Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Ös á skattstofunni SKATTFRAMTALIÐ er eflaust ofarlega í hugum margra skattgreiðenda þessa dagana enda ekki að ástæðulausu því lokafrestur til að skila skattframtölum síðasta árs rennur út á miðnætti í nótt. Að sögn Gests Steinþórssonar, skattstjóra í Reykjavík, verður þó sennilega látið duga að skýrslunum sé skilað áður en birtir af morgundeginum. Hann minnti engu að síður á að heimild væri til þess í lögum að beita viðurlögum væri skýrslunum ekki skilað inn fyrir tilskilinn tíma. Gestur sagði að algengt væri að fólk drægi að skila skattframtölum fram á síðasta eða næstsíðasta dag og mikil ös hefði verið á skattstofunni eftir helgi. Fólk hefði verið að sælqa um frest, fá leiðbeiningar og einhveijir að skila. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimiid: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspá ki. 16.15 í gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 10. FEBRUAR: YFIRLIT: Um 400 km vestsuðvestur af Snæfellsnesi er 988 mb lægð sem hreyfist norðaustur, en yfir Bretlandseyjum er minnkandi 1.035 mb hæð. önnur hæð er yfir austurströnd Grænlands, 1.040 mb, og þokast hún norður. SPÁ: Breytileg eða suðlæg átt. Dálítil rigning eða súld sunnaniands og vestan, jafnvel slydduél á Vestfjörðum. Líkast til verður einnig úrkomu- vottur vestantil á Norðurlandi en að mestu þurrt austantil á landinu. Áfram verður hlýtt víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Hvöss suðaustanátt og rigning, einkum sunn- an- og vestanlands. Hiti 4-9 stig. HORFUR ÁFÖSTUDAG: Nokkuð stíf sunnan- og suðvestanátt. Él eða slydduél sunnan- og vestanlands en bjartviðri norðaustantil. Hiti nálægt frostmarki við suður- og vesturströndina en vægt frost annars staðar. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestanstrekkingur. Él sunnan- og vestan- lands en léttskýjað norðaustantil. Frost 2-10 stig. Nýir veöurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. O <Sk & A * Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r r r * r * * * * / / * / * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma —------------y------------- FÆRÐA VEGUM: V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og (jaðrirnar vindstyrk, heil f|ööur er 2 vir'1-*'" 10° Hitastig v súld = Þoka (Kl. 17.30 igær) Fært er á vegum í nágrenni Reykjavíkur og á Suðurnesjum, einnig aust- ur um Heilisheiði og Þrengsli. Allir aðalvegir á Suðurlandi eru færir og sama er að segja um vegi á Austfjörðum. Þá er fært um Hvalfjörð í Borgarnes og um Heydali I Dali og þaðan í Reykhólasveit. Á Snæfells- nesi er greiðfært á flestum vegum og fært er á milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Botnsheiði, Breiðadalsheiði og Steingrímsfjarðarheiði eru ófærar en Breiðadalsheiöi og Steingrímsfjarðarheiði verða ruddar í dag. Fært er um Holtavörðuheiði norður Strandir til Drangsness. Á Norður- landi eru vegir greiðfærir og fré Akureyri er fært með ströndinni til Vopnafjarðar og einnig í Mývatnssveit. Víða um land er mikil hálka, eink- um á heiðum og fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni iínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 6 skýjeð Reykjavík 7 alskýjað Björgvin 6 súld Helsinki 8 léttskýjaS Kaupmannahöfn 3 súld Narssarssuaq 17 alskýjaS Nuuk 13 alskýjaS Ósló 1 skýjað Stokkhólmur 6 féttskýjaS Þórshöfn 7 alskýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 5 þokuruðningur Barcelona 12 mistur Berlín 4 þokumóða Chicago 0 alskýjað Feneýjar vantar Frankfurt 2 þokumóða Glasgow s reykur Hamborg 2 þoka London 6 súid LosAngeles 13 skýjað Lúxemborg vantar Madríd 9 mistur Malaga 16 hálfskýjað Mailorca 15 léttskýjað Montreal 23 léttskýjað New York +6 heiðskírt Orlando 8 þokumóða Parfs 3 alskýjað Madelra 17 skýjað Róm 13 þokumóða Vín 3 heiðsklrt Washington +2 heiðskírt Winnipeg +6 alskýjað Löndunarbið til bræðslu í öllum höfnum á Suður- og Austurlandi Um 50 hrygnur þarf í kílóið til frystingar Eskiflrði. Frá Guðjóni Guðmundssyni blaðamanni Morgnnblaðsins. ÞRÓARRÝMI er á þrotum hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Eski- firði og þar er brætt allan sólarhringinn. Von var á Berki NK með fullfermi, um 1.300 tonn, í gærkveldi. 