraun til að ræða við mig um það sem betur mætti fara, en ljóst má vera að framkvæmda- stjóri hefur hvað besta yfirsýn yfir heildarrekstur sambandsins. Það er til marks um hagræðingu sem næst með því að reka framkvæmdastjóra að til stóð að hann viki úr starfi strax og nýr yrði ráðinn, sem allra fyrst. Þar sem framkvæmdastjóri hefur 3ja mánaða uppsagnarfrest hefði sam- bandið þurft að greiða 2 fram- kvæmdastjómm laun í 3 mánuði eða þangað til reiknisári þessarar stjóm- ar líkur og 3 vikur em í næsta árs- þing HSÍ þar sem ný stjórn verður kosin. Það er hagræðing og sparnað- ur eða hitt þá heldur. Starfslok Um hádegi 4. febrúar ræddu full- trúar stjómarinnar við mig um hvaða möguleikar væm í stöðunni eftir þá umræðu sem fram hefur farið í kjöl- far uppsagnarinnar, bæði í fjölmiðl- um og innan hreyfingarinnar. Komu þar fram 4 möguleikar. Stjórnar- fundur var haldinn um kvöldið og ákvörðun tekin og yfirlýsing send út. Þegar þetta er ritað á hádegi 6. febrúar hefur enn ekki verið rætt við mig af fulltrúum stjómar um niðurstöðu fundarins 4. febrúar og hvemig stjórnin kýs að starfslokum mínum verði háttað. Ágreiningur Það má öllum vera ljóst, sem fylgst hafa með þessu máli að undanfömu, að ekki ríkir eining innan stjórnar- innar um þessi mál. Þó að þeir stjórn- armenn sem vom í minnihluta í þessu máli hafi látið til leiðast að nafn þeirra yrði á yfírlýsingunni og málið tekið út af dagskrá stjórnar er Ijóst að það var aðeins til að reyna að stöðva þá neikvæðu umræðu sem verið hefur um HSÍ í kjölfar þessa máls. Farsælla hefði verið eins og fram kemur í upphafi þessarar yfirlýsing- ar, að mati undirritaðs, að ljúka þessu máli á réttum vettvangi, milli framkvæmdastjómar og fram- kvæmdastjóra án þess að ijúka með það í fjölmiðla og skapa enn frekari umræðu sem gerir ekkert annað en að skaða handknattleikinn í landinu. Það er því með hálfum huga að ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu, en sá mig því miður knúinn til þess þar sem nær hvergi er farið með rétt mál í yfirlýsingu framkvæmdastjóm- ar HSÍ. Gunnar K. Gunnarsson." Martha náði þriðja sæti og ÍR-stúlkur höfnuðu í 12. sæti sem erbesti árangur þeirra Logi ÚRSLIT NBA-deildin Leikir á mánudag: Philadelphia - New York Knicks 115:120 ■ Eftir framlengingu. Houston - Washingto..........100:106 UtahJazz-Orlando.............108: 96 LA Lakers - Dallas...........108:100 ■Eftir framlengingu. HM á skíðum Morioka, Japan: Svig kvenna. (Fyrri umferð 54 hlið og síðari umferð 53 hlið): Karin Buder (Austurríki)...........1.27,66 (45,30/42,36) Julie Parisien (Bandar.)...........1.27,87 (44,64/43,23) Elfi Eder (Austurríki)............1.28,65 (44,96/43,69) Kristina Andersson (Svíþjóð)......1.28,69 (45,28/43,41) Morena Gallizio (ítaliu)..........1.28,94 (45,23/43,71) Titti Rodling (Svíþjóð)...........1.29,12 (45,75/43,37) Patricia Chauvet (Frakkl.)........1.29,29 (45,78/43,51) Christine von Gruenigen (Sviss)...1.29,33 (46,33/43,00) Anne Berge (Noregi)...............1.29,67 (46,33/43,34) Miriam Vogt (Þýskal.).............1.29,82 (46,35/43,47) Stórsvig karla: Staðan eftir fyrri umferð, en fresta varð síðari umferðinni vegna veðurs: Kjetil Andre Aamodt (Noregi)........1.07,69 Rainer Salzgeber (Austurríki).......1.08,14 Johan Wallner (Svíþjóð).............1.09,18 Markus Wasmeier (Þýskal.)