Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 29. Ólafur kaus að lifa fábrotnu líf og oft sagði hann mér að það væri hans lífsfylling að geta verið sjálf- um sér nógur varðandi umsýslu þeirra mála sem hann hafði með höndum. Hann var útlærður smiður hjá föður sínum og hafði yndi af að sinna ýmsum verkefnum af því tagi, ekki síst ef hann gat með því móti aðstoðað systur sínar og aðra ættingja og vini. Ekki verður komið tölu á þá einstaklinga sem Ólafur veitti ráð í frítíma sínurn varðandi frágang skattframtala. Ég tel að ekki sé fjarri að áætla að hann hafí unnið samanlagt nokkur starfs- ár launalaust á ferli sínum við slíka aðstoð, því aldrei vildi Ólafur þiggja greiðslu eða þóknun af neinu tagi af nokkrum manni. Þannig ljómar hans lífshlaup allt af kærleika, bræðralagi og fómfýsi. Ólafur var vanafastur og lifði einföldu lífi. Hann lagði ekkert upp úr því sem lífsgæðakapphlaup nú- tímans snýst mikið um, svo sem ferðalögum, nýtísku bílum o.s.frv., jafnvel þó hann hefði vel ráð á. Ólafur fór t.d. aldrei með flugvél til útlanda, en fór einu sinni í stutta sjóferð til Danmerkur með skipi mágs síns. Heimur Ólafs var ann- ar, fjölskyldan og vinirnir, að geta séð um sitt og hjálpað sínum að geta ætíð haldið reisn sinni. Ólafur hélt reisn sinni til hinstu stundar. Og dauðann óttaðist hann ekki. Hann hafði bjargfasta trú á fram- haldslíf og var sannfærður um að ná langþráðum endurfundum með foreldrum sínum og öðrum nánum ástvinum þegar hans stund rynni upp. Ég þakka Ólafi frænda mínum fyrir alla hans órofa tryggð, hjálp- semi og vinskap. Lífshlaup hans allt ljómar af kristilegu bræðralagi og náungakærleika. Eg veit að ljómi af því tagi þótti honum eftirsóknar- verðasta vegtyllan í lífinu. Blessuð sé minning hans sem aldrei mun dofna. Hermann Sveinbjörnsson. Þegar við nú kveðjum góðan vin Ólaf Sigvaldason viðskiptafræðing, er okkur efst í huga trygglyndi hans, hjálpsemi og vilji til að gera öðrum gott, því jafnan var hann fyrstur manna til að bjóða fram aðstoð sína ef á þurfti að halda. Kynni okkar við Óla og skyldfólk hans hófust fýrir rúmum þijátíu árum. Við hjónin bjuggum um ára- bil í sama húsi og systir hans og fjölskylda hennar þar sem hann var daglegur gestur og tókst þar kunn- ingsskapur sem varð að þeirri vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Óli vann á Skattstofu Reykjavík- ur alla sína starfsævi þar sem þekk- ing hans og frábærir hæfileikar nutu sín fullkomlega og vart get ég hugsað mér nákvæmari og sam- viskusamari mann en hann var. Sem dæmi um það skal hér sögð ein lítil saga. Eitt sinn komum við hjónin til hans og báðum hann að líta á skatt- skýrsluna okkar. Óli leit á klukk- una, bað okkur að bíða smástund og hélt áfram vinnu sinni. Eftir dágóðan tíma leit hann aftur á klukkuna og sagði: „Jæja, þá er vinnutíminn búinn, nú stimpla ég mig út og svo getum við litið á skýrsluna". Óli aðstoðaði fjölda manns við skattframtöl í frítímum sínum og aldrei vissi ég til þess að hann tæki greiðslu fyrir. Þá hjálpaði hann einnig nemendum sem áttu í erfið- leikum með stærðfræðina og enn- fremur liðsinnti hann mörgum með verkkunnáttu sinni, en húsasmíði hafði hann numið af föður sínum. Óli var mikill stærðfræðingur og með ólíkindum minnugur á tölur. Væri hægt að segja af því margar sögur og sumar næsta ótrúlegar. Það var gaman að ræða við hann um lífíð og tilveruna, því að hanri var fróður mjög, víðlesinn og rök- vís, en fastur gat hann verið fyrir og stífur á meiningunni. Óli var ókvæntur og bamlaus en var tengdur systmm sínum og fjöl- skyldum þeirra sterkum böndum og kom oft fram hve þar ríkti mik- il eining og samstaða. Hann var mjög dulrænn þó að hann léti ekki mikið á því bera og oft kom hann manni á óvart í