100 tonnum hefur verið Iand- að á Eskifirði til heilfrystingar og þar fer helmingur áhafnarinnar í land. Hinir sigla með þau 1.200 tonn sem eftir eru til Siglufjarð- ar. Siglingin þangað tekur einn sólarhring. Að Sögn Freysteins Bjamasonar verksmiðjustjóra hjá SR er loðnan nú einhver sú stærsta sem hann hefur séð. Um 50 hrygnur þarf í 1 kg til frystingar en jafnan hafa 60-70 hrygnur verið í kílói. Loðna hefur verið fryst á Eski- firði fyrir Japansmarkað frá því á sunnudag, en í dag er von á Þórs- hamri GK með um 600 tonn og Hilmi SU með 1300 tonn. Þrær sfldarverksmiðjanna taka 4.600 tonn. Bræðslugetan er 800 tonn á sólarhring og frystigetan 40 tonn. Freysteinn sagði að hrogna- fylling væri um 15% og ykist um 1% á viku að jafnaði. Kvaðst hann telja tæpan mánuð þar til unnt yrði að hefja hrognatöku. Hann kvaðst eiga von á því að eftirgöngu yrði vart við Hornaíjörð í næstu viku ef marka mætti reynslu fyrri ára. Sú loðna væri heldur minni en þó kyn- þroska. SR á Eskifirði hafa greitt 3.600 til 4.000 krónur fyrir tonnið, en Freysteinn sagði að afurðaverð væri afar lágt, einkum vegna mikils fram- boðs á mjöli frá Chile og Perú, og vegna gengislækkunar pundsins. I gær höfðu veiðst 323 þúsund tonn af 640 þúsund tonna heildar- afla. Óveidd eru um 320 þúsund tonn en 410 þúsund tonn ef reiknað er með kvóta Grænlendinga, sem hugsanlega fellur íslendingum í skaut. Landað í Færeyjum Góð loðnuveiði var á miðunum við Suðausturland í gær. Um 125 þúsund tonn af loðnu hafa borist á land frá áramótum. Löndunarbið er nú í bræðslu á öllum höfnum sunnan- og austanlands og landaði Grindvíkingur í Færeyjum. Grindvíkingur GK landaði í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Að sögn Björgvins Gunnarssonar út- gerðarstjóra hefði skipið annars orðið að landa á Sigluflrði en þang- að var 50 mílna lengri sigling af miðunum. Björgvin átti von á að jafnvirði 4.200 íslenskra króna fengist fyrir loðnutonnið í Færeyj- um en á Siglufírði voru 4.000 krón- ur í boði. Loðnan á stóru svæði „Loðnan veiðist á nokkuð stóru svæði núna og bátunum gengur vel að fylla sig,“ sagði Hákon Magnússon á Húnaröst RE sem var á veiðum í grennd við Ingólfshöfða. Hákon sagði að þeim gengi vel að fylla og þeir áætluðu að landa á Höfn í Hornafirði á morgun. Hluti aflans fer í frystingu á Hornafírði en bróðurparturinn í bræðslu. Verður þetta fyrsta loðnufrysting- ingin á Höfn á þessari vertíð. Loðnufrysting hefst í Grindavík innan skamms. Verðbréfakaupin í New York Undanþágnbeiðni lífeyrissjóðanna um fjárfestingu hafnað SEÐLABANKINN hefur hafnað beiðni Lífeyrissjóðs bænda og Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags íslands um að fá að fjárfesta milliliðalaust fyrir tæplega 130 milljónir kr. hvor sjóður í sérstök- um hlutdeildarsjóði hjá Oppenheimer verðbréfafyrirtækinu i New York. Birgir ísleifur Gunnarsson bankastjóri sagði í gær að Seðla- bankinn teldi rétt að menn nýttu sér þær heimildir sem veittar hefðu verið um áramót áður en fari væri að veita miklar undanþág- ur. Birgir ísleifur sagði að banka- stjórn Seðlabankans teldi ekki ástæðu til að verða við þessari beiðni lífeyrissjóðanna að svo stöddu. „Með nýjum lögum og reglugerð frá síðustu áramótum hefur verið losað ansi mikið um gjaldeyrisviðskipti. Þó eru settar á ákveðnar hömlur. Við teljum rétt að á meðan reglugerðin er ný nýti menn sér þá möguleika sem hún gefur áður en farið er að veita undanþágur að einhveiju ráði,“ sagði Birgir ísleifur. Hámarksfjárhæð afnumin Allar takmarkanir á verðbréfa- kaupum erlendis verða afnumdar við gildistöku EES-samningsins eða í síðasta lagi um næstu ára- mót. Samkvæmt núgildandi reglu- gerð er einstaklingum og fyrir- tækjum heimilt að fjárfesta í er- lendum verðbréfum til eins árs eða lengri tíma fyrir 750 þúsund en verðbréfasjóðum er heimilt að fjár- festa fyrir 150 milljónir kr. Lífeyr- issjóðimir tveir óskuðu eftir að fjárfesta milliliðalaust fyrir 130 milljónir hvor sjóður, en það er lágmarksfjárhæð sem lífeyrissjóð- ir þurfa að fjárfesta fyrir hjá verð- bréfasjóði Oppenheimer til þess að komast hjá kostnaði við aðild að sjóðnum. Birgir ísleifur sagði að þegar núgildandi reglur voru settar hafi það legið fyrir að lág- marksfjárhæð þyrfti til aðildar að svona sjóðum, það væri ekkert nýtt og ekki ástæða til að veita undanþágur þess vegna. Birgir ísleifur sagði að þó að þakinu yrði létt af verðbréfakaup- um erlendis síðar á þessu ári yrðu fjárfestingarnar áfram að fara um löggilta innlenda verðbréfasjóði. Hann sagði að það væri af öryggis- ástæðum og til að auðvelda skýrslugerð og eftirlit með verð- bréfakaupunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.