...........1.09,45 Marc Girardelli (Lúxemborg).........1.09,54 Ole Christian Furuseth (Noregi)....1.09,63 Urs Kaelnn (Sviss)..................1.09,77 Steve Locher (Sviss)................1.09,96 Hubert Strolz (Austurríki)..........1.10,01 Hans Pieren (Sviss).................1.10,26 Fimleikar Leiðrétting í blaðinu i gær var sagt að Björk og Ár- mann hefðu orðið sigurvegarar í fjórða og þriðja þrepi í fimleikum á bikarmóti kvenna. Það er ekki rétt. Stúlkumar í Gerplu urðu sigurvegarar í bæði þriðja og fjórða þrepi. KVENNASVEIT ÍR hafnaði í 12. sæti í Evrópukeppni félagsliða ívíðavangshlaupum sem fram fór í Albufeira í Portúgal sl. sunnudag. Þetta er besti árangur sem ÍR hefur náði í kvennakeppninni til þessa. Karlasveitin stóð sig ekki eins vel og varð að sætta sig við síðasta sætið. JV ÍR hafði áður náð best 14. sæti í EM í víðavangshlaupum, en í keppninni á sunnudag voru 17 seit- ir skráðar til leiks þar sem hlaupn- ir voru 6 km. í kvennasveit ÍR voru: Martha Ernstsdóttir (3. sæti á KARIN Buder, 29 ára austur- rísk stúlka, kom sjálfri sér og öðrum á óvart með því að hreppa heimsmeistaratitilinn i svigi kvenna í Japan í gær. Karin Buder var með sjöunda besta tímann eftir fyrri um- ferð og trúði varla eigin eyrum er úrslitin lágu fyrir. „Ég trúi því ekki að ég hafi unnið gullverðlaunin. Ég var næstum ákveðin í að leggja skíðin á hillina eftir síðasta keppnis- tímabil og hafði því ekki einu sinni látið mig dreyma um þennan árang- ur,“ sagði Buder, sem hafði aðeins einnu sinni náð að vinna heimsbik- armót á 10 ára keppnisferli. Julie Parisien, Bandarlkjunum, varð önnur og tileinkaði nýlátnum bróður sínum silfurverðlaunin. Austurríska stúlkan, Elfi Eder, kom einnig á óvart eins og Buder með því að ná þriðja sæti. Annelise Co- berger frá Nýja Sjálandi var með besta tímann eftir fyrri umferð en krækti fyrir stöng þegar hún átti 20.42 mín.), Anna Cosser (54. sæti á 23.33), Hulda Pálsdóttir (65. sæti á 24.11) og Bryndís Ernsts- dóttir (74. sæti á 25.22). Besta tím- anum náði Ferreira frá Portúgal (19.59 mín.) en lið hennar sigraði í keppninni. í karlakeppninni voru 21 sveit skráð til leiks og rak ÍR sveitin restina, en hlaupnir voru 10 km. í sveitinni voru: Sveinn Ernstsson (126. sæti á 34.36 mín.), Kristján Skúli Ásgeirsson (131. sæti á 35.19), Sighvatur Dýri Guðmunds- son (137. sæti á 36.11) og Ólafur Gunnarsson (138. sæti á 38.04). aðeins eftir tvö hlið í markið í síð- ari umferð. Þar með rann von Ný- Sjálendinga um að vinna fyrsta heimsmeistaratitilinn í skíðaíþrótt- um út í sandinn. Heimsmeistarinn í svigi frá 1991, Vreni Schneider frá Sviss, féll úr keppni í fyrri umferð og sömuleiðis þær Anita Wachter frá Austurríki og Deborah Compagnoni frá Ítalíu. Tomba með flensu Aðeins var hægt að fara fyrri umferðina í stórsvigi karla í gær vegna hvassviðris á mótsstað. Ólympíumeistarinn Alberto Tomba gat ekki tekið þátt í stórsviginu vegna innflúensu. Norðmaðurinn Kjetil Andre Aamodt, sem ólympíu- meistari í risasvigi, náði langbesta tímanum í fýrri umferð stórsvigsins og verður að teljast til alls líklegur. Slæmt veður hefur sett svip sinn á heimsmeistaramótið og hefur að- eins verið hægt að ljúka keppni í þremur greinum af tíu frá því mót- ið var sett 2. febrúar. SKIÐI / HM í MORIOKA Buder kom sjálfri sér mest á óvarf KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Bikarmeistarar ÍBK í kvennaflokki Keflavíkurstúlkumar sem sigruðu KR, 58:54, í úrslitaleik bikarkeppni körfuknattleikssambandsins á laugardag- inn. Aftari röð frá vinstri: Anna María Sveinsdóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Þórdís Ingólfsdóttir, Hanna Kjartansdóttir, Elínborg Herbertsdóttir og Sigurður Ingimundarson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Olga Færseth, Kristín Blöndal, Lóa Björg Gestsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir og Sigrún Skarphéðins- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.