þeim efnum. Nú þegar Óli er horfinn á vit eilífðarinnar minnumst við hans og hinna góðu stunda sem við áttum saman og þökkum fyrir alla hans vinsemd og hlýju sem hann sýndi okkur við skyndilegt fráfall manns- ins míns og föður okkar. Með Óla er genginn góður maður sem margir munu sakna. Við send- um systrum hans og íjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Kristjana H. Guðinundsdóttir, Gylfi og Asgeir Valur Snorrasynir. Nú hringir síminn ekki lengur um miðnæturskeið. Það var ekki nema einn maður sem hringdi á þeim tíma, Ólafur Sigvaldason. í dag kveðjum við hann. Það er reyndar alltof fljótt, en svo hafa máttarvöldin ákveðið. Ég kynntist Ólafi fyrst er ég tók að venja komur mínar á heimilið á Snorrabraut 69 í kjölfar þess að ég kynntist Sigrúnu, næst yngstu syst- ur hans, sem síðar varð eiginkona mín. Alinn upp sem einbimi var mér það nýmæli að kynnast þessum samheldna hóp er systkinin á Snor- rabrautinni vom. Milli Bimu, sem gift er Ragnari Karlssyni, geð- lækni, og býr nú í Bandaríkjunum, Ingu, sem gift er Ásgeiri Sigurðs- sjmi, skipstjóra, Hrefnu, skóla- stjóra, Ólafs, Sigrúnar, konu minnar, og Aðalheiðar, sem gift er Gunnari H. Guðjónssyni, flugstjóra, ríkti einstök samheldni. Ólafur tók mér mjög vel og varð mér það fljót- lega ljóst að það var samkvæmt eðli hans, og er árin liðu og ég kynntist honum nánar fann ég æ betur hve einstakur mannkosta- maður hann var. Ólafur vann alla sína starfsævi á Skattstofu Reylqavíkur og var lengst af hægri hönd Halldórs heit- ins Sigfússonar skattstjóra er Ólaf- ur mat mikils vegna hæfileika hans og þekkingar, en það mun hafa verið gagnkvæmt. Kynni þeirra munu hafa tekist er skattstofan hafði fengið endursent bréf, með þeirri athugasemd að leiðrétta þyrfti stafsetningu og greinar- merkjasetningu. Halldór fór þá á stúfana til að fínna einhvem er væri fær um að koma í veg fyrir að skattstofan fengi fleiri slík til- skrif og fann Ólaf, sem þá hafði nýlega hafið þar störf. Eftir það vildi hann ekki að neinir meiriháttar úrskurðir eða mikilvægar greinar- Sjrðir fæm frá stofnuninni nema lafur væri búinn að yfírfara þ9s skrif. Öll þau ár er ég þekkti Ólaf var þessi tími árs annatími 'vegna þess að framtalsfrestur var að líða. Ég hef þessa daga verið að líta á ýmis skjöl og sé þar á meðal lista yfír einstaklinga sem hann hefur hjálp- að við frágang skattframtala. Þar vora ráðherrar jafnt sem ræstingar- konur. Allir fengu sama viðmót og hann lagði metnað sinn I að gera öll framtöl jafn samviskusamlega úr garði. Engum datt í hug að fram- tal sem Ólafur hafði lagt hönd væri ekki fullkomlega rétt. Aldrei var hann fáanlegur til þess að þiggja neina greiðslu fyrir aðstoð sína. Það raglar bara framtalið mitt sagði hann, því aldrei hefði það hvarflað að honum að þiggja greiðslu sem ekki yrði talin að fullu fram til skatts. í fjölda ára starfaði Ólafur við söluskatt og síðar virðis- aukaskatt. Jafnframt var það í hans verkahring að annast álagningu landsútsvars en það verkefni varð ekki unnið í tölvu og kom þar ein- stök stærðfræðiþekking hans að góðum notum. Én engu að síður lagði hann metnað sinn í að fylgj- ast með öllum breytingum á skatt- kerfinu þannig að hann væri reiðö-' búinn til þess að geta leyst sér- hvert það verkefni er honum væri SJÁ NÆSTU SÍÐU RAÐAUGí ÝSINGAR A TVINNUAUGl ÝSINGAR Tannsmiður Tannsmiður óskast í postulínsvinnu. Verður að vera vel þjálfaður og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist Morgunblaðinu, merktar: „T - 10192“. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkrun- arfræðingum til starfa við sumarafleysingar, kvöld- og morgunvaktir, frá 1. júní til 31. ágúst. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga áfram í fastar stöður. Gott húsnæði í í boði. Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 95-12329. Stöður fangavarða við fangelsin á höfuðborgarsvæðinu og við fangelsið Litla-Hrauni. Fjórar stöður fangavarða eru lausar til umsóknar. Aðallega er um að ræða starf við fangaflutn- inga, en jafnframt við fangavörslu. Tvær stöður verða við fangelsin á höfuðborg- arsvæðinu og tvær við fangelsið Litla-Hrauni. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 20-40 ára. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík, fyrir 1. mars nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 4. febrúar 1993. Konur- símasala á kvöldin! Einungis vant fólk kemur til greina. Góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar í síma 626751 frá kl. 13-16 alla virka daga. Atvinnuhúsnæði til leigu Mjög gott ca 220 fm atvinnuhúsnæði til leigu á Ártúnshöfða. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í símum 679840 eða 679841, á kvöldin í síma 616844. Verkalýðshreyfingin - hvað nú? Fundur um stöðuna í kjaramálum verður hald- inn í Risinu, Hverfisgötu 105, Reykjavík, í dag, miðvikudaginn 10. febrú- úar, kl. 20.30. Ræðumenn: Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Fundarstjóri: Guðrún Helgadóttir, alþingismaður. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík. FÉLAGSSTARF Málfundafélagið Óðinn heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitis- braut 1. Gestur fundarins, Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og for- maður VR, mun ræða um atvinnumál og stöðu launafólks í dag. Trúnaðarmannaráð Óðins er hvatt til að mæta á fundinn. Kaffi á könnunni. Stjórnin. HFIMOAI.1UK F U S Ríkir félagafrelsi á íslandi? Fundur um skylduaðild að verkalýðsfélögum Heimdallur efnir til fundar um félagafrelsi og skylduaðild að verkalýðs- félögum á Hótel Sögu laugardaginn 13. febrúar kl. 12.00-15.30. Á fundinum verður m.a. rætt um hvort skylduaðild sé að verkalýðsfé- lögum og hvort slík aðild brjóti í bága við stjórnarskrána eða alþjóð- lega mannréttindasáttmála. Þá munu vinnuveitendur og forsvars- menn verkalýðshreyfingar kynna sjónarmið sín i þessum málum. Framsögumenn verða Jóhanna Siguröardóttir, félagsmálaráðherra, Gunnar Jóhann Birgisson hdl., Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Lára V. Júlíusdóttir, frkvstj. ASÍ, og Þórarinn V. Þórarinsson, frkvstj. VSÍ. Auk þeirra taka Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verzlunarráðs, þátt i pallborðs- umræðum að framsögurerindum loknum. Múrverk Tilboð óskast í múrverk á 1600 fm verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Upplýsingar í símum 642363 og 46234 eftir kl. 20.00 á kvöldin. Smá auglýsmgar □ GLITNIR 5993021019 II 5 I.O.O.F. 9 = 1742107'/2 = Þ.b. □ HELGAFELL 5993021019 IVA/ 2 Frl. ÉSAMBAND ISLENZKRA ' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60. Almenn kristniboðssamkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssaln- um. Páll Friðriksson talar. Allir velkomnir. ISLENSKI ALPAKLÚBBURINN Vetrarferðir I kvöld kl. 20.30 verður haldinn kynningarfundur fyrir áhuga- menn um vetrarferðir og lengri skiðagöngur. Starfsemi (SALP á þessu sviði verður kynnt og sýndar myndir úr nokkrum áhugaverðum ferðum. íslenski alpaklúbburinn, Mörkinni 6, ris, (hús Feröafélags íslands). Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Miðilsfundir Breski miöillinn Lesley James heldur einkafundi næstu daga. Pantið tímanlega í síma 668570 milli kl. 13-18. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið (10-12 ára krakkar) kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Frá Sálarrannsóknafélagi íslands June Hughes, breskur miðill, heldur skyggnilýsingafund á Sogavegi 69 fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.